Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1991, Qupperneq 46
58
Afmæli
LAUg'áRDAGUR 13. APRÍL 1991.
Ólöf Ketilbj amadóttir
Ólöf Ketilbjarnadóttir húsmóöir,
Baldursgötu 16, Reykjavík, verður
níræöámorgun.
Starfsferill
Ólöf fæddist að Klukkufelli í Reyk-
hólasveit en fór þriggja ára meö for-
eldrum sínum að Saurhóli í Saurbæ
í Dalasýslu þar sem hún ólst upp.
Ólöf kynntist öllum almennum
sveitastörfum í foreldrahúsum. Hún
fór til Reykjavíkur 1919, lærði þar
kjólasaum hjá Stefónu Björnsdóttur
1923 auk þess sem hún lærði útsaum
og balderingu hjá Jónínu Benedikts-
dóttur.
Ólöf stundaði um skeið nám við
skóla Ásgríms að Bergstaðastræti
3, fór síðan til Bandaríkjanna og
lauk þaðan prófi frá Lýðháskóla í
Hartford 1928 og frá Hartford
Grammar School 1930. Hún var
sæmd heiðursmerki og heiðurs-
skjali American Legion Auxiliary
fyrir ritgerðir og góða frammistöðu
ínámiíHartford.
Ólöf var búsett í Bandaríkjunum
1925-31 en flutti þá til Reykjavíkur.
Hún starfaði hjá Ríkisútvarpinu í
níu ár eftir heimkomuna auk þess
sem hún stundaði einkakennslu í
ensku í heimahúsum. Þá starfaði
hún hjá Sláturfélagi Suðurlands í
Reykjavík á árunum 1958-78.
Ólöf gaf út ljóðabókina Gullregn
fyrir tveimur árum og er nú með
aðra ljóðabók í smíðum.
Fjölskylda
Ólöf giftist 19.5.1933 Indriða Hall-
dórssyni, f. 13.2.1908, d. í október
1990, múrarameistara en hann var
sonur Halldórs Indriðasonar út-
vegsb. í Grundarfirði, og konu hans,
Dagfríðar Jóhannsdóttur frá
Kverná.
Böm Ólafar og Indriða eru Halld-
órlndriðason, f. 29.11.1933, d. 1980,
múrarameistari og stýrimaður í
Reykjavík, var kvæntur Sigrúnu
Stefánsdóttur húsmóður og eru
dætur þeirra tvær; Kolbrún Dóra
Indriðadóttir, f. 26.11.1938, kaup-
kona í Reykjavík, gift Guðmundi
Guðveigssyni lögregluþjóni og eiga
þaufimmbörn.
Dætur Halldórs og Sigrúnar eru
Oddný Björg, f. 11.4.1956, skrifstofu-
maður í Reykjavík, var gift Bjarna
Friðrikssyni og eiga þau eina dótt-
ur, Birgittu, og Ólöf Berglind, f.
11.12.1959, þroskaþjálfiíReykjavík
og á hún einn son, Halldór Hrafn
Jónsson.
Börn Kolbrúnar Dóru og Guð-
mundar eru Ólöf, f. 26.2.1958, skrif-
stofumaður í Reykjavík, gift Peter
Joseph Broome Salmon verslunar-
manni og eiga þau einn son, Thom-
as; Eggert Snorri, f. 1.1.1961, húsa-
smiður og brunavörður, kvæntur
Jóhönnu Guðbjörnsdóttur húsmóð-
ur og eiga þau tvö börn, Hafstein
og Herdísi; Indriði, f. 24.8.1963,
múrari í Reykjavík, kvæntur Nínu
Edvardsdóttur fóstru og eiga þau
einn son, Alexander Frey; Guð-
mundur Sævar, f. 20.4.1970, nemi í
bílasmíði en unnusta hans er Guð-
rún S. Þrastardóttir; Halldóra Katla,
f. 24.12.1971, menntaskólanemi.
Ólöf átti sjö alsystkini og fimm
hálfsystkini, samfeðra. Af alsystk-
inum hennar komust þrjú til full-
orðinsára en þrír hálfbræður. Ólöf
er nú ein á lífi af systkinunum.
Foreldrar Ólafar voru Ketilbjörn
Magnússon, f. 25.6.1865, d. 1915, b.
á Saurhóli í Saurbæ í Dölum, og
seinni kona hans, Halldóra Snorra-
dóttir, f. 18.4.1865, d. 30.4.1945, hús-
freyja.
