Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1991, Síða 38
50
F YLLIN G AREFNI
Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi.
Gott efni, lítil rýmun, frostþolið og þjappast
LÁÖ,GÁKDÁGtiRr9.:kÁRS' ÍÖáf.
vel.
Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi
sand og möl af ýmsum grófleika.
Sævarhöföa 13 - sími 681833
y
mwifAlI&LEIÍI
Smiðshöfða 6
112 Reykjavík, sími 674800, fax
674486
UTSALA
TRESMIÐAVELAR - JARNSMIÐAVELAR
RÝMUM FYRIR NÝJUM VÉLUM
10-20% AFSLÁTTUR Á NÝJUM OG NOTUÐ-
UM VÉLUM NÆSTU DAGA.
EIGUM ÁVALLT MIKIÐ ÚRVAL AF NÝJUM OG
NOTUÐUM VÉLUM.
OPIÐ LAUGARDAG KL. 13 - 16
#
Byggdastofnun
Fjarvinnsla
fyrir opinberar stofnanir
Ríkisstjórnln hefur ákveðið að ráðuneyti og stofnanir flytji
gagnaskráningu og ritvinnslu til fjarvinnustofa á lands-
byggðinni eftir því sem tök eru á.
Byggðastofnun hefur verið falin umsjón með framkvæmd
þessa máls. Allmargar ríkisstofnanir hafa sýnt fjarvinnslu
áhuga og fjárveiting hefur fengist til að greiða aukakostnað
vegna flutnings verkefna.
Þeir aðilar á landsbyggðinni, sem hafa áhuga og mögu-
leika til að taka að sér ritvinnslu og/éða gagnaskráningu
fyrir opinberar stofnanir, eru beðnir að senda upplýsingar
um tækjakost, fjölda starfsmanna, menntun og þá þjón-
ustu, sem I boði er, til þróunarsviðs Byggðastofnunar fyrir
25. mars næstkomandi.
Þessum upplýsingum verður dreift til allra rikisstofnana sem
síðan munu semja við hlutaðeigandi milliliðalaust.
Byggðastofnun, þróunarsvið
Rauðarárstíg 25
125 Reykjavík
Sími (91) 605 400, grænt númer 99 66 00,
myndriti (91) 605 499
Afmæli
Kristjana
Stefánsdóttir
Kristjana Stefánsdóttir húsmóðir,
Meðalholti 10, Reykjavík, verður
sjötug á morgun.
Starfsferill
Kristjana fæddist á ísafirði og ólst
upp í Reykjavík en þangað ílutti hún
með foreldrum sínum 1924. Ásamt
húsmóðurstörfum hefur Kristjana
stundað afgreiðslu- og þjónustu-
störf, lengst af á Dvalarheimilinu
Hrafnistu í Reykjavík.
Fjölskylda
Kristjana giftist 27.6.1942 Páli
Júníusi Pálssyni, f. 21.3.1920, raf-
verktaka en þau slitu samvistum.
Foreldrar Páls: Páll Júníusson og
Þórdís Eyjólfsdóttir að Syðra-Seli á
Stokkseyri.
Kristjana og Páll Júníus eiga fjög-
ur börn. Þau eru Júníus, f. 24.11.
1942, tannsmiður í Reykjavík,
kvæntur Guönýju fngibjörgu Ei-
ríksdóttur frá Bakkakoti í Skorradal
og eiga þau fjórar dætur, Kristjönu,
f. 26.5.1963, sem gift er Sigmundi
Halldórssyni frá Klúku í Hjalta-
staðaþinghá en þau eiga tvö börn,
Halldór Berg og Júníu; Guðrúnu, f.
12.8.1965, húsmóður á Shetlandseyj-
um sem er gift Arthur Inkster;
Ágústu, f. 10.11.1972; Rannveigu, f.
7.7.1981.
Grétar, f. 28.3.1945, flugumferðar-
stjóri í Reykjavík, kvæntur Ástu
Sigurðardóttur og eiga þau tvær
dætur, Ingibjörgu Berglind, f. 16.7.
1969, starfsmann á röntgendeild
Borgarspítalans; Heiðrúnu Fríðu, f.
25.5.1972, nema, en sambýlismaður
hennar er Ástvaldur Bjarki Þráins-
sontrésmiður.
Þórdís, f. 9.10.1948, húsmóðir í
Haukadal í Lýtingsstaðahreppi, gift
Erlendi Ragnarssyni trésmíða-
meistara og eiga þau þrjú börn,
Kristínu Björk, f. 13.5.1969, af-
greiðslumann en sambýlismaður
hennar er Gissur Ólafur Kristjáns-
son nemi; Pál Stefán, f. 27.8.1974,
nema; Guðbjörtu, f. 2.12.1981.
Stefanía, f. 14.11.1951, fóstra, gift
Val Sigurðssyni, rafvirkjameistara
í Kísiliðjunni, og eiga þau þrjú börn,
SoffíuHelgu, f. 19.12.1976; Guð-
mund, f. 5.1.1983; Pál Júníus, f. 30.8.
1984.
