Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Page 7
LAUcMlk-tiufr %/ÁMt 1991. 07 Fréttir Nýja lánskjaravísitalan erfið skuldurum: Gamla lánskjaravísitalan hefði hækkað minna Iðunn Steinsdóttir varð hlutskörpust í samkeppni um bestu barnabókina og hlaut íslensku barnabókaverð- launin 1991 fyrir bók sína Gegnum þyrnigerðið. Við verðlaunaafhend- inguna voru henni afhentar 200 þús- und krónur i verðlaun, auk þess sem hún fékk i hendur verölaunaskjal og fyrsta prentaða eintakið af bókinni. Alls bárust rúmlega þrjátíu bækur I keppnina sem nú var haldin I sjötta sinn. DV-mynd GVA EskiQörður: Kosið um Emil Thorarensen, DV, Eskifiröi: Eskfirðingar taka til þess afstöðu á kjördag hvort þeir vilji að áfengisút- sala veröi opnuð á staðnum eða ekki. Kosið verður um það samhliða al- þingiskosningunum. Fyrr á þessu ári fór atvinnunefnd staðarins fram á það við bæjarstjóm að óskað yrði eftir því við hlutaðeig- andi aðila að opnuö yrði áfengisút- sala hér. Bæjarstjórnarmönnum leist ekki á hugmyndina og voru 5 á móti en 2 með. Málinu var því hafn- að. Þá var hafin undirskriftarsöfnun þar sem farið var á leit við bæjar- stjórn aö gerð yrði könnun á fylgi íbúa við opnun slíkrar útsölu. 254 óskuðu eftir að könnunin færi fram. Alis eru 736 á kjörskrá á Eskifirði. Alþingiíslands: ast í stóla þingmanna Unglingar munu á mánudaginn kemur setja eigin þingfund á Alþingi og ræða sína eigin þingsályktunartil- lögu um málefni unglinga. Alls munu 63 unglingar frá 9 félagsmiöstöðvum og skólum í Reykjavík sitja fundinn. Uppákoma þessi er liður í Listahátíð æskunnar sem hefst í dag. Aö sögn Harðar J. Oddfríðarsonar, eins af skipuleggjendum þessa þing- fundar, fjallar ályktunartiUagan um flesta þá hluti sem skipta böm og unglinga máli og bent á úrlausnir, til dæmis hvað varðar umferðarmál, otbeldið á götunum og í heimahús- um, vímuefnavandann, tómstunda- iðkun, skólamál og svo framvegis. -kaa Hótel Martilsölu Fasteigna- og firmasalan í Kópa- vogi hefur aö undanfórnu auglýst 28 herbergja hótel á byggingastigi til sölu. Söluverð er 65 milljónir króna. Að sögn eiganda fasteignasölunnar, Guðmundar Þórðarsonar lögfræö- ings, er hér um að ræða Hótel Mar viö Brautarholt 22 í Reykjavík. Til skamms tíma var rekið á þess- um stað gistiheimili undir heitinu Gistiheimilið í Brautarholti. Ákveðið var að gera gagngerar endurbætur á gistiheimilinu og breyta nafninu í Hótel Mar. Endurbætumar eru nú á því stigi að verið er að mála. Sá sem kaupir þarf hins vegar að kaupa inn- réttingar og slá lokapunktinn, klára dæmið. -JGH Lánskjaravísitalan hækkar úr 3035 stigum í 3070 stig um næstu mánaða- mót og nemur þessi hækkun 1,15 prósentum. Gamla lánskjaravísital- an, sem hætt var með í byrjun ársins 1989, hefði hækkað mun minna eða aðeins um 0,38 prósent um þessi mánaðamót. DV sagði frá því fyrr í vikunni að sú sögulega breyting væri nú að verða á nýju lánskjaravísitölunni svonefndu, sem tók gUdi í ársbyijun 1989, að hún hefði hækkað mun meira frá áramótum en gamla láns- kjaravísitalan. Ástæðan er fyrst og fremst tenging launa við vísitöluna. Kaupmáttur launa er að hækka og við það hækk- ar launavísitalan hraðar en almennt verðlag. Útkoman er sú að tenging launa við lánskjaravísitöluna í miðri kreppunni í ársbyrjun 1989, sem ætl- að var að lækka vísitöluna og létta á greiðslubyrði fólks, er nú farin að þyngja greiðslubyrðina. -JGH - flokkarnir sem bera ábyrgð á öngþveitinu '88 - lykillinn að árangrinum '91 , rtab«e'fí'd' S\c\\^ ALÞYÐUBAND ALÁ GIÐ Flokkur sem getur - fólk sem þorir!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.