Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. Sameinað launafólk v Undanfarið hefur Gunnar Gunn- arsson, starfsmaður sjúkraliðafé- lagsins, sem titlar sig þó sem fyrr- verandi framkvæmdastjóra Starfs- mannafélags ríkisstofnana, séð sig knúinn til að hælbítast við mig í greinum í Dagblaðinu. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga fyrir málefnum sjúkraliða sem eðlilegt er og talið mig hafa unnið fyrir Sjúkraliðafélag íslands af bestu vitund. Þótt stundum þyki hægt ganga í málum sjúkraliða hefur þó margt áunnist. Til dæmis hefur námið lengst mikið frá því sem það var þegar ég kom í stjórn félagsins 1974 og miklu meiri kröf- ur gerðar til menntunar og ábyrgð- ar en þá. Það efast enginn lengur um það að sjúkraliðar eru stétt sem er komin til að vera í hjúkrun. Það er mikilvægt að við sjúkralið- ar stöndum sem ein heild út á við, þrátt fyrir misjafnar skoðanir á einstökum málum, og forðumst að láta utanfélagsmenn sundra okkur. Ég tel eðlilegast að sjúkraliðar ræði sérmál sín á innanfélagsvettvangi, á fundum í félaginu og með greina- skrifum í fagblöðum og mun því ekki elta ólar við einstök atriöi í greinum Gunnars. Einungis námskeið Fyrst skal þó vikið að því að árið 1983 átti ég sæti í nefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins sem gera átti tillögur um menntun sjúkra- liða, í framhaldi af kjarasamning- um. Það sem aðallega varð til aö ekkert vannst í þeirri nefnd var það að þeir sem störfuðu á vegum ráðu- neytisins vildu að við sjúkraliðar afsöluðum okkur réttindum til árs náms, þrátt fyrir það aö um slíkt nám hefði verið samið árið áður. Þannig fór mikill tími í gagnslítið þref vegna þess að ríkið ætlaði sér ekki að standa við sinn hlut. Enn þann dag í dag hefur þetta ársnám ekki náðst fram þrátt fyrir góðan vilja margra sjúkraliða, sem hafa unnið að málefnum félagsins, og síendurteknar bókanir um þetta nám við kjarasamninga við ríkið. Sjúkraliðar hafa einungis fengið þrjú þriggja mánaða námskeið í sérhæfðri hjúkrun þótt í reglugerð hafi verið ákvæði um þau og sjúkraliðar taiið að halda ætti slík námskeið með ákveðnu millibili. Kannski ættum við sjúkraliöar að velta því upp hvað veldur því að Kjallarinn Sigríður Kristinsdóttir sjúkraiiði, formaður SFR okkur hefur ekki gengið nógu vel í menntunarmálum. Það er skoðun mín að það orsakist að verulegu leyti af því hvar við erum stödd í valdapýramídanum innan heil- brigðiskerfisins. Þar höfum við virkilegt verk að vinna. Kvennastéttir hafa almennt átt undir högg að sækja í menntunar- málum sínum þótt flestar þessara stétta hafi lagt síaukna áherslu á menntunarmál sín, m.a. í sam- bandi við kjarasamninga. Það hef- ur þó sýnt sig að þrátt fyrir aukna menntun og ábyrgð eru konur launalega lítið betur settar. Ljósmæður höfðu t.d. tveggja ára nám en þurfa nú að ljúka fjögurra ára háskólanámi í hjúkrun áöur en viðkomandi fer í ljósmóðurnámið en samt hafa litlar breytingar orðið í launamálum þessarar stéttar. Þrátt fyrir síauknar kröfur til menntunar fóstra hafa laun þeirra litið hækkaö. Þroskaþjálfar voru áður þjálfaöir á Kópavogshæli en hafa nú þriggja ára nám í sérskóla en launin hafa ekki hækkað að sama skapi. Fjölmargt launafólk hefur einnig farið á margs konar tölvunámskeið til að standa sig betur í vinnunni enda atvinnurek- endur gert kröfur um slíkt. Það vill þó oft frestast aö það sé bætt í launum. Atvinnurekendur eru