Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 2
ÞRI.ÐJUDAGUR 19, FEBRÚAR 1991. Fréttir Ölafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra: Óráð að kosningabaráttan snúist um búvörusamning - vill að nýr samningur komi fyrir yfírstandandi þing „Áfangaálit sjömannanefndarinn- ar er tímamótaplagg. Það eru stórtíð- indi að samtök launafólks og at- vmnulífsins, ásamt fulltrúum baenda, skuli hafa náð slíkri sam- stöðu um úrbætur, hagræðingu og kostnaðarminnkun í sauðfjárrækt- inni. Og fyrir landbúnaðarráðherra er þetta stórsigur," segir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Olafur segist ekki óttast aukin út- gjöld ríkissjóðs upp á tvo til þrjá milljarða á næsta ári eins og áfanga- áhtið gerir ráð fyrir. Hann segist sannfærður um að á næstu sjö árum muni heildarútgjöldin dragast sam- an um ailt að 7 milljarði og í því ljósi sé útgjaldaaukningin lítil. „Útgjöldin til landbúnaðarmála er það vandamál sem hvað mest hefur verið deilt um innan ríkisstjórnar- innar. Sú samstaða sem náðist í nefndinni gefur hins vegar fyrirheit um að hægt sé að leysa málið. Það verður mikil ábyrgð því fylgjandi hjá þeim stjórnmálamönnum sem ákveða að leggjast gegn því stóra skrefi sem myndi verða stigið ef farið verður eftir þessum tillögum." Aðspurður segist Ólafur Ragnar ætla að leggja sitt af mörkum til að tryggja framgang þessara tillagna. Hann segir það þó verða erfitt því stór hópur bænda sé uggandi um sinn hag og muni leggjast gegn þess- um tillögum. „Þaö verður hlutverk þeirra sem þora og geta að koma þessu í gegn. Ég mun tvímælalaust leggja þessum tillögum það lið sem ég get. Ef tekst að ljúka búvörusamningi á næstu vikum þá tel ég sjálfsagt að frá hon- um verði gengið og hann lagður fyrir þingið til staðfestingar. Ég tel væn- legra að b'úka því af áður en kosn- ingabaráttan hefst og frambjóðendur í landbúnaðarhéruðum fara að lofa upp í ermarnar á sér. Annað væri óráðlegt og gæti haft í fór með sér stóraukin útgjöld fyrir ríkissjóð," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra. -kaa -^ ¦CT ^¦^S-¦:¦ ¦¦',?vrf\.. Æ0-} A BjUtí'l/'*'^. .':".::;^'" C\ í sjjtf .: .¦¦-.:- .--¦: ¦:¦..¦¦ \f~% Sveit Zia Mahmood sem vann frækinn sigur á sveitakeppni bridgehátiðarinnar í gærkvöldi. Hún er skipuð, auk Zia, Lev Shmuel, Omar Sharif og Paul Chemla. DV-mynd S Flugleiðamótið í bridge: Omar Sharif og f élagar hrósuðu sigri Flugleiðamótinu í sveitakeppni lauk laust fyrir miðnætti í gær- kvöldi. Sveit Zia Mahmood hrósaði sigri í lokin eftir að hafa leitt mótið frá byrjun. í öðru sæti varð sveit frá Austurríki en í þriðja sæti sveit Landsbréfa. í sveit Pakistanans Zia Mahmoods eru auk hans leikarinn Omar Sharif frá Egyptalandi, Lev Schmuel frá ísrael og Paul Chemla frá Frakk- landi. Þeir fengu 205 stig. í sveit spil- áranna frá Austurríki voru Kadlec, Terraneo, Meinl og Berger. í sveit Landsbréfa voru Jón Baldurssqn, Aðalsteinn Jörgensen, Magnús Ól- afsson, Jón Þorvarðarson, Sigurður Vilhjálmsson og Rúnar Magnússon. Lokastaða efstu sveita varð þannig. 1. Zia Mahmood 205 2. AUSTRIA 192 3. Landsbréf 178 4. Mike Polowan 177 5.-6. Sameind 174 5.-6. Björgvin Þorsteinsson 174 7. Hótel Esja 170 8. Mads Kröjgaard 168 9. S. Ármann Magnússon 167 10.-11. Tryggingamiðstöðin 163 10.-11. Bifreiðabyggingar 163 12. Ib Lundby 162 Sveitakeppnin hófst á sunnudag og voru þá spilaðar 6 umferðir. Spilað var eftir Monradkerfi þannig að sveitir meö svipaðan stigafjölda átt- ust jafnan við. Sveit Zia Mahmood gjörsigraði alla andstæðinga sína á sunnudaginn og þegar spilamennsku lauk á sunnudag var sveit Zia með 137 stig og sú næsta með 112 stig. Það var sveit Sameíndar en hún lék gegn Zia í fyrsta leik mánudagsins. Sveit Sameindar gerði sér htið fyrir og vann stóran sigur, 24-6. Var þá allt í einu hlaupin spenna í mótið. Sveit Zia reyndist hins vegar vand- anum vaxin og hélt forystunni út mótið. í lok verðlaunaafhendingarinnar ávarpaði Zia Mahmood gesti bridge- hátíðarinnar og sagði að bridge væri eina íþróttin í heiminum þar sem Pakistani, Egypti, ísraelsmaður og Frakki gætu verið saman í hði. ísland væri þar að auki eina landið þar sem slík sveit gæti spilað í móti. Vöktu orð hans aö vonum mikla kátínu meðal spilaranna og fjölmargra áhorfenda sem