Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 26
34 mor ujai/í ro 4 !iAí . hmm »r FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. Fólk í fréttum Ólafur Bjömsson Ólafur Björnsson, fyrrv. hagfræði prófessor, hélt því fram í DV-frétt í gær að aukin lántaka ríkisins á innlendum markaði yki verðbólgu ef ekki kæmi á móti aukinn sparn- aður. Starfsferill Ólafur fæddist í Hjarðarholti í Laxárdal í Dalasýslu 2.2.1912. Hann lauk stúdentsprófl frá MA 1931, prófi í heimspekilegum for- spjallsvísindum við HÍ1932 og kandidatsprófl í hagfræði frá há- skólanum í Kaupmannahöfn 1938. Ólafur starfaði á Hagstofu ís- lands 1938-42, var dósent við laga- og hagfræðideild HÍ1942—48 og prófessor 1948-82. Hann var vara- borgarfulltrúi í Reykjavík 1950-58, landskjörinn alþingismaður 1956-59, þingmaður Reykvíkinga 1959-71, formaður BSRB1948-56, formaður bankaráðs Útvegsbank- ans 1968-80, formaður íslandsdeild- ar norrænu menningarmálanefnd- arinnar 1954-71 og formaður stjórnar Aöstoðar íslands við þró- unarlöndin 1971-81. Auk þess hefur Ólafur setið í fjölda opinberra nefnda um ýmis málefni og samiö álitsgerðir fyrir ríkisstjórnir. Ólafur hefur skrifað fjölda blaða- greina, ritgerða og bóka um efna- hags- og þjóðfélagsmál. Hann er félagi í Vísindafélagi íslendinga frá 1949: heiðursfélagi Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga frá 1985: heiðursdoktor við HÍ frá 1986: riddari dannebrogsorðunnar 1. stigs frá 1956 og stórriddari ís- lensku fálkaorðunnar með stjörnu frá 1984. Fjölskylda Kona Ólafs er Guðrún Aradóttir húsfreyja, f. 29.6.1917, dóttir Ara Helga Jóhannessonar, kennara og b. á Ytra-Lóni í Sauðaneshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu, og konu hans, Ásu Aöalmundardóttur hús- móður. Synir Ólafs og Guðrúnar; Ari Helgi, f. 10.12.1946, læknir á Akur- eyri, kvæntur Þorbjörgu Þórisdótt- urhjúkrunarfræðingi; Björn Gunnar, f. 25.5.1949, þjóðfélags- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Helgu Finnsdóttur; Örnólfur Jón- as, f. 20.2.1951, kerfisfræðingur í Reykjavík. Alsystur Ólafs; Ingibjörg, f. 20.9. 1914, gift Þórarni Sigmundssyni á Selfossi; Þorbjörg, f. 18.11.1915, lengi bankastarfsmaður í Reykja- vík, og Ásthildur Kristín, f. 4.6. 1917, lengi starfsmaöur á Hagstof- unni í Reykjavík, ekkja Steins Steinarr skálds. Hálfsystur Ólafs, samfeðra; Guðrún Sigríður, f. 30.7. 1930, gift Jóni Reyni Magnússyni, verkfræðingi í New York; Ólöf Bima, f. 2.4.1934, gift Jóni Ólafs- syni, verkfræðingi í Reykjavík. Foreldrar Ólafs voru Björn Stef- ánsson, f. 13.3.1881, d. 9.11.1958, prófastur á Auðkúlu í Húnaþingi, og fyrri kona hans, Guðrún Sigríð- ur Olafsdóttir, f. 27.11.1890, d. 25.6. 1918, húsfreyja. Ætt Bróðir Björns var Hilmar, banka- stjóri Búnaðarbankans, faðir Stef- áns bankastjóra. Björn var sonur Stefáns, prests á Auðkúlu, Jóns- sonar, bókara í Reykjavík, Eiríks- sonar. Móðir Stefáns var Hólmfríður Bjarnadóttir Thorarensen, b. og stúdents á Stóra-Ósi í Miðfirði, Friðrikssonar, prests á Breiðaból- stað í Vesturhópi, Þórarinssonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, ættföður Thorarense- nættarinnar. Móðir Bjarna var Hólmfríöur Jónsdóttir, varalög- manns í Víðidalstungu, Ólafssonar, lögsagnara á Eyri, Jónssonar, ætt- föður Eyrarættarinnar. Móðir Björns