Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. Utlönd Albanía: Lögreglaum- kringir háskóla Hundruð lögregluraanna og hermannaumkrmgduháskólann í Tirana í Aibaníu í gær þegar alfaanskir námsmenn hófu hung- urverkfalL Með því voru þeir að leggja áherslu á kröfu sína um að nafh fyrrutn leiðtoga landsins, Envers Hoxha, yrði sírokað útí úr nafhi háskólans. Lögreglu- mennirnir og hermennirnir voru i sagðir vera að koma í veg fyrir að efht yrði til fundarhalda á há- skólalóðjnni Ramiz, forseti Alfaaníu, lét und- an kröfum námsmanna í desemb- er í fyrra og heimilaöi starfsemi stjórnarandstöðuflokka. Pyrstu fjölflokkakosningarnar í Albaniu í fjörutíu ár verða haldnar 31. mars næstkomandi. Reuter Biaðamaður sakar ísraelsk um misþyrmingu Þekktur palestínskur blaða- maður kvaöst i gær hafa verið haldiö af ísraelskum yfirvöldum i eins og hálfs metra löngum og áttatíu sentímetra breiðum fangaklefa í ellefu daga og ekki fengið að faoröa í fjóra daga. Hann fékk ekki heldur að fara á salerni. Blaðamaðurinn, Taher Shriteh, sem meöal annars hefur starfað fyrir Reuters-fréttastofuna, hefur verið í haldi í margar vikur án þess að hafa verið ákærður. Hann er sakaður um aö hafe stutt Ham- ad-hreyfinguna sem er bönnuð. Stuðningsmenn hennar játa ísl- amstrú. Dómari sagði í gær að Shriteh, sem handteklnn var 28. janúar, gæti þurft að vera í haldi vegna frekari yflrheyrslna þar tíl 10. mars. Reuter ^Ofog betri b"asa/a„ | BÍLASALA GARÐARS) BORGARTÚN11 — 105 REYKJAVlK SlMAR 19615 »18085 Toyota Corolla twin cam, hvítur, ek. 98 þús. V. 530.000. Suzuki Swift '88, silfurgrár, ek. 27. þús. V. 470.000. Ch. Blasor 74, góður bíll. V. 530.000. Wagoneer LTD 1985, dökkblár, ek. 79 þús. V. 1.390.000. Vantar bíla á staðinn Georgía: Sovéskir hermenn ráðast á þjóðvarðliða Leiðtogi Riddaranna, óopinberrar þjóðvarðliðahreyfingar í Georgíu í Sovétríkjunum, sakaði í gær leiðtoga landsins um að hafa staðið á bak við árás sovéskra hermanna á bæki- stöðvar. Snemma í gærmorgun réð- ust hermennirnir, sem voru grímu- klæddir, á þremur skriðdrekum og tíu brynvörðum bílum á bækistöðvar þjóðvaröliðanna, sveitar sem sett var á laggirnar fyrir tveimur árum.'Til skotbardaga kom og særðust þrír menn sem gripnir voru af hermönn- unum. Ekki er vitað hvert farið var með þá. Leiðtogi Riddaranna, Djaba Iossel- iani, sagði á fjölmennum útifundi í LURIE^S W< gær að hann hygðist stofha stjórn- málaflokk til að berjast gegn fasism- anum í Georgíu. Kvaðst hann hafi náð samkomulagi við aðra stjórn- málaflokka um myndun nýs banda- lags gegn fasisma. Riddararnir styðja sjálfstæðis- hreyfinguna í Georgíu þrátt fyrir andstöðu við Gamsakhurdia forseta. Þjóðernissinnaðir leiðtogar Georgíu segja samt sem áður Riddarana vera vopnaða af Moskvuvaldinu í því skyni að auka óróann í landinu. Riddararnir eru ein af mörgum óopinberum sveitum þjóðvarðliða sem sprottið hafa upp í suðurhluta Sovétríkjanna að undanförnu og lýst yfir andstöðu við Gorbatsjov Sovét- forseta. Ótta hefur gætt í Georgíu undan- farnar vikur um að sovéski herínn léti til skarar skríða vegna vaxandi þjóðernishyggju í landinu eins og gert var í Litháen og Lettlandi þar sem yfir tuttugu manns féllu fyrir hendi sovéskra sveita í síðastliðnum mánuði. Óháða fréttastofan Baltfax greindi frá því í gær að maður, sem skotinn var í magann þegar sovéskir her- menn réðust á sjónvarpsturn í Vil- nius í Litháen í janúar, hefði látist í gær. Eeuter C/8 Apr 5 '90 6 B90 KIHWAUQNAL COPVHGHT BY CABTOOfWS NC Kít US» Ótta hefur gætt i Georgiu að undanfómu um að sovéski herinn léti til skarar skríða eins og gert var í Litháen og Lettlandi. . Teikning Lurie Havel varar við eff nahagshruni Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvak- íu, hefur gagnrýnt þingmenn fyrir að tefja efnahagslöggjöf og varað við efhahagshruni ef ekki verði náð sam- komulagi um einkavæðingu. Havel hefur hvatt þingmenn, sem deila meðal annars um lög sem talin eru nauðsynleg þegar komið verður á markaðsbúskap, til að leysa sem fyrst ágreininginn. Forsetinn sagði nýlega í viðtah að Ungverjar og Pólverjar hefðu hug á aö fara að dæmi Tékka og sækjast eftir samvinnu við NATO. Havel fer bráðlega í heimsókn til aðalstöðva NATO í Brussel. Hann lagði þó áherslu á að þessar þrjár þjóðir ætl- uðu ekki að mynda nýtt