Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Side 28
Fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna:
Lygin, nísk og ómerkileg
- bókin um Nancy Reagan selst eins og heitar lummur
Nancy Reagan er heldur ómerkilegur pappír ef marka Kitty Kelley hefur orðið vellauðug á að skrifa ævisögur
má nýja bók um hana sem nýlega kom á markað í frægs fólks í óþökk þess.
Bandaríkjunum.
Anna Bjamason, DV, Flórída;
Um fátt hefur verið meira rætt
þessa síðustu viku í fjölmiðlum í
Bandaríkjunum en ævisögu Nancy
Reagans sem skrifuð er af Kitty Kel-
ley í óþökk viðkomandi.
Kitty Kelley er sögð hafa fengið 3,4
milljónir dollara greiddar fyrirfram
upp í ritlaun og fleiri milljónir bíða
hennar ef fer eins og sannarlega lítur
út fyrir að bókin komist ofarlega eða
jafnvel efst á vinsældarlistann hér
vestra.
Kitty Keliey segist hafa unnið að
bókinni í fjögur ár og rætt við og
safnað upplýsingum frá á annað þús-
und manns. Þetta er íjórða ævisagan
sem Kitty skrifar. Áður hefur hún
skrifað bækur um Frank Sinatra,
Elizabeth Taylor og Jackie Kennedy
Onassis í þeirra óþökk.
Mynd sú sem lesandi fær af forseta-
frúnni fyrrverandi er ekki sérlega
fögur. Hún er eigingjöm og svo lygin
að ekki er að marka eitt einasta orð
sem hún segir. Hún býr hreinlega til
sannleika sem hún fer svo smám
saman að trúa sjálf. T.d. segir Nancy
sig vera tveimur árum yngri en hún
raunvemlega er, falsaði hreinlega
skírnarvottorðið sitt. í bókinni segir
að aöeins tvennt sem standi í því
vottorði sé sannleikanum sam-
kvæmt, kyn hennar og litarháttur.
Allt annað er tilbúningur.
Nancy er ótrúlega nísk, hefur aldr-
ei tímt að kaupa sjálf nokkurn skap-
aðan hlut heldur hefur hún látið vell-
auðuga vini sína gefa sér allt milli
himins og jarðar. Hún er fatasjúk en
hefur heldur ekki tímt að kaupa sér
föt heldur sníkt þau út úr tískuhönn-
uðum og verslunareigendum. Lenti
hún heldur betur í því þegar upp
komst að hún var búin að taka viö
fatnaði fyrir hundrað þúsund dollara
og ekki gefið upp til skatts.
Nancy tókst ekki vel með uppeldi
barna sinn eða stjúpbama, hún af-
neitaöi föður sínum og vildi ekki af
honum vita frá því að foreldrar
hennar skildu. Móðir hennar giftist
aftur og í það sinnið fátækum lækni
sem haföi stundað nám í Princetown
háskólanum. Móðir Nancyar, Edith,
sá í þessum manni tækifæri til þess
að komast í nánari snertingu við efri
stéttarfólk, sem henni tókst.
Læknirinn, Loyal Davis, auðgaðist
fljótt með því aö stunda „rétta sjúkl-
inga“. Loyal ættleiddi Nancy og eftir
það taldi hún sig vera dóttur hans,
og afneitaöi föður sínum jafnvel á
banabeði hans.
Eftir stutta dvöl í leiklistarskóla
hitti Nancy, Ronald Reagan, sem þá
var formaður Leikarafélagsins. Hlut-
verkum hans í kvikmyndum fór
fækkandi og stjarna hans heldur dal-
andi. Hann var þá nýskilinn við Jane
Wymann. Er því haldið fram í bók-
inni að hann hafi ekki þolaö vel-
gengni hennar í kvikmyndum og er
hún fékk óskarinn fyrir leik sinn í
kvikmyndinni Johnny Belinda varð
það Ronald um megn og þau skildu.
Nancy aðeins
ein af mörgum
Ronald var ákaflega miður sín eftir
skilnaðinn og reyndi að gleyma sér
í faðmi fagurra leikkvenna. Nancy
til mikillar hryggðar varö hún að
gera sér að góðu að vera aðeins ein
úr hópnum.
