Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1991, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1991. 11 Útlönd Eduard Sévardnadze í nýju starf i Fyrram utanríkisráöherra Sovét- ríkjanna, Eduard Sévardnadze, kom í síöustu viku í fyrsta sinn opinber- lega fram frá því aö hann sagði óvænt af sér í desember síðastliðnum. Hann er nú formaður nýmyndaðra sov- éskra samtaka um utanríkismál sem hafa það að markmiði að setja á lagg- irnar óháða utanríkismálastofnun í Moskvu. Eduard Sévardnadze, sem er 62 ára, sagði óvænt af sér embætti 20. desember síðastliðinn eftir margra mánaða baráttu harðlínumanna gegn stefnu hans í utanríkismálum, þar á meðal afstöðu Sovétríkjanna í Persaflóadeilunni. í kveðjuræðu sinni lýsti Sévardnadze reyndar yfir stuðningi við Gorbatsjov en sagði samtímis að einræðisöfl væru að ná undirtökunum í landinu. Sévardnadze segir hættuna á ein- ræði jafnmikla nú og fyrir tveimur mánuðum. Hann hefur ekki viljað tjá sig um kröfu Boris Jeltsin, forseta Rússlands, um afsögn Gorbatsjovs. Að undanfórnu hefur Sévardnadze fengið fjölda boða um að halda fyrir- lestra í Sovétríkjunum og utanlands en hingað til hefur hann einbeitt sér að stofnun hinna óháðu utanríkis- pólitísku samtaka, FPA. Um þrjátíu sovéskfélög, stjórnarerindrekar, vís- indamenn og menningarvitar hafa lýst yfir stuðningi við samtökin. Frá og með komandi hausti verður Sévardnadze yfirmaður utanríkis- málastofnunarinnar þar sem stund- uð verða meðal annars rannsóknar- störf. TT Eduard Sévardnadze, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna, er nú formað- ur nýrra utanríkispólítískra samtaka í Sovétríkjunum. Símamynd Reuter Sandínistar enn áhrifa- miklir í Nicaragua Nú, réttu ári eftir sigur Violeta Chamorro og UNO-bandalagsins í kosningunum í Nicaragua, hafa sandínistar enn talsverð áhrif í stjórnmálum landsins. Ágreining- ur ríkir hins vegar um hvert hlut- verk þeirra eigi að vera í framtíð- inni. Ýmsir stjórnmálafræðingar segja að það sé ekki spurning um hvort flokkur sandínista klofni heldur hvenær og hvernig. Aðrir segja að flokkur sandínista sé eina vel skipulagða stjórnmálahreyfingin í landinu og að flokkurinn bíði bara og láti stjórn UNO-bandalagsins um ábyrgðina á því slæma ástandi sem ríkir í landinu. Sandínista greinir á um hvort flokkur þeirra eigi að vera þing- flokkur með lýðræðislegu skipu- lagi eða hvort leggja eigi meiri áherslu á aðrar byltingarkenndari baráttuaðferðir. Sjálf reynir Chamorro að sætta stríðandi öfl, eins og til dæmis hóg- væra sandínista og róttæka félaga í hennar eigin bandalagi. Nic- aragua er í raun stjórnað af meiri- hlutablokk á þingi, fulltrúum sandínista og meirihluta UNO. í andstöðu eru nokkrir félagar í UNO, undir forystu Godoy varafor- seta. Flokkur sandínista hefur enn mest fylgi. Samkvæmt niðurstöð- um nýrrar skoðanakönnunar nýt- ur hann fylgis 25 prósenta kjósenda en UNO 17. Fylgi beggja flokka hefur þó minnkað en óákveönum fjölgað. Þeir eru nú 50 prósent. Efnahagsástandið í Nicaragua er afar slæmt. Fjárhagsaöstoð frá Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, sem nam allt að milljarði dollara á ári, er nú nær engin. Bandaríkin eru sögð lítið hrifm af málamiðlun- um Chamorros við sandínista og hafa þau aðeins látið af hendi rakna lítinn hluta þeirrar 500 millj- óna dollara aðstoðar sem þau lof- uöu. Erlendar skuldir Nicaragua eru nú tíu milljarðar dollara, at- vinnuleysið er 50 prósent og verð- bólgan ógnvekjandi. Með hliðsjón af þessu þykir ekki undarlegt að þeim sem vita ekki hvaða flokk þeir eigi að styðja fjölgi. NTB omRon SJÓDSVÉLAJt Gera meira en að uppfylla kröfur s t fjármálaráðuneytisins. j Yflr 15 gerðir fyrirliggjandi Verð frá kr. 29.800.