Systkini Kristjönu eru tvö: Gísli,
fyrrv. borgarstarfsmaður, kvæntur
Sigríði Sigurðardóttur frá Ytri-Hlíð
í Vopnaflrði, en sonur þeirra er Sig-
urður Gísli lögfræðingur og er sam-
býliskona hans Margrét Gunnars-
dóttir nemi; Ragnheiður, var gift
Hannesi Einarssyni stýrimanni en
þau slitu samvistum og erú synir
þeirra Einar nemi og Grétar nemi.
Foreldrar Kristjönu voru Stefán
Janus Björnsson, f. 25.1.1888, um-
sjónarmaður Verkamannabústaða í
Reykjavík og innheimtumaður hjá
Kristjana Stefánsdóttir.
Reykjavíkurborg, ogRagnheiður
Brynjólfsdóttir, f.21.4.1884, húsmóð-
ir.
Ætt
Stefán var sonur Björns Jónsson-
ar og Guðrúnar Loftsdóttur, b. í
Litlu-Ávík, Bjarnasonar, Bjarna-
sonar, af ætt Einars Sigurðssonar,
sálmaskálds í Eydölum.
Ragnheiður var dóttir Brynjólfs,
b. á Klippstöðum, Benjamínssonar
í Langanesi, Björnssonar í Dagverð-
arnesi, Einarssonar á Kjóastöðum,
Högnasonar. Móðir Ragnheiðar var
Margrét Jónsdóttir, b. í Kothrauni
í Helgafellssveit, Jónssonar.
Sigvaldi Guðbjöm
Loftsson
Sigvaldi Guöbjörn Loftsson sjómað-
ur, Stekkjarholti 22, Akranesi, er
sexíugurídag.
Starfsferill
Sigvaldi Guðbjörn fæddist í Vík í
Hafnarhólmi í Kaldrananeshreppi í
Strandasýslu og ólst þar upp í for-
eldrahúsum þar til hann flutti á
Akranes 1952 en þar hefur hann
búið síðan. Hann hefur stundað sjó-
mennsku á Akranesi frá því hann
kom þangað, fyrst á fiskibátum frá
Akranesi en 1970 hóf hann útgerð á
eigin trillu sem hann stundar enn.
Fjölskylda
Sigyaldi Guðbjörn kvæntist 12.10.
1963 Ágústínu Hjörleifsdóttur, f.
18.1.1936, húsmóður, en hún er dótt-
ir Hjörleifs Guðmundssonar og
Guðrúnar Gunnarsdóttur.
Börn Sigvalda Guðbjörns eru Loft-
ur Smári, f. 22.9.1954, verkamaður
á Akranesi; Guðrún, f. 4.1.1961,
verkakona á Akranesi, sambýlis-
maður hennar er Aðalsteirin Haf-
steinsson og eiga þau einn son,
Bjarka Þór, f. 26.7.1982; Helga, f.
14.11.1962, bankastarfsmaður í
Grundarfirði, sambýlismaður
hennar er Guðmundur Friöriksson;
Hilmar, f. 4.3.1966, bankastarfsmað-
ur á Akranesi, og Hildur, f. 28.7.
1971, fiskvinnslumaður á Akranesi.
Sigvaldi átti tólf systkini og eru
fj ögur þeirra á lífi. Þau eru Guö-
brandur, b. í Hveravík í Stranda-
sýslu; Þorvaldur, er stundar sjálf-
stæðan atvinnurekstur á Akranesi;
Loftur, bifvélavirki í Garðabæ, og
Sóley, húsfreyja á Bæ í Kaldrana-
neshreppi.
Foreldrar Sigvalda Guðbjörns
Sigvaldi Guðbjörn Loftsson.
voruLofturTorfason, f. 19.12.1892,
d. 26.7.1965, b. að Vík í Hafnar-
hólmi, og Hildur Gestsdóttir, f. 20.9.
1896, d. 30.6.1984, húsfreyja.
.mars
70 ára
Bjarni Páll Jónsson,
Hrafpagilsstræti 14, Akureyri.
Marta Stefánsdóttir,
Ysta-Koti, Vestur-Landeyjura.
Rósfríður Eiðsdóttir,
Helgamagrastræti 27, Akureyri.
Fjóla Bjarnadóttir,
Grundarvegi 17, Njarðvík.
50 ára
60ára
MaríaHaukdal,
Vesturgöt.u 33A, Reykjavik.
Kristin Einarsdóttir,
Bröttuhlið 3, Akureyri.
Elísabet Svavarsdóttir,
Túngötu 37, Reykjavík.
Sonja Ingibjörg Kristensen,
Sólvallagötu 14, Keflavík.
Albert Guðlaugsson,
Naustabúö 13, Neshreppi.
40ára
Sigurborg Þorvarðardóttir,
Hjallabraut 37, Hafnarfiröi.
Kristín Lilja Sigurðardóttir,
Vesturbergi30, Reykjavlk.
Símon Helgi ívarsson,
Ásholti 2, Mosfellsbæ.
Kristinn K. Guðmundsson,
Þingholtsstræti26, Reykjavík.
Bryndis Hilmarsdóttir,
Breiðvangi 54, Hafnarfirði.
Pétur Reimarsson,
Brekkugötu 34, Akureyri.
Ragnheiður Magnúsdóttir,
Hléskógum 11, Reykjavík.
Helgi Backman,
Langholti, Skaftárhreppi.
Ingólfur Einarsson,
Lyngheiði 5, Hveragerði.
Magnús Ólafsson,
Brekkubæ 12, Reykjavík.