Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022- FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð i lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Tveir milljarðar á dag Alþingismenn eru sem betur fer hættir störfum og farnir heim í héraö til kosningabaráttu. Undir lokin kostaði þingið um það bil tvo milljarða á dag. Töfm á þingslitum fram yfir helgi hækkaði til dæmis niðurstöð- ur lánsQárlaga úr 15 milljörðum í 25 milljarða. Síðustu dagar alþingis einkenndust af stjórnlausum kosningatitringi. Ef það hefði fengið að starfa fram eftir þessari viku, hefðu fleiri óskhyggjumál náð fram að ganga á lokasprettinum, því að alþingismenn mega ekk- ert aumt sjá, einkum þegar kosningar eru í aðsigi. Lánsíj árlagafrumvarpið hóf göngu sína í desember og nam þá 12 milljörðum. Um miðjan marz byrjaði það að tútna út. Fimmtudaginn 14. marz var það komið yfir 15 milljarða. Mánudaginn 18. marz náði það 21 milljarði og kvöldið eftir náðist 25 milljarða niðurstaða. Lánsíjárlagafrumvarpið segir allt, sem segja þarf um afdrif þjóðarsáttarinnar, sem ríkisstjórnin hefur lengi gumað af. Þessi sátt er núna búin að vera, því að kosn- ingaskjálftinn hefur sett af stað verðbólguhjól, sem ný ríkisstjórn verður að glíma við eftir kosningar. Umsvif ríkisins á lánamarkaði munu stóraukast í kjölfar lánsíjárlaganna nýju. Áður var talið, að ríkið mundi þurfa 60% af öllum sparnaði í landinu. Nú er ljóst, að hlutfallið verður enn hærra. Það verður því minna til skiptanna fyrir aðra, sem telja sig þurfa lán. Til að ná markmiðum lánsfjárlaga þarf komandi rík- isstjórn að bjóða góða kosti á lánamarkaði, það er að segja háa vexti. Þetta er í samræmi við almenn lögmál um framboð og eftirspurn, enda hafa bæði Þjóðhags- stofnun og Seðlabanki varað við þessari atburðarás. Að svo miklu leyti sem ríkið tekur lánsfé sitt á erlend- um markaði eykst peningamagn á innlendum markaði. Sú þensla eykur verðbólguna eins og aukin eftirspurn innlends íjármagns. í báðum tilvikum er óhjákvæmi- legt, að verðbólgu- og vaxtaskriða renni af stað. Næstu daga munu hagfræðingar leika sér að spám um þessa framvindu. Niðurstöður þeirra verða að ein- hverju leyti misjafnar, én grunntónninn verður þó hinn sami. Þeir verða sammála um, að lánsfjárlögin rjúfi við- kvæmt jafnvægi þjóðarsáttarinnar um litla verðbólgu. Þetta örlagaríka hrun þjóðarsáttar á lokadögum Al- þingis er fyrst og fremst mál ríkisstjórnarinnar og stuðn- ingsflokka hennar á þingi. Ríkisstjórnin skilur við með engin þau tromp.á hendinni, sem hún hefur státað mest af á stuttum og fremur glæfralegum ferli. Undir öðrum og heilbrigðari kringumstæðum hefðu aðstandendur ríkisstjórnar getað mætt kjósendum og sagt: „Þótt margt hafi illa gengið, tókst okkur þó að halda verðbólgunni í skefjum.“ Ljóst er orðið, að þetta munu þeir ekki geta sagt, nema vera vísvitandi að ljúga. Þeirri spurningu er svo ósvarað, hvort það svari kostnaði að reyna að kaupa sér frið hjá kjósendum með kosningabruðli á borð við hin nýju lánsfjárlög, þegar margir kjósendur munu jafnframt átta sig á, að kosning- avíxillinn setur punktinn aftan við skeið þjóðarsáttar. Á þessu stigi er ekki auðvelt að spá, hvort verði þyngra á metunum hjá fleiri kjósendum, gleði þeirra yfir hlutdeild sinni í dreifmgu herfangs lánsfjárlaga, eða reiði þeirra yfir ábyrgðarlausu brotthlaupi ríkisstjórn- arinnar frá eina afrekinu, sem hún gat státað af. Hins vegar er strax hægt að fagna því, að þingmenn gera ekki meira ógagn á þessu kjörtímabih og að dagar núverandi ríkisstjórnar eru loksins, loksins taldir. Jónas Kristjánsson „Ettir 6 vikna verkfall náðist niðurstaða sem fjármálaráðherra kallaði „tímamótasamninga““. Ríkisstjórnin gegn ríkisstarfsmönnum: Bæjarþingsmálið Nýlega var kveðinn upp dómur í bæjarþingi Reykjavíkur í svo- nefndu BHMR-máli. Ríkisstjórn- inni var stefnt til greiðslu á 4,5% launahækkun sem hún tók af fé- lagsmönnum BHMR með bráða- birgðalögum. Fyrir setningu bráðabirgðalaganna staðfesti Fé- lagsdómur rétt félagsmanna til þessarar launahækkunar. Félags- menn BHMR fengu því hækkunina frá 1. júlí til 31. ágúst, er launin voru lækkuð með bráðabirgðalög- um. Undirréttur sýknaði fjármála- ráðherra í þessu máli. Þessi niöurstaða undirréttar gef- ur tilefni til að rifja upp framkomu ríkisstjórnarinnar gagnvart ríkis- starfsmönnum. Tímamótasamningur 1989 Kjarasamningar flestra BHMR- félaga runnu út 31. desember 1988. Fjármálaráðherra var