Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Qupperneq 33
LAUGAR'DAGUR' 13. APRÍL 1991.
45
Handbolti unglinga
Valsmenn sterkir í 5. flokki
A-úrslit 5. flokks karla voru leikin
á Seltjarnarnesi um síðustu helgi og
var keppnin tvísýn eins og verða vill
í úrslitakeppni.
Sterkliðs-
heildValsmanna
Leikmenn Vals komu, sáu og sigr-
uðu því þeir komu upp úr 2. deild í
síðustu törn og er ljóst að þeir hafa
lagt hart að sér í undirbúningnum
og úppskáru samkvæmt því þar sem
þeir stóðu uppi sem sigurvegarar í
mótslok og það sanngjarnt.
Valsmenn sigruðu alla sína and-
stæðinga, nema Gróttu, en þeirri við-
ureign lauk með jafntefli.
Styrkleiki Valsmanna Uggur fyrst
og fremst í góðri og sterkri liðsheild.
Liðið er drifið áfram af Jóni Brynj-
arssyni fyrirliða og hefur á að skipa
leikmönnum sem geta skorað mikið
af mörkum eins og Þorgeir Símonar-
son, Bjarki Hinriksson og svo mætti
marga telja.
í flestum leikja Valsliðsins sjá 5-6
leikmenn um markaskorið og er það
ekki algengt í þessum aldursflokki
sem venjulega er borinn upp af 1-3
einstaklingum fremur en liði eins og
hjá Valsmönnum.
Þaö er ljóst að þarna eru Valsmenn
að fá upp framtíðarflokk og ef vel
verður haldið á spilunum megum við
Glæsileg tilþrif sáust oft í úrslita-
keppni 5. flokks og hér skorar Einar
Þorsteinsson eitt marka sinna gegn
Víkingi i botnslagnum.
handboltaunnendur vera vissir um
aö sjá eitthvað af þessum strákum
leika í meistaraflokki.
Önnur lið
FH-ingar urðu í öðru sæti en þeir
Páll Beck stendur i ströngu í leiknum gegn Haukum en KR-ingar unnu
þann leik örugglega, eins og svo marga leiki í vetur.
Sanngjarn sigur KR
Keppni í 3. flokki karla var háö
um helgina og fór hún fram í
íþróttahúsinu í Kaplakrika.
Segja má að keppni í þessum
flokki hafi varla orðið spennandi í
allan vetur því yfirburðir KR-inga
í vetur hafa verið algjörir. Þeir
brugðust líka ekki áhangendum
sínum að þessu sinni og fóru í gegn-
um keppnina án teljandi mót-
spyrnu og sigruðu því nokkuð ör-
ugglega.
KR-hðið hefur verið eins og áður
sagði langsterkasta liðið í þessum
flokki í vetur, markvarslan er mjög
góð, vörnin með Einar Baldvin
Árnason sem sterkasta mann var
frábær og sóknin drifin áfram af
Páli Beck átti ekki i miklum vand-
ræðum þegar skora átti mörk.
KR-ingar, sem fengu mikinn lið-
styrk fyrir þetta keppnistímabil
hafa náð að stilla liðið vel saman.
Þaö er ljóst að KR þarf ekki að
kvíða framtíðinni með þessa stráka
innanborðs.
í öðru sæti varð lið heimamanna,
FH-inga, sem komu mjög sterkir til
leiks að þessu sinni og hafa á mjög
skemmtilegu liði að skipa. Þeir töp-
uðu aðeins einum leik, gegn Is-
landsmeisturum KR. í þriðja sæti
varö síðan lið Týr frá Vestmanna-
eyjum og má segja að barátta þeirra
hafi fleytt þeim í verölaunasæti.
Önnur lið komu þessum þremur
nokkuð að baki, getulega séð, en í
fjórða sætinu varð lið Hauka, í
fimmta sæti hð Þórs frá Vest-
mannaeyjum. KA varö í sjötta sæti,
í sjöunda sæti lið Fram og leik-
menn Þórs frá Akureyri urðu í síð-
asta sætinu að þessu sinni.
Úrslitakeppnin
ólögleg?
Ekki væri rétt aö ljúka þessari
grein án þess að minnast á hlutverk
umsjónaraðila, sem í þessu tilfelli
voru FH-ingar. Þeir höfðu ekkert
fyrir því að boða landsdómara til
starfa og má því segja að keppnin
öll sé ólögleg, því það stendur skýrt
í reglugerðum fyrir dómara að
landsdómarar einir hafi rétt til að
dæma í A-úrslitum yngri flokka.
Það er alveg ljóst að sú reglugerð
á fullkomlega rétt á sér þvi aö sum-
ir þeir dómarar sem sáust í Hafnar-
firði um síðustu helgi voru langt í
frá að vera hæfir til að takast á við
sitt hlutverk, og setti keppnina
stórlega niður af þeim sökum.