lögðu leið sína á mót- ið. Keppnissfjórar á mótinu voru Agn- ar Jörgensen og Kristján Hauksson sem jafnframt sá um útreikning á tölvu. Á mótinu var kynnt sú nýjung að lýsa leikjum beint í sýningarsal með hjálp tölvuforrits. Hingað til hefur verið notast við myndvarpa en áhorfendur voru greinilega ánægðir með þessa nýjung. -ÍS Sérsveit flármálaráðherra kannar skil á virðisaukaskatti: Hótar að loka 113 f yrirtækjum - skoðaði bókhald og sjóðsvélar hjá 241 fyrirtæki með áhlaupi Fjármálaráðherra hefur í sam- vinnu við skattrannsóknarstjóra komið sér upp þremur sérsveitum sem á næstu sex mánuðum munu kanna ástand sjóðsvéla og reiknings- skil hjá alls sex þúsund fyrirtækjum víðsvegar um landið. Tilgangur sveitanna er að koma í veg fyrir að virðisaukaskatti sé stungið undan. í síðustu viku könnuðu sveitirnar sjóðsvélar og bókhald hjá 241 fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu og í ljós kom að í 47 prósent tilvika var um vanrækslu að ræða. Hefur þeim aðil- um nú verið gefinn 45 daga frestur til að bæta úr þeim vanköntum sem sveitirnar komust að. Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra kynnti starfsemi og tilgang sveitanna á blaðamannafundi í gær. Hann sagðist vænta þess að skil á virðisaukaskatti myndu batna veru- lega í kjölfar þessa áhlaupsverkefnis, eins og hann orðaði það, en vildi ekki nefna neinar tölur í því sam- bandi. Þá sagði hann mikilvægt að komið yrði í veg fyrir að einstök fyr- irtæki stælu þessum fjármunum þjóðarinnar sem þeim væri treyst til að innheimta. Það væri ekki einasta hagur ríkissjóðs heldur einnig neyt- enda og annarra fyrirtækja. „Full skattaskil samkvæmt settum reglum er forsenda heilbrigðs við- skiptalífs með eðlilegri samkeppni á jafnréttisgrundvelh," sagði hann. Ólafur kvaðst hafa sent forsvars- mönnum allra þeirra fyrirtækja sem kunna að verða heimsótt bréf þess efnis. í því eru forráðamenn fyrir- tækjanna hvattir til að taka vel á móti þessum nýju sérsveitarmönn- um. -kaa Snjóleysi í BláQöllum: Gætum tekið á móti 300 manns á dag en ekki 300 III segir Þorsteinn Hjaltason „Það er ekki allt snjólaust hér en fátæklegt á köflum. Það væri hægt að hafa opið skíðasvæðið hér ef það væri öruggt að það kæmu ekki fleiri en 300 manns á skíði hér á dag í stað 3000. Það er mjög erfitt að takmarka aðgang að svæðinu en mér hefur dottið í hug að auglýsa að það sé opið fyrir þá sem keypt hafa sér árs- kort. En óhjákvæmilega myndu fylgja því mörg vandamál," segir Þorsteinn Hjaltason, forstöðumaður skíðasvæðisins í Bláfjöllum. „Snjóleysið í vetur hefur orsakað mikið tekjutap bæði fyrir okkur og skíðafélögin hér sem byggja afkomu sína að miklu leyti á því að leigja út skálana. Auk þess urðu hér veruleg- ar skemmdir í óveðrinu þann 3. fe- brúar og ég áætla að þær komi til með að kosta á aðra milljón króna. Við höfum enn ekki getað gert við allar lyfturnar sem skemmdust. Enn er eftir að gera við topplyftu Ár- manns, Pumalyftuna og stólalyftu í Suðurgili en viðgerðir hafa dregist á langinn vegna veðurs. Það hefur verið fátt um fólk hér það sem af er vetri. í síðustu viku komu nemendur úr Hagaskóla hing- að til að renna sér á skíðum og við gátum opnað eina lyftu og leyft þeim að renna sér í neðsta hluta einnar brekkunnar. Keppnisfólk skíðafélaganna hefur og verið hér við æfingar síðan á fimmtudag en það eru rennur í fjall- inu sem það getur notað. Það er auð- vitað alltaf meiri slysahætta þegar svona htill snjór er en enn sem kom- ið er hafa ekki orið nein slys á fólki hér." -J.Mar Það má segja að vorverk starfsmanna borgarinnar við Tjörnina hefjist snemma i ár. Veðurblíðan varð til þess að róið var út í hólmann og hann hreinsaður og lagaður. Það er þvi vonandi að ekki geri aftakaveður sem eyðileggi tiltektina. DV-mynd S 83 þúsund tonn af loðnu komin á land á árinu AUs hafa veiðst 83 þúsund tonn af loðnu það sem af er árinu, þar af 21 þúsund vegna tilraunaveiða. í loðnufiotanum eru 44 skip og hafa 27 þeirra fengið afia síðan um ára- mót. Loönunni hefur verið landað á Vestfjörðum, Austfjörðum, Noröur- landi og í verstöðvum sunnan og vestanlands. Bræla var á miðunum í gær og til- kynnti enginn bátur um afla. í nótt var hins vegar góð loðnuveiði. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.