Ætt
Ketilbjörn var sonur Magnúsar,
hreppstjóra og fræðimanns í Tjald-
arnesi, Jónssonar, b. á Kleifum,
Ormssonar. Móðir Magnúsar var
Kristín Eggertsdóttir, óðalsb. í
Hergilsey, Ólafssonar, og Guðrúnar
Jónsdóttur af Djúpadalsætt. Móðir
Ketilsbjörns var Ólöf Guðlaugsdótt-
ir, prests í Vatnsfirði, Sigurðssonar,
prests í Lundum, Þorbjarnarsonar,
Ólöf Ketilbjarnadóttir.
ríka í Lundum, Ólafssonar. Móðir
Ólafar var Rannveig Sigurðardóttir,
sýslumanns á Hvítárvöllum, Jóns-
sonar.
Halldóra var dóttir Snorra Árna-
sonar, dbrm, í Amarstapa, Eyjólfs-
sonar. Móðir Halldóm var Ingveld-
ur Jónsdóttir frá Haukatungu, syst-
ir Oddnýjar, móðir séra Ingvars
Nikulássonar.
Ólöf tekur á móti gestum í Templ-
arahöllinni við Eiríksgötu á af-
mælisdaginn milli klukkan 16 og
19.00.
abalfundur
Aðalfundur Olíufélagsins h.f.
verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl 1991
á Hótel Sögu, Súlnasal
og hefst fundurinn kl. 14.00.
Ci
3
Ua
4.
■ I
■■ni# d ib
Venjuleg aðalfundarstörf skv. 14. gr.
samþykkta félagsins.
Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Tillögur um breytingar á 4., 5. og 16 gr.
samþykkta félagsins.
Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og
reikningar félagsins munu liggja frammi á
aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis,
viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða
afhent á aðalskrifstofu félagsins
Suðurlandsbraut 18, 4. hæð,
frá og með 11. apríl, fram að
hádegi fundardag.
Stjórn Olíufélagsins h.f.
Olíufélagið hf
Til hamingju með
afmælið 13. apríl
90 ára
Sesselja Einarsdóttir,
Hrafnistu, Kleppsvegi, Reykjavík.
85 ára
Gyðriður Sveinsdóttir,
Austurbrún 2, Rcykjavík.
Jón Magnússon,
Hávarösstöðum, Leirár- og Mela-
hreppi.
80 ára
Sigurður H. Sigurðsson,
Torftiesi, HUf 2, fsafiröi
Jóhannes Jósepsson,
Rauðamýri 4, Akureyri.
Sigurður Gíslason,
EyrargÖtu, Lækníshúsi, Eyrarbakka.
Jósef Sigurvaldason,
Eiðsstöðum, Svinavatnshreppi.
60 ára
Halidór Axel Halldórseon,
Úlfarsfellj 3, Mosfellsbæ.
Sveinn Jónsson,
Álftamýri 36, Reykjavík.
Kristján Guðlaugsson,
Nónvörðu 8, Keflavík.
Ragnhildur Bergsveinsdóttir,
Njálsgötu 104, Reykjavfk.
Pctur Viðar Karlsson,
Viöivöllum 23, Selibssi, .;
Bjarni Ólafsson,
Austurströnd 4, Seltjarnarnesí.
Láru Valgerður Júlíusdóttir,
Sogavegi, Melbæ, Reykjavik.
Magnús Loftsson,
Krummahólum 6, Reykjavik.
Sesselja G. Bjurnadóttir,
Álfhólsvegi 133, Kópavogi.
Sigriður Stefánsdóttir,
Goðheimum 16, Reykjavík.
Kagnheiður Jósúadóttir,
Hellulandi 3, Reykjavík.
Jenný Jensdóttir,
Dalseli 31, Reykjavík.
Björn Hákon Jóhannesson,
Ugluhólum 6, Reykjavík.
Andrés B, Júhusson,
Hólabraut 8, Höfn í Hornafirði.
Gísli S. Eiríksson,
Strembugötu 17, Vestmannaeyjum.
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN
FYRIR LANDSBYGGÐINA:
í 99-6272
^ Esa sImÍnn E2
-talandi dæmi um þjónustu!
Einar G. Jónsson
Einar Guðni Jónsson, sóknar-
prestur að Kálfafellsstað í Suður-
sveit, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Einar fæddist á Kálfafellsstað.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1961, embættisprófi í guöfræði frá
HÍ1969 og stundaði framhaldsnám
í Kaupmannahöfn 1975-76. Þá lauk
hann prófi í uppeldis- og kennslu-
fræöiviöHÍ 1986.
Með háskólanámi starfaði Einar í
lögreglunni í Reykjavík á sumrin
og spilaði meö ýmsum danshljóm-
sveitum. Hann starfaði við Lands-
banka íslands 1969-70, var deildar-
fulltrúi hjá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar 1970-72, sóknar-
prestur í Söðulsholti 1972-82, sókn-
arprestur í Árnesi 1982-89 og sókn-
arprestur að Kálfafellsstað frá 1989.
