Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. 39 Fréttir Ættfræðideild DV hefur bráðum starfað í Qögur ár: Skrif að um f imm þúsund manns Kjartan Gunnar Kjartansson að störfum í ættfræðideild DV. „Við höfum skrifað um 5 þúsund íslenska einstaklinga frá því ætt- fræðisíðum DV var hleypt af stokk- unum. Þá eru ekki meðtaldar mjög stuttar greinar, eða endurbirtar greinar um fólk,“ segir Kjartan Gunnar Kjartansson sem hefur um- sjón með og hefur skipulagt ætt- fræðideild DV. Hann hefur, ásamt Sigurgeiri Þorgrímssyni ættfræð- ingi, borið hitann og þungann af starfi ættfræðideildarinnar frá upp- hafi. Fyrsta ættfræðisíðan í DV birtist 20. júní 1987. Frá þeim degi hefur einni síðu verið varið í ættfræði- og persónuskrif fimm daga vikunnar. Um helgar hafa ættfræðisíðurnar verið tvær þannig að sjö ættfræðisíð- ur koma út í viku liverri árið um kring. Ættfræðideildin skrifar um ís- lenska einstaklinga, störf þeirra, fjöl- skyldur, ættir og frændgarð. Tilefni skrifanna er þrenns konar: Stór- afmæli, andlát eða að viðkomandi einstaklingur hafi af einhverjum ástæöum komist í sviðsljós fjölmiðl- anna. Auk þess sinnir ættfræðideildin öðrum almennum ættfræðilegum skrifum í DV og þá einkum í helgar- blað. Af slíkum greinum hafa skrif um ættir frú Vigdísar Finnbogadótt- ur, forseta íslands, þar sem þær hafa verið tengdar ættum konunga og drottninga á myndrænan hátt, vakið sérstaka athygli. Afmælisgreinar birtast með eða án ættgreiningar. Fertugir einstakling- ar eru þeir yngstu sem skrifað er um. Þá er skrifað vegna fimmtugsaf- mæla, sextugsafmæla og sjötugsaf- mæla og miðað við fimm ára tíma- mót eftir það, 75, 80, 85 og svo fram- vegis. Auk greinanna er birtur listi yfir aðra þá einstaklinga sem eiga afmæli þann daginn. 1500 bréf á mánuði Þeir sem eiga stórafmæli í vændum fá bréf frá ættfræðideild DV þar sem kannað er hvort viðkomandi hafi nokkuð á móti því að sagt verði frá afmælinu þegar þar að kemur. Þeir sem ekki v'ilja láta afmælis síns getið tilkynna það umsjónarmönnum deildarinnar og koma þannig í veg fyrir nokkur skrif um afmæli sitt í DV. Bréfinu fylgir eyðublaö fyrir upp- lýsingar um fjölskylduhagi, starfs- feril, ættir og frændgarð. Sá sem vill að afmælisgrein um sig birtist á ætt- fræðisíðum DV skilar eyðublaðinu til ættfræðideildarinnar ásamt ný- legri mynd. Sendir deildin 1200-1500 bréf um allt land í hverjum mánuði. Heimildir ættfræðideilarinnar eru af fernum toga. í fyrsta lagi eru listar yfir þá íslendinga sem eiga stóraf- mæli hverju sinni. Listinn eru unn- inn fyrir deildina af Skýrsluvélum ríkisins með leyfi hagstofustjóra og tölvunefndár. í ööru lagi eru andláts- Ustar frá Skýrsluvélum þar sem greint er frá andlátum síðastliðinn mánuð. Fylgst er með andlátstil- kynningum um einstaklinga sem ella hefðu átt stórafmæli í mánuðinum. Loks er ættfræðideildin í beinu tölvusambandi viö sívinnslukerfi þjóðskrárinnar. Þá er ónefnt glæis- legt ættfræðibókasafn sem deildin hefur yfir að ráða. Hvunndagshetjurnar Ættfræðisíðan er ein mest lesna síða blaðsins og hefur veriö það frá upphafi. Kjartan Gunnar segir að áhugi á ættfræði sé orðinn mjög al- mennur, ekki síst meðal yngra fólks og fólks á miðjum aldri. Megi þakka ættfræðisíðunni þennan aukna áhuga auk blómlegrar útgáfu ætt- fræðirita, námskeiðahalds og auk- innar