Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. Útlönd__________________________________________________________ Bandaríkj astj óm tekur hugmyndum Gorbatsjovs um frið með varúð: Tillögur Sovétmanna tefja ekki landhernað - Frakkar segja að stundin fyrir innrás í Kúvæt sé þegar ákveðin George Bush Bandaríkjaforseti hefur nú fengið i hendur friðartillögurnar sem Mikhail Gorbatsjov Sovétforseti sendi Saddam Hussein eftir fund með Tareq Aziz utanríkisráðherra iraks. Bandaríkjastjóm hefur ekkert viljað láta uppi um álit á tillögunum en ít- rekar að hernaðurinn gegn írak haldi áfram á meðan íraksher hefur ekki við kallaður heim frá Kúvæt. Stundin þegar ákveðin? Almennt er litið svo á að þetta sé síðasta vonin um að leysa megi Persaflóadeiluna og binda enda á stríðið áðm' en bandamenn leggja tii atlögu við íraska herinn á landi. Heimildir í Frakklandi herma að tíminn fyrir innrásina á landi hafi þegar verið ákveðinn og nú sé ekki eftir nema rúmlega sólarhringur til stefnu fyrir Saddam Hussein að láta Kúvæt af hendi. Að öðrum kosti hefj- ist bardagar á landi. Talið er að Bandaríkjastjórn vilji bíða þar til svar kemur frá Saddam. Biðin verði þó vart löng því að stjórn- in líti svo á að Saddam geri allt til að vinna tíma og forðast í lengstu lög að bandamenn hefji næsta áfanga í hernaðinum. Stjórnin hefur því full- an hug á að láta Saddam ekki ráða ferðinni í stríðinu og ekki verði gefið annað færi á að reyna friðarviðræð- ur ef þessar fara út um þúfur. Þetta kemur heim og saman við fréttirnar frá Frakklandi um að stundin, þegar innrás á landi hefst, hafi þegar verið ákveðin. Dagblað í Þýskalandi hefur eftir heimildum í Moskvu að tillögur Gorbatsjovs miði við að írakar hverfi skilyrðislaust frá Kúvæt en á móti bjóðast þeir til að tryggja að landamæri íraks verði óbreytt eftir stríðið og að Saddam Hussein verði ekki gerður ábyrgur fyrir stríðsglæpum. Þá eru að sögn líka í tillögunum ákvæði um að í framtíðinni ætli Sovétmenn að beita sér fyrir ráðstefnu um vandamál þjóða í Miö-Austurlöndum. Sovétmenn að bjarga sér Bandarískir þingmenn hafa látið í ljósi miklar efasemdir um að þessar tillögur séu ásættanlegar. CNN-sjón- varpsstöðin hafði í morgun eftir tveimur fulltrúum á Bandaríkjaþingi að Sovétmenn væru fyrst og fremst að hugsa um aö tryggja stööu sína í Mið-Austurlöndum með því að koma George Bush Bandaríkjaforseti stikar heim flötina við Hvíta húsið eftir að hafa fengið friðartillögur Gorbatsjovs í hendur. Á eftir honum koma John Sununu, starfsmannastjóri Hvíta hússins, og Robert Gates, aðstoðaröryggisráð- gjafi. Símamynd Reuter í veg fyrir að bandamenn knýi fram fullnaðarsigur á írökum. Marlin Fitswater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði í morgun að forsetinn teldi að helsta vonin um endalok styijaldarinnar væri að sigra íraka á vígvellinum fyrir til- raunir Gorbatsjovs til að fá Iraka til að yfirgefa Kúvæt. Þrátt yfir þessi orð fagnaði Bush því að Gorbatsjov reyndi það sem í hans valdi stæði til að frelsa Kúvæt með samningum. Þrátt fyrir að mikil óvissa sé um pólitíska lausn á Persaflóadeilunni er mikill þrýstingur á Saddam Huss- ein að nota þetta tækifæri til að gefa eftir. Primakov, sérlegur sendimað- ur Gorbatsjovs, sagði eftir fund með Saddam í síðustu viku að hann hefði nú mestar áhyggjur af eigin framtíö. Ljóst er að hann á nú síðasta hálm- stráiö eftir. Mistakist tilraunir til að koma á friði á næsta sólarhring þarf hann vart að vænta þess að sitja að völdum að stríðinu loknu. Reuter Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, kvaddi Mikhail Gorbatsjov i Mosvu i gær og fór heim með friðartillögur sem kunna að vera seinasta hálmstráið fyrir Saddam Hussein. Símamynd Reuter DV Persaflóastríðið: Atburða- 18. febrúar 8.20 - Tvö bandarísk herskip verða fyrir skemmdum er þau rekast á tundurdufl í norðurhluta Persaflóa. Sjö sjólíðar eru sagðir hafa slasast. 9.40 - Bandaríkjamenn sagðir hafa eyðilagt tvo brynvaröa bíla íraka í skærum við landamæri Saudi-Arabíu síðastliðna nótt. 12.00 - Kúvætar í útlegð segja mikilvæg vatnsból og raforkuver í Kúvæt hafa oröið fyrir loftárás- um bandamanna, augljóslega vegna mistaka. 