Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Síða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991.
Fréttir
Selfoss:
Fasteignagjöld
ekki lækkuð
Knstján Einaisson, DV, Selfossi:
Meirihluti bæjarstjórnar á Sel-
fossi felldi tillögu minnihlutans um
lækkun fasteignagjalda á fundi
bæjarstjórnar þar sem Qárhagsá-
ætlun bæjarins var til seinni um-
ræðu og afgreiðslu.
Framsóknarmenn, sem skipa
minnihlutann, lögðu fram tillögu
um lækkun á álagsprósentu fast-
eignagjalda úr 0,400% í 0,375% og
koma þannig til móts við launþega
að draga úr þeirri 10-12% hækkun
á fasteignamatinu sem varð milh
ára.
Formenn aöildarfélaga Alþýðu-
sambands Suðurlands, trúnaðar-
mannaráð Verkalýðsfélagsins Þórs
og aðalfundur Starfsmannafélags
Selfoss höfðu fyrir fundinn sent
bæjarstjóm áskomn þess efnis að
tekiö yrði mið af launamálum í
þjóðarsátt þegar fasteignagjöld
yrðu endanlega afgreidd.
Meirihlutinn felldi tillögu minni-
hlutans og lagði fram bókun þar
sem kom meðal annars fram að
gjaldskrárbreytingar stofnana á
Selfossi hefðu veriö í lágmarki und-
anfarin ár. Einnig kom fram aö
gjaldskrá Hita- og rafveitu hefði
ekki hækkað á þessu ári. Með þess-
um rökum helstum samþykkir
meirihluti bæjarstjómar Selfoss
ekki lækkun á fasteignagjöldum
bæjarbúa í ár.
Annað afturhjólið á bíl Landleiða datt undan honum í gærmorgun og billinn settist á rassinn. Óhappið gerðist neðst
á Hverfisgötunni og staðsetning bilsins olli nokkrum umferðartöfum þvi talsverðan tíma tók að koma honum burt.
DV-mynd S
Andlát
Ragnheiður Þorkelsdóttir frá Bár
lést 2. mars á Elliheimilinu Grund.
Hreiðar Svan Jónsson múrari,
Skeljagranda 2, Reykjavík, andaðist
í Vífilsstaðaspítala laugardaginn 2.
mars.
Siguijón Jónsson, áður til heimilis
að Suðurgötu 64, Hafnarfirði, lést á
Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt 4.
mars.
Elínborg Þórarinsdóttir, Nönnugötu
3, lést á Landakotsspítala 3. mars.
Jón Björgvin Guðmundsson, til
heimilis að Blesugróf 24, Reykjavík,
lést í Landspítalanum laugardaginn
2. mars.
Alfreð Lowe, andaðist á heimili sínu,
51 Alnwick Rd. Lee., Se 12 London,
1. mars.
Garðar Guðmundsson, Bólstaðarhlíð
52, andaðist á öldrunarlækninga-
deild Landspítalans að morgni 3.
mars.
Þorbjörg Sigurðardóttir, Látra-
strönd 26, lést laugardaginn 2. mars.
Kristín Sigurðardóttir, Skúlagötu
40b, áður Hvassaleiti 40, lést í
Landspítalanum laugardaginn 2.
mars.
Úlfar Úlfarsson, Bláhömrum 19,
Reykjavík, lést 3. mars.
Jarðarfarir
Benóný Benediktsson skákmeistari,
verður jarðsunginn frá Bústaöa-
kirKju í dag, þriðjudaginn 5. mars
kl. 13.30.
Kveðjuathöfn Jóns Jónatanssonar
frá HóU, Önundarfirði, Reyni-
hvammi 27, Kópavogi, fer fram frá
Fossvogskirkju í dag 5. mars kl.
16.30. Jarðsungið verður frá Holts-
kirkju, Önundarfirði, laugardaginn
9. mars kl. 14.
Guðbjörg Ólafsdóttir, lést þann 21.
febrúar sl. Útfór hennar fór fram
þann 4. mars sl.
Finnbogi Valdimarsson, Hverfisgötu
87, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 7.
mars kl. 13.30.
Útfor Ólafs Magnússonar frá Mos-
felli, verður gerð frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 6. mars kl. 13.30.
Kristín Halldórsdóttir lést 22. febrú-
ar. Hún var fædd 20. nóvember 1913
á Tréstöðum í Glæsibæjarhreppi,
Hörgárdal. Voni foreldrar hennar
hjónin HaUdór Ámason og Kristjana
Gunnarsdóttir. Kristín giftist Svav-
ari Antoníussyni en hann lést árið
1979. Þau hjónin eignuðust 7 böm.
Þegar bömin voru uppkomin sneri
Kristín sér að verslunarrekstri og
rak verslunina Reyni í í Vestmanna-
eyjum frá 1964-1973. Efdr gos vann
hún á ýmsum stöðum í Reykjavík,
lengst af hjá Vestfirsku harðfisksöl-
unni. Útfór hennar verðtn- gerð frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag
kl. 13.30.