tölvueignar. „Flestir taka skrifum okkar vel. Við höfum skrifað mikiö um elstu afmælisbörnin. Oft eigum við frum- kvæði af að hafa samband viö þessa einstaklinga og eigum við þá stór- skemmtileg samtöl. Fjöldi þessara einstaklinga er fæddur um og eftir aldamót, hefur lifað búferlaflutning- anna úr sveitunum og kreppuna og unnið erfiðisvinnu á löngum starfs- ferli. Þessir einstaklingar hafa frá allt öðrum heimi að segja en þeim sem við lifum og hrærumst í nú til dags. Með því að skrifa um gamla fólkið og lífskjör þess hefur DV brot- ist út úr þeim fjölmiölaklafa sem snýst eingöngu um örfáar þekktar persónur, skoðanir þeirra og lífsstíl. Við gleymum ekki hvunndagshetj- unum,“ segir Kjartan Gunnar. -hlh Fjölmiðlar Hvers vegna ekki fyrr? Þátturinn á Stöð 2 í gærkvöldi um forstjóra alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, J. Edgar Hoover, kom nokkuð á óvart. Kannski var ' það af þeim sökum að undirritaður hafði ekki kynnt sér innihald þátt- arins fyrirfram í öllu upplýsinga- flóðinu. Þarna var flett ofan af manninum sem hefur setiö við völd stóran hluta tuttugustu aldarinnar. Flestir, þar á meðal Qölmargir forsetar Banda- rfkjanna, haj'a óttast úpplýsingaöfl- un og njósnir FBI og kúganir yfir- manns þess. Enginn þorði að ýta við Hoover þar sem karlinn og menn hans söfnuöu upplýsingum í leyni- skjöl um fólk sem eitthvað skipti máli - leikara og embættismenn, alla. Ekkert slapp, ekki einu sinni þegar makinn var kysstur góðánótt á kvöldin. Ef einhver var með múð- ur var honum hótað og gripið til aðgerða. Hoover sveifst einskis við að eyða almannafé i þágu valds síns. Af þessu leiddi að hann réö svo miklu að FBI tókst aö hafa áhrif á það hveijir léku í hvaða kvikmy nd- um og hvað sagt var í þeim. Þetta hafa Bandaríkjamenn látið viðgang- ast meirihluta þessarar aldar. Siðgæðisvörðurinn Hoover safn- aði meðal annars upplýsingum um einkalif leikarans Rocks Hudson. En miðað við rannsóknir og niður- stööur rannsóknarblaðamanna var Hoover karlinn sjálfur samkyn- hneigður og lét ástmann sinn um tíma gegna stöðu næstæðsta manns FBI. Þegar endalokin urðu voru þeir svo jarðaðir í sama grafreitnum, blessaðir. J. Edgar Hoover dó árið 1972. Tveir áratugir eru liðnir frá þvi að karlinn fór undir græna torfu. Það er í raun merkilegt að leyniskjölin og upplýsingarnar, sem komu fram í þættinum í gær, skuli ekki hafa komið fyrr fram á sjónarsviðiö. Sennilega hafa valdamenn, sem lifðu Hoover, veriö eitthvað smeyk- ir. Það má því búast við að næsti þáttur í sama dúr fjalli um ástæður þess aö leyniupplýsingarnar komu ekki fyrr fyrir sjónir almennings. Óttar Sveinsson AUGLYSENPUR. ATHUGIÐ SÍÐASTA BLAD FYRIR PÁSKA kemur út miðvikudaginn 27. mars nk. Stærri auglýsingar í það blað þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 25. mars, fyrir kl. 17. Auglýsingar - Þverholti 11 Sími 27022 - fax 27079 Veður Norðan- og norðvestanátt, allhvasst eða hvasst um landið austanvert en gola eða kaldi vestan til. FfK ; að lægja norðanlands og austan með kvöldinu. Snjo^~' koma og siðar éljagangur verður á Norðausturlandi og Austurlandi en skýjað með köflum sunnanlands og vestan. Hiti 1 til 4 stig að deginum suðvestan- lands en annars vægt frost. Akureyri Egilsstaðir Kefla vikurflug vollur Kirkjubæjarklaustur Raufarhöfn Reykjavik