Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Side 14
14
LAUGARDAGUR 9. MARS 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Þeir eru klárari en við
Nýsjálendingar hafa að því leyti svipaðar aðstæður
og íslendingar, að sjávarútvegur þeirra verður að keppa
á erlendum markaði án þess að vera á framfæri hins
opinbera eins og sjávarútvegur margra fiskveiðiþjóða,
svo sem Norðmanna og þjóða Evrópubandalagsins.
Nýsjálendingar hafa að því leyti verri aðstæður en
íslendingar, að landbúnaður þeirra verður að keppa á
erlendum markaði án þess að vera á framfæri hins opin-
bera eins og landbúnaður flestra þjóða Vestur-Evrópu,
þar á meðal íslands, sem gengur einna lengst allra.
Nýsjálendingar hafa fundið leiðir til að láta sjávarút-
veg og landbúnað standa sig sem hornsteina þjóðarbús-
ins. Þeir hafa tekið erfiðar ákvarðanir, sem við höfum
ekki treyst okkur 1 hér á landi. Þeir hafa gert á atvinnu-
lífinu uppskurð, sem við höfum neitað okkur um.
Langsamlega mikilvægasti þátturinn í velgengni
Nýsjálendinga á þessu sviði er, að þeir hafa afnumið
opinberan stuðning við atvinnugreinarnar. Þeir hafa
að vísu kvótakerfi í sjávarútvegi, en leggja ekki hömlur
á, að hann gangi kaupum og sölum til hæstbjóðandi.
Fyrir sex árum var ástand landbúnaðar í Nýja-Sjá-
landi að sumu leyti svipað og á íslandi. Samanlagður
ríkisstuðningur nam þriðjungi af verðmæti framleiðsl-
unnar, svipað hlutfall og þá ríkti í Vestur-Evrópu. Þá
hófu Nýsjálendingar í áföngum að afnema stuðninginn.
Til þess að vera samkeppnishæfir á erlendum mark-
aði fá nýsjálenzkir bændur aðeins einn fimmta hluta
þess verðs, sem vesturevrópskir bændur fá, og einn
þriðja hluta þess verðs, sem bandarískir bændur fá.
Þetta hefur nýsjálenzkum bændum tekizt að lifa af.
Þeir hafa neyðzt til að hagræða markaðsmálum sín-
um. Þeir flytja minna af dilkskrokkum úr landi og meira
af tilbúnum sjónvarpsréttum lambakjöts. Þeir flytja
minna úr landi af einfóldum brauðosti og meira af sér-
hæfðum ostum. Og þeir auglýsa „hreint land“.
Nýsjálendingar höfðu ekki efni á að bera landbúnað-
inn á bakinu, af því að þeir þurftu að lifa á honum.
Þeir tóku hann af bakinu á sér á sex árum. Og það
merkilega hefur gerzt, að landbúnaðurinn lifir áfram
og leggur sitt af mörkum í nýsjálenzka þjóðarbúið.
Heimsmarkaðsverð á búvöru stjórnast ekki af niður-
greiðslum og uppbótum Evrópubandalagsins. Hinar
opinberu aðgerðir í Vestur-Evrópu miðast við að losa
bandalagið við búvöru á sama verði og ýmsar þróaðar
landbúnaðarþjóðir geta án nokkurs stuðnings ríkisins.
í þessum hópi eru lambakjötsframleiðendur á borð
við Nýsjálendinga og Ástrali, nautakjötsframleiðendur
á borð við Argentínumenn og kornvöruframleiðendur
á borð við Bandaríkjamenn. Þar eru líka ýmsar þjóðir
þriðja heimsins og Austur-Evrópu, þar sem laun eru lág.
Við getum ekki keppt við Nýsjálendinga í lambakjöti
og ull. Þar hefur hver bóndi 1650 kindur, en hér 355.
Þar fær hver bóndi 16,8 tonn af kjöti, en hér 6,9. Þar fær
hver bóndi 6,6 tonn af ull, en hér 0,62. Við getum því
aðeins keppt, að við finnum okkur verðmæta sérstöðu.
Þá sérstöðu höfum við hins vegar í sjávarútvegi. En
við notum hana ekki eins vel og Nýsjálendingar nota
sína af því að við höfum komið á fót stirðu og mann-
freku skömmtunarkerfi, þar sem kvótar mega af
byggðaástæðum ekki ganga frjálsum kaupum og sölum.
