Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Síða 13
LAUGARDAGUR 9. MARS 1991. 13 Skák Benóný var engum lí kur Benóný Benediktsson lést í Reykjavík 25. febrúar sl. á 74. aldurs- ári. Benóný var um árabil einn okkar snjöllustu skákmeistara og haföi ekki síður mikinn persónuleika. Hann verður þeim ætíð minnisstæð- ur sem voru svo lánsamir aö fá að kynnast honum. Benóný fæddist að Kambhóh í Víðidal 3. nóvember 1917 og átta ára gamall var hann þegar farinn að tefla allmikið og þótti efnilegur. Hann flutti til Reykjavíkur í ársbyrjun 1941 og tveimur árum síðar hafði hann unnið sig upp í meistaraflokk. Tafl- mennska hans þá, og raunar alla tíð, bar þess merki að hann hafði lært aö tefla „upp úr sjálfum sér“ en ekki notið aðstoðar kunnáttumanna eða skákrita. Af því leiddi að Benóný var manna frumlegastur í hugsun og tók engu sem sjálfgefnu. Benóný hafði á orði að er hann kom suður 1941 hefði honum fundist einkennilegt að mót- herjar hans gáfu gjaman peð strax í 2. leik (með 1. d4 d5 2. c4) en peð þetta þáði Benóný (2. - dxc4) sem Skák Jón L. Árnason nefnt er móttekið drottningarbragð. Lög gera ráð fyrir að svartur gefi peðið til baka með góðu í framhaldi taflsins og reyni að þróa stöðu sína en Benóný freistaði þess hins vegar með öllum ráðum og dáðum að halda í peðið og oftar en ekki komst hann upp með það. Benóný vann aimenna verka- mannavinnu og tefldi mikið við vinnufélaga sem og í heimahúsum. Gjarnan var eitthvert smáræði lagt undir, svona eins og til að skerpa einbeitnina. Benóný var skákmaður af lífi og sál. Hann þótti brögðóttur við borðið, lagði gjaman gildmr og var mjög skemmt ef mótheijinn lét blekkjast. Á opinberum mótum átti hann það til að gleyma sér ef staðan varð flókin. Hann reri sér gjaman í stólnum, flautaði lágt eða tuldraði með sjálfum sér. Mörgrnn fannst erf- itt að tefla við hann, ekki síst vegna þess að nærtækasti leikurinn varð sjaldnast fyrir valinu. Tvisvar varð Benóný hraðskák- meistari íslands, 1947 og 1953, og fjór- um sinnum skákmeistari Reykjavík- ur, 1956, 1962, 1967 og 1974. Síðasta umferðin á mótinu 1974 er mér minn- isstæð. Benóný gekk þá í sahnn strokinn og hreinn, í nýjum sparifót- um og hef ég sjaldan séð sigurvissari mann. Þetta kom flatt upp á mótherj- ann. Benóný var fljótur að ná vinn- ingsstöðu og tryggja sér sigur á mót- inu. Benóný var víðlesinn og manna fróðastur. Oft var hann meðal áheyr- enda á fyrirlestrum og fundum í höf- uðborginni um hin óhklegustu efni. Þá var hann tíður gestur á skákmót- um, þótt hann væri ekki þar að tefla sjálfur. Hann átti það til að vera há- vaðasamur á áhorfendabekkjunum ef svo bar undir og skákstjórar þurftu oft að biöja hann um að hafa lægra. Einhverju sinni sat kunnur skákmeistari að tafh sem fannst Ben- óný hafa of hátt og bað hann um að hafa lægra. „Þú heyrir betur en þú teflir,“’ gah þá við í Benóný. Hann var „húmoristi“ og hnyttin tilsvör hans urðu landsfræg. Þá var Benóný ágætlega hagmælt- ur og eru nokkrar vísna hans lands- frægar. Hann var fljótur að botna ef svo bar undir, eins og einhverju sinni í langferðabíl á leiðinni frá helg- armóti. Þá var þessum fyrriparti skotið fram: Enga leiki æskan skil- ur/ailt af bókum lærir hún, - „og botnaðu nú Benóný!