þannig sífellt aö gera kröfur um hæfara og betur menntað starfsfólk og aukna ábyrgð þess en vilja hins vegar ekki greiða fólki laun sem það getur lifað af. Menntunarmál viðfangsefni launamanna Mörg dæmi má nefna um að mikl- ar kröfur séu gerðar um hæfni þeirra sem vinna eiga verkin. T.d. má taka meðferðarfulltrúa sem annast fatlaða og geðsjúka og vinna sem meðferðaraðilar inni á deild- um ýmissa stofnana en fá litla sem enga þjálfun. Þótt þeir séu nefndir hér sérstaklega á þetta líka við í ótal mörgum öðrum störfum. Menntunarmál hljóta í framtíð- inni að verða enn frekar viðfangs- efni samtaka launamanna en verið hefur og á því sviði hafa fagfélög unnið mikilvægt starf. Menntun er einstaklingnum nauðsynleg og öllum til góðs. Hún veitir fólki lífsfyllingu og gerir þaö hæfara til að fást við sífellt fjöl- breyttari viöfangsefni í starfi. Það segir sig sjálft að samfélagið nýtur góðs af því að þegnarnir séu vel menntaðir. Á íslandi eru laun allt of lág og langur vinnudagur mein í þjóð- félaginu sem ekki verður upprætt fyrr en tekst að stórhækka kaup- mátt launa. Að því verkefni á launafólk að vinna, ekki sundrað heldur sameinað. Fólk sem býr við svipuð launakjör á íslandi á sam- leið í kjarabaráttunni. Það á ekki síður við um íslenskt launafólk en áður að sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér. Sigríður Kristinsdóttir „Á íslandi eru laun allt of lág og langur vinnudagur mein í þjóðfélaginu sem ekki verður upprætt fyrr en tekst að stórhækka kaupmátt launa. Að því verkefni á launafólk að vinna, ekki sundrað heldur sameinað.“ Meiming Urvinnsla sem innihald Hörður Ágústsson listmálari hélt eitt sinn sýningu sem hann nefndi „Úr formsmiöju". Veitti hún áhorf- endum dýrmæta innsýn í hugmyndaheim listamanns- ins og tilurð verka hans en fram að þeim tíma var ekki til siðs hérléndis að opinbera innviði myndlistar- innar með þeim hætti. Jakob Jónsson gæti einnig kennt sýningu sína í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg (til 22. mars) við form- smiðju, þar sem megintilgangur hans er ekki að versla með myndverk sín, heldur að leyfa áhorfendum að fylgjast meö þróun og víxlverkan hugmynda sinna og myndmáls á ýmsum stigum sköpunar - og í þar til gerðu umhverfl. Og vissulega er umhverfið eins og sniðið utan um smágerð og vel valin myndverk, til að mynda úrval teikninga, grafikmynda eða smámynda. Væri lýsing betrumbætt mætti sýna þarna fágætustu míníatúra. í gömlu, tvílyftu húsi Stöðlakot er gamalt, tvílyft hús sem fyrir nokkru var fært í nýjan og afar smekklegan búning og opnað myndlistarfólki til afnota fyrir sýningar. Jakob hefur komið fyrir skáhallandi plötum með veggjum, bæði uppi og niðri, og meðfram þeim gengur sýningargesturinn og horfir niður á pappírsmyndir hans. Jakob Jónsson er staðfastur einfari í íslenskri mynd- list, sérstæður málari með rætur jafnt í kvikri afstrakt- sjón sem íslensku landslagi. Einkum sker hann sig úr fjöldanum fyrir rannsakandi viðhorf sín til listsköp- unar sem hugsanlega má rekja til verkfræðimenntun- ar sem hann hlaut áður en hann hóf að blóta listgyðj- una. Allar hugdettur eru teknar til vandlegrar athug- unar, skoðaðar frá ýmsustu hliöum form- og litafræð- innar, síðan endurskoðaðar, jafnt samhengislaust sem í ööru samhengi. Á endanum eru það ekki hugdetturnar, tengsl þeirra eða vöntun á tengslum, sem skapa myndir Jakobs, eru Jakob Jónsson á sýningu sinni