Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Qupperneq 44
56 .íóei J1RCÍA .81 H'JOACLHAOU/u LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991. Afmæli Guðmundur Jónsson Guömundur Jónsson vélvirki, Þverbrekku 4, Kópavogi, veröur sextugur þriðjudaginn 16. apríl. Starfsferill Guðmundur fæddist að Ytri- Húsabakka í Skagafirði og ólst þar upp. Fjórtán ára gcunall fluttist hann til Reykjavíkur og síðla árs 1949 hóf hann nám í vélvirkjun. Hann lauk því árið 1954 í Lands- smiðjunni og réðst þá til Vélsmiðj- unnarHéðins. Seinna vann hann hjá Vélsmiðj- unni Hamri hf., í Stálsmiðjunni, við leiguakstur hjá Steindóri og einnig um nokkurt skeið í Fjölvirkjanum. Því næst fluttist Guðmundur til Sauðárkróks og vann um tíma hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og víðar en fór þá á sjó og var vélvirki á nokkr- umbátum. Árið 1963 hóf Guðmundur svo störf hjá Strætisvögnum Reykjavík- ur og hefur unnið þar alla tíð síðan. Fjölskylda Guðmundurkvæntist 13.11.1956 Sigríði Höllu Hansdóttur, f. 16.11. 1935, iðnverkakonu. Sigríöur er frá Grímsstöðum á Mýrum, dóttir Hans Meyvantssonar frá Grímsstöðum og Láru Sigurðardóttur. Hans er nú látinn en Lára býr á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Guðmundur og Sigríður eiga fjög- ur börn, þau eru: Hjálmar H. Smári, f. 28.11.1959, starfsmaður Mikla- garðs og búsettur í Reykjavík; Jón- ína K. Björk, f. 2.8.1961, verslunar- maður, búsett í Kópavogi, á tvær dætur, Höllu Ósk, sex ára, og Sigr- únu Elínu, þriggja ára; Þröstur Ingi, f. 26.8.1963, starfsmaður Heklu hf., búsettur í Reykjavík, og Ástþór Óð- inn, f. 22.6.1966, verkamaður, bú- settur í Kópavogi. Guðmundur á sex alsystkin og tvo hálfbræður. Alsystkin hans eru: Hjálmar, hann lést árið 1953; Gísli, b. Ytri-Húsabakka í Skagafirði; Páll M., b. á Jaðri í Skagafirði; Fjóla, símastarfsmaður í Reykjavík; Guð- rún, iðnverkakona í Reykjavík, og María, verslunarmaður. Guðmundur Jónsson. Guðmundur er sonur Jóns Þor- grímssonar, f. 24.12.1884, d. árið 1960, b. að Húsabakka og víðar, og MaríuHjálmarsdóttur,f. 13.11.1906, frá Grímsstöðum í Skagafirði. Guðmundur býður til kafíi- drykkju á afmælisdaginn í matsal Strætisvagna Reykjavíkur á Kirkju- sandi (verkst. efri hæð) á milli kl. 16 og 19. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11 Til sölu Suzuki Fox Samurai, árg. '88, ekinn 49 þús., 1300 vél, jeppaskoðað- ur. Til sýnis og sölu á Aðabílasöl- unni. Uppl. í hs. 98-22829 og vs. 98-21266. Gauti. Scania 141, árg. 79, til sölu, ekinn 380 þús., nýlegur grjót/efnispallur og skífa, skoðaður, vel útbúinn bíll. Einnig 142, árg. '82 o.íl. bílar. Bílabón- us hf., vörubílainnflutningur og verk- stæði, sími 91-641105 og 91-642688. Toyota Hilux '81 til sölu, 2000 cc, ný- sprautaður, dökkblár, vökvastýri, 5,71:1 drif, læstur framan, 35" dekk, 5" hækkun, Brahma plasthús, stólar, kassi milli sæta, nýtt efni í toppi + teppalagður, jeppaskoðaður + skoð- aður '92. Ath. allt. Uppiýsingar í síma 91-611514. Chevy Blazer 78 (’85-’90), vél 305, 8 cyl. ’85, ek. 75 þús. km, ný dekk, 38", o.fl. o.fl. Skipti, skuldabréf. Upplýs- ingar í síma 985-31069 (Sigurður). M. Benz 207 D ’84, m/gluggum og mæli, ek. 150 þús. km. Skipti, skulda- bréf. Upplýsingar í síma 985-31069 (Sigurður). Gullmoli! Til sölu toppeintak af BMW 323i ’84, Capriet blæjubíll, ekinn 110 þús. km. Bifreiðin er skoðuð ’92, flutt- ur inn ’88, með álfelgum. Otvarp/seg- ulband, 6 hátalarar, ný sumardekk og margt fleira. Verð aðeins 1250 þús., ath. skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 91-52894. Suzuki Samurai '88 til sölu, ekinn 44 