Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 9. MARS 1991. Myndbönd Gamanmyndin Crazy People (er beint í þriðja sætið þessa vikuna. A myndinni má sjá Dudley Moore en hann leikur aðalhlutverkið i myndinni. Það er frekar fátt um feita drætti á listanum að þessu sinni. Gaman- myndin Short Time veltir ungl- ingamyndinni um stelpuna stjórn- lausu úr fyrsta sætinu. Gaman- myndin Crazy People kemur inn í þriðja sætið. Annað á listanum er kunnuglegt nema myndin sem kemur inn í tíunda sætið en það er The Man Inside. Sú byggir á sannsögulegum atburöum, í ævi Gunters Wallraff, sem er þýskur blaöamaður og sennilega frægasti rannsóknarblaöamaður seinni tíma. Hann villti á sér heimildir og komst að sem blaðamaður á einu af blöðum Axels Springers í því skyni að fletta ofan af vafasömum vinnubrögðum þar innan húss. 1 (4) Short Time 2 (1) She’s Out of Control 3 (-) Crazy People 4 (3) Why Me? 5 (6) Dark Angel 6 (7) The Guardian 7(5) Miami Blues 8 (2) Back to the Future III 9 (10) Wild Orchid 10 (-) The Man Inside ★★ Barnfóstruraunir THE GUARDIAN Útgefandl: ClC-myndbönd. Lelkstjóri: William Friedkin. Aöalhlutverk: Jenny Seagrove, Dwier Brown og Carey Lowell. Bandarisk, 1990 -sýningartími 96 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. William Friedkin leikstýrði einni bestu hryllingsmynd sem gerð hef- ur verið, The Exorcist, sem á sínum tíma hleypti vaf stað flóði eftirlík- inga. Friedkin hélt sig eftiríeiðis viö hefðbundnari kvikmyndir, má nefna The French Connection sem ásamt The Exorcist hefur haldið nafni hans á lofti. Hann leikstýrði ekki aftur hryllingsmynd fyrr en hann sendi frá sér í fyrra The Guar- dian. Það má sjá ákveðið handbragð sem minnir á The Exorcist þegar The Guardian er skoöuð og sum atriðin eru virkilega vel gerö, en nú hefur Friedkin ekki úr jafn- frumlegu og skemmtilegu efni að moöa og stærsti gallinn við The Guardian er einmitt veikt handrit. Það er ekkert verið að fela hver óvætturin er. Strax í byijun er kynnt fyrir áhorfendum fagurlim- uð barnafóstra sem nærist á hvít- voðungum. Eftir að hafa séð hvað koma skal er skipt yfir á ung hjón sem eru að eignast sitt fyrsta barn. Þau eru bæði útivinnandi og aug- lýsa eftir barnfóstru. Sú fullkomna birtist i líki Kamillu sem hefur mjög gott lag á börnum, en eins og áhorfandinn veit er hún flagð und- ir fögru skinni. Hryllingurinn í The Guardian felst frekar í vel klippt- um atriðum heldur en því óvænta. Þrátt fyrir stórgallað handrit er The Guardian ágæt skemmtun og þá sérstaklega fyrir aðdáendur hryllingsmynda. Leikur er allur góöur og einstaka atriði vel útfærö. Eins og ávallt þegar börn eiga í hlut verður hryllingurinn áþreif- anlegri. -HK ★y2 Illur andi í lampa AMITVILLE HORROR - THE EVIL ES- CAPE Útgefandl: Ðergvik Lelkstjóri: Sandor Stern Aðalhlutverk: Patty Duke, Jane Wyatt og Norman Lloyd Bandarisk, 1989-sýningartimi 100 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára Amityville Horror - The Evil Es- cape er fjóröa myndin í röð hryll- ingsmynda sem kenndar eru viö íbúðarhverfiö Amityville. Þar hef- ur sem sé tekið sér bólfestu illur andi sem nærist á drápum og virð- ist hafa það eina markmið að koma fyrir kattamef öllum þeim mann- legu sálum sem nálgast hann. I þessari fjóröu mynd hefur sá illi tekið sér bólfestu í lampa einum forljótum sem keyptur er á uppboði og sendur