Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991. Spurningin Hefur þú komið nærri eldgosi einhvern tíma? Fjóla Guðmundsdóttir nemi: Nei, en það væri gaman að fá tækifæri til þess. Fífa Konráðsdóttir nemi: Ekki svo ég muni. Lesendur Ruth Ólafsson sjúkraliði: Já, ég fór að sjá Heklu fyrir löngu síðan með rútu ásamt börnum mínum og barnabörnum. Helgi Mar Árnason nemi: Já, ég er nú hræddur um það. Ég fiaug yfir þegar síðasta Kröflugosiö stóð. Bragi Smith nemi: Já, ég sá Heklu þegar litla gosið var 1981. Verktakar krefjast fjár og framkvæmda: Verður aldrei f riður? Sigurður Grétarsson nemi: Já, ég sá Heklugosið að heiman frá mér úr Landeyjunum árið 1981. Óskar Sigurðsson skrifar: Maður fer nú að þreytast á þessum þrýstihópum sem sífellt tekst að kría út fé og styrki til handa sér eða um- bjóðendum sínum. Aldrei stendur á stjórnvöldum að verða við óskum þessara hópa. Nú er kosningaár og hvenær er betri tími til að fara af stað með kröfugerðir? Það mun varla standa á ráðherrum að „skrifa fiug- völl", því ekki verða þeir allir ábyrg- ir eftir kosningar. í kjölfar seinkunar á álversfram- kvæmdum og óvissu um hvort yfir- leitf verður nokkuð af þeim fara þeir sem hugðu gott til glóðarinnar vegna framkvæmda nú af stað með kröfu- gerðir. Verktakasambandið hefur riðið á vaðið og búast má við hverjum hópnum á fætur öðrum næstu daga. Allir vilja fá „sinn hlut bættan" eins og það er oröað. - En hefur ein- hverjum veriö lofað einhverju, ég bara spyr? Formaður Verktakasambandsins segist trúa því og treysta að álver verði byggt hér, hins vegar sé greini- legt eins og staðan sé nú að ekki veröi mikið um framkvæmdir á þessu ári og því leiði það til alvarlegs verkefn- askorts hjá verktökum. - Nú þurfi að bregðast við með skjótum hætti, t.d. með fjárveitingum til almennrar vegagerðar. Reykjavíkurborg á líka að leggja fram fé í auknar fram- kvæmdir, segir þessi forystumaður þrýstihópsins Verktakasambands ís- lands. Hvað um íbúana í Vogunum sem veöjuðu.á miklar og drjúgar tekjur af framkvæmdum vegna álversins? Koma þeir næstir með kröfugerð á „Verktakasambandið vill vegaframkvæmdir í stað álversumsvifa," segir hér m.a. ríki og sveitarfélag sitt? Fólk er orðið langþreytt á kröfugerðunum sem all- ar eru af þeim toga að skattborgar- arnir verða að borga meira, strita meira og á endanum að flýja land. - Hér eigum við að segja „stopp", hing- að og ekki lengra. Hættum Einar Erlingsson skrifar: Tvö mikilmenni sögunnar kusu landið okkar sem ráðstefnustað ög fjölluðu um framtíð þessarar plánetu er við búum á. Við Islendingar fyllt- umst stolti af þeim heiðri og trúnaði er okkur var sýndur með þessu stað- arvah' þeirra. Sá eldur er hérna var kveiktur tók að bræða þann klaka er aðskildi tvö mestu ríki veraldar og er enn að þrátt fyrir kalda storma er ógna honum. - Þeir gætu þó slökkt hann. Við megum ekki gleyma hvað þó hefur áorkast með þíðunni fram á þennan dag; Berlínrmúrinn hrundi, Þýskaland sameinaðist, öll austur- blokkin er komin á hreyfingu í átt ^l • II til lýðræðis. Eystrasaltsríkjum hefur verið lofað sjálfstæði með fimm ára aðlögun. Samt mun áreiðanlega kosta blóð, tár og svita að breyta þjóðskipulagj í jafnvíðfeðmu ríki sem Ráðsrjórnarríkin eru. Erfitt mun reynast að hrekja kerfiskarla frá er setið hafa við kjötkatlana og verður a.m.k. ekki gert með góðu. Hefði Stalín lifað hefði hann bætt nokkrum hæðum ofan á Berlínar- múrinn og hert á þumalskrúfu lepp- ríkjanna, gjaldþrotakerflnu til stuðnings. Ég held að það sé hvorki gott fyrir okkur íslendinga né Eystrasaltslöndin að einstakir stjórnmálamenn geysist fram á völl- inn og hræri í þeim seiðpotti sem sleiknum enginn veit hvað kemur upp úr. - Það er rétt sem Albert Guðmundsson sagði hér um árið: Talað orð er eins og byssukúla sem hleypt er af - það verður ekki aftur tekið. Það er hættulegt að sveifla tung- unni sambandslausri við höfuð- stöðvarnar og nota gífuryrði og sleggjudóma til áherslu, þegar talað er um menn þá er fást við þau hrika- legu vandamál er steðja að mann- kyninu og þeir eru að reyna að leysa. - Best væri að hætta þessum Upp- boðsleik sem stjórnmálamenn hér stunda um þessar mundir, engum tíl gagns, en gæti orðið til mikils skaða. Ekki vanþörf á verkamannaf lokki Kristinn Guðmundsson skrifar: Nú er að koma upp á yfirborðið umræða um að hér þurfi