Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 21. MARS 1991. Egilsstaðir: Þjófarnir f und- ust á kirkju- tröppunum - gengu til prests með þýfið á sér Lögreglunni á Egilsstöðum var til- kynnt um innbrot í Verkfræðistofu Austurlands um klukkan tíu á þriðjudagsmorgun. Stormjárn haföi verið skrúfað upp í lausu gluggafagi. Fyrir innan voru tvær nýlegar VHF talstöðvar sem þjófarnir höfðu tekið. Ein talstöð kostar 50-60 þúsund krónur. Lögreglan fann ógreinileg spor í hlákukenndum snjónum fyrir utan. Greinilegt var á skófórunum að þjóf- arnir væru ungir. Um hádegisbilið náðist í þjófana. Kom lögreglan þá •v^iuga á tvo pilta sem voru staddir á tröppum kirkjunnar á Egilsstöðum. Þeir voru að ganga til prests. Úlpa annars piltanna bungaði greinilega út við kviðinn. Lögreglan bað um að fá aö sjá hvað piltur bæri fyrir innan og kom í ljós að þar voru talstöðvarn- ar af verkfræðistofunni. Lögreglan telur málið fullupplýst. Loforð var tekið af piltunum um að þeir skoðuðu betur boðorðin tíu. -ÓTT Akureyri: Leitað að 15 ára stúlku Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ófærð á Austflörðum: Veghefillinn veðurtepptur LOKI Vantar ekki sérfræðing til að rétta af fjárlagahallann? Engir ársreikningar til vegna félagslegra íbúða / i /f „Ég keypti svokallaða leigu- og söluíbúð árið 1981. Áriö 1989 sótti ég um stærri íbúð. Verkamannabú- staðirnir keyptu þá minni íbúðina af mér og ég fékk stærri íbúð, sama ár - ekkert mál, ég bara flutti inn. En síðan var ekki gengið frá neinu. Frá þessum tima er ég búin aö bíða og ganga ítrekað á eftir því að geng- ið yrði frá kaupunum, afsali og lán- um. í haust fékk ég svo bréf um að það ætti að selja ofan af mér - minni íbúðina sem ég er löngu flutt úr. Ástæðan fyrir þessu öllu er að Verkamannabústaðir hafa alls ekki gengiö frá afsali og þar af leiðandi ekki lánum sem tilheyra íbúðun- um. Mér er kunnugt um að svona sé þetta hjá tugum kaupenda," sagði kona sem býr í verkamanna- bústaðaíbúð i Keflavík, í samtali við DV í gær, Starfsmaður bjá bæjarskrifstof- um Keflavíkur vinnur þessa dag- ana við að afla gagna og reyna að vinna úr öngþveiti sem skapast hefur á síðustu árum vegna sölu félagslegra íbúða í Keflavik. Komið hefur í Ijós að engir ársreikningar hafa verið lagðir fram í fjölda ára og misbrestur hefur orðið á að gengið yrði frá kaupum fólks á fé- lagslegum íbúðum. Framangreind kona fékk í á ann- að ár senda greiðsluseðla sem til- heyrðu íbúð sem hún flutti úr árið 1989. Hún fékk hins vegar enga greiðsluseðla sem tilheyrðu nýju íbúðinni. Konan sagði að meðan þetta ástand hefði varað hefði hún reynt að fá hlutina leiðrétta hjá Húsnæðísstofnun ríkisins enda ótt- aðist hún að þurfa að borga drátt- arvexti af þeim lánum sem hún átti að borga, en fékk ekki að borga. Hjá Húsnæöisstofnun fékk konan þau svör að viðkomandi sveitarfé- lagi bæri að ganga frá sölu hverrar íbúðar. Þetta hefur Keflavíkurbær ekki gert. Konan fékk þó loks afsal af íbúð sinni fyrir nokkrum dögum. Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Keflavíkur, sagði við DV í gær að á síðasta bæjarstjórnar- fundi heföi komið fram hjá fyrrver- andi formanni stjórnar húsnæðis- nefndar að engir ársreikningar séu til vegna félagslegra íbúða í bænum fyrir undanfarin ár. Drífa sagði að bókhald sé til fyrir árin 1989 og 1990 en endurskoðendur muni fara yfir það jafnfljótt og þeim berst það í hendur. „Á siðasta bæjarstjórnarfundi óskuðum við eftir meíri upplýsing- um um ýmis atriði sem við töldum okkur þurfa að fá í hendur. Ég veit ýmislegt um þessi mál en ekkert sem ég get skýrt frá varðandi ein- stakár íbúðir," sagði Drífa aðspurð um hvort hér væri um að ræða tugi íbúða sem ekki væri búið að ganga frá afsali af. -ÓTT Sérfræðingur 51 milljón í verktaka- Leit að 15 ára stúlku stóð yfir á Akureyri í nótt og í morgun. Stúlkan fór að heiman frá sér skömmu fyrir miðnætti og eftir samráð við foreldra hennar ákvað lögreglan að kalla út leitarsveitir. Kallað var út til leitar kl. 3 í nótt og í morgun voru 50 manns úr Hjálpar- sveit skáta og Flugbjörgunarsveit- * %ini við leit ásamt lögreglu. greiðslur Veghefill Vegagerðarinnar, sem fór frá Egilsstöðum í gær til að ryðja Fjarðarheiði, varð veðurtepptur í Seyðisfirði. Að sögn lögreglunnar þar er heiðin ófær því hefillinn hefur ekki komist til baka. Mikil ófærð hefur verið á fjallveg- um á Austfjörðum og í gær og morg- un var þar mjög slæmt veður, norð- stangarri og snjókoma. Því er hins vegar spáð að norðanáttin gangi fljót- lega niður. -ns Þjóðleikhúsið verður opnað í kvöld eftir miklar viðgerðir og breytingar. Eins og oft við slíkar aðstæður leggja iðnaðarmenn nótt við dag til að allt verði nú tilbúið á réttum tíma. Á þessari mynd má sjá teppalagningarmenn vera að setja teppi á ganga hússins. DV-mynd GVA Meðal verktakagreiðslur frá Tryggingastofnun til sérfræðinga ríkisspítalanna í fullu starfi námu að meðaltali 4,4 milljónum króna. Meðalgreiðslur til sérfræðinga í 75 prósent starfi námu hins vegar 3,5 milljónum króna. Meðallaun sér- fræðinga frá öðrum en ríkisspítölum námu 2 milljónum króna. Einn sérfræðingur ríkisspítalanna í 75 prósent starfi hafði sérstöðu þar sem verktakagreiðslur Trygginga- stofnunar til hans námu alls 51 millj- ón króna. Þessar tölur koma fram í könnun sem Ríkisendurskoðun gerði á heild- arlaunum nokkurra tekjuhæstu sér- fræðinga sem voru í starfi á ríkis- spítölunum á árinu 1988. í skýrslunni segir að ekki verði séð hvernig hátt vinnuhlutfall á ríkis- spítölum, auk vakta í mörgum tilvik- um, geti gefið möguleika á jafn- mikilli vinnu utan stofnunarinnar og raun ber vitni. Segir að brýnt sé að taka í notkun stimpilklukkur á öllum deildum ríkisspítalanna. -hlh Veöriðámorgun: Hæg vestlæg átt Á morgun verður fremur hæg vestlæg átt. Léttskýjað á Suðaust- ur- og Austurlandi en annars skýjað. Smáél verða við norðvest- urströndina. Hiti á bihnu -4 til 2 stig. S?AG/y^. <5- ^vWlSAr ý • f ELDSIÐJANo?: ®\%, i&j* \ia oo-23 30 Æ?lr/ W

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.