Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Side 23
LAUGARDAGUR 9. MARS 1991.
Fastráðnir
við Þjóð-
leikhúsið
haustið
Hinir ósnertanlegu, þ.e ýmist
æviráðnir á A-samningi eöa
kornnir yilr 50 ára aldursmörkin
sem þjóöleikhússtjóri setti.
Baldvin Halldórsson.
Bríet Héðinsdóttir.
Bryndís Pétursdóttm.
Erlingur Gíslason.
Flosi Ólafsson.
Guðrún Þ. Stephensen.
Gunnar Eyjólfsson.
Helga Bachmann.
Helgi Skúlason.
Herdis Þorvaldsdóttir.
Kristbjörg Kjeld.
Margrét Guðmundsdóttir.
Róbert Arafmnsson.
Sigríður Þorvaldsdóttir.
Þóra Friðriksdóttir.
Áeftirlaunum:
Bessi Bjarnason.
Rúrik Haraldsson.
Þessum var
sagtupp:
Edda Þórarinsdóttir.
Hákon Waage.
Helga Jónsdóttir.
Jón Símon Gunnarsson.
Lilja Þórisdóttir.
Þórunn Magnea Magnúsdóttir.
Benedikt Ámason.
Brynja Benediktsdóttir.
Þessir eru eftir:
Anna Kristin Arngrímsdóttir.
Arnar Jónsson.
Jóhann Sigurðarson.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir.'
Pálmi Á. Gestsson.
Ragnheiður Steindórsdóttir.
Randver Þorláksson.
Sigurður Skúlason.
Sigurður Sigurjónsson.
Tinna Gunnlaugsdóttir.
Þórhallur Sigurðsson.
Öm Ámason.
„Öryggið er lista-
mönnum hættulegt''
- segir Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri
„Öryggi til langs tíma er listamönn-
um hættulegt. Það leggur enginn fyr-
ir sig listir með ævilangt atvinnuör-
yggi í huga,“ sagði Stefán Baldursson
þjóðleikhússtjóri í samtali við DV.
„Það væri dauðadómur yfir listinni."
Þjóðleikhússtjóri hefur verið í
sviðsljósinu að undanfornu eftir að
hann hóf starfsferil sinn með því að
segja upp 9 starfsmönnum leikhúss-
ins. Uppsagnir em viðkvæmt mál og
listamenn eru viðkvæmt fólk og því
eðlilegt að spyrja Stefán: Hvað átti
þetfa að þýða?
„Þetta em eðlilegar áherslubreyt-
ingar í leikhúsinu samfara leikhús-
stjóraskiptum. Samkvæmt lögum er
leikhússtjóri ábyrgur fyrir rekstri
hússins bæði fjárhagslegum og list-
rænum og honum ber að marka leik-
húsinu listræna stefnu. Listræn
stefnumörkun felst í því hvað er sýnt
í leikhúsinu og hverjir veljast til þess
aö koma þeirri stefnu á framfæri."
„Því finnst mér það lágmarkskrafa,
og felst raunar í lögunum, að leik-
hússtjóri hafi ákveðin umsvif til þess
að móta sína stefnu. Ég er að fara í
gegnum starfsemi hússins í heild og
hef skoðað hvað megi betur fara.
Allt er þetta gert leikhúsinu til góðs
og ég vil undirstrika að hér er ekki
um samdrátt að ræða heldur er verið
að skapa svigrúm til breytinga."
Stefán vildi ekki tjá sig um einstak-
ar uppsagnir eða hverjir ættu þar
hlut að máli enda máhð viðkvæmt.
„Það hefur lengi verið réttindamál í
hópi íslenskra leikara að meiri hreyf-
anleiki sé í sambandi viö þau fáu
stöðugildi sem í boði eru. Það er mín
grundvallarskoðun að í svona stóru
leikhúsi sé ákveðinn kjarni sem býr
við tímabundið atvinnuöryggi án
þess að festast í því ævilangt."
33 fastir, 11 æviráðnir
AIls eru 33 leikarar fastráönir við
Þjóðleikhúsið. Ellefu þeirra voru
ráðnir til starfa fyrir 1974 á svoköll-
uðum A-samningum og eru því ævi-
ráðnir. Hinir voru ýmist með 3 eða
sex mánaða uppsagnarfrest. Engin
uppsagnanna tekur gildi fyrr en 1.
september í haust og var fresturinn
hafður svo langur að sögn Stefáns til
þess að leikurunum gæfist kostur á
að aðlaga sig breyttum aðstæðum.
Ennfremur var miðað við þá
grundvallarreglu við uppsagnir leik-
aranna að engum eldri en 50 ára var
sagt upp. Að sögn Stefáns þóttu eldri
leikarar eiga færri atvinnutækifæri
en hinir.