Nancy var yfir sig ástfangin í
Ronnie og þar sem hún var orðin
þrjátíu ára fóru þau að sofa saman
þótt þau væru ekki gift. Nágranni
segir frá því að Nancy hafi sést fara
út og inn úr íbúð Ronnies. Þar sem
Ronnie dró ekki gluggatjöldin fyrir
mátti sjá hvað gerðist í svefnherberg-
inu. Þótti þetta nokkuð ósiðlegt á
þessum árum.
Það var samt ekki Nancy sem hann
bað um að giftast sér heldur .ungt
smástirni, Christina Larson að nafni.
Christina hafnaöi bónorðinu en þáði
demantsúr sem því fylgdi.
Kvöld eitt sagði Nancy honum að
hún væri ófrísk eftir hann. Hann fór
rakleiöis heim til Christinu og sagði
henni að honum fyndist eins og hann
væri kominn í gúdru. Hann lét sér
detta í hug að Nancy væri að reyna
að ginna hann i hjónaband.
Nokkrum kvöldum eftir að þetta
gerðist slangraði Ronnie inn á næt-
urklúbb einn síns liðs. Hann sá þar
unga leikkonu, ljóshærða og ítur-
vaxna, Selena Walters að nafni og lét
kynna sig fyrir henni.
„ Fyrir kornunga leikkonu eins og
mig var auövitað mikils virði að láta
sjá sig með jafnfrægum leikara og
Ronald Reagan var og hann var einn-
ig formaður Leikarasambandsins.
Það gat aldeilis komið sér vel fyrir
frama minn í kvikmyndum. Ég gaf
honum því símanúmer mitt og heim-
ilisfang," segir Selena.
„Ég var ekki nema nítján ára göm-
ul og svo heimsk að ég skildi ekki
hvers vegna hann spurði mig hvort
ég byggi ein eða heföi herbergisfé-
laga, og sagði ég honum aö ég byggi
ein.
Vonaðist ég til þess að hann myndi
hringja í mig og bjóða mér út að
borða.
Klukkan þrjú um nóttina var hann
mættur og hringdi dyrabjöllunni.
Mér varð ekki um sel, því ég vildi
alls ekki hitta hann bak við læstar
dyr, vildi aðeins láta sjá mig meö
honum á almannafæri. En hann tróö
sér inn og sagðist verða að hitta mig.
Hann neyddi mig til að setjast í sóf-
ann, ég reyndi að koma af stað sam-
ræðum.“
En Ronnie var ekki kominn til Sel-
enu til að tala heldur ætlaði hann að
koma fram vilja sínum við hana.
Hann var stór og stæðilegur og leik-
urinn þvi ójafn. Selena segir aö hann
hafi náð fram vilja sínum. í dag er
þetta kallað nauðgun.
„Á eftir bað hann mig afsökunar,
sagðist ekki hafa haft stjóm á sér.
„En hafðu ekki áhyggjur,“ sagði
hann, „ég ætla að hringja í þig og við
skulum fara saman út og ræða um
framtíð þína.“
Ég varð því ekki litið hissa er ég
frétti viku seinna að hann væri trú-
lofaður Nancy Davis.“
Fyrirburður
Ronnie og Nancy giftu sig 4. mars
1952. Brúðkaupið var mjög látlaust,
enginn viðstaddur nema vinahjón
þeirra, William Holden og kona hans.
Hvorki böm Ronnies frá fyrra hjóna-
bandi, Maureen og Ronald, foreldrar
né bróðir hans voru viðstödd. Þar
sem Nancy var komin tvo mánuði á
leið þegar þau gengu í það heilaga
var því haldið fram að fyrsta barnið
þeirra, Patti, hefði fæðst fyrir tim-
ann.
Fæðingin gekk mjög erfiðlega og
Ronnie var ekki einu sinni viðstadd-
ur. í bókinni segir að hann hafi verið
með Christinu á meðan Nancy kvald-
ist við barnsburðinn.
Reaganhjónin eignuðust annað
barn sitt, soninn Ron þegar Patty var
sex ára. Ron varð þegar eftirlæti
móður sinnar og fannst Patty þá sem
henni væri ýtt til hliðar.
Sonurinn var þeim þó ekki alltaf
til yndis. Hann gerðist dansari og
átti vingott við kynvilltan dansara.
Það féll ekki í kramið hjá ríkisstjóra-
hjónunum.
Nancy og
Frank Sinatra
Mjög náið vináttusamband á milli
Nancyar, þegar hún var orðin for-
setafrú, og söngvarans Franks Sin-
atra var aðstoðarfólkinu í Hvíta hús-
inu mikið áhyggjuefni.
