Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991. 5 Fréttir Frá kosningaskrifstofu Davíðs Oddssonar. DV-mynd S Frá kosningaskrifstofu Þorsteins Pálssonar. DV-mynd Brynjar Gauti Annir á kosningaskrifstofum Davíðs og Þorsteins: Mikil bjartsýni ríkjandi „Könnun ykkar gefur sterka vís- bendingu um stöðuna eins og hún er. í fyrsta lagi finnst mér þessi könn- un sýna að ótti margra sjálfstæðis- manna í þá veru að átök um formann flokksins hefðu áhrif á fylgi hans sé ástæðulaus. Flokkurinn bætir við sig fylgi. Þá svara tveir hópar einni spumingu. Þar er hópurinn sem skipta mun máli á landsfundi en þá gefum við okkur að landsfundarfull- trúar séu ágætt úrtak þeirra sem kjósa munu Sjálfstæðisflokkinn um land aUt. Fylgi þessa hóps skiptist jafnt milli Davíðs og Þorsteins viku eftir að Davíö gaf kost á sér. Það er töluverð sveifla á einni viku en til- finning manna fyrir viku var að Dav- íð hefði 30-35 prósent fylgi. Mér flnnst allt benda til að þessi sveifla haldi áfram þar sem tilfmningar eru farnar úr máhnu og tekin er efnisleg afstaða til framtíðarinnar. Ég óttast ekki það mat. Loks kemur það fram að þeir sem kjósa ekki Sjálfstæðis- flokkinn vilja frekar Þorstein Páls- son. Það má leggja út af því hvernig sem menn vUja en ég hallast að því að þetta sé traustsyfirlýsing við Dav- íð Oddsson. í Sjálfstæðisflokknum hefur það virkað vel ef andstæðing- arnir hafa ekki viljað mann,“ sagði Friðrik Friðriksson, talsmaður stuðningsmanna Davíös Oddssonar, við DV. „Ég held að það þurfi að gæta þess að skoðanakönnunin er ekki úr hópi landsfundarfuUtrúa og því ekki mjög sterk visbending um hvað gerast muni á sjálfum landsfundinum. Könnunin staðfestir það sem við höf- um fundið undanfarna daga að vax- andi stuðningur er við Þorstein Páls- son. Mér flnnst mjög athyglisverð þessi forysta hans meðal óákveðinna kjósenda. Hún kemur heim og saman við það sem við höfum verið að finna. Viö erum því hóflega bjartsýn. Það eru enn sex dagar til kosninganna á landsfundinum og margir fulltrúar hafa ekki gert upp hug sinn. Eftir að Davíð tilkynnti um framboð sitt tóku ákveðnir landsfundarfulltrúar að móta afstöðu til hans og hann fékk fylgi. Seinni hluta vikunnar og yfir helgina höfum við hins vegar fundið aö fylgið er aftur að renna til Þor- steins Pálsonar. Það er tilfmning mín að Þorsteinn hafi forskot á Davíð,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, tals- maður stuðningsmanna Þorsteins Pálssonar. Aðspurðir um hvernig unnið væri á kosningaskrifstofunum svöruðu bæði Friðrik og Víglundur því til að stuðningsmenn kæmu í heimsókn og málin væu rædd. Hringt væri i stuðningsmenn um landið og reynt að kortleggja landsfundinn eins langt og það nú næði. Kom fram að enn væru margir landsfundarfulltrúar óákveðnir og afstaða margra réðist fyrst á fundinum eftir ræður fram- bjóðendanna. -hlh -institut der euro-sprachschulen gmbh Lærið þýsku í Þýskalandi deutsch in deutschland german in germany Fjórða árið í röð hefjum við samstarf við fyrirtækið „Deutsch Institut im Deutschland", DID, sem rekur þýskuskóla víðs vegar um Þýskaland. Er um að ræða skóla sem kenna útlendingum þýsku. Almennir ársskólar, sem hægt er að sækja hvenær sem er á árinu, sumarskólar ætlaðir unglingum og eru þá oft íþróttir stundaðar jafnframt þýskunáminu. Þá eru ýmis sér- hæfð námskeið fyrir þá sem vilja rifja upp þýskuna, önnur fyrir þá sem, ætla sér að bæta við sig sérhæfðri þýsku, svo sem við rekstur fyrirtækja, viðskipti, lögfræði, svo að nokkuð sé nefnt. Öll eru þessi námskeið stutt og þurfa nemendur að hafa nokkra kunn- áttu fyrir. Þá er hægt að tvinna saman ferðalög og þýskunám yfir sumar- ið o.s.frv. Við fljúgum með Flugleiðum til Frankfurt eða Hamborgar yfir sumarið en einnig er hægt að fljúga til Amsterdam eða Lúxemborgar, allt eftir því hvað hentar best fyrir þann stað í Þýskalandi sem valinn er til náms en þeir eru alls 34. Við sendum ítarlega bæklinga og verðlista til þeirra er þess óska. Ferðafréttir eru að koma út og verða sendar út í lok vikunnar. Við minn- um á ferðir okkar til Kanaríeyja allt árið. Flogið um London. Hótel Koka Playa del Ingles. Á Kanaríeyjum er eilíft sumar allt árið. Þú getur farið hvenær sem þú vilt, dvalist eins lengi og þú vilt. Þá skipuleggjum við ferðir til Tenerife, Palma del Americas hvenær sem er. fbúðir, Club Mare Verde. Búlgaríuferðir alla þriðjudaga frá 28. maí. Enskuskólar í Englandi, þýskuskólar í Þýskalandi og frönskuskólar í Frakklandi. Jersey, Ermarsundseyjan veðursæla og margt fleira. Fáið ykkur bæklinga og verðlista, hringið eða komið. - Við sendum bæklinga. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar hf. 8-17 mánud.-föstud. Gnoðarvogi 44, Reykjavík, sími 91-68-62-55 Laugardaga 9-12 Hotel Career Centre í Bournemouth, Englandi er hótel- og veitingaskóli. stofnaður 1972, en> jafnframt er kennt allt er við kemur ferðaskrif- stofurekstri. Skólinn er opinn nemendum á öllum aldri. Hann nýtur almennrar viðurkenningar og hefur á að skipa færum kennurum á hverju sviði. Hægt er að taka fullt nám í 1 eða 2 ár en einn- ig skemmri eða lengri námskeið fyrir þá sem vilja sérhæfa sig í einhverju sérstöku eða end- urmennta sig. Skólinn veitir viðurkenningu að afstöðnum prófum sem veita atvinnuréttindi. Fjöldi at- ■ vinnufyrirtækja víðs vegar að, sem er að leita að góðum starfskröftum, leitar til skólans. Bæklingar og verðlistar sendir. Kynningarfundur verður á Hótel Loftleiðum laugardaginn 9. mars kl. 14. Skýrt verður frá skólum sem kenna ensku, þýsku og frönsku. Auk þess mun ungfrú Soffía Stefánsdóttir, starfsstúlka Flugfraktar, sem verið hefur á hótel- og ferðamálaskólanum, skýra frá honum. Þá mun Nicholas Keeping frá enskuskól- unum Harrow House mæta. Sýnd verður videospóla frá enskuskólun- um. Opið öllum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.