Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991. 9 Víetnamskt barn i flóttamannabúö- um í Thailandi. Barnið ber spjald þar sem mótmælt er drápi á ví- etnömskum unglingum. Simamynd Reuter Thalland: Víetnamskir unglingar skotnirtilbana í f lóttamanna- búðum Thailenskir hermenn skutu til bana tvo víetnamska unglinga og særöu fimm er til átaka kom í flótta- mannabúðum austan viö Bangkok í gær. Um þrjú hundruð hermenn vopn- aðir sjálfvirkum rifflum og byssu- stingjum skutu á flóttamenn sem efnt höfðu til óeirða í kjölfar orðróms um aö flytja ætti flóttamennina aftur til Víetnam. Um fimmtán Víetnamar voru handteknir. Um þúsund flóttamenn settust við vegarkant utan við flóttamannabúð- ir, kveiktu elda og héldu á lofti spjöldum þar sem hvaft var til að hætt yrði að skjóta á víetnamska unglinga. Fullyrtu flóttamennimir að þeir væru engir óeirðaseggir og væru ekki að mótmæla gegn thai- lenskum yflrvöldum. Um væri að ræða friðsamlegar mótmælaaögerðir og kröfur um betri skilyrði. í _ flóttamannabúðunum Phanat Nikhom austan við Bangkok eru yfir 23 þúsund flóttamenn frá Indókína. Um 14 þúsund þeirra eru Víetnamar . og hefur flestum þeirra verið neitað um búsetu í Thailandi. Á sunnudaginn og mánudaginn brutust hundrað víetnamskra flótta- manna út úr búðunum og grýttu far- artæki er óku framhjá og thailenska hermenn. Thailenskir embættis- menn ætla að hitta í dag tuttugu full- trúa flóttamannanna og ræða vanda þeirra. Reuter Otranto á Ítalíu: Neyðarástand vegnakomu albanskra flóttamanna í hafnarborginni Otranto á Ítalíu var í gær lýst yfir neyðarástandi vegna komu hundruða albanskra flóttamanna. Embættismenn í Otr- anto kröfðust þess að yfirvöld í Róm hefðu meiri afskipti af þeim níu hundruð Albönum sem fiúið hafa til Otranto á skipum frá því að mótmæl- in gegn kommúnistastjórninni hóf- ust 21. febrúar. Flestir Albananna, sem flýja að næturlagi, hafa komið.til Otranto en nokkrir til Brindisi. Næstum allir hafa fengið húsaskjól í nærliggjandi hótelum og skólum. En aðstæðurnar í Otranto, þar sem aðeins eru fimm þúsund íbúar, eru erflðar. Á sunnu- daginn komu þangað fimm hundruð þrjátíu og fimm Albanir á einu skipi og nokkrum klukkustundum seinna komu þrjátíu og fimm vopnaðir lið- hlaupar á báti. I gær komu svo þrett- án Álbanir til viðbótar. Tíu þeirra báðu um pólítískt hæli. Reuter Utlönd Veikin komin til Ekvador 5pu, þar á meðal íslands Kólerufaraldurinn, sem geysað hefur í Perú síðustu mánuði, breið- ist nú út í Suður-Ameríku og er kominn til Ekvador. Kólera hefur ekki náð að breiðast út í álfunni áður á þessari öld. í Ekvador hefur veikinnar orðið vart i tveimur smáþorpum við landamæri Perú. Báðir staðimir hafa verið settir i sóttkví í von um að takast megi að hefta úrbreiðslu veikinnar um landið. í Perú varð kólera fyrst vart í janúar og hefur heilbrigðisyfir- völdum ekki tekist að ráða niður- lögum hennar. Nú er vitað að 45 þúsund menn í Perú hafa sýkst en þó ekki nema 200 látist. Heilbrigðisráðherrar i öllum ná- lægum löndum hafa komið saman til fundar til að ræða aðgerðir gegn veikinni. í síðasta mánuði var allur innflutningur frá Perú til Ekvadors bannaður en það virðist ekki hafa dugað. í Evrópu er innnflutningur mat- væla frá Perú bannaður til nokk- urra landa. Þar á meðal er ísland. Kólera berst einkum milli manna með menguðu vatni og einnig er algengt að fólk sýkist eftir að hafa neytt sjávarafurða. Veikin er mjög skæð þar sem fólk er illa haldið fyrir af vannæringu og hreinlfeti lítið. Reuter S^c^orecH E/icTOTecH E ^c^QTecH E ^CTOTecH E^GTOrecH E ^ororecH P2 <^c;oTecH <^o?arecH ^crerecH S^c^orecH S 0 0 0 0 0 x s 0 0 0 0 0 0 0 0 0 ^CROTeCH Hágæða tölvur - einstakt verð Dæmi um verð: 286 AT16 MHz Kr. 134.100,- 386SX16MHz Kr. 159.900,- Innifalið í verði: Virðisaukaskattur, Super VGA litaskjár, 40 Mb harður diskur og MS-DOS 4,01. Greiðsluskilmálar til allt að 30 mánaða Acrotech Einfaldlega betri tölvur og betra verð Balti hf., Ármúla 1, sími (91) 82555 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 ^QgQTecH B^teoréCH B^ororecH B^crorecH B^crorech B^orerecH B./foorecH B>1c?orecHB/IcxnecH gjj./jororecH gj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.