Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. Útlönd Hallar á Gorbatsjov á öllum vígstöðvum þjóöaratkvæðagreiðslunni um nýja sambandsríkjasamninginn. í morg- un voru lokatölur kynntar og sam- kvæmt þeim greiddu 76 prósent at- kvæði með samningnum. Háttsettur sovéskur embættismaður viður- kenndi í gær að hinar gífurlegu verð- hækkanir á matvælum, sem taka eiga gildi 2. apríl, gætu aukið spenn- una í landinu. í Vilnius í Litháen skutu svarthúf- urnar svokölluðu, sérsveitir sovéska innanríkisráðuneytisins, í gær á bif- reið með sex litháiskum landamæra- vörðum. Að minnsta kosti tveir særðust en hinum tókst að komast undan. Sovésku hermönnunum hafði ekki tekist að stöðva bifreiðina utan við Vilnius og eltu hana þess vegna inn í höfuðborgina. Á mánu- daginn tóku sérsveitirnar til fanga yfirmann varnarmála í Litháen og yflrheyrðu hann í nokkrar klukku- stundir áður en þær slepptu honum. Fjöldi námuverkamanna, allt frá landamærum Póllands til héraða í Síberíu, hefur lagt niður vinnu. Þeir kretjast hærri launa og betri vinnu- skilyrða en hafa jafnframt krafist afsagnar Gorbatsjovs forseta. Bent hefur verið á að slæmt ástand efna- hagsmála batni ekki við þessi víð- tæku verkfóll sem einnig sameini andstæðinga Gorbatsjovs undir for- ystu helsta keppinautar hans, Boris Jeltsin. Samkvæmt niðurstöðum þjóðarat- kvæðagreiðslunnar á sunnudaginn er mikill meirihluti almennings í Rússlandi, eða yfir 70 prósent, fylgj- andi því að skipulagðar verði frjálsar Ný átök í Litháen og víðtækt verk- þykja hafa opinberað vanmátt Gor- stöðva hrun Sovétríkjanna þrátt fyr- fall sovéskra námuverkamanna batsjovs Sovétforseta til þess að ir yfirlýsingu yfirvalda um sigur í Námuverkamenn í Sovétríkjunum hafa efnt til víðtækra verkfalla og hafa meðal annars krafist afsagnar Gorbatsjovs. Símamynd Reuter Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna. Simamynd Reuter forsetakosningar. Talið er víst að Jeltsin muni auðveldlega bera sigur úr býtum í shkum kosningum og sem þjóðkjörinn forseti Rússlands, stærsta lýðveldis Sovétríkjanna, muni hann geta ógnað stöðu Gor- batsjovs. Einnig er tahð að Jeltsin, sem vill meira sjálfstæði lýðveld- anna, geti hlotið meira fylgi vegna verðhækkananna sem Moskvuvald- ið hefur fyrirskipað. Aðstoðarforsætisráðherra Sovét- ríkjanna, Vladimir Shcherbakov, lýsti því yfir á fundi með fréttamönn- um í gær að verðhækkanirnar á matvælum væru nauðsynlegar til að bjarga efnahagnum. Hann viður- kenndi hins vegar að þær gætu leitt til vandræða og að búast mætti við verkföllum. Almenningur í Moskvu óttast að bætur þær sem koma eiga í staðinn fyrir niðurgreiðslur verði ekki nóg- ar. Brauð og kjöt þrefaldast í verði. Egg, te og matarolía hækka um 100 prósent og leikföng um 195 prósent. Sígarettur hækka um 50 prósent. Verð á lyfjum, kaffi, bensíni og vodka stendur hins vegar í stað. Reuter RÚTUBÍLSTJÓRAR, ATHUGIÐ: Aðalfundur Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Öldunni, mánud. 