Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1991, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991. Fólk í fréttum Eyjólfur Kristjánsson Eyjólfur Kristjánsson, tónskáld og söngvari, sigraði í forkeppni Söngvakeppni sjónvarpsstöðva að þessu sinni eins og fram hefur kom- ið í fréttum DV en hann var auk þess í helgarblaðsviðtali DV um síð- ustu helgi. Starfsferill Eyjólfur fæddist í Reykjavík 17.4. 1961 og ólst upp í foreldrahúsum í Vogahverfinu. Hann stundaði nám við MR í íjóra vetur'en hætti þá námi og sneri sér að tónsmíðum og tónlistarflutningi. Þá stundaði hann nám í píanóleik hjá Jakobínu Axels- dóttur 1982-85. Eyjólfur starfaði á sumrin við Skíðaskólann í Kerlingarfjöllum frá 1975, fyrst sem lyftudrengur en síð- an sem skíðakennari frá 1978-84 og sumrin 1986,1988 og 1990. Hann spilaði með hljómsveitinni Hálft í hvoru 1981-86 og með Bítla- vinafélaginu 1986-90. Eyjólfur á Qölda laga á hljómplötum ýmissa hljómsveita en auk þess kom út plata með honum einum, Dagar, árið 1988. Hann hefur tekið þátt í ýmsum tónlistarsýningum í Broad- way, á Hótel íslandi og á Hótel Sögu. Þá hefur hann sungið og spilað á gítar á eigin vegum víða um land. Eyjólfur hefur sex sinnum tekið þátt í forkeppni sönglagakeppninn- ar og oftast verið sigurstranglegur, auk þess sem hann sigraði í Lands- lagskeppninni áriö 1990. Eyj ólfur æfði fótbolta og hand- bolta á unglingsárunum og keppti með Þrótti í þessum greinum frá 6. flokki og upp í 3. flokk. Hann keppti á skíðum fyrir Ármann er hann var sextán ára, keppti um skeið í vegg- tennis og varð Islandsmeistari í þeirri grein 1984 og 1985. Þá æfir hann keilu, er félagi í KFR og kepp- ir í þeirri grein með Keiluböðlum í 3. flokki. Fjölskylda Unnusta Eyjólfs er Vigdís Stefáns- dóttir, f. 3.7.1970, en hún er í námi í Frakklandi. Systkini Eyjólfs eru Björg, f. 9.8. 1946, kennari í Reykjavík, gift Ás- geiri Theodórs lækni og eiga þau fjögur börn; Hrafnhildur, f. 17.4. 1948, svæfingarhjúkrunarkona á Akranesi, gift Birgi Einarssyni kennara og eiga þau tvö börn, auk þess sem hún á barn frá fyrra hjóna- bandi; Helga Guðlín Wieland, f. 1.9. 1951, húsmóðir í Salisbury í Banda- ríkjunum, gift Jeff Wieland lækni og eiga þau tvö börn; Hans, f. 17.2. 1956, sölumaður og íþróttakennari í Hafnarfirði, en sambýhskona hans er Snjólaug Ehn Bjarnadóttir íþróttakennari; Kristján, f. 17.2. 1956, dr. í líffræði og lektor við land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn, en sambýhskona hans er Bir- git Kristensen og á Kristján einn son frá fyrrv. hjónabandi. Foreldrar Eyjólfs eru Kristján Björn Þorvaldsson, f. 30.5.1921, stór- kaupmaöur í Reykjavík, og kona hans, Guðný Eyjólfsdóttir, f. 27.10. 