Við ættum að skoða betur, hvað Nýsjálendingar hafa
verið að gera. Þeir hafa lent í mun meiri erfiðleikum
en við og hafa unnið sig mun betur úr vandanum.
Jónas Kristjánsson
Bush setur nú
Palestínudeiluna
efst á blað
Bretar stofnuöu írak 1922 og
fengu völdin í hendur höfðingja-
ættum af trúflokki súnníta sem
höfðu barist með þeim gegn Tyrkj-
um í undangenginni heimsstyrjöld.
Þá eins og nú aðhylltist ríflega
helmingur landsmanna kenningu
sjíta en súnnítar hafa ráðið lögum
og lofum, fyrst undir konungs-
stjóm og síðan einræðisstjóm
byggðri á hervaldi.
Manníjöldi trúflokkanna og
valdahlutföll sjá fyrir því að í tveim
mannskæðum styrjöldum undir
stjóm Saddams Hussein hafa
óbreyttir hermenn mestan part
komiö úr röðum sjíta en hðsfor-
ingjar yflrgnæfandi verið súnnítar.
Þeir höfðu skásta möguleika til að
bjarga sér úr eldsvítinu og óförun-
um í Kúveit og virðast einatt hafa
skilið hersveitirnar, sem þeir bám
ábyrgð á, eftir fomstulausar og
bjargarlausar.
Leifar þessa gersigraða og hrjáða
Uðs hafa undanfarið veriö að tínast
heim til sjítabyggðanna í Súður-
írak og gera menn ráð fyrir að
koma þess hafx orðið helsta kveikj-
an að uppreisnum gegn stjóm
Saddams í hverri borginni af ann-
arri þar um slóðir. Útlægir íraks-
sjítar í íran hafa látið sem þar
væra sínir menn að verki og sögðu
þá meðal annars hafa náð stórborg-
inni Basra á sitt vald en þegar þetta
er ritað virðist það sem eftir er af
Lýðveldisverði Saddams vera að
brytja uppreisnarmenn niður.
Stjóm sjítaklerkanna í íran hefur
lýst yfir að hún hlutist ekki til um
írösk innanlandsmál og stjórnir
súnnítaríkjanna, sem tóku þátt í
herferðinni gegn írak, vilja fátt síö-
ur en að upp rísi sjítaveldi í suður-
hluta landsins, liklegt til að efla
stöðu írans viö Persaflóa. Þar að
auki hrýs þeim hugur við afleiðing-
unum ef írak tekur að leysast upp.
Stjórn Saudi-Arabíu gerir sig nú
hklega til að taka eindregnari for-
ustu fyrir Flóaríkjunum en áður.
Ljóst er að frá þeim verður fjár-
magn að koma ef reisa á írak úr
stríösrústum en fyrsta skref til þess
verður að koma í gang olíuvinnslu
landsins og þar með öflun útflutn-
ingstekna. Einskis shks stuðnings
né afnáms viðskiptabanns gagn-
vart írak er þó að vænta meðan
Saddam Hussein heldur völdum.
Von stjómenda Saudi-Arabíu er að
her hans sjálfs fjarlægi hann þann-
ig að súnnítar verði áfrám við völd
í írak en ekki lengur í stöðu til að
ógna öðmm Flóaríkjum.
Arabaríkin í herbandalaginu
gegn Saddam eru búin að leggja
grandvöh að framtíðarsamstarfi
sín á milh til að efla öryggi á Persa-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
flóasvæðinu. Á fundi í Damaskus
varð meginniðurstaðan að Sýrland
og Egyptaland legðu th allt að
100.000 manna her th öryggisgæslu
en Flóaríkin greiddu kostnaðinn.
Ráðstefnan var ööram þræði hald-
in til að arabísk afstaða lægi fyrir
þegar James Baker utanríkisráð-
herra hefur ferð um höfuðborgir
ríkja fyrir botni Miðjarðarhafs th
að kynna sjónarmið Bandaríkja-
stjórnar.
Saudi-Arabar vilja varðveita
bandalagið við Bandaríkin en þeir
kæra sig ekki um bandarískar her-
stöðvar til frambúðar á svæðinu.
íransstjórn hefur lýst yfir
óánægju meö niðurstöðu fundarins
í Damaskus. Hún amast við aðild
Sýrlands og Egyptalands og segir
að Flóaríkin öll að íran meðtöldu
eigi að hafa með sér samtök.
