Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. Fréttir Snær Karlsson um launahækkanir til fiskverkafólks í Grundarfirði: Allt fiskverkafólk mun krefjast sömu hækkunar - glórulaust tal, segir Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSI „Sú krafa að allt fiskverkafólk fái 10 prósenta launahækkun strax hlýtur að vera uppi á borðinu hjá verkalýðsfélögum um land allt á næstu dögum. Þaö er engin ástæða að bíða fram til 15. september eftir að samningar verði lausir," segir Snær Karlsson, formaður Samtaka fiskvinnslufólks, eftir að ákveðið var að hækka laun íiskverkafólks hjá útgerðarfélaginu Guðmundi Runólfssyni og fiskvinnslufyrir- tækinu Sæfangi hf. í Grundarfirði. „Það er ekki eðlilegt að sá bati, sem orðið hefur í fiskvinnslunni að undanfornu, fari eingöngu til sjómanna. Vinnslunni er ekki stætt á öðru en umbuna starfsfólki sínu einnig. Nú er búið að láta undan á einum stað og þá hlýtur skriðaa að fara af stað. Verkalýðshreyfing- in hefur ekki beitt sér mjög fyrir þessum málum að undanfömu því við höfum viljað virða þjóöarsátt- ina. Nú er hins vegar augljóst aö það er hægt að gera betur. Það er því ekki nauðsynlegt að bíða fram á haustið,“ sagði Snær. „Vinnuveitendasambandið ber ekki ábyrgð á einstökum meðlim- um í sambandinu. Hlutverk þess með kjarasamningum er að skapa ramma utan um efnahagslífið," segir Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasam- bandsins, um Grundaíjarðarhækk- unina. „Hlutaskiptakerfið í frystihúsun- um er byggt á 30 ára vinnurann- sóknum og mér er til efs aö þeir í Grundarfirði séu þess umkomnir að leiðrétta nokkuð í því sam- bandi. Hér er því um beina hækkun að ræða en ekki leiðréttingu á hóp- launakerfmu. Samningar eru í gildi til 15. sept- ember. Við höfum staðið við öll okkar fyrirheit og munum gera það í framtíðinni. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina að laun alis fisk- vinnslufólks verði hækkuö um 10 prósent. Það er glórulaust tal. Fisk- vinnslan er yfirskuldug og henni ber að greiða upp skuldir. Ábyrgð manna í sjávarútvegi er mikil og enginn aðili getur vænst að gripið verði til sértækra aögerða til þess að bjarga einstökum fyrir- tækjum eða einstökum byggðarlög- um sem fariö hafa sér að voða með óábyrgum hækkunum á tilkostn- aði. Menn eru því sinnar eigin gæfu smiðir og verða að vera ábyrgir gerða sinna,“ segir Einar Oddur. -J.Mar Það vantaði nokkuð á að allt fiskvinnslufólk legði niður vinnu í gær eins og þessi mynd ber með sér. Nú er boðað framhald á mótmæium þess á of háum sköttum. DV-mynd BG Verkfall fiskvinnslufólks: Látum ekki hér við sitja - segir Anna Þorleifsdottir „Við ætlum ekki að láta hér við sitja. Það getur vel veriö að við hvetj- um til vinnustöðvunar aftur rétt fyr- ir kosningar eða í september þegar samningar verða lausir á nýjan leik,“ segir Anna Þorleifsdóttir, fiskverk- unarkona á Hellissandi. Hún var ein þriggja kvenna sem áttu hugmynd- ina að vinnustöðvunm fiskvinnslu- fólks í gær. „Ég er ánægð með þátttökuna í verkfallinu þó hún hefði mátt vera meiri á Vestíjörðum. Ég tel að þetta hafi heppnast vel og vakið mun meiri athygli á kröfum fiskvinnslufólks um hækkun skattleysismarka en ef við hefðum safnað undirskriftum undir áskorun til stjórnvalda um leiðréttíngu á okkar málum." Þúsundir manna í frystihúsum um allt land tóku þátt í verkfallinu að undanskildum Vestfjörðum, þar var þátttakan minnst. Vinna lagðist þó niður á ísafiröi og í Bolungarvík. Á Patreksfirði, Flateyri, Suöureyri, Þingeyri og í Bíldudal var unnið og sömu sögu var að segja á Húsavík, Raufarhöfn, Vopnafirði, Grindavík og hjá Granda í Reykjavík. Annars staðar á landinu má segja að fiskvinnsla hafi legið niöri. -J.Mar Skrifstofa viðskiptalifsins: Ný lög vetta KRON aðgang að séreignasjóðum SÍS Stefán Guðjónsson, viðskiptafræð- ingur hjá Skrifstofu viðskiptalífsins, segir að skýringin á því að félags- menn í Félagi íslenskra stórkaup- manna, sem eigi inni kröfur á KRON og vilja ekki nauðasamninga viö KRON, byggi afstööu sína á nýjum lögum frá Alþingi sem veiti