“ Meistarinn lét ekki segja sér það tvisvar, enda ort í hans anda - Benóný fannst yngri skákmenn htið kunna að tefla en kunna þeim mun meira í „teóríu": Það er eins og bhndabylur/blási fram af hæðarbrún. Kgntucky med Chicken. Hjallahrauni 15, s. 50828 Faxafeni 2, s. 680588. Benóný Benediktsson. Frægustu skákirnar Þekktustu skákir Benónýs eru gegn heimsfrægum erlendum skák- meisturum sem sótt hafa okkur heim en Benóný fór aðeins einu sinni sjálf- ur út fyrir landsteinana - á World Open skákmótið í Filadelfiu 1978, þar sem hann stóð sig vel, fékk 5,5 v. af 9 mögulegum. Erlendu meistararnir sóttu ekki guh í greipar Benónýs. Á minningar- móti um Guðjón M. Sigurðsson 1956 varð Benóný í 5. - 6. sæti og vakti feikna athygli fyrir að gera jafntefli við báða sovésku keppendurna á mótinu, Tajmanov og Ilivítskíj. Þetta voru heimsfrægir skákmenn. fli- vítskíj hafði orðið þriðji á skákþingi Sovétríkjanna 1955, ásamt Botvinn- ik, Petrosjan og Spassky(!). Taj- manov var þáverandi skákmeistari Sovétríkjanna, síðar margfaldur áskorandi, aht þar til Fischer sló hann út með núlh 1970. Á Reykjavíkurskákmótinu 1970 kom Benóný enn á óvart, nú fyrir magnaða jafntefhsfléttu gegn júgó- slavneska stórmeistaranum Mat- ulovic. Á Reykjavíkurmótinu 1984 gerði Benóný svo jafntefh við sov- éska stórmeistarann Balashov með einni af sínum frumlegu byijunum - 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Df6 4. c3 g5!!? sem stórmeistarinn kunni ekki svar við! Á Guðjónsmótinu 1956, sem fram fór í Sjómannaskólanum, átti Ben- óný unnið tafl á flivitskíj en lék því niður á óskiljanlegan hátt. Um þessa skák sagði Benóný: „Þetta er sú vit- lausasta skák sem ég hef teflt og hana ætti ekki að birta.“ í skákinni við Tajmanov átti Ben- óný hins vegar lengstum í vök að veijast en tefldi vel og tókst að tryggja sér jafntefli með laglegri til- færslu. Benóný beitti Nimzo-ind- verskri vöm í skákinni en Tajmanov hafði nýlokið við að skrifa bók um þá byijun. Sagt er að hann hefði þurft að bæta heilum kafla við bók- ina eftir viðureignina við Benóný! Önnur saga segir að eftir byijunar- leikina hafi Friðrik Ólafsson gengið til Benónýs og furðað sig á því að hann skyldi beita þessari byijun, sem Tajmanov hefði nýlokið við að skrifa bók um. Benóný mun hvergi hafa bmgðið en sagt: „Hann ætti þá að þekkja þetta!" Sjálfur kannaðist Benóný þó ekki við að þetta hefði gerst en „þjóðsögurnar" um hann