Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Side 15
LAUGARDAGUR 9. MARS 1991. 15 Ekki er búizt við lognmollu Hvað þýðir forskotið? Göngur og réttir ílokka geta ver- ið skemmtilegar. Vissulega leiðast almenningi hallelújasamkomur. Það verður ekki sagt um landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem nú stend- ur yfir. Flokkur allra stétta er mættur í Laugardalshöll með sínar stéttir, og nú á að kjósa. Nú verður engin hallelújasamkunda. Tveir mætustu foringjar flokksins takast á um sjálf völdin. Sjálfstæðisflokknum hefur vegn- að vel að undanförnu, að minnsta kosti í nokkra síðustu mánuði. Fylgi hans hefur samkvæmt skoð- anakönnunum náð að verða um helmingur þeirra kjósenda, sem á annað borð hafa gert upp hug sinn. Fylgið var eitthvað minna fyrir áramót, þegar flokkurinn tók af- stöðu gegn bráðabirgðalögunum í launadeilu opinberra starfsmanna í BHMR. Það áfall stóð skamma hríð. Síðan hefur flokkurinn að nýju komizt í það, sem hann hafði á miðju síðasta sumri. Borgara- flokkurinn lézt, og fylgið fór til Sjálfstæðisflokksins. Margir þreyttust á ríkisstjórninni, og fylg- ið fór til Sjálfstæðisflokksins. Menn skyldu þó, einkum sjálfstæðis- menn, skilja, að ekki eru líkur til, að flokkurinn nái hreinum meiri- hluta í næstkomandi þingkosning- um. Til þess þarf eitthvað það að gerast, sem ekki verður séð fyrir. Skoðanakannanirnar eru réttar og marktækar, og tala má um, að skekkjufrávik í þeim séu bara 3-4 prósentustig. Skoðanakannanir á Islandi hafa lengi, þær beztu, verið ámóta góðar og bezt gerist erlendis. En það er annað. í skoðanakönnun- um eru gjarnan um 40 af hundraði manna óákveðnir. „Falið' vinstra fylgi Ætla má, að þessir kjósendur séu í raun óákveðnir, þegar könnunin er gerð. Hvað annað? Þessar kann- anir eru án nafns, og fáir íslending- ar nútímans eru svo innhverfir, að þeir geti ekki stunið upp, að þeir styðji ákveðinn flokk nú orðið. Menn eru yfirleitt ekki haldnir slíkum ofsóknarhugmyndum, að þeir haldi, að vondir menn séu á njósn, þótt þeir gefi spyrli í könnun upp, hvern þeir styðja. En svo er hins vegar komið málum hér á Fróni, að almenningi gengúr illa að veðja á ákveðinn flokk. Flokk- arnir hafa reynzt býsna svikulir. Þeir lofa mörgu fyrir kosningar en eru fljótir að gleyma loforðunum, þegar að jötunni er komið. Þá gefst líka oft vel að segja: Við viljum gera þetta en fáum ekki fyrir sam- starfsflokkum okkar. Þetta þekkja allir og líka sjálfstæðismenn. Ekki er að treysta, hvað flokkurinn seg- ir. Það gildir að einhverju leyti um alla flokka. Þannig eru fjörutíu af hundraði kjósenda óákveðnir. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur helming af af- ganginum. En sé spurt, hvort menn séu fylgjandi eöa andvígir ríkis- stjórninni, þessari vinstri stjórn, eru niiklu færri óákveðnir, en meirihluti afgangsins segist styðja ■ ríkisstjórnina. Vel að merkja, styðja ríkisstjórnina. í raun segir þetta okkur talsvert til viðbótar spurningunni um fylgi flokkanna eða listanna. Þetta segir okkur, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki helming þeirra, sem taka afstöðu, þegar spurt er um ríkisstjórnina. Þar sem miklu færri eru óákveðn- ir, þegar spurt er um stjórnina, segir þetta okkur, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki helmings- fylgi í landinu, þegar fólk fer að taka afstöðu. Það er bara auðveld- ara fyrir kjósendur að gera upp hug sinn, þegar spurt er um ríkisstjórn heldur en þegar spurt er um flokka. Vinir og vandamenn Og það hefur alltaf gerzt, að fylgi Sjálfstæðisflokksins reynist tiltölu- lega minna í kosningum en í skoð- anakönnunum nokkru fyrir kosn- ingar. Fyrir utan það, sem nefnt var hér, að til er falið vinstra fylgi í röðum hinna óákveðnú, kemur fleira til. Flokkarnir eru margir, sem sækja að Sjáfstæðisflokknum í kosningabaráttunni. Frambjóð- endur þessara flokka eru auðvitað ógrynni. Þeir hafa hver sína liðs- menn og ná til margra kjósenda samanlagt. Þótt margir hafl verið áhugalausir milli kosninga, nægir liðsafli frambjóðenda andstöðu- flokka Sjálfstæðisflokksins til að draga á kjörstað fjölda fólks, sem kýs hangandi hendi, „fyrir þenn- an“, mæöurnar, dæturnar, feðurn- ir öldruðu, vinafólk úr öllum átt- um. Þannig hefur afl þessa liðs dugað á móti liðsafla Sjalfstæðis- flokksins, þótt mikill sé og vel efn- aður, til að minnka prósentu Sjálf- stæðisflokksins verulega á kjördag. Hinn mikli liðsafli andstöðuflokka LaugardagspistiU Haukur Helgason aðstoðarritstjóri sjálfstæðismanna nær því í fjöl- miðlum, einkum