ekki tilbú- inn að ræða gerð nýrra kjarasamn-' inga á árinu 1988 og raunar liðu margar- vikur af árinu 1989 áöur en hann hafði skipað samninga- nefnd ríkisins. í viðræðum um nýja kjarasamninga var fiármálaráð- herra ekki tilbúinn að fallast á neinar kröfur félaganna um leið- réttingu á kjörum háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna. Tilboö hans voru öll á sama veg: kjarasamning- ur um engar kjarabætur. Stór hluti félagsmanna BHMR ákvað að boða til verkfalla til að knýja á um réttmæta kjarajöfnun milli ríkisstarfsmanna og háskóla- manna á almennum markaði. Eftir sex vikna verkfall náðist niöur- staöa sem fjármálaráðherra kallaði „tímamótasamninga". Lausnin fólst í því að fjármálaráðherra lof- aöi félagsmönnum BHMR sömu kjörum og háskólamenn njóta á almennum markaði enda fengi hann til þess 5 ára aðlögunartíma. Vanefndir fjármálaráðherra Skv. 1. grein samninganna átti að endurskoða launakerfi félags- manna BHMR. Fjármálaráðherra hefur hafnað öllum viöræðum um endurskoðun launakerfisins og ljóst er að hann ætlar sér ekki að efna þetta ákvæði. Skv. 4. grein samninganna átti nefnd að búa til kerfi til að meta faglega, stjórnunarlega og fjár- málalega ábyrgð. Fulltrúar fjár- málaráðherra hafa skilað „lokaá- liti“ sem felur ekki í sér ábyrgðar- matskerfi. Þessi samningsgrein er því einnig vanefnd. Skv. 5. grein samninganna áttu félagsmenn BHMR að fá 4,5% KjaJlarinn Birgir Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóri BHMR launahækkun 1. júlí 1990 ef kjara- samanburði (skv. 2. grein) yrði ekki lokið. Þetta ætlaði rikisstjórnin aö svíkja strax 1. júlí og greiddi ekki umsamda hækkun. Þá staöfesti Félagsdómur að fjármálaráðherra bæri að greiða hækkunina. Ríkis- stjórnin beitti þá bráðabirgðalög- gjafarvaldi til aö svíkja félagsmenn BHMR. Voru laun félagsmanna BHMR lækkuð 1. september. Það er einsdæmi á íslandi að laun til- tekins hóps launamanna séu lækk- uö með lögum. í 5. grein var lykilákvæði samn- inganna sem sagði að fjármálaráð- herra bæri að leiðrétta laun BHMR-manna í 3-5 áfóngum uns sá kjaramunur, sem kjarasaman- burður sýndi, væri horflnn. í 4. grein bráðabirgðalaganna er þetta ákvæði um launaleiðréttingu num- ið úr gildi. Ríkisstjórnin hefur þannig fellt úr gildi meginatriði kjarasamninganna þegar kom að því að efna þá. Skv. 15. grein samninganna, sem gerðir voru til ársloka 1994, átti að tryggja félagsmönnum BHMR hliö- stæða almenna þróun og aðrir fengju ella heföu leiðréttingarnar eyðst strax upp í verðbólgu. Ríkis- stjórnin hefur einnig numið þetta ákvæði úr gildi með bráðabirgða- lögum. Fjármálaráðherra hét félags- mönnum BHMR að bæta ýmis önn- ur kjaraatriði. Þar var lausráðnum lofað fastráðningum eftir 2ja ára starf hjá ríkinu. Enn hefur þessi bókun ekki verið efnd að fullu. Ráðherra lofaði endurskoðun á réttindum lausráðinna að undan- gengnu samráði við hlutaðeigandi heildarsamtök. Enn h.efur enginn árangur orðið í þeim viðræðum þrátt fyrir fjölda funda. Þá lofaði fjármálaráðherra end- urbótum á lögum um samnings- rétt. Þess í stað gekkst hann fyrir lagabreytingum gegn vilja BHMR. Síðan setti hann bráðabirgðalög sem í reynd hafa afnumið samn- ingsrétt aðildarfélaga BHMR. Full- komin svik! Fleiri dæmi: um vanefndir má nefna en hér er látið staðar numið. Lærum af reynslunni í viötali við blaðamann DV segir fjármálaráðherra um dóm bæjar- þings: „Á þessari stpndu er hins vegar mikilvægast að draga lær- dóm af reynslu þessa tíma og átta sig á að lífið heldur áfram." Ég er þessu sammála. Félagsmenn BHMR og raunar allir launamenn vita nú að ekki er hægt aö treysta kjarasamningi sem gerður er við þennan fjármálaráðherra. Hann og félagar hans í rikisstjórninni hafa svikið fleira en okkur óraði fyrir að þeir gætu svikið. Nú liggur fyrir að undirréttur treystir sér ekki til að dæma fjár- málaráðherra og félaga hans fyrir að greiða ekki 4,5% launahækkun- ina eftir 1. september sl. Vanefnd þeirra á samningnum og siðferðis- brestur blasir þó við. Ég skora því á launamenn að sýkna ekki þessa misvitru stjórnmálamenn í kom- andi alþingiskosningum. Þjóðin verður að eiga fulltrúa í Stjórnar- ráði ÍSlands og á Alþingi sem hægt er að treysta. Birgir Björn Sigurjónsson „Fjármálaráðherra var ekki tilbúinn að ræða gerð nýrra kjarasamninga á árinu 1988, og raunar liðu margar vikur af árinu 1989 áður en hann hafði skipað samninganefnd ríkisins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.