í Auðkúlu var Þor- björg Halldórsdóttir, stúdents á Úlfsstöðum í Loðmundarfirði, Sig- urðssonar. Móðir Þorbjargar var Hildur Eiríksdóttir. Móðir Hildar var Þorbjörg Stefánsdóttir Sche- ving, prests á Presthólum, sem var bróðir Jórunnar, ömmu Jónasar . Hallgrímssonar, og bróðir Margr- étar, langömmu Katrínar, móður Einars Benediktssonar skálds. Guðrún var systir Kristínar læknis, ömmu Þorsteins Gylfason- ar heimspekings. Önnur systir Guðrúnar var Ásta, móðir Ólafs Ólafssonar landlæknis. Bróðir Guðrúnar var Páll, faðir Ólafar myndhöggvara. Olafur Björnsson. Guðrún var dóttir Ólafs, prófasts í Hjarðarholti í Dölum, Ólafssonar, kaupmanns í Hafnarfirði, Jónsson- ar. Móðir Ólafs prófasts var Metta Kristín, systir Maríu, langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur. Metta var dóttir Ólafs, hreppstjóra í Hafnar- firði, Þorvaldssonar. Móðir Guðrúnar var Ingibjörg Pálsdóttir Mathiesen, prests í Arn- arbæli, Jónssonar, af Eyrarætt. Móðir Páls var Ingibjörg, systir Gríms, langafaÁsgeirs Ásgeirsson- ar forseta. Ingibjörg var einnig systir Margrétar, langömmu Margrétar, móður Ólafs Thors for- sætisráðherra. Ingibjörg var dóttir Páls, prests í Ofanleiti, Magnússon- ar. Toyota Corolla Tourlng 4x4 ’89, brúnsans, ek. 55 þús. km, fallegur bill, kr. 1100 þús. (sk. á ód.) Vantar nýlega bíla á staðinn BÍLAMARKAÐBRINN v/REYKJANESBRAUT --SMIÐJUVEGI46 E, KÓPAVOGI_ ‘B* 67 18 00 Smásýnishorn af bíium á staðnum Honda Civic, aflstýri, 1500 sport '87, grásans, sjálfsk., ekinn aðeins 27 þús. km, verð 640 þús. Daihatsu Ch. CX ’88, svartur, 5 dyra, ek. 35. þús., kr. 535 þús. Willys CJ-7 (i sérflokki) '83, dökkbl., 6 cyl. (258 m/flækjum) 4 gíra (Borg Warner T-4) Dana 300, drifhl. 4,56:1, 4 tn spil o.fl., kr. 1370 þús. Afmæli Pétnr Jónsson Pétur Jónsson, Selvogsbraut 19, Þorlákshöfn, er sjötugur í dag. Starfsferill Pétur fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hann bjó þar til ársins ' 1988, að undanskildum þremur árum þegar hann stundaði búskap á Breiðabóli í Stálvík. Hann stund- aði einnig búskap í Þjóðólfstungu í tvö ár og að Meiri-Hlíð i þrettán ár. Hann starfaði hjá íshúsfélagi Bol- ungarvíkur í um 20 ár, lengst af við umsjón og viðhald fiskvinnsluvéla. Sjósókn hefur verið ríkur þáttur í lífi hans frá unga aldri og nú stund- ar hann grásleppuútgerð á sumrin frá Uppsalaeyri við ísafjaröardjúp. Fjölskylda Pétur giftist 24.12.1943 Fjólu Ólafs- dóttur, f. 10.6.1922. Fjóla er dóttir Ólafs Hálfdánssonar og Maríu Rögnvaldsdóttur. Pétur og Fjóla eignuðust sex börn. Þau eru Friðgerður, f. 11.10.1943, gift Magnúsi Snorrasyni og á með honum fimm börn; Jón Guðni, f. 23.3.1947, giftur Ester Hallgríms- dóttur og eiga þau fjögur börn; Hálf- dán Ólafur, f. 23.3.1947, giftur Kristrúnu Ástvaldsdóttur ogeiga þau tvo syni; Jónas Siguröur, f. 26.11 1948, giftur Þórunni Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn; Elísabet Mar- ía, f. 30.12.1949, gift Jakobi H.S. Ragnarssyni og eiga þau fjögur börn; Fjóla, f. 23.12.1957, gift Arnulf Eriksen og eiga þau einn son. Börn Friðgerðar og Magnúsar heita Pétur Hliðar, hann á þrjú börn; Guðmund Magnús, Friðgerði og Jenný Katarínu; Þorbjörg Jón- ína, hún á soninn Bjarna Má Valdi- marsson; Jón Ólafur; Arnþór; og Fjóla Rós. Börn Jóns Guðna og Est- erar heita Gyða