1925, húsmóðir. Ætt og frændgarður Meðal systkina Kristjáns má nefna Óla Sverri, blaöasala í Reykjavík. Kristján er sonur Þor- valds Ásgeirs, málarameistara í Reykjavík, Kristjánssonar Bernd- sen, verslunarmanns í Reykjavík, bróður Margrétar, móður Halldórs stórkaupmanns og Hannesar sendi- herra Kjartanssona. Kristján var sonur Hinriks Bemdsen, faktors á Skagaströnd, af dönskum ættum. Móðir Þorvalds var Guðríður, systir Sigríðar, langömmu Jóns L. Áma- sonar stórmeistara. Guðríður var dóttir Þorvalds, prests á Hjalta- bakka, bróður Kristínar, móð- urömmu Lárusar Jóhannnessonar, alþingismanns og hæstaréttardóm- ara, og Önnu, móður Matthíasar Johannessen, skálds og ritstjóra. Þorvaldur var sonur Ásgeirs, bók- bindara og dbrm. á Lambastöðum, bróður Jakobs, prests í Steinnesi, langafa Vigdísar forseta. Ásgeir var sonur Finnboga, verslunarmanns í Reykjavík, Björnssonar og Arndísar Teitsdóttur, vefara í Reykjavík og ættfóður reykvísku Vefaraættar- innar, Sveinssonar. Móðir Þorvalds á Hjaltabakka og kona Ásgeirs var Sigríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar forseta. Sigríður var dóttir Þorvalds, prests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar, prests í Holtaþingum, Högnasonar, „prestaföður“ prests á Breiðaból- stað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Móð- ir Sigríðar var Kristín Björnsdóttir, prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Móðir Guðríðar var Hansína Þor- grímsdóttir, prests í Þingmúla, Am- órssonar. Móðir Þorgríms var Margrét Bjömsdóttir, systir Krist- ínar, móður Sigríðar Þorvaldsdótt- ur. Móðir Hansínu var Guðrún Pét- ursdóttir, b. í Engey, Guðmundsson- ar, langafa Guðrúnar, móður Bjama Benediktssonar forsætisráð- herra. Móðir Kristjáns stórkaupmanns Eyjólfur Kristjánsson. var Björg Sigvaldadóttir, húsmanns í Dæli í Fljótum, Gunnlaugssonar, b. í Hólakoti í Ólafsfirði, Jónssonar, b. á Syðri-Á í Ólafsfirði, Björnsson- ar. Móðir Sigvalda var Sigriður Sig- urðardóttir, b. á Ósi í Möðruvalla- klaustursókn, Sigfússonar. Móðir Bjargar var Guðrún Kristín Guðný Márusdóttir, b. í Dæli, Márussonar. Guðný, móðir Eyjólfs, er dóttir Eyjólfs, sparisjóðsgjaldkera í Hafn- arfirði, Kristjánssonar, b. á Krossi á Berufjarðarströnd, Eiríkssonar. Móðir Eyjólfs var Guðný Eyjólfs- dóttir. Móðir Guðnýjar Eyjólfsdótt- ur yngri var Guðlín, systir Ágústs, stofnanda kexverksmiðjunnar Frón. Guðlín var dóttir Jóhannesar, skósmiðs í Reykjavík, Þórðarsonar og Sólveigar Bjarnadóttur. Afmæli Vilhjálmur Ámason Vilhjálmur Árnason verkstjóri, Burstafelh í Vestmannaeyjum, er sjötugurídag. Starfsferill Vilhjálmur fæddist að Burstafelli í Vestmannaeyjum og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann missti ungur föður sinn er húsið Burstafell brann en í því slysi fórust einnig ungur bróðir Vilhjálms, Óli ísfeld, og syst- ursonur, Árni Sigurðsson. í sömu viku hafði Vilhjálmur lokið góöu inntökuprófi í Verslunarskóla ís- lands en slysiö kom í veg fyrir frek- ari skólagöngu. Á árunum fram yfir tvítugt stund- aði Vilhjálmur sjómennsku og þau verkamannastörf er til féllu á þeim kreppuárum. Hann