til eldri konu sem býr í Kaliforníu. Það vill svo til að dóttir konunnar er aö flytja inn á heimili hennar meö þijú böm sín svo geta má nærri að þar er nægur efniviður fyrir þann sem býr í lampanum þegar hann vill láta til sín taka. Hörðustu aðdáendur hryllings- mynda hafa sjálfsagt nokkra ánægju af myndinni. Nokkur atrið- in fá hárin til að rísa á líkamanum en það sem mér fannst vanta var einhver tilgangur hjá íbúa lampans og endirinn var í engu samræmi við þann kraft sem sá illi var búinn aðsýnaáður. -HK Sálarkreppa í September SEPTEMBER Leikstjórn og handrit: Woody Allen. Aðalhlutverk: Mla Farrow, Eiaine Stritch, Jack Warden, Sam Waterston, Denholm Elliott og Diane Weist. Amerisk - 1987. Sýningartimi - 120 mínútur. Leyfð öllum aldurshópum. Á sveitabýli í Vermont er hópur fólks samankominn yfir eina helgi. Konan sem á húsið er að selja það og flytja burt. Nágranni hennar vill ekki að hún fari og tjáir henni ást sína sem fellur í grýttan jarðveg því hún ann ungum rithöfundi sem leigir sumarhúsið hennar. Meðal helgargestanna er móðir hennar svo unga konan kemst ekki hjá því að horfast í augu við sársaukafulla hluti úr fortíð sinni. Woody Allen er við kunnuglegt heygarðshorn i þessari sextándu mynd sinni. Að vanda eru það sam- skipti fólks og tilfinningar sem eru honum hugleiknar. Sálarkreppa, m 1 I <"'• -!!!!, ■íH'lHliMftíf 'kA-í' Vmti. K&t*l»tMKJnm W 'MU <* •'a vmcémfttk*** VtfMi tV6Ml ÍX& 5 - kofttm. wwcw Sumarleyfis- martröð DAMNED RIVER Útgefandi: Biómyndir. Leikstjórn: Michael Schroeder eftir handriti Bayard Johnson. Aðalhlutverk: Stephen Shellen, Lisa Aliff, Marc Poppel, John Terlesky og Bradford Bancroft. Amerisk - 1989. Sýningartimi - 92 minútur. Bönnuð innan 16 ára. Fjögur amerísk ungmenni ætla í bátsferð niður eftir Zambesi fljóti í Afríku. Þau leggja af stað full bjart- sýni og barnslegrar tilhlökkunar á gúmmíbát sínum undir stjórn þaul- vans leiðsögumanns. Það reynist hins vegar vera sitthvað bogið við téðan leiðsögumann og áður en nokkur ferðalanganna fær rönd við reist er hann búinn að drepa mann og annan, nauðga einu konunni í leiðangrinum og heldur þeim öll- um í gíslingu. Hér er um nokkuö augljósa stæl- ingu á Deliverance, rösklega 18 ára gamalli John Boorman mynd, að ræða. Munurinn er sá að hér eru leikararnir verri og leikstjórinn nær aldrei að byggja upp verulega spennu eða nýta þau tækifæri sem stórkostleg náttúra Afríku býður upp á. Leiösögumaðurinn geggjaði er aldrei sannfærandi óður og mað- ur spyr sjálfan sig hvernig einn maður getur staðið uppi í hárinu á íjórum öðrum manneskjum. Nokkur bátaatriðin eru býsna glæfraleg og tilkomumikil þó sú brella að sýna þau í „slow moti- on,“ verði harla leiöigjörn til lengd- ar. Yfir öðrum hlutum myndarinn- ar er tæplega hægt að gera annað en að geispa. -Pá íyAUen mber tlsmSlriiá jfftaáwrýfetifefeijaídíWíJij uné&iKltHnteti&iia angist og svartsýni eru hlutir sem hann hefur verið að fjalla um í kvikmyndum sínum um áraraðir, svo og samband foreldra og bama. Sérstaklega er móðurhlutverkið Allen mikil ráðgáta og þau áhrif sem mæöur hafa á afkvæmi sín. Myndin er því, eins og fleiri myndir Allens, dálítið hæg og þunglyndisleg. Hins vegar er inn- sæi hans skarpt og margt sem hann tekur til meðferðar fallið til þess að vekja áhorfendur til umhugsun- ar. Háðið er heldur aldrei langt undan. Leikarahópurinn