Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 12
12 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991. Erlendbóksjá Sá besti sem ekki fékk nóbelsverðlaun „Góðar nætur, kóngsson, og syngi englar sálu þína í ró!“ Spænski presturinn Leopoldo Duran las þessa tilvitnun úr Ham- let þegar kista enska rithöfundarins, Graham Greene, var látin síga í gröf í kirkjugarði svissneska þorpsins Corseaux. Faðir Duran, sem hafði þekkt Greene í áratugi og var talinn fyrirmynd aðalpersónunnar í skáld- sögunni „Monsignor Quixote", kom sérstaklega frá Spáni til þess að veita Greene hinstu aflausn áður en hann lést í fyrstu viku aprílmánaðar 86 ára að aldri. Greene hafði leitað sér lækninga í Sviss nokkrum mánuðum áður og því orðið að yfirgefa fyrir fullt og allt blokkaríbúð sína í Antib- es á Cote d’Azur þar sem hann hefur búið um áratuga skeið. En blóðsjúk- dómurinn reyndist ólæknandi. Einungis nánustu ættingjar og vin- ir, um sextíu manns, voru við út- fórina. Meðal viðstaddra var ekkja hans, Vivien, sem er 85 ára og hefur um árabil búið íjarri manni sínum í Oxfordskíri á Englandi, og böm þeirra tvö: sonurinn Francis og dótt- irin Carohne Bourget sem reyndar býr í Sviss og annaðist föður sinn síðustu mánuðina fyrir andlátið. Sömuleiðis ástvina hans undanfarna þrjá áratugi eða svo, Yvonne Coretta, sem er á áttræðisaldri. Sautján ára starf Norman Sherry, sem er prófessor í bókmenntum við Trinity-háskólann í San Antonio í Texas, fylgdi Greene einnig til grafar í Sviss. Hann átti mikil samskipti við rithöfundinn enda unnið aö því síðastliðin sautján ár að semja ævisögu Greene. Fyrsta bindi þess verks kom út fyrir tveim- ur áram og hefur nú birst í pappírs- kilju. Sherry kveðst hálfnaður við að skrifa annað bindi ævisögunnar. Fyrsta bindið er mikiö að vöxtum, hátt í átta hundrað blaðsíður, og ber vitni um ótrúlega eljusemi höfundar- ins. Enda hefur Sherry lagt á sig meiri fyrirhöfn en títt er um ævi- söguhöfunda. Það er ekki aðeins að hann hafi farið yfir öll tiltæk rituð gögn og rætt ítarlega við Greene sjálfan og þá karla og konur sem við hann höfðu helst samskipti á lífsleið- inni, heldur fór hann hvað eftir ann- Volume One 1904-1939 NORMAN SHERRY að í fótspor Greene víða um heim. Sherry heimsótti þá staöi í Afríku, Ameríku og Asíu sem Greene notaði með svo árangursríkum og mögnuð- um hætti í skáldverkum sínum. Þar hafði hann jafnvel upp á ýmsum þeim mönnum sem Greene hitti á sinni tíð og notaði sem fyrirmyndir að persónum í sögunum. Slík elja ævisöguritara er óvenju- leg. En árangurinn er glæsilegur og ekki að undra að Sherry hefur hlotið einróma lof fyrir verk sitt. í fyrsta bindinu rekur hann ævi og störf Greene fram til upphafs síðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta er timi mótunar og síðan sköpunar sem rís hæst með þeirri skáldsögu sem Gre- ene sjálfur taldi besta verk sitt: The Power and the Glory sem fjallar um drykkfelldan prest í Mexikó á timum ofsókna gegn kaþólsku kirkjunni þar. Erfið æskuár Graham Greene fæddist 2. október 1904. Hann var ijórði í röð sex systk- ina. Yngri bróðir hans, Hugh, stjóm- aði um árabil BBC í London. Faðir þeirra var skólastjóri heimavistar- skóla í Berkhamsted, þar sem Gra- ham stundaði nám í nokkur ár eða þar til hann þoldi ekki lengur við og strauk. Sherry gerir skilmerkilega grein fyrir því hvernig ömurleiki skólalífsins setti mark sitt á Greene fyrir lífstíö og mótaði ýmis megin- þemu skáldskapar hans. Greene hefur sjálfur lýst sífelldri baráttu sinni gegn leiðindunum. Þeg- ar hann var 19 ára gamall hressti hann upp á tilveruna með því að fara í rússneska rúllettu. Það munaði ein- um. Þegar