Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Side 2
LAUGARÐAGUR í13í;APRÍL 1991. 2 Fréttir Miklir erfiðleikar hj á Fínull hf.: Skuldar eigendum sínum hátt í 100 milUónir - opinberirsjóðirkomnirívandræðimeðfyrirtækið Eigendur Fínullar hf. í Mosfells- sveit leita nú leiða til að forða fyrir- tækinu frá rekstrarstöövun og jafn- vel gjaldþroti. Fyrirtækið er að mestu í eigu Byggðastofnunar, Landssambands kanínubænda, Ála- foss og Framkvæmdasjóðs. Eignar- hluti kanínubænda var að mestu fjármagnaður með lánum úr Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins. Alls eiga þessir aðilar um 95 prósent hlutafjár. Leitað hefur verið til fjársterkra að- ila um kaup á fyrirtækinu en enn hafa engir kaupendur fundist. Fínull hf. var stofnað í árslok 1986 og framleiðir einkum nærfatnaö og sjúkrafatnað úr angóruull. Velta fyr- irtækisins á síðasta ári var um 60 milljónir en skuldir þess eru ríflega 100 milljónir. Hjá fyrirtækinu vinna 12 manns. Að sögn Kristjáns Valdimarssonar framkvæmdastjóra er það einkum mikill stofnkostnaður sem veldur fyrirtækinu erfiðleikum. Einnig hafi menn gert slæm kaup í þýsku vöru- merki. í stað góðvildar á mörkuðum erlendis hafi komið í ljós að þýska merkið Teufel þykir ekki góður pappír. „Mér fyndist það mikið óráð að hætta rekstrinum. Við höfum náð góðum árangri á Evrópumarkaðin- um upp á síðkastið í kjölfar vel heppnaðs markaðsátaks. Erlendir aðilar hafa sýnt okkur aukinn áhuga en hér heima hefur salan verið í minna lagi vegna hlýindanna sem hafa ríkt,“ segir Kristján. Að sögn Bjama Einarssonar, að- stoðarforstjóra Byggðastofnunar og stjómarformanns Fínullar, felst vandi fyrirtækisins í skorti á rekstr- arfjármunum. Það eigi engar fast- eignir og geti þar af leiðandi ekki tekið veðtryggð rekstrarlán. Hann segist hins vegar fullviss um að fyrir- tækið eigi sér góðar rekstrarlegar forsendur enda framleiði það eftir- sóknarverðar vömr. „Vandi okkar eigendanna er hins vegar sá að við eigum í erfiðleikum með að lána fyrirtækinu meira en orðið er. Því teljum við að farsælasta lausnin sé að stofna nýtt hlutafélag um reksturinn, sem til dæmis væri að hluta í eigu starfsmannanna og að hluta í eigu annarra aðila. Stjórn- in er að ræða þessi mál en það liggja engar ákvarðanir fyrir. Ég get hins vegar fullyrt að við sem eigum fyrir- tækið höfum ekki hagsmuni af því að setja fyrirtækið á hausinn þvi skuldir þess em fyrst og fremst við okkur.“ -kaa Víðir Björnsson, stýrimaður á Erlingi SF 65, var ánægður með aflann er hann kom að bryggju í blíðskaparveðri á Höfn í Hornafirði. Aflinn var 17 tonn af vænum þorski. DV-mynd BG Svipuð skuldastaða og undanfarin ár segir Ólafur Ragnar Grímsson fiármálaráðherra Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra segir að staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka á þremur fyrstu mánuðum ársins sé betri í ár en bæði árin 1988 og 1989. Miðar hann þá við meðalstöðu viðskiptareikn- ings ríkissjóðs í Seðlabankanum sem híutfall af landsframleiðslu. Ólafur segir ennfremur að þetta skuldahlutfall hafi verið 1,7 prósent árið 1988, 3,0 prósent árið 1989, 1,3 prósent 1990 og 1,5 prósent fyrstu þijá mánuði þessa árs. „Það er þetta hlutfall sem mælir þensluna sem allir era aö tala um en engir virðast hafa áhuga á raun- veralegum mælikvarða. Þess í staö er eins og kosningaskjálfti sé hlaup: inn í þá sem DV hefur rætt við og eiga að vita betur.