Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Page 2
2
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991.
Fréttir
Kynferðisafbrot gegn bömum:
Kynfeður tíðustu
gerendurnir
Mjög mikil aukning hefur oröiö á
fjölda kynferöisafbrotamála gegn
börnum undanfarin ár. Árið 1983
kom einungis 1 mál inn á borö fjöl-
skyldudeildar Félagsmálastofnunar
en árið 1989 voru þau 24. Þetta kemur
fram í skýrslu sem Aðalsteinn Sig-
fússon sálfræðingur hefur skrifað
eftir rannsókn sem hann gerði á
þessum málum.
Rannsókn Aðalsteins byggir á mál-
um sem bárust fjölskyldudeikl Fé-
lagsmálastofnunar á tímabilinu 1.
janúar 1983 til 31. mars 1990. í ljós
kom að það voru 76 börn sem beitt
voru kynferðislegu ofbeldi í 61 máli.
Mjög mikil fjölgun varð árið 1988 en
þá fjölgaði málum í 23, en þau höfðu
verið 9 árið á undan. Aöalsteinn telur
ástæðu þess vera þá að það ár hóf
starfsemi sína sérstakur hópur inn-
an Félagsmálastofnunar sem ein-
göngu fjallar um kynferðisafbrot
gegn börnum.
Athygb vekur að gerendur í þess-
um kynferðisafbrotamálum eru í
langflestum tilfellum kynfeður barn-
anna. í þessu 61 máli eru kynfeður
gerendur í 23 tilvikum, stjúpar í 10
tilvikum, nágranni í 10 tilvikum,
óþekktur aðili í 5 tilvikum, afi í 2 til-
vikum, bróðir í 2 tilvikum, fósturfað-
ir, fósturbarn, skyldmenni fósturfor-
eldra og vinur móður í 1 tilviki hver,
frændi í 2 tilvikum, aðrir í 5 tilvikum
og óskráð eru 4 tilvik.
Tæplega 79% þolenda kynferðisaf-
brota eru stúlkur en 21% drengir og
59% barnanna eru tólf ára eða yngri
og 37% eru sex ára eða yngri. Aðal-
steinn skiptir kynferðislegu ofbeldi í
innan fjölskyidu og utan. í rúmlega
63% tilfella var um að ræða kynferð-
islegt ofbeldi innan fjöiskyldu en 36%
utan. Þá kemur í Ijós að þegar um
er að ræða kynferðislegt ofbeldi inn-
an fjölskyldu er áreitnitíminn 5,6 ár,
en 2 mánuðir utan fjölskyldu.
Aðalsteinn telur að mikiö vanti upp
á samvinnu milli fagfólks í meðferð
kynferðisafbrotamála og hún sé
ómarkviss og lítt þróuð. Hann segir
að tíðni kynferðisafbrotamála sé
mun hærri en rannsókn hans leiði í
DV
30
25
20
15
10
5
0
1983 1985 1986 1987 1988 1989 1990*
* Fyrstu þrjá mánuði ársins
Fjöldi kynferðisafbrotamála
Kynferðisafbrotamálum gegn börnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár en
Aðalsteinn Sigfússon sálfræðingur segir þó að tiðnin sé mun hærri en rann-
sókn hans leiði í Ijós.
ljós og nauðsynlegt sé að fagfólk og gegnbörnumséstaðreyndsemvinna
stofnanir vinm betur saman og horf- þurfi gegn með öllum tiltækum ráð-
ist í augu við að kynferðislegt ofbeldi um. -ns
Fulltrúar fógeta hafa heimsótt bústaði eldri borgara undanfarið og gert þeim kleift að kjósa utan kjörfundar. Guð-
mundur Jónsson, 84 gamall, býr á Droplaugarstöðum og var aldeilis ekki á þeim buxunum að láta alþingiskosn-
ingarnar fram hjá sér fara. Guðmundur er rúmfastur og skrifaði fulltrúi fógeta listabókstafinn á kjörseðilinn fyrir
hann. Á myndinni er Guðmundur að gá að því hvort fulltrúinn hafi skrifað réttan bókstaf. DV-mynd GVA
ufsa, sem síöan er geymdur í frystiklefum og notaður þegar annað hráefni
vantar. Mest af þessum Alaska-ufsa hefur verið flutt inn af Skerseyri hf. í
Hafnarfirði. Það fyrirtæki var brautryðjandi í því að fiytja inn Alaska-ufsa
sem veiddur er á línu. í gær var verið að landa 180 tonnum af ufsa í Holta-
görðum í Reykjavík. DV-mynd S
Lögreglan á Akranesi:
Lögreglan á Akranesi er nú
ílutt úr sínu gamla húsnæði aö
Kirkjubraut i nýtt húsnæöi að
Þjóðbraut li. Gengið var frá
kaupum á nýja húsnæðinu á mið-
vikudag og á iimmtudagskvöld
var nýja stöðin tekin í notkun.