Damaskusfundurinn lýsti yfir
fylgi við tillöguna um alþjóðlega
ráðstefnu til að fjalla um Palestínu-
máhð. Hefur sendinefnd utanríkis-
ráðherra frá Evrópubandalaginu,
sem fór til Damaskus, lýst stuðn-
ingi við þá samþykkt, svo og aðrar
niðurstööur utanríkisráðherra
arabaríkjanna.
Nú er tekið að skýrast hvernig
Saudi-Arabar ætla að ná sér niðri
á Jasser Arafat fyrir að taka af-
stöðu með Saddam. Áform þeirra
er að beita áhrifum sínum til að
stuðla að því að mynduð verði ný
forusta fyrir Palestínumönnum,
bæði á hemámssvæðunum og í
útlegð í Flóaríkjum og helst víðar,
svo unnt sé að ganga fram hjá nú-
verandi forastu Frelsissamtaka
Palestínumanna. Slíkt getur þó
reynst örðugt því fregnir berast af
því að Kúveitar hafi handtekið
Palestínumenn sin á meðal í þús-
undatah eftir flótta íraka og saki
þá um liðveislu við hernámshðið.
George Bush Bandaríkjaforseti
ávarpaði Bandaríkjaþing í fyrra-
kvöld og flutti því stefnuyfirlýsingu
stjómar sinnar sem miðar að því
að nota til fullnustu það tækifæri,
sem menn þykjast nú sjá, til að leita
lausnar á Palestínudeilunni. „Nú
er tími kominn til að binda enda á
viðureign araba og ísraels," sagði
forsetinn.
Hann leitaðist við að reka af sér
slyðruorð fyrir að sýna tvöfalt sið-
gæði með því að framfylgja álykt-
unum Öryggisráös Sameinuðu
þjóðanna um hernám Kúveits taf-
arlaust með oddi og egg en láta
ályktanir þess um hernám ísraels
á Vesturbakka Jórdanar og Gaza-
ræmunni liggja sem dauðan bók-
staf. Það gerði hann með yfirlýs-
ingu um að Öryggisráðsályktanir
númer 242 og 348 eigi að vera
grandvöllur að lokum Palestínu-
deilunnar.
Jöfnuð hjá Bandaríkjastjórn í af-
stöðunni til málstaðar deiluaðila
vildi Bush sýna með því að lýsa
yfir í ræðunni að annars vegar
ætti ísrael rétt á öryggi og viður-
kenningu, hins vegar yrðu Palest-
ínumenn að fá náð lögmætum pól-
itískum rétti sínum.
Láta verður land af hendi fyrir
frið, sagði Bandaríkjaforseti, og
staðfesti þar með þann ágreining
sem ríkir milli stjórnarinnar í Was-
hington og stjórnar Shamirs í ísra-
el en forsætisráðherrann hefur tví-
mælalaust sett sér það markmið
að þæfa málið þangað til færi gefst
til að innlima herteknu svæðin í
ísrael.
Bush er að efna fyrirheit sitt úr
ávarpi til allsherjarþings SÞ í haust
þegar hann sagði að Palestínudeil-
an kæmist efst á dagskrá eftir að
hernámi Kúveits hefði verið aflétt.
Baker utanríkisráðherra hefur nú
það hlutverk að fylgja eftir orðum
forsetans í ávarpinu til þingsins,
meðal annars gagnvart ísraels-
stjórn.
En erfitt getur orðið um vik að
þoka málum áfram meðan Shamir
getur skotið sér bak við að helsti
viðurkenndi forustumaður Palest-
ínumanna er ekki einu sinni við-
ræðuhæfur hjá stórum hópi araba-
ríkja.
Sú hugmynd er því uppi hjá
stjórn Saudi-Arabíu að leitast fyrst
um sinn við að koma á áþreifingum
milli Sýrlands og ísraels, sem leyst
gætu deiluna um Gólanhæðir, sem
Israel tók af Sýrlandi og innlimaði,
og greiða þannig fyrir sérfriði milli
þeirra.
Magnús Torfi Ólafsson
Undir ræðu Bush forseta á Bandaríkjaþingl reis þlngheimur úr sætum og hyilti Colin Powell, forseta yfir-
herráðsins (situr fyrir miðri mynd).