12.20 - Mikhail Gorbatsjov Sov- étforseti kynnir utanríkisráð- herra íraks, Tareq Aziz, sem er í Moskvu, nýja friðartillögu. 12.45 - Forseti Irans, Ali Akbai' Hashemi Rafsanjani, segir friðar- horfur góðar eftir jákvæð við- brögð íráka við tillögum hans. 13.00 - Hundruð fréttamanna mótmæla því hversu lítið þeir fá að fylgjast með gangi stríðsins. Hóta þeir að fara sjálfir til víglín- unnar. 14.20 - Fahd, konungur Saudi- Arabíu, segir stríðið halda áfram á meðan írakar eru í Kúvæt og við landamæri Saudi-Arabiu. 15.05 - Utanríkisráðherra íraks, Tareq Aziz, sagður væntanlegur til Teheran í Iran til aö greina leiðtogum þar frá viðræðum sín- um við Gorbatsjov Sovétforseta í Moskvu. 15.25 - Aziz fer frá Moskvu að loknum viðræðum þar. 15.32 - Embættismenn Hvíta hússins i Washington vilja lítið tjá sig um friöartillögu Gor- batsjovs. 15.38 - Herþyrlur bandamanna bjarga bandariskum flugmanni í írak eftir að flugvél hans hrapaði. 16.31 - Yitzhak Shamir, forsætis- ráðherra ísraels, kveðst óska að ísraelar geti tekið þátt í Persa- flóastríðinu og aðstoðað við að koma Saddam Hussein íraksfor- seta á kné. 17.42 - Bandarískir ráðamenn sagðir óttast að samstaða risa- veldanna kunni að rofna. Óttinn er sagöur hafa aukist er fréttir bárust af friðartiUögu Gor- batsjovs. 19. febrúar 0.48 - Argentínsk yfirvöld til- kynna fór herskips til Persaflóa. 0.56 - Bandamenn sagðir halda írökum í óvissu um hvenær ráð- ist veröi til atlögu á landi. Miklar heræfingar fara fram við landa- mærin. 0.59 - Stjómir þróaðra ríkja ákveða að hætta að selja vopn til „hættulegra" ríkja í þriðja heim- inum. Haf na boði Dana um gasgrímur handa Palestínumönnum Áannað hundrað skrið- drekar eyðilagðir Bandaríkjamenn segja aö þeir hafi á síðustu sólarhrlngum náð góðum árangri í að eyða skrið- drekum íraka úr lofti. Þeir hafa þó ekki viljað gefa upp nákvæmar tölur um hve margir skríðdrekar séu úr leik. Þó er haft eftir áreiöanlegum heimildum að á annaö hundraö skríðdrekar hafi eyöilagst á ein- um sólarhring. Herforingjar bandamanna sega að nýjar að- ferðir hafi verið teknar upp við loftárásimar en ferðum ekki fjölgað. Með þessum fréttum eru Bandamenn einnig að undir- strika ásetning sinn aö hika hvergi í stríöinu. Reuter Israelsk yfirvöld hafa hafnað boði frá Danmörku um'25 þúsund gas- grímur handa Palestínumönnum á herteknu svæðunum á þeim forsend- um aö þær fullnægi ekki þeim kröf- ■um sem gerðar eru í ísrael. Fulltrúar þeirrar nefndar, er hefur eftirlit með vömum óbreyttra borg- ara í Danmörku, era undrandi og segja að dönsku gasgrímurnar hljóti að vera betri en engar. ísraelsk yfir- völd hafa áður hafnað boði um gas- grímur frá Svíþjóð þar sem þær vernduðu ekki gegn sýklavopnum. Þær dönsku eru hins vegar sagðar gera það en við þær hafa ísraelar gert þá athugasemd að ekki sé hægt að drekka með þær á sér. Anker Jörgensen, fyrrum forsætis- ráðherra Danmerkur, sagði í gær aö örugglega yrði íjallað um málið í ut- anríkismálanefnd danska þingsins. Jörgensen sagði að það væru brot á mannréttindum ef höfnun ísraela endurspeglaði afstöðu þeirra til Pal- estínumanna og þá þyrfti að finna aðra leið til að senda Palestínumönn- um gasgrímurnar. Danski þingmaðurinn og ísraels- vinurinn Peter Duetoft sagði að það minnsta sem hægt væri að krefjast af fyrrum forsætisráðherra Dan- merkur væri að hann kannaði út- skýringar ísraela áður en hann dæmdi. Bent hefur verið á að ísraelar vilji hafa allar gasgrímur eins til þess að hægt sé að notast við eina leið- beiningu. Ritzau Harðar loftárásir á Bandamenn gerðu loftárásir á Bagdad í gærkvöldi og nótt í fimm klukkustundir sarafleytt. írakar segja að fjöldi óbreyttra borgara hafi látið lífið í árásunum. Fréttamaður Sky-sjónvarps- stöðvarinnar bresku sagði í morgun að sprengjum hefði verið varpað á miðborgina og einnig á úthverfi borgarinnar. Hann sagöi aö A1 Rashid hótelið hefði nötrað í sprengjuregninu. Kvað hann mikla reiði ríkja i Bagdad í kjölfar þessara árása og virtist honum sem fólk stæði þétt- ara aö baki Saddam en áður. Reutftr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.