Greene stundaði nám í Ox- ford kynntist hann Vivien og varð yfir sig ástfanginn. Hann gafst ekki upp þótt hægt gengi að vinna hylli hennar. Þau gengu loks í hjónaband þegar Greene haföi snúist til trúar Vivien, kaþólsku. Trúarskiptin áttu eftir að hafa mikil áhrif á skáldskap hans. í nokkur ár vann Greene fyrir sér sem blaðamaður við The Times, en lét af því starfi 1929 eftir að fyrsta skáldsagan, The Man Within, kom út. Þótt hann sendi frá sér margar skáldsögur, sem hlutu ágætar við- tökur, næstu árin - þar á meðal Brighton Rock - tókst honum þó ekki að lifa eingöngu af skáldskapnum og skrifaði því mikið fyrir tímarit, ekki síst um kvikmyndir og bókmenntir. Inn á milh ferðaðist hann til fjar- lægra landa sem hann notaði síðan sem sögusvið'í skáldsögum. Sherry segir mjög ítarlega frá þessu tímabili í lífi Greene í fyrsta bindi ævisögunnar. Virtur og vinsæll Graham Greene var óvenjulegur rithöfundur að mörgu leyti og þá ekki síst vegna þess að hann samein- aði það tvennt aö vera virtur og vin- sæll. Vinsældir hans höfðu að vísu í för með sér að harðsnúnum hópi inn- an sænsku akademíunnar tókst að koma í veg fyrir að hann hlyti bók- menntaverðlaun Nóbels. Ýmsir hafa vakið athygli á því nú, þegar Greene er allur, að hann sé tvímælalaust besti skáldsagnahöfundur þessarar aldar sem ekki hafi fengið nóbels- verðlaun og sé það blettur á sænsku cikademíunni. Garcia Marquez, suð- ur-améríski nóbelsverðlaunahafinn, sagði á dögunum að Greene hefði haft mikil áhrif á sig sem rithöfundur og að hann hefði sent sænsku aka- demíunni tillögu um það fyrir nokkra að Greene fengi nóbelsverð- launin í ár. Af því verður þó ekki. Greene tókst að móta svo sterkan eigin stíl að nafn hans hefur verið notað sem lýsingarorð fyrir sérstök efnistök og andrúmsloft í skáldsög- um. Breskir rithöfundar og gagnrýn- endur hafa flestir hlaðið á hann lofi að honum látnum. Slík viðhorf koma lesendum hans mn allan heim síður en svo á óvart. Frá hendi Greene liggja um sextíu skáldverk: Skáldsögur, smásagna- söfn, leikrit og endurminningar. Verk hans hafa verið þýdd á 27 tungumál og selst í ríflega 20 milljón- um eintaka. Fjölmargar skáldsagna hans hafa þar að auki verið kvik- myndaðar, stundum með frábærum árangri. The Life of Graham Greene. Volume one 1904-1939. fföfundur: Norman Sherry. Penguin Books, 1990. Metsölukiljur Bretland. Skatdsögur: 1. Rosamunde Pilcher: SEPTEMBER. 2. Mary Wesiey: A SENSI8LE LIFE. 3. Cothorine Cookson; TME WINGLESS BIRD. 4. Grant Naylor: BETTER THAN LIFE. 5. A.S. Byatt POSSESSION. 8. Robert Ludfum: THE BOURNE ULTIMATUM. 7. Judith Michael: A RUUNG PASSION. 8. Sally Beauman: DARK ANGEL. 9. Arthur Hailey: THE EVENING NEWS. 10. Jack Hlggins: COLD HARBOUR. Rit almenns eðlis: 1. GARDENS OF ENGLAND & WALES 1991. 2. Pater Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 3. Davld Hessayon: THE BEDDING PLANT EXPERT. 4. Drlvlng Standards Agency: YOUR DRIVING TEST. 5. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH OIET. 6. Sheita Alcock: HISTORIC HOUSES, CASTLES & GARDENS 1991. 7. Rosemary Conley: METABOLISM BOOSTER DIET. 8. Rosemary Conley; INCH-LOSS PLAN. 9. D. Grant & J. Jolce: FOOD COMBINING FOR HEALTH. 10. Hannah Hauxwelt: SEASONS OF MY LIFE. (Byggt 9 The Sunday Timos) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Thomas Harris: THE SILENCE OF THE LAMBS. 2. Robert Ludfum: THE BOURNE ULTtMATUM. 3. Thomas Harris: RED DRAGON. 4. LaVyrle Spencer: BITTER SWEET. 5. Tom Robblns: SKINNY LEGS AND ALL. 6. Mlchael Blake: DANCES WITH WOLVES. 7. Arthur Halley: THE EVENING NEWS. 8. Nancy Prlce: SLEEPING WITH THE ENEMY. 