Hann kenndi við Laugagerðis-
skóla, Finnbogastaðaskóla og Hroll-
augsstaðaskóla. \
Einar var formaður skólanefndar
Laugagerðisskóla 1972-78, í fulltrúa-
ráði Hjálparstofnunar kirkjunnar
1987-89 og formaður Öldrunar-
nefndar Austur-Skaftafellssýslu frá
1990.
Fjölskylda
Einar kvæntist 4.12.1971 fyrri
konu sinni, Jórunni Oddsdóttur, f.
10.2.1938, húsmóður, en hún er dótt-
ir Odds Ólafssonar, húsvaröar í
Reykjavík. Þau skildu.
Kjörbarn: Sigurkarl, f. 18.8.1972,
sjómaður.
Einar kvæntist 25.7.1987 seinni
konu sinni, Sigrúnu G. Björnsdótt-
ur, f. 8.7.1941, kennara, en hún er
dóttir Björns Laxdals Jónssonar,
leigubifreiðarstjóra í Reykjavík, og
konu hans, Kristjönu Kristjánsdótt-
urhúsmóöur.
Synir Sigrúnar eru Bjarki Frans-
son, f. 1965, tækniskólanemi í Óö-
insvéum; Bijánn Fransson, f. 1968,
sálfræöinemi við HÍ, og Kristján
Björn Birgisson, f. 1982.
Systkini Einars eru Pétur, f. 12.1.
1938, viðskiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri stjórnunarsviðs rík-
isspítalanna, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Valdísi Erlendsdóttur
þroskaþjálfa, og Helga Jarþrúður,
f. 22.2.1939, fótsnyrtir, búsettí
Reykjavík.
Foreldrar Einars: Jón Pétursson,
f. 1.3.18%, d. 23.1.1973, prófastur
aö Kálfafellsstað, og kona hans,
Þóra Einarsdóttir, f. 10.2.1913, fyrrv.
formaður Verndar í Reykjavík.
Ætt
Jón var sonur Péturs, prests á
Kálfafellsstað, bróður Brynjólfs,
prests á Ólafsvöllum, Jarþrúðar,
konu Hannesar Þorsteinssonar rit-
Einar Guðni Jónsson.
stjóra, og bróður Jóhönnu Soffíu,
móður Páls Agnars, fyrrv. yfirdýra-
læknis og Zóphóníasar, fyrrv.
skipulagsstjóra, föður Páls, fyrrv.
bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og
Hjalta, skrifstofustjóra í dómsmála-
ráðuneytinu. Pétur var sonur Jóns,
háyfirdómara í Reykjavík, bróður
Brynjólfs Fjölnismanns og Péturs
biskups. Jón var sonur Péturs, pró-
fasts á Víðivöllum, Péturssonar.
Móðir Péturs prófasts var Þóra
Brynjólfsdóttir gullsmiðs, Halldórs-
sonar, biskups á Hólum, Brynjólfs-
sonar. Móðir Péturs á Kálfafellsstað
var Jóhanna Soffía Bogadóttir,
fræðimanns á Staðarfelli, Bene-
diktssonar.
Móðir Jóns prófasts var Helga,
systir Kristjáns, fóður Arngríms,
skólastjóra Melaskólans, fóður
Unnar, framkvæmdastjóra Módel-
samtakanna. Helga var dóttir Skúla,
b. á Sigríðarstöðum, Kristjánssonar,
b. þar, Arngrímssonar. Móðir Helgu
var Elísabet Jónsdóttir frá Leyningi.
Þóra er dóttir Einars yfirverk-
stjóra, Jónssonar, b. í Saurhaga,
bróður Hjörleifs, prests á Undorn-
felli, fóður Einars Kvarans rithöf-
undar. Jón var sonur Einars, prests
í Vallanesi, Hjörleifssonar, prests á
Hjaltastöðum, Þorsteinssonar,
bróöur Guttorms, prófasts á Hofi,
langafa Þórarins á Tjörn, föður
Kristjáns Eldjárns forseta. Móðir
Jóns í Saurhaga var Þóra, systir
Péturs, prests í Valþjófsdal, langafa
Ragnars, stjómarformanns ísals.
Þóra var dóttir Jóns, vefara á Kór-
reksstöðum, Þorsteinssonar, ætt-
föður vefaraættarinnar. Móðir Ein-
ars verkstjóra var Guðlaug Einars-
dóttir, b. í Firöi, Halldórssonar.
Móðir Þóru var Guöbjörg Kristjáns-
dóttir, b. á Bár í Eyrarsveit, Þor-
steinssonar, og Sigurlínar Þóröar-
dóttur.