Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Qupperneq 16
16 . mí 8HAM fi KTJOAORAOU LAUGARDAGUR 9. MARS 1991. „Hef alltaf þurft að horfa í hvem eyri'' - segir Guðlaug Jóhannsdóttir, einstæð tveggja bama móðir á Akureyri sem vann 7 milljónir króna í lottóinu Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Þessi vinningur gjörbreytir auð- vitað öllu fyrir mig. Ég hef alltaf unnið mjög mikið en þrátt fyrir það hefur þetta verið mikið basl, end- arnir aldrei náð saman og aldrei verið neinn afgangur. Ég hef alltaf þurft að horfa í hvem eyri. Ástand- ið var t.d. þannig að ég hafði varla efni á að fara á árshátíð KEA eftir að ég fékk þennan vinning en áður en ég fékk hann greiddan. Ég átti bara 7 milljónir á einhverri skrif- stofu í Reykjavík,“ segir Guðlaug Jóhannsdóttir, einstæð tveggja barna móðir á Akureyri, sem hlaut stóra vinninginn í lottóinu á dög- unum, 6 milljónir níu hundruð og níutíu þúsund krónur. Það þarf varla að koma neinum á óvart þótt fólk verði „felmtri sleg- ið“ þegar annað eins rekur á fjörur þess. Guðlaug starfar í kjörbúð KEA við Byggðaveg á Akureyri, þar er lottókassinn góði sem færöi henni vinninginn og þangað heim- sótti DV hana nú í vikunni. Þegar okkur bar aö garði var Guðlaug einmitt að færa einni samstarfs- stúlku sinni, Marin Ragnarsdóttur, heilmikinn blómvönd í kaffistofu starfsfólksins. „Það var Marin sem seldi mér miðann góða. Hún er þó ekki vön að afgreiða lottómiða og vissi reyndar ekki hvemig átti að gera það. Það var hins vegar ekkert fólk hér inni svo að ég kallaði í hana og leiðbeindi henni. Hún lét kass- ann velja fyrir mig 5 raðir, tók við greiðslunni og ég sagði henni að ég myndi færa henni eitthvað smá- vegis ef ég ynni. Auðvitað var þetta sagt í gamni, eins og fólk gerir svo oft þegar það er að gantast með stóru lottó\dnningana.“ Reif af mér miðann Happadagurinn hennar Guðlaug- ar var laugardagurinn 16. febrúar en hún vissi það hins vegar ekki fyrr en á mánudeginum, tveimur dögum síðar, að hún væri orðin milljónamæringur. „Eg var að vinna á Hótel KEA þetta laugardagskvöld, eins og ég geri aðra hverja helgi. Ég athugaði því ekki lottómiðann minn fyrr en í kaffitíma í vinnunni á mánudeg- inum, skömmu fyrir hádegið. Stelpurnar í kaffistofunni mundu vinningstölurnar sem voru nokkuð Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn mánudaginn 18. mars kl. 20.30 að Hótel Sögu - Átthagasai. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavikur Byggöostofnun Minjagripagerð i vor og sumar mun hönnuður starfa á vegum Byggðastofn- unar að verkefni í minjagripagerð. Verkefninu er ætlað að auka fjölbreytni í atvinnulífi úti um land og auka á fjöl- breytni og gæði þeirra minjagripa sem á boðstólum eru hér á landi. Stefnt er að því að hanna og framleiða nokkrar gerðir gripa sem hægt væri að hefja sölu á í tilraunaskyni síðari hluta næsta sumars. Þeim sem áhuga hafa á samstarfi við hönnuðinn, annað- hvort til að framleiða nýja gripi eða endurnýjaða gerð gripa sem þegar eru í framleiðslu, er bent á að senda nöfn sín ásamt helstu upplýsingum til Byggðastofnunar fyrir 25. mars næstkomandi. i bréfinu þarf að koma fram hvaða aðstöðu og tækjum menn hafa yfir að ráða og stutt lýsing á því sem framleitt hefur verið. Um er að ræða tilraun á þessu sviði og verða þátttakendur valdir úr hópi framleiðenda með tilliti til verkefna og mögu- leika þeirra á að útfæra þau. Byggðastofnun, þróunarsvið Rauðarárstíg 25 125 Reykjavík Sími (91) 605 400, grænt númer 99 66 00, myndriti 605 499 ' ■ Í<A> . Guðlaug færði afgreiðslustúlkunni, Marín Ragnarsdóttur, blómvönd er hún fékk vinninginn sinn greiddan út. Marín seldi henni lukkumiðann góða. DV-myndir GK, Akureyri sérstakar eða 5-24-25-26 og 29. Þegar það kom í ljós að ég var a.m.k. með 4 tölur réttar reif ein þeirra af mér miðann, hljóp með hann upp í búð- ina til aö ganga úr skugga um þetta í kassanum og það voru mikil fagn- aðarlæti hér í búðinni þegar þetta lá fyrir. Sjálf skildi ég þetta varla strax og var hálfdofin allan daginn. Gjörbreytir öllu Auðvitað gjörbreytir þetta öllu hjá mér eða því sem ég vil breyta. Það mikilvægasta er að sjálfsögðu að geta borgað allar skuldimar og þurfa ekki að hafa meiri áhyggjur af þeim. Ég átti ekki bíl en er búin að kaupa mér Subaru núna. Eins gat ég fengið mér sjónvarpstæki í stað þess sem ég átti og var orðið mjög lúið. Ég hef svo verið að velta því fyrir mér að það væri gaman að kaupa aðra íbúð, ég á gamla íbúð en það væri gaman að fara í nýrri. Að öðra leyti hef ég ekki uppi nein plön. Ég er til dæmis ekki búin að skipuleggja neina utan- landsferð eða þess háttar. Þótt ég sé búin að fá peningana í hendurn- ar virkar þetta allt saman hálfund- arlega á mig ennþá, ég er varla búin að átta mig á þessu.“ Guðlaug á tvo syni sem báðir eru rétt rúmlega tvítugir. „Strákarnir áttu erfitt með að trúa þessu í byrj- un, eins og ég. Þeir samglöddust mér auðvitað og sögðu svo bara að nú gætu þeir hætt að vinna og far- ið að Ufa á mömmu sinn! En það er alveg sama hvert litið er, það hafa allir samglaðst mér innilega, allir mínir vinnufélagar og fólk sem kemur hérna í búðina til að versla." Þá yrði ég rugluð Guðlaug segir að kaupið hennar í kjörbúðinni sé 50-60 þúsund krón- ur á mánuði með aukavinnu og svo vinnur hún aðra hverja helgi á Hótel KEA sem fyrr sagði. En hún hefur engin áform uppi um að hætta að vinna. „Nei, þá fyrst yrði ég alvarlega rugluð. Að fá svona vinning er auð- vitað það sem marga dreymir um en það eru auðvitað bara draumar. Þetta er nokkuð sem enginn á að reikna með. Nú er þetta svo skrítið ástand, að eiga allt í einu margar milljónir, það er einhvern veginn svo óraunverulegt. En tilfmningin er ákaílega notaleg og ekki síst það að geta losað sig við allar skuldirn- ar,“ sagði Guðlaug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.