Til stendur að nýta einnig húsið
að Þjóðbraut 13 undir starfsem-
ina.
Um sinn verður lögreglan á
Akranesi þó að notast við fanga-
geymsluna á gömlu stöðinni eða
þar til búið verður að innrétta
nýtt „svarthol“ á nýja staðnum.
„Viö urðum að skilja svartholiö
eftir á hlaupunum en vonandi
tekst okkur að taka 1 til 2 klefa í
notkun á nýja staðnum fljót-
lega,“ sagði lögreglufulltrúi á
vakt í samtali við DV í gærkvöldi.
-kaa
Ökukennarar vilja sérstakt akstursæfingasvæði:
Myndi lækka slysatíðni
ungs fólks í umferðinni
- segir Guðbrandur Bogason, formaður Öí
„Niðurstöður kannana, sem gerðar
hafa verið á Norðurlöndunum, sýna
tvímælalaust að slysatíðni ungs fólks
í umferðinni lækkar til muna með
þessari kennsluaðferð. Ökumenn
verða meðvitaðri í umferðinni og
ábyrgari. Þess vegna má spyrja sig
hvort þjóðin hafi efni á að hafna
þessu,“ segir Guðbrandur Bogason,
formaður Ökukennarafélags íslands.
Félagiö hefur sótt um hjá Reykjavík-
urborg að fá sérstakt svæði til öku-
kennslu þar sem nemendur byrja
sinn námsferil í stað þess að vera
sendir beint út á götuna eins og gert
er í dag. Borgarráð vísaði máhnu
nýverið til skipulagsnefndar.
Guöbrandur segir að annars staðar
á Norðurlöndunum og í mörgum
löndum Evrópu sé það orðið skylda
að hefja ökukennslu á svæðum sem
þessum.
„Það er ekki nokkur spuming að
gott skipulag á ökukennslu mótar
einstaklinginn til lengri tíma. Um-
ferðin héma sýnir það glöggt að við
erum ekki mótuð í upphafi og okkur
er hreinlega hent út í úmferðina.
Ökukennarar hafa ekki staði né að-
stæður til að kenna nemendum að
bregðast við hinum ýmsu uppákom-
um. Til dæmis nemendur sem læra
að sumri til kunna ekki að bregðast
við í hálku. Ég veit um mörg dæmi
þess að slys hafi orðið vegna þess aö
ökumaðurinn kunni ekki að bregðast
við aðstæðunum. En á svona æfinga-
svæöi er nemandinn æfður í að
bregðast við flestum eða öllum þeim
aðstæðum sem upp geta komið,“ seg-
ir Guðbrandur.
Kennsla á svona svæði fer þannig
fram að fyrst fara nemendur í bók-
legt nám þar sem þeim eru kennd
undirstöðuatriðin. Þá eru þeir látnir
keyra einir á sérstökum brautum á
Ökukennarafélags íslands.
svæðinu og sú kennsla jafngildir 3-5
ökutímum. Þegar nemendumir hafa
náð sæmilegum tökum á bílnum fara
þeir út í umferðina með ökukennara
og í lok námskeiðsins er aftur farið
á æfmgasvæðið. Þá tekur við erf-
iðasti hluti kennslunnar sem er að
keyra í hálku. Hálkan er búin til með
sérstöku efni og nemendurnir látnir
æfa sig í að keyra í henni. Að því
loknu er tahð að nemandinn sé thbú-
inn að fara út í umferðina einn.
Slysatíðni í umferðinni hér á landi
er hæst í aldurshópnum 17-20 ára
eða rétt eftir að fólk fær ökuskír-
teini. Guðbrandur segist vera þess
fullviss að sú tíðni muni lækka með
thkomu breyttrar ökukennslu og
æfmgasvæðisins.
„Viö eigum ekki að þurfa að búa
við þessa háu slysatíðni. Það er hægt
að lækka hana og ég tel að við höfum
ekki efni á að reyna það ekki,“ segir
Guðbrandur. _nK
Akstursæfingasvæði í Danmörku þar sem nemendur eru látnir «
Meðal annars er búin til hálka og viðbrögö við akstri i henni æfö.