8. apríl kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreyting um stækkun félagsins Lög sjúkra- og orlofsheimilasjóðs lögð fram Önnur mál Stjórnin Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins, Miðbraut 11, Búðardal, miðvikudaginn 27. mars 1991 á neðangreindum tíma: Efri-Múli, Saurbæjarhreppi, þingl. eig. Magnús Agnarsson, kl. 10.00. Upp- boðsbeiðandi er Landsbanki íslands, veðdeild. Búðarbraut 3, Búðardal, þingl. eig. Kristjana E. Guðmundsdóttir, kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Heigi Jó- hannesson hdl. Hóll, Hvammshreppi, þingl. eig. Ámi Ingvarsson og Júlíus Baldursson, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur em Lands- banki Islands, veðdeild, Tiyggvi Bjamason hdl., Búnaðarbanki Is- lands, veðdeild, og Ásgeir Thoroddsen hrl. 6/28 hluti Akureyja, Skarðshreppi, þingl. eig. Friðrik Kjarrval, kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Jóhann Þórðar- son hrl. Dalbraut 4, Búðardal, þingl. eig. Ágúst Magnússon, kl. 10.00. Uppboðsbeið- endur eru Skúli J. Pálmason hrl., Sig- ríður Thorlacius hdl., Landsbanki Is- lands, veðdeild, íslandsbanki og Byggðastofhun. Skarðsá, Skarðshreppi, þingl. eig. Unnsteinn Eggertsson, kl. 10.00. Upp- boðsbeiðendur em Jón Finnsson hrl. og Innheimtustofnun sveitarfélaga. Sunnubraut 11, Búðardal, þingl. eig. Svavar Garðarsson, ki. 10.00. Upp- boðsbeiðendur em Gísli Kjartansson hdl., Sigurður I. Halldórsson hdl., Sig- ríðm- Thorlacius hdl. og Ingvar Bjömsson hdl. Klifmýri, Skarðshreppi, þingl. eig. Sverrir Karlsson o.íl., kl. 10.00. Upp- boðsbeiðendur eru Búnaðarbanki Is- lands, veðdeild, og Sigríður Thorlaci- us hdl. SÝSLUMAÐURINN1DALASÝSLU Hólar, Hvammshreppi, þingl. eig. Kristján E. Jónsson, kl. 10.00. Upp- boðsbeiðandi er Búnaðarbanki Is- lands, veðdeild. Júgóslavla: Forsetinn dregur afsögn sína til baka Forseti Júgóslavíu, Borisav Jovic, hefur dregið til baka afsögn sína og er því forsætisráð júgóslavnesku lýð- veldanna aftur fært um að taka ákvarðanir. Vestrænir stjórnarer- indrekar segja hins vegar að kreppan í Júgóslavíu sé þar meö alls ekki lið- in hjá. Forsætisráðið, sem í eiga full- trúar júgóslavnesku lýðveldanna sex og tveggja sjálfstjórnarhéraða, mun koma saman til fundar í dag til að ræða framtíð landsins. Jovic, sem er serbneskur kommún- isti, sagði af sér í síðustu viku eftir að hafa mistekist að fá forsætisráðið til að fallast á áætlun hersins um neyðarráðstafanir í kjölfar aukinnar spennu milli þjóðarbrota. í gær hafn- aði þingið í Serbíu afsögn Jovics og kvaðst hann þá beygja sig undir vilja þess. Þrír aðrir fulltrúar í forsætis- ráðinu sögðu sig úr þvf í kjölfar af- sagnar Jovics. Yflrvöld í Króatíu sögðu í gær að afsögn Jovics hefði verið liður í póli- tísku herbragði forseta Serbíu, Slobodans Milosevic. Hann hefði vilj- að skapa öngþveiti til að réttlæta aðgerðir hersins en forystumenn eru flestir Serbar. Milosevic hótaði fyrr í vikunni að hervæða alla Serba sem búa í Króa- tíu þar sem þjóðvarðliðið þar hefði vopnbúist ólöglega. Reuter Borisav Jovic, (orseti Júgóslaviu, dró afsögn sina úr forsætisráðinu til baka i gær. Jovic, til vinstri, situr við hliðina á Slobodan Milosevic, forseta Serbíu, á serbneska þinginu í gær. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.