vann síðan við verslunarstörf og var um tíu ára skeið verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja. Þá festi hann kaup á Efnalauginni Straumi við Skóla- veg árið 1959 og 1974 keypti hann Þvottahús Vestmannaeyja og flutti fatahreinsunina þangað þar sem hann starfrækti hana undir nafninú Þvotta- og efnalaug Vestmannaeyja. Vilhjálmur seldi þessi fyrirtæki eftir tuttugu og fimm ára rekstur og hóf störf sem verkstjóri í Kerta- verksmiðjunni Heimaey i Vest- mannaeyjum þar sem hann starfar enn. Á eldgosaárinu 1973 vann Vil- hjálmur um skeið í Reykjavík en undi þar illa og hóf þá fljótlega störf hjá lögreglunni í Eyjum, enda hugur hans þar. Vilhjálmur hefur alla tíð veriö mikill áhugamaður um íþróttir og er heiðursfélagi í íþróttafélaginu Þór. Þá er hann heiðursfélagi í Agóges þar sem hann hefur unað sér vel í hópi góðra félaga í mörg ár. Fjölskylda Vilhjálmurkvæntist22.2.1942 Maríu Gísladóttur, f. 6.3.1923, hús- móður, en hún er dóttir Gísla Jó- hannssonar, smiðs frá Krossi í Mjóafirði, og Þórunnar Karlsdóttur ísfeld, b. á Krossi og síðar á Fransk- amel á Norðfirði, Guðmundssonar. Faðir Gísla, Jóhann Marteinsson, var fæddur á Parti í Sandvík í Norð- fjarðarhreppi en flutti ungur til Mjóafjarðar og bjó á Krossi í tíu ár ásamt konu sinni, Katrínu Gísla- dóttur Eyjólfssonar frá Reykjum í Mjóafirði. María missti ung móður sína og fór í fóstur th frænku sinnar, Ólafíu ísfeld, og Sæmundar Þor- valdssonar, kaupmanns á Norðfirði. Börn Vilhjálms og Maríu eru Óli Árni, f. 18.10.1941, sjúkraliði í Nor- egi, kvæntur Jenny Joensen frá Færeyjum, og eiga þau þrjú börn; Þór ísfeld, f. 30.11.1945, verkstjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Sól- veigu Adólfsdóttur úr Vestmanna- eyjum og eiga þau þrjú börn; Sæ- mundur, f. 7.12.1948, yfireftirlits- maður í Innri-Njarðvík, en sambýl- iskona hans er Fríða Jóna Ágústs- dóttir frá Vestmannaeyj um og eiga þau eitt bam. Frá fyrra hjónabandi á hann tvö börn og er móðir þeirra Elín K. Þorteinsdóttir frá Vest- mannaeyjum; Sigurbjörg, f. 2.11. 1956, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Óuðmundi Pálssyni, fram- kvæmdastjóra í Vestmannaeyjum, og eiga þau eitt barn; Vilhjálmur, f. 5.3.1963, hstamaður í Vestmanna- eyjum, kvæntur Ragnhhdi Þ. Svans- dóttur frá Eskifirði, og á hann eitt bam frá fyrra hjónabandi en móðir þess er Andrea I. Sigurðardóttir. Systkini Vilhjálms eru Guðfinna, húsmóðir í Reykjavík, gift Elíasi Sigfússyni verkamanni; Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, gift Óskari Lárassyni útgerðarmanni; Aðal- heiður húsmóðir, nú látin, var gift Ágústi Bjarnasyni, fulltrúa í Reykjavík; Pálína, húsmóðir í Reykjavík, gift Jónasi Sigurðssyni skólastjóra; Lára, húsmóðir í Reyja- vík, gift Baldri Jónassyni verka- manni; Helga, húsmóðir á Akra- nesi, gift Guðjóni Jónssyni, b. og verkamanni; Óh ísfeld sem er lát- inn. Foreldrar Vilhjálms voru Árni Oddsson frá Oddsstöðum í Vest- mannaeyjum, f. 6.5.1888, d. 16.6. 