Safnaðarstarf
Þriöjudagur
Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta í
dag kl. 18.30. Fyrirbænaefnum má koma
á framfæri við sóknarprest í viðtalstím-
um hans, þriðjudaga til fóstudaga kl.
17-18.
Grensáskirkja: Biblíulestur í dag kl. 14
í umsjón sr. Halldórs S. Gröndál. Síðdeg-
iskaffi:---"—--—~——-------------—
Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón-
usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl.
18.
Kársnessókn: Biblíulestur í safnaðar-
heimilinu Borgum í kvöld kl. 20.30.
Langholtskirkja: Foreldramorgnar mið-
vikudag kl. 10 f.h. í umsjón Sigrúnar E.
Hákonardóttur. Starf fyrir 10 ára og eldri
miðvikudaga kl. 17. Þór Hauksson og
Óskar Ingi Ingason leiða starfið.
Seltjarnarneskirkja: Opið hús fyr-
ir foreldra ungra barna kl. 15-17. Elín-
borg Lárusdóttir kemur og ræðir um
ungbarnanudd.
Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús
kl. 10.
Tilkyimingar
Grindavíkurkirkja
Kvöldmessa í kvöld, kl. 20.30. Sönghópur-
inn Án skilyrða ásamt Þorvaldi Halldórs-
syni annast söng og undirleik.
Sóknarprestur
Félag eldri borgara
í dag, þriðjudag, verður skáldakynning í
Risinu, Hverfisgötu 105, kl. 15. Sr. Gunn-
ar Kristjánsson fiytur erindi um Matthí-
as Jochumsson. Leikaramir Geirlaug
Þorvaldsdóttir og Jón Júlíusson lesa úr
verkum skáldsins. Leikfimi kl. 17. Mar-
grét Thoroddsen verður til viðtals um
tryggingarmál fimmtudaginn 7. mars kl.
13-15. Arshátíð FEB verður fóstudaginn
8. mars nk. Miðapantanir á skrifstofu.
Spilakvöld SÍBS og Samtaka
gegn astma og ofnæmi
Samtök gegn astma og ofnæmi og SÍBS-
deildirnar í ReyKjavík og Hafnarfirði
sjjila félagsvist kl. 20.30 í kvöld í Múlabæ,
Armúla 34, 3. hæð. Félagar eru hvattir
til að fjölmenna og taka með sér gesti.
Kaffiveitingar. Allir eru að sjálfsögðu
velkomnir á spilakvöldið.
Ný verslun á Selfossi.
Ný verslun var opnuð á Selfossi föstudag-
inn 1. mars í Ársölum, húsi því sem m.a.
Hótel Selfoss er í. Verslunin fékk nafnið
„í tilefni dagsins" og er gjafavöruverslun
í eigu þeirra Ásu Líneyjar Sigurðardóttur
og Lilju Guðmundsdóttur. Þær stöllur
eru með ýmis þekkt merki í verslun
sinni, einnig vörur fyrir ferðafólk. Á
myndinni er Lilja til vinstri og Ása Líney
við opnun verslunarinnar.
DV-mynd Kristján Einarsson, Selfossi.
Hólmarar
Hólmarar sem eru burtfluttir og aðrir
velunnarar St. Franciskusspítala. Nú
stendur yfir fiársöfnun í Stykkishólmi
og víðar á Snæfellsnesi vegna kaupa á
sónartæki (ómsjá) fyrir heilsugæslustöð-
ina og sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Með
tilkomu sónar myndi margt breytast til
batnaðar og mörgu umstangi létt af lækn-
um, hjúkrunarfólki og sjúklingum. Vilji
einhverjir hjálpa til að auka öryggi Snæ-
fellinga þá eru fiárframlög vel þegin,
bæði stór og smá - safnast þegar saman
kemur. Opnuð hefur verið gullbók í Bún-
aðarbanka íslands, Stykkishólmi, merkt
„Sónarsöfnun í Stykkishólmi" nr.
256-248. Kennitala: 2207307199. Nánari
upplýsingar gefa Elín Sigurðardóttir, s.
93-81149, Gunnar Svanlaugsson, s.
93-81376, og Margrét Guðbergsdóttir í s.
93-81481.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík
Fögnum góu fostudaginn 8. mars kl. 22 í
Húnabúð, Skeifunni 17. Harmóníku-
hfiómsveit Hauks Jóhannssonar leikur.
Fundir
Aðalfundur knattspyrnu-
deildar Fjölnis
verður haldinn í kvöld, 5. mars, kl. 20 að
Viðarhöfða 4 (Fjölnishúsinu). Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Kvenfélag Grensássóknar
heldur aðalfund með kvöldverði í safnað-
arheimilinu mánudaginn 11. mars kl.
19.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Þátttaka
tilkynnist fyrir 6. mars hjá Kristrúnu s.
36040, Steinunni s. 35220 og Gígju s. 36798.
Kvenfélag Haligrímskirkju
Fundur verður haldinn í safnaðarheimili
kirkjunnar fimmtudaginn 7. mars kl.