Björg, hún á dóttur- ina Dagnýju Finnbjörnsdóttur; Fjóla Halldóra, hún á synina Steinar Hermann Ásgeirsson pg Jón Guöna; Hafdís og Pétur. Synir Hálfdáns Ól- afs og Kristrúnar heita Ólafur Kristján og Pétur Smári. Kristrún átti fyrir soninn Sigvalda Svan Júl- íusson. Börn Jónasar Sigurðar og Þórunnar heita Guðbjörg; Friðrik Pétur og Styrmir. Börn Elísabetar Maríu og Jakobs heita Magnús Már; Jakob Elías; Elísa Rakel og María Elíasabet. Barn Fjólu heitir Björn Erik Pettersen, en dóttir Arnulfs heitir Turid. Systkini Péturs eru Ingibjörg Jóna, gift Guðmundi Kr. Jónssyni og eiga þau þrjú börn; Guðrún Halldóra, gift Hjalta Einarssyni og eiga þau fimm börn; Guömundur Bjarni, giftur Fríðu Pétursdóttur og eiga þau sex börn; Sólberg, giftur Lucie Einarsson og eiga þau fimm börn; Karitas Bjarney, gift Hauki Tómassyni og eiga þau þrjú börn. Einn bróðirinn, Georg Pétur, lést í barnæsku. Börn Ingibjargar Jónu og Guð- mundar eru Vildís; Jón Ingi; og Guðrún Elísabet. Börn Guðrúnar Pétur Jónsson. Halldóru og Hjalta eru Halldór Jón; Einar Garðar; Gísli Jón; Elísabet og Hilmar Garðar. Börn Guðmundar Bjarna og Fríðu eru Björg; Elísabet; Ása; Jón GffÖni; Ragna og Ingibjörg. Börn Sólbergs og Lucie eru Ásgeir; Bjarni; Sölvi Rúnar; Elísabet Jóna og María. Börn Karitasar Bjarn- eyjar og Hauks eru Georg Guöni; Sigrún og Tómas Kolbeinn. Foreldrar Péturs voru Jón Guöni Jónsson og Elísabet Bjarnadóttir. Pétur og Fjóla taka á móti gestum í Kiwanishúsinu í Þorlákshöfn eftir klukkan 18.00 á afmælisdaginn. ALÞINGISKOSNINGAR 20. APRÍL 1991 Ráðuneytiö vekur hér með athygli á eftirfarandi er varðar undirbúning og framkvæmd kosninga til Al- þingis 20. apríl 1 991. 1. Kjörskrá skal lögð fram almenningi til sýnis eigi síóar en þriðjudaginn 2. apríl. 2. Beióni um nýjan listabókstaf skal hafa boristdóms- málaráðuneyti eigi síðar en kl. 12 á hádegi þrióju- daginn 2. apríl. 3. Framboð skal tilkynna yfirkjörstjórn eigi síðar en kl. 12 á hádegi föstudaginn 5. apríl. 4. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár renn- ur út kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 9. apríl. 5. Framboð skulu auglýst eigi síðar en þriðjudaginn 9. apríl. 6. Sveitarstjórn skal hafa skorið úr aófinnslum við kjörskrá eigi síðar en mánudaginn 15. apríl. 7. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla getur hvarvetna hafist nú þegar samkvæmt nánari ákvörðun hlutað- eigandi kjörstjóra. Dóms- og kirkjumáiaráðuneytið, 20. mars 1991 Til hamingju með daginn 20. mars 70ára 40 ára Brynhildur Hermannsdóttir, Hofi 1, Arnarneshreppi. Ragnheiður Bogadóttir, Suðurgötu 47, Siglufirði. Hrafn Sturluson, Norðurbrún 30, Reykjavik. Elínborg Jóhannsdóttir, Vesturvangi 46, Hafnarfirði. Sigurður Grimsson, 60ára Ingibjörg Antonsdóttir, Heiðarlundi 4H, Akureyri. Halldór Einarsson, Teigagerði, Reyðarfirði. Margrét Sigurðardóttir, Nesbala 7, Seltjarnarnesi. Sólveig Þorleifsdóttir, Ásgarði 65, Reykjavík. Magnús Björnsson, Jakaseli 1A, Reykjavík. Valdemar Jóhannsson, Stóra-Núpi 1, Gnúpverjahreppi. 50ára Ólafur Jóhannsson, Stóra-Núpi 1, Gnúpverjahreppi. Gréta Stefánsdóttir, Þórunnarstræti 136, Akureyri. - SvanhildurSigfusdóttir, Ægisgötu 9, Árskógshreppi. Ragnhildur Þórhallsdóttir, Langhúsum, Fljótsdalshreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.