voru margar. í haust er væntanleg á markað 2. bindi í ritröðinni um íslenska skák- meistara, í útgáfu Tímaritsins Skák- ar undir ritstjóm Trausta Bjömsson- ar. Þar verður að finna kafla um Benóný ásamt völdum skákum hans með skýringum og umsögnum um þær. Skákunnendur hljóta að bíða bókarinnar með óþreyju. Með Ben- óný er genginn einn sá htríkasti skákmeistari sem íslendingar hafa átt og seint mun hann gleymast. Hvitt: M. Tajmanov Svart: Benóný Benediktsson Nimzo-indversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 b6 5. Re2 Bb7 6. a3 Bxc3+ 7. Rxc3 a5(!) Heimsborgari, broddborgari, hamborgari eða almennur borgari. Nei, nú er það kjúkl- ingaborgari á Kentucky Fried sem er aðal- borgarinn. Hann er úr mjúku bringukjöti, i sesambrauði, iceberg og tómötum. Nýjung á Islandi sem sameinar hollt og gott. Sagan um að Tajmanov hefði þurft að bæta kafla við bókina sína eftir skákina við Benóný er varla á rökum reist því að hann minnist ekki á þennan leik hans í seinni útgáfum! Leikurinn er þó fylhlega rökréttur. Éftir 7. - d5 8. cxd5 exd5 9. b4 nær hvitur yfirhöndinni. 8. Bd3 d5 9. 0-0 Rbd710. b3 0-011. Bb2 He8 Sjálfur taldi Benóný 11. - Re4 eðh- legri leik og má það til sanns vegar færa. 12. Hcl e5 13. Rxd5 Rxd5 14. cxd5 e4! 15. Bb5 Bxd5 16. Dc2 c6! Færir sér í nyt ónákvæmni hvíts í síðasta leik - ekki gengur nú 17. Bxc6? vegna 17. - Hc8. Svartur hefur nú jafnað taflið. 17. Bc4 Rf6 18. Bxd5 cxd5 19. a4 h5! 20. Ba3 Hc8 21. De2 Dd7 22. Da6 De6 23. h3 Kh7 Þennan leik gagnrýndi Benóný einnig, taldi 23. - g5 strax betra. 24. Db7 g5! 25. Hxc8 Hxc8 26. Be7 Dc6 27. Da6 Eftir 27. Dxc6 Hxc6 28. BxfB Hxf6 29. Hcl Hd6 ætti svartur að halda sínu. 27. - Kg6 28. f3 Rg8 29. Ba3 Ha8 30. De2 Rf6 31. f4 g4 32. Be7 E.t.v. er meiri vinningsvon fólgin í 32. f5 en Benóný hindrar þetta með óvenjulegum næsta leik sínum. 32. - Kf5! 33. BxflB Dxf6 34. Hcl De6 35. Df2 Df6 36. Hc7 Hg8 37. Dg3 h4 38. hxg4+ Hxg4 39. Dh3 De6 40. Hb7 Kfl6 41. Kh2 Eða 41. Hxb6 Dxb6 42. Dxg4 Dxb3. Kannski hefur Tajmanov tahð sig vera að vinna en Benóný kemur auga á frumlega vamarleið. 41. - Kg7 42. Hxb6 Df5! 43. Hb5 8 7 6 A # 5 A s a m 4 4 3 s 2 1 43. - Dh5!! 44. Hxd5 f5! 45. Hc5 Kg6! Hótar að vinna drottninguna með 46. - Hg3 og hvítur verður að þráleika því að 46. Khl Hg3 47. Dh2 Hxe3 er of hættulegt. 46. Hc6+ Kg7 47. Hc7+ Kg6 Og jafntefh samið. Skák Benónýs við Matulovic á Reykjavíkurskákmótinu 1970 var einnig eftirminnileg. Eftir 29. leik svarts (Matulovic) kom þessi staða upp: sE 1 7 A A 6 A A 5 A 4S S 4 m 3 S | 2S © & 1 A B C D E F G s H Svartur á skiptamun meira og að því er virðist unnið tafl. Benóný bjargaði sér á ævintýralegan hátt: 30. Hxh7+!! Kg8 31. Hh8+! Kxh8 32. Dh3+ Kg7 33. Dd7+ Kg8 34. De6+ Kh8 35. Dh3+ Kg8 36. De6+ Og jafntefli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.