20.30. Gestir fundarins verða hjónin frú
Zu Wen söngkona frá Kína, hún syngur
og kynnir kínverska tónlist. Maður henn-
ar, Steingrímur Þorbjamarson, ræðir um
kínverska menningu. Fleira veröur á
dagskrá og kaffiveitingar. Að lokum flyt-
ur sr. Ragnar Fjalar Lárusson hugvekju.
Aðalfundur handknattleiks-
deildar Fjölnis
verður haldinn miðvikudagirm 6. mars
kl. 21 að Viðarhöfða 4, (Fjölnishúsinu).
Dagskrá: Vepjuleg aðalfundarstörf.
Fyrirlestrar
Fyrirlestur hjá íslenska
heilunarfélaginu
Jytta Eiríksson, stofnandi Heilunarskól-
ans, heldur fyrirlestur í kvöld, 5. mars,
kl. 20 að Laugavegi 163, 3. hæð, og nefn-
ist fyrirlesturinn Sannleikurinn og við.
Börn og stríð
Foreldrasamtökin, samtök áhugafólks
um málefni bama, munu standa fyrir
fyrirlestri um böm á stríðstímum í kvöld,
þriðjudag kl. 20.30. í ljósi ríkjandi stríðs-
ástands í heiminum á undanfómum vik-
um þykir Foreldrasamtökunum vert að
taka tíl umfiöllunar hugsanleg áhrif þess
á böm og velferð þeirra. Fyrirlesari verð-
ur Guðrún Alda Harðardóttír, forstöðu-
maður leikskólans Marbakka, þar sem
stuðst er við Reggio Emilio uppeldisstefn-
una.
Tapað fundið
Eyrnalokkur tapaðist
Gulleymalokkur með múrsteinsmunstri
tapaðist í janúar, líklegast fyrir utan
Vesturgötu 7 eða í leigubíl. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 18454. Fundar-
laun.
Tónleikar
Háskaleg tónleikaröð
Djass- og blúshljómsveitin Sálarháski
hefur undirbúið nýja efnisskrá sem jafn-
framt er fyrsta efnisskrá þessarar nýju
hljómsveitar. Meðlimir hfiómsveitarinn-
ar em þó engir nýgræðingar í íslensku
tfiasslífi heldur valinkunnir hfióðfæra-
leikarar úr framvarðasveit (fiassleikara
íslands. Eyþór Gunnarsson leikur á
píanó, Pétur Grétarsson á trommúr, Sig-
urður Flosason á saxófón, Tómas R. Ein-
arsson á kontrabassa og Atli Örvarsson
leikur á trompet. Tónleikamir verða
haldnir á tónlistarbamum Púlsinum við
Vitastíg sex næstu þriðjudagskvöld og er
aldrei að vita hveija Sálarháskamenn
kalla sér til fulltíngis í þessar þerapíu-
sessjónir sínar. Allir tónleikarnir hefiast
kl. 26 stundvíslega.
Bridge
Bikarkeppni Norðurlands í bridge:
Fjórar sveWr
eftir í keppninni
Bikarkeppni Bridgesambands
Norðurlands eystra og vestra og
sveitakeppni hefur verið í gangi frá
því í haust. Fjórar sveitir standa
eftir ósigraðar af 22 sem hófu
keppni. Dregið hefur verið um það
hvaða sveitir leika saman í undan-
úrshtunum. Sveit Jakobs Kristins-
sonar, Akureyri, mætir sveit ís-
landsbanka, Siglufirði, og sveit
Hermanns Tómassonar, Akureyri,
mætir sveit Grettis Frímannsson-
ar, Akureyri.
Sú sveit sem fyrr er nefnd á hei-
maleik og sér um spilastað og mót-
tökur. Undanúrslitum skal vera
lokið fyrir mánudaginn 25 mars.
Spilaðar eru 4 lotur, 12 spil í hverri
þeirra.
Tvímenningur Bridgefélags
Akureyrar
Magnús Aðalbjömsson og Gunn-
laugur Guðmundsson sigraðu í
Akureyrarmóti BA í tvímenningi
sem lauk í Hamri fyrir skömmu.
Þeir félagar hlutu samtals 311 stig
í 27 umferðum en í öðru sæti urðu
Anton Haraldsson og Jakob Krist-
insson með 282 stig. í þriðja sæti
urðu Pétur Guðjónsson og Stefán
Ragnarsson með 229 stig.
Alls tóku þátt 28 pör og leiddu
þeir Magnús og Gunnlaugur lengst
af mótið. Lokastaðan í mótinu varð
þessi:
1. Magnús Aðalbjörnsson-
Gunnlaugur Guðmundsson 311
2. Anton Haraldsson-Jakob
Kristinsson 282
3. Pétur Guðjónsson-Stefán
Ragnarsson 229
4. Reynir Helgason-Jón
Sverrisson 197
5. Sigfús Hreiðarsson-
Ármann Helgason 161
6. Hermann Tómasson-Ásgeir
Stefánsson 138
Næsta mót félagsins er hraðsveit-
arkeppni Sjóvá/Almennra sem
hefst í Hamri þriðjudagskvöldið 5.
mars kl. 19:30. Skrá þarf sem fyrst
í keppnina.