1938, umboðsmaður Brunabótafé- lags íslands, og Sigurbjörg Sigurð- ardóttir frá Stuðlum í Norðfirði, f. 25.6.1883, d. 15.3.1970. Ætt Ámi var sonur Odds Árnasonar, b. á Oddsstöðum í Vestmannaeyj- um, Þórarinssonar. Móöir Árna Vilhjálmur Árnason. Oddssonar var Jóhanna Lárusdótt- ir, hreppstjóra og b. að Búastöðum í Vestmannaeyjum. Sigurbjörg, móðir Vilhjálms, var dóttir Sigurðar, b. ogútgerðar- manns á Stuðlum í Norðfirði, Finn- bogasonar, frá Eyri í Fáskrúðsfirði, Erlendssonar, b. í Hvammi í Fá- skrúösfirði, Finnbogasonar, úr Fljótum, Ólafssonar. Móðir Sigur- bjargar var Guðfinna Árnadóttir frá Breiðuvík. Vilhjálmur verður að heiman á afmælisdaginn. Elías ívarsson og Guðrún Sveinsdóttir Elías ívarsson bryti, til heimilis að Eiríksbúð við Búrfellsvirkjun, er sjötugur í dag, og kona hans, Guð- rún Sveinsdóttir, húsmóðir og fyrrv. ráðskona, verður sextug þann 6.3. nk. Starfsferill Elías fæddist í Mykjunesi í Fær- eyjum og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann lærði skósmíði í Fær- eyjum en byrjaði ungur til sjós og var þá á fiskibátum. Elías kom fyrst til íslands 1944. Guðrún fæddist að Ósabakka á Skeiðum og ólst þar upp. Elías og Guðrún eiga tvö börn saman en auk þess á Elias sjö börn frá fyrra hjónabandi og Guðrún eitt barn frá því fyrir hjónaband. Foreldrar Elíasar voru ívar Zach- ariasen, sjómaður í Mykjunesi, og kona hans, Jóhanna Zachariasen húsmóðir. Elías ívarsson og Guðrún Sveins- dóttir. Foreldrar Guðrúnar vora Sveinn Gestsson, b. á Ósabakka, og kona hans, Auðbjörg Káradóttir. Elías og Guðrún taka á móti gest- um í thefni afmælanna á heimili sínu föstudaginn 22.2. nk. eftir klukkan 17.00. Til hamingju með afmælið 19. febrúar 75 ára______________________ 50ára________________________ Guðrún D. Björnsdóttir, Sigurlina Rut Ólafsdóttir, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Stekkjageröi 10, Akureyri. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, __________________ Æsufelli2,Reykjavík. Arx . 40 ara Finnbogi Rútur Þormóðsson, Stóragerði 4, Reykjavík. , IngibjörgSigurðardóttir, 60ara Dalatúni 14, Sauðárkróki. -----------:---------------- Ólafur Þórarinsson, Sigríður Bj arnadóttir, Suðurgötu 35, Akranesi. Brímhólabraut38, Vestmannaeyj- Jón ívarsson, um _ Jökiaseli 25, Reykjavík. Sigurpáll Óskarsson, Sigríður Baldursdóttir, Prestbakka, Hofshreppi. Sæbólsbraut 26, Kópavogi. Margrét S. Árnadóttir, Guðný Sigriður Hilmisdóttir, Laugarásvegi 1, Reykjavík. ' Hrauntúni3, Vestmannaeyjum. Björn Berndsen. Bjöm Bemdsen Björn Berndsen málari, Ugluhól- um 8, Reykjavík, er sextugur í dag. Kona Björns er Soffía Sigurjóns- dóttir húsmóðir, f. 7.9.1925. Björn tekur á móti gestum, laugar- daginn 23.2. n.k. í húsi Kiwanis, • Brautarholti 26, eftir klukkan 20.00. ■ ■ I i 1; 1 U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.