Sá yngsti 34 ára
Almennt útskrifast leikarar úr
sínu námi 23-25 ára gamlir. í dag er
yngsti fastráðni leikari Þjóðleik-
hússins 34 ára gamall. Það er því
augljóst að meðalaldur leikara er
orðinn í hærra lagi sem aftur setur
leikhúsinu skorður við verkefnaval.
En í ljósi þessa háa meðalaldurs,
hyggst hann þá ráða yngri eða mjög
unga leikara til starfa í stað þeirra
sem sagt er upp?
„Það segir sig sjálft að ég mun leitast
við að lækka meðalaldurinn," svarar
Stefán.
Þegar leikari við Þjóðleikhúsið nær
60 ára aldri í starfi er heimilt að ráöa
nýjan leikara samhhða honum. Þess-
ar heimildir hafa ekki veriö nýttar á
undanfömum árum en Stefán segist
að sjálfsögðu munu nýta þær.
Félagar í Félagi íslenskra leikara
eru ahs 299. Innan vébanda þess er
að finna leikara, óperusöngvara, hst-
dansara og leikmyndasmiði. Leikar-
ar í félaginu eru 219 talsins. Það er
því einfalt reikningsdæmi að um
12-15 leikarar eru um hvert pláss
sem losnar við leikhúsin.
Mótmæli berast
Stefáni hefur borist bréf frá Félagi
íslenskra leikara þar sem látin er í
ljósi von um að þau stöðugildi sem
heimild er fyrir verði nýtt.
Stjórn og trúnaðarmannaráð fé-
lagsins hefur mótmælt vinnubrögð-
um við uppsagnirnar og telur að ráða
hefði átt í lausar stöður áður en til
uppsagna kæmi. Þar er átt við þær
stöður sem heimild er fyrir en hafa
ekki verið nýttar.„Auðvitað skilja
þeir manna best ákvörðun eins og
þessa,“ sagði Stefán. Leikarafélag
Þjóðleikhússins sendi stjórn félags-
ins á fund leikhússtjóra þegar upp-
sagnir lágu fyrir. Stefán segir að
stjórnin sýni ákvörðun hans fullan
skilning.
„Það skilja þetta langflestir. Það
hefur verið útbreidd skoðun meðal
félagsmanna mjög lengi að aðgerðir
af þessu tagi væru leikhúsinu nauð-
synlegar. Þetta verður hinsvegar
alltaf sárt og persónulegt mál þegar
til kastanna kemur,“ sagði Stefán.
Full sátt
innan leikhússins
- Myndir þú telja að það væri full
sátt um þessar aðgerðir innan veggja
leikhússins?
„Ég myndi segja það, já,“ segir Stef-
án. „Starfsmannafélag ríkisstofnana
hefur mótmælt þessum ráðstöfunum
en á þeim forsendum að ekki hafi
verið haft samráð við þá. Ég vildi
alls ekki ræða þetta við of marga
áður en hlutaðeigandi leikurum
heföi verið tilkynnt um áformin en
áður hafði máliö verið kynnt for-
manni Starfsmannafélags Þjóðleik-
hússins og leikarafélagi hússins.
Öll stemning hér innan hússins er
á þann veg að þetta hafi verið tíma-
bært og ég tel að fólk hafi beðið eftir
þessu.“
Starfsmannafélag ríkisstofnana
hefur lýst því yfir að þó uppsagnirn-
ar séu lögmætar þá séu þær siðferði-
lega rangar þar sem ekkert sé út á
störf þeirra að setja sem sagt er upp.
Félagið kannar nú lögmæti uppsagna
nokkurra leikara sem voru felagar í
Bandalagi háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna.
Stefán Baldursson kvaðst í samtali
hafa kannað hver réttur þjóðleik-
húsyfirvalda væri þegar uppsagnir
sem þessar væru annars vegar og
niðurstaðan hefði verið sú að ekki
væri heimilt að segja þeim upp sem
nytu æviráðningar en uppsagnir
annarra væru heimilar.
Eitt það erfiðasta sem
ég hef þurft að gera
„Þetta er eitt það erfiðasta sem ég
hef þurft að gera. Það voru engum
send bréf heldur talaði ég persónu-
lega við alla sem sagt var upp. Ég
þekki allt þetta fólk persónulega,
sumt náið.
Það, hverjum var sagt upp og
hverjum ekki var fyrst og fremst
mitt mat eftir að Þjóðleikhúsráð
hafði samþykkt ákvörðun um upp-
sagnir. Þetta er mín ábyrgð og ég vil
gjarnan að það komi fram að þetta
þýðir ekki að viðkomandi sé útilok-
aður frá störfum við leikhúsiö. Þvert
á móti vona ég að starfskraftar þeirra
nýtist hér í framtíðinni í einstökum
verkefnum."
-Pá