9. Shlriee Buebee: WHISPER TO ME OF LOVE. 10. Mary Higgins Clark: THE ANASTASIA SYNDROME AND OTHER STORIES. 11. David Morell: THE FIFTH PROFESSION. 12. Terry Brooks: THE SCIONS OF SHANNARA. 13. Brad Ferguson: A FLAG FULL OF STARS. 14. Nelson DeMllle: THE GOLD COAST. 15. Brel Easton Ellis: AMERICAN PSYCHO. Rit almenns eölis: 1. Robert Fulghum: IT WAS ON FIRE WHEN I LAY DOWN ON IT. 2. Thomas L. Friedman: FROM BEIRUT TO JERUSALEM. 3. Jerry Hopktns & Danny Sugerman: NO ONE HERE GETS OUT AU VE. 4. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNEO IN KINDERGARTEN. 5. Betty Mahmoody, William Hoffer: NOT WITHOUT MY DAUGHTER. 6. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 7. CarJton Smlth & Thnrnau Guillen: THE SEARCH FOR THE GREEN RIVER KILLER. 8. David Fromkin: A PEACE TO END ALL PEACE. 9. S. Jill Ker Coneway: THE ROAD FROM COORAIN. 10. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE, AND MIRACLES. 11. Bryan Burrough & John Heiyar: BARBARIANS AT THE GATE. (Byggt á New York Tímes Sook Review) Danmörk Skáldsögur: 1. Jennifer Lynch: LAURA PALMERS HEMMELIGE DAGBOG. 2. Tom Wolfe: FORFÆNGELIGHEDENS BÁL. 3. Marcol Pagnol. MIN FARS STORE DAG, MIN MORS SLOT. 4. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 5. Fay Weldon: MÆNDS LIV OG HJERTER. 6. Peler Soeberg: HYRDER. 7. Isabel Allende: EVA LUNA. 8. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 9. Stephen Klng: ONDSKABENS HOTEL. 10. Knud H. Thomsen: DEGNEN I KRAGEVIG. (Byggt á PollBken SondBg) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Páfinn undir skurðhnífnum Morris West, sem er kunnur fyrir fjölmargar spennusögur, hefur samið nokkrar skáldsögur um æsilega atburði í Páfagarði. Þessi nýjasta saga hans er ein- mitt af því tagi. Söguhetjan er Leó páfi fjórtándi sem hefur rekið svo kröfuharðan strangtrúnað sem æðsti maður kaþólikka að það hefur fælt fólk frá kirkjunni í stórum stíl víða um lönd. Páfinn stendur frammi fyrir erfiðu persónulegu vali; að gang- ast undir hjartauppskurð eða horfa fram á vísan dauða innan skamms tíma. Hann velur að leggjast undir hnífmn. Aðgerðin heppnast vel en páfinn er ekki samur maður á effir og viðhorf hans era gjörbreytt. En páfinn lendir ekki aðeins í návígi við dauðann undir skurð- hnífnum. Hryðjuverkamenn vilja hann feigan og skipuleggja bana- tilræði. West skrifar lipran texta og kann að búa til spennandi sögu- þráð. Þá nýtir hann vel mikla þekkingu sína á gangi mála í Páfagarði. Þetta er því ágætis af- þreying. LAZARUS. Höfundur: Morris West. Mandarin Paperbacks, 1990. In Search of THE CRACK A 'iniKÍ, sad, RÍjmortius carníval' of a Ljúfa lífið og eiturlyfin In Search of the Crack er fyrsta skáldsaga rúmlega þrítugs blaða- manns sem einkum hefur starfað viö tímaritið Face í London og fjallaö um tískustrauma meðal unga fólksins. Viðfangsefnið í skáldsögunni er líf fólks á táningsaldri í bresku höfuðborginni. Það er á flótta frá dapurlegum hversdagsleikanum og leitar gjaman hamingjunnar í hinu ljúfa næturlíf. Sögumaðurinn, Tony, er nítján ára. Þótt hann búi enn heima hjá foreldram sínum og systkinum er samband hans við fjölskylduna tilfinningasnautt. Hann er hætt- ur í skóla, hefur ekki fundið sér starf - enda lítt áhugasamur um slíkt - og á yfirleitt erfitt meö að fóta sig í tilveranni. Hið ljúfa líf heillar og fljótlega er hann ásamt félögum sínum kominn út á hála braut eiturlyíjaviðskiptanna. Þetta er athyglisverð framraun höfundar sem þekkir vel til þess umhverfis sem hann lýsir í sög- unni þótt hvorki persónumar né atburðarásin geti talist sérlega frumleg. IN SEARCH OF THE CRACK. Höfundur: Robert Elms. Penguin Books, 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.