þús. km, 33” dekk, 4,56 hlutföll, læstur að framan, flækja o.fl. Uppl. í síma 91-656448. M. Benz 280 SE '83 til sölu, aðeins ekinn 100 þús. km, bíll í sérflokki. Uppl. í símum 91-22975 og 985-20132. Volvo Lapplander, árg. '80. Toppbill. Til sýnis á Bílasölunni Braut, sími 91-681510 og hs. eiganda 91-616672. □MH! Toyofa Hilux 2400 turbo disil, árg. ’85, til sölu, rauður, 35" dekk. Gott verð. Uppl. í síma 91-624502. Scania 111, árg. 79, til sölu, 2ja drifa. Uppl. i síma 95-35920. Til sölu er einn af þeim betri sinnar tegundar sem er Toyota Lite-Ace, árg. ’88, gjaldmælir, talstöð, hlutabréf, stöðvarleyfi og mikið af aukabúnaði. Uppl. í síma 91-13995 eftir kl. 18. ■ ÝmislegT" Smágrafa. Tökum að okkur ýmiss kon- ar jarðvinnu, hentar vel í garða o.fl. Sími 91-39153, 985-23341 og boðsími 984-52041 Geymið auglýsinguna. ■ Þjónusta Önnumst alla smiöavinnu. Gerum verðtilboð. Góð og vönduð vinna. Traktorsgrafa til leigu allan sólarhring- inn. Vanur maður, símar 91-42140 og 985-34590. Gifspússningar - Knauf - alhliða múr- verk. Löggiltur múrarameistari, heimas. 650225 og 985-25925. Myndgáta Meiming Ljóðatón- leikar í Hafnarborg Ásdís Kristmundsdóttir sópransöngkona hélt ljóðatónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði í gærkvöldi. Undirleik á píanó annaðist Kristinn Örn Krist- insson. Flutt voru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Franz Schu- bert, Theu Musgrave, Gabriel Fauré og Richard Strauss. Verkefnalistinn var kunnuglegur aö mestu en vel valinn og skipaður veröugum viðfangsefnum. Það var gaman að fá að heyra sönglög enska tónskáldsins Theu Musgraves, Suite 0. Bairnsangs, (Barnasöngvar). Þessi lög eru samin í nýklassíkum stíl, vel gerð og sum þeirra mjög falleg. Má þar nefna Karlinn í tunglinu, Wilhe Webster og Kirsuberjatréð. í efnis- skrá voru öll ljóðin birt á frummáhnu og í íslenskri þýðingu eftir ýmsa Tánlist Finnur Torfi Stefánsson snjaha þýðendur. Hins vegar var ekki að finna neinar upplýsingar um ílytjendurna og má það kallast fuhmikil hógværð. í sumum af fyrstu lögunum á tónleikunum gætti aðeins óöryggis í rödd Ásdísar, en það hvarf þegar á leið. Rödd hennar er hrein og tær og margt gerði hún einkar fahega. Má þar nefna Die Forehe og Rastlose Liebe eft- ir Schubert og flest lög Musgrave komu ágætlega út svo dæmi séu tekin. Textaframburöur var oftast góður en þó svohtiö misjafn, enda sungið á mörgum tungumálum. Píanóleikur Kristins var öruggur og látlaus eins og vera ber og samleik- ur þeirra beggja vel samhæfður. Góð mæting var á tónleikana eins og jafnan er við að búast þegar þessi vinsæla tegund tónlistar er á boðstólum. Miðgarður 1 Skagafirði: Fjórir kórar á sönghátíð Öm Þórarinsson, DV, njótum: Mikh sönghátíð verður í Miðgarði í Seyluhreppi hér í Skagafirði laugar- daginn 13. apríl. Þar er um að ræða hina árlegu söngskemmtun sem skagfirsku kórarnir Heimir og Rökk- urkórinn gangast fyrir. 160 manns syngja þar í fjórum kórum. Gestir verða Rarik-kórinn úr Reykjavík, sem Violetta Smid stjórnar, og karla- kórinn Söngbræður úr Borgarfirði, stjómandi Sigurður Guðmundsson. Alls starfa um 100 manns með skagfirsku kómnum í vetur. Starf- semin hefur verið blómleg, m.a. hélt Heimir tvær söngskemmtanir fyrir páska við ágætar undirtektir og búið er að hljóðrita söng kórsins vegna plötuútgáfu sem fyrirhuguð er síðar á árinu. Stefán Gíslason er söngstjóri Heimis í vetur en Sveinn Árnason stjórnar Rökkurkórnum. Sönghátíöin í Miðgarði hefst kl. 20.30. Að söngnum loknum verður stiginn dans við undirleik hljóm- sveitar Ingimars Eydal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.