Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Side 3
LAUGARDAGUR 9. MARS 1991.
3
Þorskur:
GrænlamSsgang-
anaðkoma?
Hafrannsóknarstofnun hafa
frá áramótum boríst sex merki
af Grænlandsþorski sem sjómenn
hafa veitt á miöunum fyrir vestan
og noröan land.
„Þaö hefur lítið oröið vart við
Grænlandsgönguna ennþá en
þess ber að geta að það er alveg
í þaö fyrsta að hún korai upp að
landinu. Það er ekki fyrr en í lok
þessa mánaðar eða í næsta mán-
uöi sem við getum átt von á
Grænlandsgöngunni,“ segir Jak-
ob Magnússon, íiskifræðingur
hjá Hafrannsóknarstofnun.
„Að sex merki skuii hafa fund-
ist sýnir þó að það er einhver fisk-
ur að koma á miðin hér við land.
Hins vegar er ekki hægt aö draga
neinar ályktanir af þessum iau
merkjum um þaö hve mikið magn
gæti hér veriö um aö ræöa. Það
hefur liðið langt á milli þess að
merkinhafafundist.“ -J.Mar
Fréttir
Viðvík í Skagafirði:
Svartur búrminkur
gerir usla á kanínubúi
- drap kanínurnar með því að naga lappimar á þeim 1 gegnum búrnetið
„Fyrir um þremur vikum sá mað-
urinn minn glitta í svart skott í hlöð-
imni en hélt að það væri köttur af
einhverjum nágrannabænum sem
hefði komið í heimsókn. Það var ekki
fyrr en við sáum að það var farið að
blæða úi þófunum á ullarkanínun-
um okkar og þær fóru að hrynja nið-
ur að okkur tók að gruna að minkur
hefði tekið sér bólfestu á bænum,“
segir Guðríður Magnúsdóttir í Við-
vík í Skagafirði.
„Minkurinn drap kanínurnar með
því að naga lappirnar á þeim í gegn-
um netið á búrunum og lét þeim svo
blæða út.
Fyrst í stað héldum við þó að við
hefðum geflð kanínunum of mikið
að éta því að ef þær verða of þungar
fer að blæða úr þófunum á þeim því
að netið, sem þær standa á, særir
þær. En kanínurnar höfðu ekki
þyngst óeðlilega enda fengu þær
sama fóðurskammt og áður en þær
fóru að týna tölunni.
Við höfðum fyrir nokkru keypt
þrjár kjötkanínur en svo drapst ein
þeirra og maðurinn minn fjarlægði
hana úr búrinu og lagði hana á gólf-
ið meðan hann brá sér frá skamma
stund. Þegar hann kom til baka var
búið að naga lappirnar á henni og
éta hluta hennar. Þá fór hann að
gruna að það væri minkur sem usla
ylli í búinu og fór að leita og fann
þá svartan búrmink uppi á fjósþaki
og náði að drepa hann. Það er ekki
til villtur, svartur búrminkur og við
höldum því að þessi hafi sloppið út
úr einhverju minkabúinu í nágrenn-
inu.
Við erum meö gamalt fjós sem við
höfum notað sem bráðabirgðahús-
næði fyrir kanínurnar sem við erum
með. Við erum nýbúin að byggja
nýtt kanínuhús sem rúmar 300 kan-
ínur en það er ekki enn búið að taka
það í gagnið.
Við vorum með 22 kanínur og
minkurinn drap 7 af þeim. Hver líf-
kanína kostar 4000 krónur og þetta
er því þó nokkuð tjón fyrir okkur því
auk þess að missa kanínumar var
komið að því að rýja þær. Viö töpum
því ullinni af þeim líka.“
-J.Mar
SUBARU LEGACY GL 4WD
FJÓRHJÓLADRIFINN FERÐAFÉLAGISEM
BEST HENTAR ÍSLENSKUM AÐSÆÐUM
• Öflugar 16 ventla 1,8 I og 2,2 I vélar með beinni innspýtingu.
m Hátt og lágt drif, sítengt aldrif. Það fullkomnasta frá Subaru.
• 14 tommu dekk. Hátt undir lægsta punkt. Sjálfstæð fjöðrun.
# Rafdrifnar rúður og speglar og samlæstar hurðir. Aflstýri.
SUBARU LEGACY 1,8 4WD GL skutbíll meö öllu hér að ofan
og miklu meira á aðeins kr. 1.397.000.- stgr.
Bílasýning laugardag og sunnudag kl. 1400-1700
ÆSeÍL Ingvar
ItíÆI Helgason hli
\. •MzsMsJ? Sævarhöfða 2
^’ssssg- sími 91-674000
,4,
___________________________________1......