- SKRIFSTOFUVÉLAR sund hf NÝBÝLAVEGI16 - SÍMI 641222 -lækni og |»jóim.sla á Irausluni grunni Úr leigubil í holræsi Ungri sænskri stúlku brá þegar vinur hennar hvarf sjónum hennar um leið og hann steig út úr leigubíln- um sem þau höfðu ekið í heim undir miðnætti á fóstudagskvöldi. Leigu- bílstjórinn varð ekki minna undr- andi. Að sögn lögreglunnar hafði ungi maðurinn stigið beint niður í holræs- isbrann sem lokið hafði líklega færst af er verið var að ryðja snjó. Kalla þurfti á slökkviliðið til að bjarga manninum sem stóð í skólpi upp í háls. Hann skrámaðist aðeins lítillega við fallið. Færeyjar: Fæðingar- orlof stytt Fæðingarorlof kvenna hjá stærsta útflutningsfyrirtæki Færeyja, Föro- ya Fiskasöla, hefur verið stytt um tólf vikur. Ný stjórn tók viö í fyrir- tækinu um áramótin og síðan hefur fjölda manns verið sagt upp. Auk þess hafa verið gerðar ýmsar breyt- ingar og ein þeirra er stytting fæð- ingarorlofs. Nú eiga konur, sem starfa hjá fyrir- tækinu, aðeins rétt á átta vikna fæð- ingarorlofi á hálfum launum miðað við tuttugu vikur á fullum launum áöur. Stjórn fyrirtækisins hefur einnig hótað að reka fjórar barns- hafandi konur. Árið 1988 voru sett lög í Færeyjum sem kveða á um rétt allra kvenna til dagpeninga í tuttugu og sex vikur í sambandi við barnsfæðingu. Það eru hins vegar aðeins þær konur, sem starfa hjá hinu opinbera, sem hafa tryggt sér svo langt orlof með samn- ingum. Konurnar hjá Föroya Fiska- söla eru ekki í stéttarfélagi og getur því atvinnurekandinn stuðst við lög frá 1958 en þau kveða á um aðeins átta vikna fæðingarorlof á hálfum launum. Samkvæmt þeim lögum er atvinnurekanda einnig heimilt að reka bamshafandi konur. PAJERO stuttur, árg. 1987, ekinn 40 þ. km, 5 gira, 30" dekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1250 þús. COROLLA 1300XL liftback, árg. 1988, ekinn 50 þ. km, 5 gira, aukadekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 810 þus. SUBARU 1800 ST 4x4, árg. 1988, ekinn 39 þ. km, 5 gíra, rafrúður, o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1060 þús. Eigum allar árgerðir af Subaru. FORD BRONCO II XLT, árg. 1984, ekinn 60 þ. km, sjálfskiptur, upphækkaður, 31" dekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 960 þús. Eigum einnig árg. 1987 og 1988. SUBARU 1800 coupé 4x4, árg. 1988, ek- inn 41 þ. km, sjálfskiptur, 135 hö., álfelg- ur, aukadekk, topplúga o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verö aðeins 1230 þús. SUBARU JUSTY J12 4x4, árg. 1990, ekinn 5 þ. km, 5 gira, 5 dyra. Aðeins bein sala. Verð 800 þús. Eigum einnig árg. 1989. CITROEN AX 14TRS, árg. 1988, ékinn 30 þ. km, 5 gíra, aukadekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 550 þús. SUBARU LEGACY 1800 ST 4x4, árg. 1990, ekinn 15 þ. km, 5 gira, rafrúður o.fl. Ath. skipti á ódýrari. verð aðeins 1380 þús. Eigum einnig Legacy sedan, árg. 1990. MERCEDES BENZ190E, árg. 1984, ekinn 97 þ. km, beinskiptur, álfelgur, leðurá- klæði o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1050 þús. NISSAN SUNNY 1500 SLX sedan árg. 1987, ekinn 57 þ. km, sjálfskiptur, vökva- stýri o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 580 þús. Eigum allar árgerðir af Nissan Sunnyi LADA SPORT, árg. 1988, ekinn 37 þ. km, 5 gíra, léttstýri o.fl. Ath. skipti á ódýrari, góð kjör. Verð 490 þús. MMC LANCER 1500 GLX, árg. 1988, ek- inn 50 þ. km, sjálfskiptur, samlæsing o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 710 þús. NISSAN PATHFINDER 3,OSE, árg. 1988, ekinn 60 þ. km, sjálfskiptur, álfelgur, sportpakki, topplúga o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1850 þús. Eigum einnig Pathfinder 2,4, árg. 1988. Verð 1600 þús. DAIHATSU FEROZA EL-II króm, árg. 1990, ekinn 13.000 km, 5 gira, upphækk- aður, brettakantar, krómfelgur o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1380 þús. Eigum sams konar óbreyttan, árg. 1990. Verð 1270 þús. NISSAN BLUEBIRD 2000SGX dísil árg. 1989, ekinn 80 þ. km, 5 gira, rafrúður, samlæsing o.fl. Ath. skipti á ódýrari. Verð 1050 þús. Eigum einnig Bluebird bensfn, árg. 1989. VW GOLF SKY, árg. 1988, ekinn 50 þ. km, 5 gíra, aukadekk o.fl. Ath. skipti á ódýrari, verð 760 þús. YFIR 100 BILAR A STAÐNUM! EIGUM TÖLUVERT ÚRVAL AF BÍLUM MEÐ ENGRI ÚTBORGUN! BÍLAHÚSIÐ BÍLASALA Sævarhöfða 2, sími 67 48 48. í húsi Ingvars Helgasonar. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.