að vinna að stofnun nýs srjórnmálaflokks, Verkamannaflokks íslands. Þessa hugmynd las ég fyrst um í kjallara- grein í DV fyrir nokkrum árum. Nú les ég svo aftur um máhð í DV frétt og segir þar að nú sé hluti þeirra sem stóðu að mótframboðiriu gegn Dags- brún að huga að stofnun Verka- mannaflokks sem bjóði svo fram í næstu alþingiskosningum. Hvað sem líður hugmyndum og ástæðu fyrir þessu hugsanlega fram- boði nú er ekki vanþörf á verka- mannaflokki hér á landi. Enginn ís- lenskur stjórnmálaflokkur hefur annast hagsmunamál verkamanna eða launþega sérstaklega, nema þá í eins konar hjáverkum, og hið stóra apparat, Alþýðusarriband íslands, er ekki þess umkomið að gæta hags- muna verkafólks sérstaklega. í mörgum eða flestum löndum Evrópu eru verkamannaflokkar sem hafa náð tiltakanlega góðri stöðu og oft haft lykilaðstöðu í stjórnarmyndun í landi sínu. Launþegar hér eru nú búnir að fá meira en nóg af afskiptasemi stjórn- málamanna af málum launþeganna, t.d. með aðild að lífeyrissjóðum Mál launþega hér eru í hinni mestu óvissu - hefur verið sinnt í hjáverkum. hagsmunamálum verkamanna launamanna, og reyndar eru mál launþega hér í hinni mestu óvissu, ekki síst núna eftir að ASÍ og V£Í hafa tekið höndum saman um að tengja kjaramáhn beint við mögu- leika og setu ríkisstjórna. - Að stofna samtök eða flokk fyrir verkafólk, með eða án annarra launþega, er miklu meira aðkallandi en hingað til hefur verið talið. Dagsbrúnarmálí svððsljósí Dagsbrúnarmaður skrifar: Þar sem margt hefur verið of- sagt um veislu sem Dagsbrún hélt nokkrum forystumönnum sínum nýlegá finnst mér ástæða til aðtaká fram aöþar fór allt hið bósta fram. Ég vár sjálfur einn boðsgestanna. Þar var t.d. ekki veitt frítt brennivín eins og eín- hvers staðar var sagt. Hins vegar hefði átt að bjóða þeim sem helst stóðu að mótframboðinu á dög- unum. Vegna fréttar í DV um stofnun nýs stiómmálaflokks, Verka- mannaflokks Reykjayíkur, vil ég upplýsa að þéssi hugmynd er ekki ný.áf nálinni. Frekar væri nauð- syn á stofnun flokks fyrir al- menna launþega í landinu sém sannarlega eiga í vök að verjast um þessar mundir. - Hins vegar er í bígerð að tillaga verði lögð ffamum þetta málí trúnaðarráði Dagsbrúnar innan skamms. Túrismiergottorð Guðlaugur Magnússon hringdi: Orðið „ferðamannaiðnaður" er langt og ljótt. Ég vil frekar nota orðið „túrismi" sem er fullt eins gott. Oröið „túr" er rammislenskt og gott og gilt og orðiö „ismi" er ending sem er algild og hefur verið tekið inri í málið sem ending á ýmsum sammerkingum. Orðið ferðamannaiðnaður er sannköll- uð sveitamennska í málinu og minnir á íslending í sólarlöndum í ullarnærfötum. Orðið „túristi" er líka viðtekið i málinu og því fullgott, einnig orðið túristastaður, jafnvel betra en ferðamannastaður. Þessu varpa ég fram til umhugsunar. Óskar,Öperanog ungafólkíð Danni skril'ar: Ég vil koma á framfæri þakk- lffiti tíl Óskars Péturssonar sem söng eins og engill ásamt at- vinnusöngkonu og stórri hljóm- sveit norður á Akureyri á dögun- um. Óskar söng með sinni nátt- úrurödd hverja aríuna á fætur annarri við frábærar undirtektir. ~ Hann og Signý Sæmundsdóttir unnu hug og hjörtu áheyrenda. Fyrir u.þ;b. viku brá ég mer í Óperuna og sá Rigoletto. Alltfór það hið besta fram, nema hvað tenórinn sem skar sýninguna i parta. Það er með ólíkindum aö Garöar Gortes skuli ætíð skammta sér aöalrulluna í hverri óperu sem færð er upp. Eru ekki til aðrir tenórar? Ég hef séð Garð- ar gera góða hluti en í Rigoletto fannst mér hann ekki njóta sín. - Hvar er unga fólkið sem hefur verið að læra? Hví fær það ekki tækifæri? Öfullnægjandi þjónustaáHlemmi G.H. skrifar: Þjónusta í hreinlætismálum i biðstöðvarskýHnu á Hlemmi er óviðunandi. Það nær ekki nokk- urri átt að forráðamenn Strætis- vagna Reykjavikur skuli leyfa sér að loka salernumkl. 21 að kvöldi. Mér hefur dottið í hug hvort Kéilbrigðiseftirlitið eigi ekki að hafa afskipti af þessu máli. En ég vona að bragarbót verði gerð á þessari þjónustu þessum fjöl- farna stað sem allra fyrst Barnagæslahjá líkamsrækiar- stöðvum Inga hringdi: Á daginn bjóða likamsræktar- stöðvar barnagæslu. Á kvöldin eða síðla dags, td. á bilinu frá kl. 5-7, hins vegar ekki. - Þetta þyrftu líkamsræktarstöðvar að athuga og auglýsa ef þær bjóöa þessa þjónustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.