bandalag nú þegar Varsjárbandalagið væri að leysast upp. Gert er ráð fyrir að Comecon, efha- Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, hvetur þingmenn til að leysa sem fyrst ágreininginn varðandi lagasetningu tengda markaðsbúskap. Símamynd Reuter hagsbandalag Austur-Evrópu, verði leyst upp á fundi í Búdapest í Ung- verjalandi síðar uði. þessum mán- Reuter Nýi sænski óánægjuflokkiirinn: Formaðurinn segir af sér vegna hótana Sænski kaupsýslumaðurinn og skemmtigarðseigandinn Bert Karls- son tilkynnti í gær að hann segði af sér formennsku í hinum nýja óánægjuflokki sem hann stofnaði ásamt greifanum Ian Wachtmeister. Kvaðst Karlsson í útvarpsviðtali hafa verið beittur þrýstingi sem skaöaði viðskipti hans. í viðtalinu kom einnig fram að honum hefði verið hótað lífláti. Karlsson líktj pólítíska andrúms- loftínu í Svíþjóð við einræði og að notaðar hefðu verið mafluaðferðir gegn fyrirtækjum hans og starfs- mönnum. Kvað hann nokkur stór samtök hafa hótað að hætta viðskipt- um við skemmtigarð hans, Sumar- land, ef henn drægi sig ekki til baka úr pólitíkinni. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- kannana í síðustu viku studdu 11,7 prósent kjósenda nýja flokkinn og var hann þar meö orðinn þriðji stærsti flokkurinn. Síðan hafa fjöl- miðlar fjallað mikið um flokkinn og stefnu hans. í fréttaskýringaþætti í sænska ríkissjónvarpinu átti Bert Karlsson í erfiðleikum meö að svara spurningum um stefnu flokksins í efhahagsmálum. „Ástæða þess að ég gat ekki svarað var sú að ég haíði ekki lesið mér til. Ég hefði getað gert það á tuttugu mínútum ef ég hefði fengið tíma til þess," sagði Karlsson síöar. Hann fullyrti þó að slæm frammistaða hans í þættinum hefði ekki orðið til þess að hann ákvað að hætta formennsku eftir rúmar tvær vikur. Ian Wachtmeister greifi telur ekki útilokað að Bert Karlsson skipti um skoðun. Hann hafi auk þess lofað að vera áfram í stjórn flokksins. TT Margrét Danadrottning slapp ómeidd þegar þyrla hennar nauðlenti. Nauðlending meðDana- drottningu Þyrla Margrétar Danadrottn- ingar og Hinriks manns hennar varö að nauðlenda með þau vegna bilunar skömmu eftir að lagt var upp frá flugvelli í Will- iamsburg í Virginíu. Þau hjónin eru þessa dagana á ferð í Banda- ríkjunum. Bilun varð í þyrlunni en flug- mönnum hennar tókst að nauð- lenda giftusamlega á litlum flug- velh nærri borginni. Önnur þyrla var með í för til vara og fóru þau Margrét og Hinrik um borð í hana og héldu för sinni áfram. Margrét tók atvikinu með ró þótt vitað sé að hún er fremur flughrædd. Ritzau Sovétmennbúa sigundir verðhækkanir Sovéskir þegnar búa sig nú undir að mæta verulegum hækk- unum á vöruverði. Valentin Pavlov forsætisráðherra boðaði í gær að til stæði að hækka verðlag um 60% að jafnaði en á móti stendur einnig til að hækka laun og bætur frá almannatrygging- um. Pavlov sagði einnig á fundi Æðsta ráðsins í gær að ríkið gæti sett þak á verðhækkanir á nauð- synjum en einstök lýðveldi gætu ákveðið lægra vöruverð ef þau treystu sér til. Verðhækkanirnar eru þannig til komnar að verulega á að draga úr niðurgreiðslum þótt þær verði ekki aflagðar með öllu. Þetta er gert í þeim tilgangi að vöruverð endurspegh raunverulegan kostnað við framleiðsluna en mikið vantar á að svo sé í Sovét- ríkjunum nú. Þá er ætlunin að gefa verðlagn- ingu frjálsa á um þriðjungi alls varnings. TveirPalestínu- mennféllu ísraelskur landnemi skaut 14 ára gamlan palestínskan unghng til bana í Betlehem í gær. Þá féll annar Palestínumaður fyrir kúl- um hermanna á vesturbakka Jórdanár. Sjónarvottar segja að ungling- urinn hafi verið skotinn til bana af manni sem ók um götu í út- hverfi Betlehem. Unglingar köst- uðu grjóti að bflnum en ökumað- urinn svaraði með því að skjóta af handahófi á unglingahópinn. Sá sem féll fékk kúlu í höfuðið. Herinn á svæðinu segist vera að rannsaka atvikið og segjr að enn sé óljóst hver beri ábyrgð á dauða unghngsins. í hinu tilvik- inu féll Palestínumaður fyrir kúl- um hermanna í þorpinu Hajjah um 10 kílómetra fyrir austan Nablus. Þá kom til átaka á Gazasvæðinu og þar særðust sex menn eftir að hermenn hófu skothríð. Starfs- menn sameinuðu þjóðanna segja að þar hafi 15 unglingar einnig verið barðir til óbóta í flótta- mannabúðum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.