sjónvarpi, að höggva á yfirburðafylgi Sjálfstæð- isflokksins. Andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins eru meðal annars miklu duglegri við skrif í blöð, þar sem sjálfstæðismenn þykjast yfir- leitt of fínir til að senda línur í blöð. Skoðanakannanirnar sýna okkur vissulega, að sigurinn blasir við sjálfstæðismönnum. Samkvæmt þeim hefur fylgi flokksins rokið upp. Þetta segja kannanirnar okk- ur, af því að unnt er að bera könn- un saman við fyrri kannanir. Því eru þessar kannanir marktækar, þótt reynslan sýni okkur, að þær ber að taka með fyrirvara. Þeir fyr- irvarar segja okkur, að eitthvað óvænt þyrfti að koma til, eigi Sjálf- stæðisflokkurinn að vera að berjast um hreinan meirihluta um þessar mundir. Flokkurinn hefur forskot. Hann hefur forystuhlutverk. Hans er sigurinn, en spyrja má, hvernig úr sigrinum verði unnið. Augljóst er, að eftir kosningar verður fyrst leitað til foringja Sjálf- stæðiflokksins um stjórnarmynd- un. Við gerum ráð fyrir, að flokkur- inn hafl ekki hreinan meirihluta. Hvað þá? Þörf á einhverri viðreisn Góð reynsla var á sjöunda ára- tugnum af viðreisnarstjórn, stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Þá urðu tímamót. Loks var að miklu horflð frá hinu niðurdrep- andi forsjárkerfi. Fólk andaði létt- ar. Höft voru töluvert afnumin. Einstaklingsframtakið fékk að njóta sín. Þetta gafst vel, og stjórn- in naut mikils fylgis. Á því varð breyting af ófyrirsjáanlegum or- sökum. Síldin hvarf, og í kjölfarið kom mikill samdráttur og atvinnu- leysi. Meirihluti iandsmanna fór smám saman að agnúast út í stjórn- ina, en í raun gerði ríkisstjórnin vel. Henni tókst að koma okkur út úr kreppunni við minni skakkaföll en í stefndi. Ríkisstjórnin var því farsæl í aðgerðum, þótt lands- mönnum gengi erfiðlega að koma auga á það eins og sakir stóðu. Þetta gefur þeim hugmyndum byr, að viðreisnarstjórn gæti að nýju orðið einhver gifturíkasta ríkis- stjórnin, sem kostur yrði á. Menn gætu þó núorðið hugsað sér, að „viðreisnarstjórn“ þyrfti ekki að vera ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks. Alþýðubandalagið er nefnilega að mestu leytí orðið krataflokkur. Þeir alþýðubandalagsmenn, sem tala um slík mál eða skrifa, eru margir hverjir ekki langt frá því að geta talizt samstarfshæfir í rík- isstjórn, sem auki einstaklings- framtak í landinu. Stjórn svo- nefndra sögulegra sátta, Sjálfstæð- isflokks og Alþýðubandalags, kem- ur vissulega sterklega til greina. Sjálfstæðismenn hafa þó efasemdir um aiþýðubandalagsmenn. Hinir síðarnefndu hallast enn fullmikið í átt til forsjárhyggju Stóra bróður. En Alþýðubandalagið gæti stigið skrefið til fulls og orðið samstarfs- hæfur krataflokkur, flokkur sem fyrir hokkrum áratugum hefði kallazt flokkur „hægri krata“. Varast afturhalds- sjónarmið Það er þó áhyggjuefni, að hætta er á, að afturhaldssjónarmið kæm- ust of mikið að. Þar má nefna land- búnaðarstefnu Steingríms Sigfús- sonar ráðherra, sem í reynd er framsóknarstefna, það er stefna afturhalds. Slík sjónarmið gætu einnig orðið ríkjandi, ef skoðað er, hvernig mynstrið Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur liti út. Við verðum umfram allt að forðast aft- urhaldssjónarmiðin, sem eiga öfluga fylgismenn í öllum flokkum. Forysta Sjálfstæðisflokksins, hver sem hún verður, þarf nú að færa ísland inn í nútímann. Tími er til þess kominn. Forysta Sjálfstæðisflokksins verður við næstu stjórnarmyndun að hindra með kænsku, að til dæm- is skapist grundvöllur fyrir mynstrið núverandi stjórnarflokk- ar plús Kvennalisti. Við höfum ekki efni á slíkum leikaraskap. Við förum ella brátt að dragast aftur úr öðrum þjóðum, verða steinald- ardýr meðal ríkja. Þetta verður kannski erfiðasta raunin, sem bíð- ur formanns Sjálfstæðisflokksins. Menn ætlast til mikils af hinum stóra flokki. Vafalaust gera lands- menn minni kröfur til núverandi ráðherra þjóðarinnar heldur en gerðar eru til formanns Sjálfstæð- isflokksins, hver sem sigrar á morgun. Til hans horfa menn, og einkum nú. En langflestir lands- menn fylgjast einnig meö því, hvað verður sagt af viti í ályktunum þessa landsfundar. Þetta er vissu- lega flokkur allra stétta, svo að flest gæti orðið umdeilt. Svo þarf auðvit- að að vera og er óhjákvæmilegt, verði tekið á málum. En jafnframt þarf flokkurinn að marka stefnu, sem getur orðið grundvöllur þess, að íslandi verði beint á þá braut, sem gefi okkur meiri hagsæld í náinni framtíð. Það er ekki seinna vænna. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.