Vestmannaeyjar Algarve Alicante Amsterdam Berlín Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madrid Montreal Nuuk Paris Róm Valencia Vin Winnipeg snjókoma -2 úrk. í grennd -2 léttskýjað -1 skýjað 0 skafrenning- -2 ur léttskýjað -1 léttskýjað 0 heiðskírt 12 léttskýjað 9 léttskýjað 9 rigning 10 þokumóða 9 skýjað 13 skýjað 5 rigning 13 skýjað 9 skýjað 11 skúr 11 skýjað 9 heiðskírt -6 snjókoma -2 rigning 12 þoka 8 þokumóða 10 skúrás.klst. 9 léttskýjaö 0 Fiskmarkaðimir Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Þann 20. mars seldust alls 105.347,26 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Lúða 0,010 460,00 460,00 460,00 Uísi (Osl) 0,023 32,00 32,00 32,00 Þorskur(ósl) 5,019 103,76 98,00 106,00 Ýsa (ósl.) 0,216 94,49 90,00 100,00 Steinbitur 0,161 32,26 30,00 33,00 Koli 0,151 55,00 55,00 55,00 Ýsa 9,257 124.08 90,00 160,00 Þorskur 57,144 88.27 85,00 98,00 Keila 2,945 35,33 34,00 36,00 Ufsi 2,390 39,40 25,00 49,00 Karfi 25,617 35,93 35.00 36,00 Hrogn . 2,414 182,28 40,00 240,00 Faxamarkaður Þann 20. mars seldust alls 70.527,54 tonn Blandað 0,209 48.00 48,00 48.00 Gellur 0.027 295,00 295,00 295,00 Hrogn 0,299 40,54 25.00 195,00 Karfi 12,401 39,29 37.00 41,00 Keila 0.921 34,97 26,00 36,00 Langa 0,430 63,00 63,00 63,00 Lúða 0,298 395,49 355,00 425,00 Rauðmagi 0.718 80,32 75.00 95,00 Skata 0,373 123,00 120.00 125,00 Skarkoli 1,355 60,70 51,00 66,00 Skötuselur 0,019 520,00 520,00 520,00 Steinbitur 15,610 38,29 35,00 40,00 Þorskur 7,667 87,49 74,00 90,00 Þorskursmár 2,182 85,00 85,00 85,00 Þorskur(ósL) 18.583 89,27 70,00 113,00 Ufsi 3,275 44,18 30,00 48,00 Undirmálsf. 1,118 75,01 22,00 77,00 Ýsa, sl. 4,290 114,01 79.00 144,00 Ýsuflök 0,077 280,00 280,00 280,00 Ýsa (ósl.) 0,674 97,37 97,00 101,00 Fiskmarkaður Suðurnesja Þann 20 mars seldust alls 168.254,50 tonn. Ýsa (ósl.) 2,106 115,35 74,00 120,00 Ýsa (sl.) 2,049 86,27 78,00 111,00 Þorskur (ósl.) 0,900 62,56 62,00 63.00 , Þorskur(ósL) 58,014 95,12 50,00 114,00 Þorskur(sl) 1,969 83,47 62,00 91,00 Skarkoli 0,300 59,00 59,00 59.00 Loðna 42,083 9,46 9,00 10,00 Blálanga 0,069 44,00 44,00 44,00 Hlýri/steinb. 0,091 33,00 33,00 33,00 Skötuselur 0,484 140,00 140,00 140,00 Lúða 0,091 461,92 395,00 530,00 Blandað 0,444 10,00 10,00 10,00 Skata 0,107 82,97 50,00 86,00 Ufsi 32,342 40,30 30,00 52,00 Karfi 12,737 34,47 30,00 36,00 Steinbitur 9,983 35,03 25,00 37,00 Langa 1,511 47,55 20,00 53,00 Keila 2,974 24,15 15,00 30,00 Gengið Gengisskráning nr. 56. - 21 . mars1991 kl.9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 58,490 58,650 55.520 Pund 104,916 105,203 106,571 Kan. dollar 50,534 50,672 48,234 Dönsk kr. 9.3248 9,3503 9,5174 Norsk kr. 9,1641 9,1892 9,3515 Sænsk kr. 9,7940 9,8208 9,8370 Fi. mark 15,0379 15,0791 15,1301 Fra. franki 10,5117 10,5405 10,7399 Belg. franki 1,7356 1,7404 1,7744 Sviss. franki 41,4089 41,5221 42,2205 Holl. gyllini 31.7320 31.8188 32,4394 Þýskt mark 35,7518 35,8496 36,5636 it. líra 0,04808 0,04821 0.04887 Aust. sch. 5,0828 5,0967 5,1900 Port. escudo 0,4099 0,4110 0,4181 Spá. peseti 0,5756 0,5772 0,5860 Jap. yen 0,42338 0,42454 0,41948 Irskt pund 95,324 95,585 97,465 SDR 80,0430 80,2619 78,9050 ECU 73,4868 73,6879 75,2435 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI ■ 653900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.