“ I upphafi ársins 1990 var yfirdrátt- ur ríkissjóðs í Seðlabankanum 1,9 milljarðar en í lok mars 4,9 milljarð- ar. Um ástæðuna fyrir því að skulda- Meöalstaöa ríkis viö Seölabanka sem hlut- fall af landsframleiöslu Meðalstaða viðskiptareiknings rikis- sjóðs í Seðlabanka fyrstu þrjá mán- uði hvers árs á fjögurra ára tímabili. söfnun ríkisins í Seðlabankanum hafi aukist á sama tímabili á þessu ári úr innstæðu upp á 300 milljónir frá áramótum í yfirdrátt upp á 8,6 milljarða í lok mars, eða um tæpa 9 milljarða, segir Ólafur: „Meginástæðan er sú að 1,2 millj- arða víxillán, sem Húsnæðisstofnun tók hjá Seðlabankanum og stofnunin gat ekki borgað, var skuldfært á við- skiptareikningi ríkissjóðs. í öðru lagi kom viröisaukaskatturinn ekki inn fyrr en eftir mánaðamótin. í þriðja lagi var ákveðið í febrúar að borga út allt ríkisframlag Lánasjóös ís- lenskra námsmanna, eða 1,7 millj- arða, vegna þess að lánsfjárlögin höfðu ekki verið afgreidd." Ólafur telur ennfremur rangt af DV að bera saman breytingar á stöð- unni á milli tveggja tíinapunkta, frá áramótum til loka mars, bæði árin. „Þaö verður að skoöa meðalstöðuna áþessutímabili." -JGH Sund hf. seldi vörur sem aðrir höfðu umboð fyrir: Gaf tollinum rangtkaupverð hefur þegar greitt á fiórðu milljón til baka Heildverslunin Sund hf. hefur á undanfórnum árum stundað sölu á þekktum vörategundum, aðallega sælgæti, sem aðrir hafa haft umboð fyrir hér á landi. Meðal vöruteg- undanna era Mars, Wrigleys, Mackintosh, Snickers, Bounty, Cadbury’s, Kit kat, Lion bar, Jacobs tekex og fleira - allt „topp- söluvörur". Eins og fram kom í DV í gær hef- ur Rannsóknarlögreglan, í sam- vinnu viö deild hjá ríkistollstjóra- embættinu, haft umfangsmikil við- skipti fyrirtækisins til rannsóknar í marga mánuði. Viðamikið starf hefur verið unnið við að afla gagna um innkaup fyrirtækisins erlendis, þar á meðal í Danmörku og Bret- landi. Rannsóknin er enn í fullum gangi en er á lokastigi og beinist fyrst og fremst að því að Sund hf. hafi ekki greitt tilskilin innflutn- ingsgjöld til ríkissjóðs. Oli Kr. Sigurðsson, eigandi og stjórnarformaður fyrirtækisins, hefur greitt á fiórðu milljón króna í endurgreiðslu og sektir eftir að fyrirtækið varð uppvíst aö því að hafa staöið að því að falsa kaupverð varanna erlendis. Þannig borgaði fyrirtækið mun minna í tolla og önnur aðflutningsgjöld en ella. Með þessu móti var mögulegt að bjóða vörumar á lægra verði en umboðs- mennimir gátu gert - þrátt fyrir að Sund hf. heföi keypt vörurnar á óhagstæðara verði erlendis en um- boðin gerðu. Þessi viðskipti eru nú hætt eftir því sem DV kemst næst en rann- sóknin heldur áfram. Óli sagði við DV í gær að honum hefði ekki ver- ið kunnugt um faktúrusvikin fyrr en menn frá RLR og tollstjóra vildu skoða bókhaldið í kringum áramót- in. Það sem er saknæmt í þessu sam- bandi er meint fólsun á kaupverði vöru erlendis til að komast að hluta til undan greiðslu á aðflutnings- gjöldum. Samkvæmt upplýsingum DV ríkir hins vegar heiðursmanna- samkomulag um að aðrir en um- boðsmenn kaupi ekki vörur erlend- is til að flytja síðan inn og selja hér á landi. Sund hf. keypti vörurnar annars staðar en frá verksmiðjum en það eiga umboðsmenn einir að geta gert að öllu jöfnu. „Þetta er eins og að kaupa notaða bíla," sagði einn heimildarmanna DV. Þetta atriði í málinu er ekki saknæmt en menn hafa kallað at- hæfið „kafbátahernaö" í viðskipt- um. Samkvæmt heimildum DV var fyrst farið aö veita starfsemi Sunds hf. athygli árið 1986. Þá varð um- boðsaðili var við að aðrir voru að bjóða vörutegund hans í heildsölu. Með áranum hafa vörurnar verið seldar á lægra verði en umboðs- fyrirtækin gerðu. Þeim hefur oft- sinnis verið gert viðvart frá smá- söluaðilum - um að „einhver ann- ar væri að bjóða vörur þeirra á lægra heildsöluverði en umboðs- mennirnir. _GTT HKfHCUXjj Þessar vörutegundir eru meðal þeirra sem Sund hf. flutti inn þótt aðrir hefðu umboð fyrir þær. DV-mvnd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.