er að stórum hluta sá sami og unnið hefur með Allen á undanförnum árum og leika flestir af öryggi og styrk. Farrow, eiginkona Állens, er í aðal- hlutverki og ferst það býsna vel úr hendi. Þessi mynd er ekki fyrir alla, til þess er atburðarásin of hæg og huglæg frekar en að hún snúist um raunverulega atburði. Unnendur Allens fá hér hins vegar trausta og heilsteypta vöru eins og fyrri dag- inn. -Pá ★ */2 Margsagðuratburður THE PLOT TO KILL HITLER Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Lawrence Schiller. Aðalhlutverk: Brad Davis, Madolyn Smith, lan Richardson og Helmut Griem. Bandarísk, 1990-sýningartimi 126 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. Allir sem eitthvað hafa kynnt sér síðari heimsstyrjöldina vita að her- foringjar Hitlers sýndu honum al- varlegt banatilræði árið 1944, tfl- ræði sem mistókst. Hitler hefndi sín grimmilega á þeim sem tóku þátt í samsærinu gegn honum og lét taka þá alla af lífi og fleiri sem hann hélt að hefðu komið við sögu. Þegar þetta tilræði var gert var far- ið að síga á ógæfuhliöina í her- brölti þriðja ríkisins og Hitler þoldi enga gagnrýni og hafði aðeins sér við hliö hirð af herforingjum sem fölsuðu skýrslur til að bjarga eigin skinni. The Plot to Kill Hitler segir frá þessu samsæri og er aðalpersóna myndarinnar Staufenberg höfuðs- maður sem stóð aö vísu ekki einn að baki áætluninni, en var sá sem reyndi að framkvæma verknaðinn. Brad Davis túlkar þennan óláns- ama mann sem gat ekki horft upp á þjóð sína eyðast vegna vitfirrings sem var í valdastóli. Það hefur áður verið íjallað um þennan atburð í kvikmynd og það oftar en einu sinni, og þaö er fátt nýtt sem kemur fram hér. Það er helst að reynt er að bendla þekkta hershöfmgja viö tilræðið bæði beint og óbeint. Kryddað er í sögu- þráðinn með því að lýsa heilbrigðu fjölskyldulífi barónsins. Þótt rúm fjörutíu og fimm ár séu frá þvi síðari heimsstyrjöldinni lauk ætlar kvikmyndabransinn seint að fá leiöá á að gera kvik- myndir um þennan örlagaríka kafla í mannkynssögunni. The Plot to Kill Hitler er aðeins ein ónauð- synleg myndin í viðbót um styrj- öldina, mynd sem þar að auki er allt of löng. -HK ★★ mm Ævintýrasteinninn BLOODSTONE Útgefandl: Laugarásbió. Leiksfjórn: Dwight Little eftir handriti Nico Mastorakis. Aðalhlutverk: Brett Stimely, Rajni Kanth og Anna Nicholas. Amerísk - 1989. Sýningartimi - 95 minútur. Bönnuö börnum innan 12 ára. Ævaforn indverskur rúbínn, sem töfrakraftur á að fylgja, hverfur úr vörslu safns í Bretlandi. Grunur leikur á að steininum eigi að skila til sinna réttu heimkynna á ný. Ungt par, sem er á ferð í Indlandi með lest, rekst á einkennilegan mann sem reynist hafa steininn í pússi sínu. Hann laumar steiinum í farangur unga fólksins til þess að koma í veg fyrir aö óheiðarlegir menn komi höndum yflr hann. Hefst nú mikill eltingarleikur því allir vilja eignast steininn. Þetta er að mörgu leyti hefð- bundin ævintýra og spennumynd í anda Indiana Jones og kappa af svipuðu tagi. Það eru þó minni spá- menn sem sitja við stjórnvöhnn og myndin verður aldrei verulega æsileg. Flestir leikara eru slakir og átakaatriði oft viðvaningslega út- færð. Það kemur þó ekki í veg fyrir að böm og unglingar gætu haft af þessu nokkra skemmtun og full- orðnir líka ef þeir taka viljann fyr- irverkið -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.