kaup- félögum aðgang að séreignasjóöum Sambandsins. „Marteinn Friðriksson ofgerir í umsögn sinni í DV í gær. Við þrýst- um ekkert á afstöðu gegn nauða- samningum. Nokkrir félagsmenn, sem eiga kröfur á KRON, höfðu sam- band við okkur og óskuðu eftir fundi um nauðasamningana. Þaö voru skiptar skoðanir um þá en flestir fé- lagsmanna voru andsnúri^r nauða- samningum." Stefán segir ennfremur að þessi afstaða.háfi fyrst og fremst-byggst á því að félagsmenn höföu um það vitneskju að Alþingi myndi sam- þykkja frumvarp um breytingar á lögum um samvinnufélög þar sem tekinn væri af aUur vafi um að sér- eignasjóðir kaupfélaga í Sambandinu tilheyri kaupfélögunum en á þetta mál reyndi vegna gjaldþrots Kaup- félags Svalbarðseyrar. „Varla er hægt að ætlast til að þeir félagsmenn, sem eiga inni kröfur á KRON, samþykki nauðasamninga sem ganga út á aö þeir fái aðeins 25 prósent af skuldum sínum greiddar ef eftir samningana koma inn veru- legar upphæðir vegna innstæðu í séreignasjóöum Sambandsins. Jafn- framt er ráð fyrir því gert í hinum nýju lögum að hlutafélög geti keypt tap kaupfélaga og því veltu félags- menn því fyrir sér hvort tap KRON yrði ekki selt eftir nauöasamning- ana.“ -JGH Kjaradeila flugmanna og Flugleiða: Netta enn að ræða við samninganefnd Flugleiða - sáttasemjari hefur boðað til samningafundar í dag Hvorki gengur né rekur í kjara- deilu þeirri sem flugmenn eiga í við Flugleiðif. Flugmenn neita enn að ræða við samninganefnd Flugleiða þar sem aðilar VSI eru í henni. Guð- laugur Þorvaldsson ríkissáttasemj- ari hefur boðaö samningafund í dag en hann segist ekki hafa neina lausn á þessum hnút. „Ég bara boða til fundar og það verður að sjá til hvernig spilast úr því. En aðilar ráða því algerlega hvemig þeirra samninganefndir eru samansettar, ég get engin áhrif haft á þaö,“ segir Guðlaugur. Þorgeir Haraldsson, sem sæti á í samninganefnd ílugmanna, segir að þeir hafi í engu breytt afstööu sinni og muni ekki tala við nefnd Flugleiða meðan aðilar VSÍ sitji í henni. „Við sjáum til hvað gerist í dag en það er ekki von á neinni breytingu frá okkur. Við eram tilbúnir til að tala við þá hjá Flugleiðum hvar sem er og hvenær sem er, en ekki meðan aöilar VSÍ eru í viðræðunefndinni," segir Þorgeir. Hrafnhildur Stefánsdóttir, lög- fræðingur hjá VSÍ, á sæti í samninga- nefnd Flugleiða. Hún segir að samn- inganefndin sé löglega skipuö. „Við ráðum því auðvitað hvernig nefndin er skipuð og hlutumst ekki til um það hverjir eru í þeirra samn- inganefnd,“ segir Hrafnhildur. Einar Sigurösson, upplýsingafull- trúi Flugleiða, segir að engar þær forsendur hafi breyst sem geíi tilefni til að afstaða félagsins breytist. „Það er mjög ljós staða í þessu. Það sem hefur staðið til boða er „þjóðar- sáttin" og það er ekkert sem knýr menn til að ganga neitt lengra. Hvað varðar samninganefnd Flugleiða, þá hefur hún fullt umboð félagsins og hefur alla þá þekkingu sem til þarf,“ segir Einar. -ns Þjóðleikhúsið: Hátíðardagskrá í tilefni opnunar Þjóðleikhúsið verður tekið í notk- un að nýju eftir breytingar og lagfær- ingar í kvöld með viðamikilli hátíð- ardagskrá sem útvarpað og sjón- varpað verður beint. Hátíðin hefst með því að Lúðra- sveit Reykjavíkur tekur á móti gest- um. Þegar inn er komið mun Þjóð- leikhúskórinn syngja í Kristalsal undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur. Dag- skráin á stóra sviðinu hefst með því aö Róbert Arnfinnsson les „Öll ver- öldin er leiksvið“ eftir William Sha- kespeare í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar, síðan kemur hver dagskrár- liöurinn á eftir öðrum, Svavar Gests- son menntamálaráöherra flytur ávarp, Kristján Jóhannsson syngur við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar, Árni Johnsen, formaður bygg- ingarnefndar, ílytur ávarp, Herdís Þorvaldsdóttir les ljóö Guömundar Böðvarssonar, „í gær“ og hátíðar- dagskránni lýkur svo með ávarpi Gísla Alfreðssonar þjóðleikhús- stjóra. Þegar hátíðardagskránni lýk- urhefstsýningáPétriGaut. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.