íslandsmeistarar Vais i 5. flokki karla ásamt þjálfara sínum, Valdimar Grímssyni. DV-mynd S
hafa einnig á að skipa mjög skemmti-
legu liði sem á ábyggilega eftir að
láta að sér kveða í framtíðinni. KA
varð í þriðja sæti sem er mjög góður
árangur hjá liði sem ekki leikur fleiri
leiki en þeir norðanmenn.
Grótta varð í íjórða sæti með jafn-
mörg stig og KA en Grótta tapaði
innbyrðis leik þessara liða. Stjarnan
varð í fimmta sæti, HK í sjötta, Vík-
ingar í sjöunda og lið Fylkis rak lest-
ina í áttunda sæti.
B-úrslit
ÍR-ingar unnu B-úrslitin nokkuð
örugglega en úrslitaleikurinn þar
var viðureign Fram og ÍR, sem ÍR-
ingar’unnu.
0
Stórkostlej*
frammistaða ÍBV
- kom úr 2. deild og varð íslandsmeistari
Úrslitakeppni 3. flokks kvenna fór
fram í íþróttahúsinu í Keflavík um
síðustu helgi og var umsjón í hönd-
um ÍBK, sem leysti það verkefni af
hendi með sóma.
Fyrirfram var búist viö að Grótta,
sem hafði unnið 1. deild þrisvar í
vetur, myndi vinna öruggan sigur í
úrslitakeppninni en annað kom á
daginn.
Það var hð ÍBV, sem var í fimmta
sæti 1. deildar eftir síðustu umferð,
sem stal senunni að þessu sinni og
skaut öllum andstæðingum sínum
ref fyrir rass meö því að vinna alla
leiki sína.
Lið ÍBV, sem að miklu leyti er skip-
að leikmönnum sem urðu íslands-
meistarar í 4. flokki kvenna á síðasta
ári, var vel að sigrinum komið að
þessu sinni. Liðið kom mjög vel und-
irbúið til leiks og var greinilegt á leik
liðsins að vel hefur verið æft frá síð-
ustu umferð er liðið lék í 2. deild og
varð þar í fyrsta sæti.
Vestmannaeyjastúlkurnar léku
varnarleikinn mjög vel og var Laufey
Jörgensen í markinu öryggið upp-
málað.
í sóknarleiknum bar mest á Söru
Ólafsdóttur en hún gerði mörg faheg
Umsjón:
Heimir Ríkarðsson
og Lárus H. Lárusson
mörk og dýrmæt í úrslitakeppninni,
er mest á reyndi.
Víkingar skutust upp í annaö sætið
en lið þeirra tapaði aöeins viðureign-
inni gegn ÍBV og gerði jafntefli við
Gróttu, sem varð að láta sér lynda
þriðja sætið að þessu sinni.
Þrátt fyrir að Grótta hafl orðið í
þriðja sæti úrslitakeppninuar að
þessu sinni geta leikmenn hðsins vel
viö unað því þrír deildarmeistaratitl-
ar. á einum og sama vetrinum segja
alít sem segja þarf um getu hðsins
og framtíðarhorfur þess.
Sara M. Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV í
3. flokki kvenna, hampar hér is-
landsmeistaratitlinum
Stjarnan, sem varð í öðru sæti 2.
deildar í síðustu umferö, færðist upp
um fjögur sæti, en liöið vann alla
leiki sína gegn liðunum sem urðu
fyrir neðan í stigatöflunni en tapaði
fyrir þremur efstu liðunum.
Baráttan um fimmta sæti stóð á
milli Fram og ÍBK og fór heimahðið
þar með sigur af hólmi, vann inn-
byrðisleik þessara liða.
Slök frammistaða ÍBK á heimavelli
kemur nokkuð á óvart þar sem hðiö
endaði í öðru sæti 1. deildar í síðustu
ÍBK skorar eitt marka sinna gegn
Haukum og vann ÍBK leikinn nokkuð
örugglega.
umferð en hrapar nú niður um þrjú
sæti.
Fram varð í sjötta sæti eins og áöur
sagði en Haukar, sem unnu aðeins
leikinn gegn KR, uröu í sjöunda sæti.
KR rak lestina að þessu sinni í
A-úrshtum 3. flokks kvenna og kem-
ur frammistaða þeirra nokkuð á
óvart þar sem liðið varð í þriðja sæti
1. deildar í byrjun mars.
Þess má þó geta að liðiö saknaði
sárt Önnu Steinsen, sem lék ekkert
með hðinu að þessu sinni.
iveiiuiiiDOO
' " 11 ' t 100 kr. leikurinn mánudaga til föstudaga kl. 12.00-17.00. Keilusalurinn Öskjuhlíð Cfmi fi'JIKQQ