„Það vom þessir einkamálsverðir
í einkahibýlum forsetans sem ollu
okkur áhyggjum," sagði einn af að-
stoöarmönnunum. „Nafn Sinatra
var aldrei á neinni ákveðinni stunda-
skrá forsetafrúárinnar. Honum var
alltaf hleypt inn bakdyramegin en
við vorum alltaf með líflð í lúkunum
um að flölmiölarnir kæmust í mál-
ið.“
„Við vissum betur en svo að við
fæmm að truila þessa einkahádegis-
verði,“ sagöi einn af aðstoðarmönn-
um forsetafrúarinnar. „Einkahíbýli
forsetahjónanna voru algert bann-
svæði. Loftið var rafmagnað þegar
hann var í heimsókn. Hún lék öll
lögin hans og hlustaöi á þau dag og
nótt í svefnherbergi sínu. Vanalega
voru hádegisverðir þessir í sólstof-
unni. Hún lagöi sig fram um aö allt
væri sem huggulegast, valdi bæði
blóm og mat af mikilli kostgæfni.
Fáir vissu af því þegar hann var
þarna uppi hjá henni. Það var eink-
um þegar forsetinn var í burtu sem
Sinatra kom í heimsóknir sínar.
Hann kom vanalega um hálfeitt og
var farinn um flögur leytiö.
Það mátti alls ekki truíla forseta-
frúna þegar Sinatra var í heimsókn.
Hún tók aldrei símann og jafnvel var
hún ekki viðlátin þótt það væri sjálf-
ur forsetinn sem hringdi.“
Gribban í
Hvíta húsinu
Forsetinn hafði ekki setið á valda-
stóh nema í 30 daga þegar Nancy var
farin að skipa fyrir eins og hver önn-
ur María Antoinette. Starfsfólk
hennar vissi ekki hvernig það átti
að bregðast við þessu.
Nancy vildi breyta öllu í Hvíta hús-
inu og gera það eins vel úr garði og
um væri að ræða konunglegar vist-
arverur. Eitt af þvi sem fór í taugarn-
ar á henni var að henni fannst matar-
stellin orðin skörðótt og lúin. Hún
vildi fá nýtt sett og vildi sjálf ráða
hvernig það yrði.
Lét hún aðstoðarmann sinn hafa
samband við Lennox postulínsfyrir-
tækið og spyrjast fyrir um kostnað
við slíkt matarstell. Það myndi kosta
um 1000 dollara fyrir manninn. Nan-
cy hóf nú miklar viðræður við for-
ráðamenn fyrirtækisins og pantaði
hjá þeim matarstell fyrir 220 manns.
Einnig vildi Nancy láta búa til sér-
stakt stell fyrir heimili forsetahjón-
anna.
Svo illa tókst til að sama daginn
og Nancy tilkynnti að hún ætlaði að
kaupa matarstell fyrir ríkisbúskap-
inn í Hvíta húsinu fyrir meira en 200
þúsund dollara tók forsetinn fyrir að
ríkið gæfi skólabörnum hádegisverð.
Og jafnframt að héðan í frá yrði htið
á tóftiatsósu sem grænmeti í þeim
skólamat sem ríkiö neyddist til þess
að sjá fátæklingum fyrir.
Fyrirsagnir dagblaðanna komu illa
við Reaganhjónin þar sem því var
haldið fram að þau hefðu engar til-
fmningar til fátækra.
Nokkrum dögum áður hafði forset-
inn þegið 1000 dollara kúrekastígvél
að gjöf og reyndi hann að breiöa yfir
mistök konu sinnar ifteð postulínið
og sagði að þau hefði þegið það að
gjöf frá stofnun nokkurri og myndi
það ekki kosta skattgreiðendur eitt
einasta sent.
Öll þessi gagnrýni fór svo fyrir
brjóstið á Nancy aö þegar stellið sem
hún ætlaöi þeim hjónum kom nokkr-
um mánuðum seinna neitaöi hún að
taka viö því eða greiða reikninginn
sem var upp á 100 þúsund dollara.
Hún bað aðstoðarmann sinn að
hringja í postulínsfyrirtækiö og segja
þeim að þeir heföu nákvæmlega
klukkutíma til að flarlægja stellið.
Það var gert og stellinu komið fyrir
í öruggri geymslu þar sem það er
enn.