í Stöðlakoti. DV-mynd BG Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson hið eiginlega inntak þeirra, heldur sjálf úrvinnslan í allri sinni nekt. Allt blasir við sjónum okkar, góðar hugmyndir og vondar, tærar teikningar og yfirstrikanir, allt frá frumskissum á þerripappír - álímdum og heftum á myndflötinn - upp í gróskuleg drög á efnismiklum teikniblöðum. Þetta stöðuga rót hugmynda og kennda á pappír er síðan eins og endurspeglun náttúruaf- lanna, þeirra sem listamaðurinn vitnar oftlega til í nafngiftum mynda sinna. Sem er við hæfi því þau öfl boða ekkert absólútt nýtt, heldur sveiflast stöðugt milli þátiðar og framtíðar, sköpunar og tortímingar. Andlát Bjarni Bjarnason, fyrrverandi brunavörður, áður til heimilis í Ljós- heimum 4, lést í Borgarspítalanum 19. mars. Þórkatla Sveinsdóttir, Síðumúla 21, andaðist í Landspítalanum 19. mars. Halldóra Guðrún Guðmundsdóttir frá Sæbóh á Ingjaldssandi lést á Elli- heimihnu Grund 18. mars. Jón Stefánsson, Heiðarvegi 50, Vest- mannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 19. mars. Jarðarfarir Guðríður G. Bang, Dalbraut 21, sem andaðist 16. mars, verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti, fóstu- daginn 22. mars kl. 13.30. Else Figved frá Eskifirði verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju fóstudag- inn 22. mars kl. 13.30. Útför Guðbjargar Stefánsdóttur, Bröttugötu 4, Hólmavík, sem lést 14. mars, fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 23. mars kl. 14.00. Tryggvi Sæmundsson byggingar- meistari, Furulundi 13a, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyr'ar- kirkju fóstudaginn 22. mars kl. 13.30. Hulda Dagmar Þorfinnsdóttir, Kárs- nesbraut 125, Kópavogi, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju fostudag- inn 22. mars kl. 10.30. Tilkyimingar Skákþing íslands 1991 íslandsmótið í skák, áskorenda- og opinn flokkur verður haldið dagana 23. mars til 1. apríl. Skráning hefst á mótsstaö klukkustund áður en 1. umferð hefst. Þátttökugjald í opnum ílokki er 1800 kr. fyrir 18 ára og eldri, 1200 kr. fyrir 15-17 ára og 700 fyrir 14 ára og yngri. Vorkoman fyrr og nú Á vorjafndægri, fimmtudaginn 21. mars, setur Náttúruverdarfélag Suðvestur- lands af stað nýtt verkefni sem nefnt hefur verið „Vorkoman fyrr og nú“. Þeir sem hafa hug á þátttöku geta fengið nán- ari upplýsingar hjá NVSV, pósthólf 1114, 121 Reykjavík, eða í 15800 eða 40763. í kvöld verður kynningin „Á fyrri tíö í Grófmni" sem opin er á virkum dögum frá kl. 16.00 til 18.00 í Geysissalnum. Sigling í ljósaskiptum verður í kvöld kl. 19.00 en lagt verður af stað með far- þegabátnum Hafrúnu og siglt eftir göml- um siglingaleiðum til óg frá Reykjavík. Klukkan 21.00 fiallar Þórunn Þórðar- dóttir sjávarliffræðingur um vorkomuna í sjónum á rabbfundi í Náttúrufræðistofu Kópavogs, Digranesvegi 12, niðri. Fermingar Berufjaröarkirkja: Ferming pálmasunnudag, 24. mars 1991, kl. 14.00. Prestur sr. Sjöfn Jóhann- esdóttir. Lárus Páll Erlingsson, Gautavík, Beru- neshreppi. Djúpavogskirkja: Ferming skírdag, 28. mars 1991, kl. 11.00. Prestursr. Sjöfn Jóhannesdóttir. Anna Heiður Baldursdóttir, Borgargarði 3 Björgvin Jónsson, Hammersminni 8 Dröfn Freysdóttir, Hömrum 10 Eydís Hrund Stefánsdóttir, Búlandi 6 Guðjón Bergur Jakobsson, Steinum 13 Hallur Kristján Ásgeirsson, Kambi 2 Jón Björn Pétursson, Brekku 6 Jón Davíö Pétursson, Markárlandi 11 Jökull Fannar