Afmælisgjafirnar
Vinkonur Nancyar, sem giftar voru
mjög áhrifamiklum og vellauðugum
mönnum, höföu þann sið að færa
Nancy veglegar gjafir á afmæhnu
hennar. Segir í bókinni að gjafirnar
hafi jafnan verið eitthvað virkilega
flott sem Nancy hefði ekki keypt sér
sjálf. Hélst þessi siður eftir að Nancy
var orðin forsetafrú.
Eitt árið var afmæhsgjöfin þrjár
Martin van Schook handtöskur (sem
eru víst þær dýrustu í heimi) og kost-
aði hver taska 1650 dollara. Eitt árið
fékk hún níðþunga 18 karata gull-
hálskeðju sem á hékk ljón með dem-
antsaugu.
Nancy virðist vera mjög nísk og
hafa lag á að láta aðra borga fyrir
sig. Þegar hún útdeildi jólagjöfum til
starfsfólks Hvíta hússins var það
aldrei neitt sem hún keypti. Heldur
notaði hún gjafir sem þeim hjónum
höföu verið gefnar og þeim ekki hk-
að. Geymdi hún gjafir þessar í
ákveðnum skáp sem hún gat svo
gripið til þegar á þurfti að halda.
Hún lét stundum búa til ómerki-
lega minjagripi sem hún notaði til
jólagjafa fyrir starfsfólkið, en fyrir
þær greiddi Repúblikanaflokkurinn.
Eitt sinn þótti hún ganga full langt.
Sonur Michaels (fóstursonur frá
fyrra hjónabandi Reagans) sex ára
gamall fékk bangsa í jólagjöf frá for-
setahjónunum. Hann gleymdi svo
bangsanum þegar hann fór heim úr
jólaboðinu. Nokkrum mánuðum
seinna fékk hann sama bangsann í
afmælisgjöf, hafði honum þá aftur
verið vafið inn í gjafapappír og skrif-
að afmæhskort frá „afa og ömmu“!
í fyrstu ferð hjónanna til New
York, eftir að Reagan tók við forseta-
embættinu, voru þau í lúxusíbúð á
Waldorf-Astoria hótelinu. Blaðafull-
trúi hótelsins segir frá atviki sem
gerðist, en þaö var talinn heiður að
forsetahjónin væru gestir hótelsins.
Allt var gert til þess að gera hótel-
íbúö þeirra sem vistlegasta. Keypt
var forláta kristalskrús sem kostaði
150 dollara, undir jellýbaunirnar sem
voru eftirlæti forsetans. Tilefni ferð-
arinnar var að hjónin ætluðu að vera
viðstödd frumsýningu í Metrópolitan
Óperunni þar sem sonur þeirra Ron
dansaði.
Ron yngri haföi kvænst flórum
mánuðum áður og höföu forseta-
hjónin ekki haft samband við ungu
hjónin eftir brúðkaupið. Nú átti að
heimsækja þau. Á leiðinni út lítur
Nancy í kringum sig og segir: „Æi,
ég keypti ekkert handa þeim.“ Hún
koma auga á kristalskrúsina og tók
hana um leið og hún sagði við blaða-
fulltrúann: „Er það ekki allt í
lagi?“
Sjóður
skiptir um nafn
í bókinni kemur fram að í hvert
skipti sem Nancy gerði einhveija
skyssu sem lét hana eða þau hjónin
líta illa út í augum almennings var
reynt að bæta fyrir það með því að
kalla fram jákvæð viðbrögð. Þá
þurfti Nancy að heimsækja barna-
sjúkrahús eða einhvern slíkan stað.
Nancy tók þátt í baráttunni viö eitur-
lyf og stofnaði til herferðarinnar
„Segið nei, við eiturlyflum“. Stofnað-
ur var sjóður sem kallaður var Nan-
cy Reagan Drug Abuse Fund og safn-
aðist brátt mikið fé í þann sjóð. Þegar
Nancy flutti úr Hvíta húsinu breytti
hún um nafn á sjóð þessum og heitir
hann nú Nancy Reagan Foundation
og er í umsjá Nancyar sjálfrar. í upp-
haflega sjóðinn söfnuðust 3,8 milljón-
ir dollara og voru það framlög
margra stórfyrirtækja og góðra per-
sónulegra vina forsetahjónanna.
Bókarhöfundur segir aö ekki hafi
verið veitt úr sjóði þessum nema
80-90 þúsund dollurum. Borin er upp
sú spurning hvað verði nú um þenn-
an sjóð.