Helgason, Ránarslóð 10, Höfn Karl Jakob Másson, Hrauni 3 Kristjana Þórapinsdóttir, Hammers- minni 6 Sóley Dögg Birgisdóttir, Hömrum 4 Þórdís Sigurðardóttir, Borgarlandi 10 Ævar Orri Eðvaldsson, Vörðu 14 Hofskirkja, Álftafirði: Ferming annan í páskum, 1. apríl 1991, kl. 14.00. Prestur sr. Sjöfn Jóhannes- dóttir. Berglind Guðmundsdóttir, Þvottá, Geit- hellnahreppi Harpa Björnsdóttir, Norðurgarði 12, Hvolsvelli Ólafur Helgi Pétursson, Rannveigarstöð- um, Geithellnahreppi Stöðvarfjarðarkirkja: Fermingar skírdag, 28. mars 1991, kl. 11.00. Prestur sr. Gunnlaugur Stefans- son. Bjami Steinar Kárason, Skólabraut 14 Hjalti Már Kárason, Skólabraut 14 ivar Ingimarsson, Túngötu 3 Rúnar Jónsson, Fjarðarbraut 59 Una Sjöfn Friðmarsdóttir, Sævarenda 3 Þórdís Jóna Bragadóttir, Fjarðarbraut 35 Sýningar Sýning Jakobs Jónssonar framlengd Sýning Jakobs Jónssonar í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, er framlengd og lýkur íostudaginn 22. mars. Sýningin er opin daglega kl. 13-18. Skemmtanir Ferðafélag Islands Ferðafélagið efnir til spilakvölds í kvöld, 21. mars, í Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Félagsvistiií hefst kl. 20.00 stundvíslega og veröa glæsileg verðlaun í boði. Hlé verður gert á spilamennskunni tO að njóta veglegra veitinga og rabba við spila- félagana. Tapaö fundiö Grár köttur í óskilum Steingrár og hvítur, ógeltur högni fannst á flækingi við Sigtún. Kötturinn er 6-7 mánaöa. Eigandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 76206 sem fyrst. Skemmtanir Full Circle í Púlsinum Hljómsveitin Full Circle heldur tónleika í Púlsinum í kvöld kl. 21.30. Með hljóm- sveitinni leikur Skúli Sverrisson en hann hefur nýlega lokið prófi frá Berklee. Auk Skúla eru í hljómssveitinni Dan Rieser, trommur, Anders Bostrom, flautur og elektrónísk blásturshljóðfæri, Karl Lundberg, hljómborð, og Philip Hamil- ton, söngur og slagverk. Leikhús HUGLEIICUR sýnir að Brautarholti 8 ofleikinn Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og sam- sveitunga hans 2. sýn. þriðjud. 19. mars kl. 20.30. 3. sýn. fimmtud. 21. mars kl. 20.30. 4. sýn. laugard. 23. mars kl. 20.30. 5. sýn. mið. 27. mars kl. 20 30. 6. sýn. fimmtud. 28. mars kl. 20.30. 7. sýn. mánud. 1. apríl kl. 20.30. 8. sýn. fimmtud. 4. apríl kl. 20.30. 9. sýn. laugard. 6. apríl kl. 20.30. 10. sýn. mánud. 8. apríl kl. 20.30. Aðeins þessar 10 sýningar. Miðasala í síma 16118 (sím- svarijogfrákl. 19.00 sýningar- daga í sima 623047 Athugið breyttan sýningar- stað Leikfélag Akureyrar Söngleikurinn KYSSTU MIG- KATA! eftir Samuel og Bellu Spewack Tónlist og söngtextar eftir Cole Porter Þýðing: Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búníngar: Una Collins Tónlistarstjórn: Jakob Frímann Magnússon Dansar: Nanette Nelms Lýsing: Ingvar Björnsson 4. sýning föstud. 22. mars kl. 20.30. 5. sýn. laugard. 23. mars kl. 20.30. 6. sýn. sunnud. 24. mars kl. 20.30. 7. sýn. laugard. 30 mars kl. 15.00. 8. sýn. iaugard. 30. mars kl. 20.30. Uppselt. 9. sýn. mánud. 1. april (annan I páskum) kl. 20.30. ÆTTARMÓTIÐ Aukasýningar 35. sýning miðvikud. 27. mars kl. 20.30. Uppselt. 36. sýning fimmtud. 28. mars (skírdag) kl. 15.00. 37. sýning fimmtud. 28. mars (skirdag) kl. 20.30. Uppselt. Aðgöngumiðasala: 96-2 40 73. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga kl. 14-20.30. MUNIÐ PAKKAFERÐIR FLUGLEIÐA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.