Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991.
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 >27022-FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÓLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr.
Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr.
Þetta er ykkur að kenna
Kosningabaráttan var stutt, tæpar þrjár vikur, og
snerist lítið um kosningaloforð, sem ekki er ætlunin að
efna. Þar með eru taldir kostir kosningabaráttunnar,
sem var bæði dýr og leiðinleg, snauð af nokkru því, sem
gæti vakið kjósendur til eldmóðs eða einbeitingar.
Steingrímur Hermannsson reyndi að flytja kosninga-
baráttuna suður á Rínarbakka með að gefa í skyn, að
aðrir hefðu landráð í huga með ráðagerðum um inn-
göngu í Evrópubandalagið. Þetta tókst ekki, af því að
hinir sögðust vera einangrunarsinnaðri en Framsókn.
N Það er hins vegar fróðlegt mat á einangrunarstefnu
kjósenda, að allir stjórnmálaflokkar auglýstu vanþókn-
. un sína á Evrópubandalaginu og sumir fordæmdu jafn-
vel Evrópska efnahagssvæðið, sem Evrópubandalagið
og Fríverzlunarsamtökin eru að reyna að koma á fót.
Yfirleitt var í kosningabaráttunni ekki gert ráð fyrir
mikilli greind kjósenda. Lengst gekk Ólafur Ragnar
Grímsson, sem hélt uppteknum hætti, boðaði blaða-
mannafundi og hellti rugli og beinum ósannindum um
fjármál ríkisins ofan í sjónvarpsfréttamenn.
Dæmi Ólafs sýnir, að enn er ríkt í stjórnmálamönn-
um, að þeir geti slegið fram hverju sem er, studdu mark-
lausum tölum, töflum og línuritum, þótt fullyrðingar
þeirra séu jafnóðum slegnar í kaf af töluglöggu fólki,
sem ekki á hagsmuna að gæta í kosningabaráttunni.
Það er rétt hjá burtreiðamönnum kosninganna, að
fólk lætur sig lítt varða um efniskjarna, en hefur þeim
mun meiri áhuga á ýmsum aukaatriðum, en mest þó á
þröngt afmörkuðum sérhagsmunum á borð við gat í
fjall, lengdan hafnargarð ogríkisábyrgð á fjárglæfrum.
Póhtískur vanþroski er mikill hér á landi, svo sem
endurspeglast í kosningabaráttunni. Utan Reykjavíkur-
svæðisins er því miður enn þann dag í dag algengast,
að fólk líti á stjórnmál sem aðferð til að komast yfir
peninga úr sameiginlegum sjóðum og dreifa herfanginu.
Nýju flokkamir hafa ekki brotið hina hefðbundnu
ramma, heldur hafa þeir tilhneigingu til að yfirbjóða
gömlu flokkana í óraunsæi og mgli. Þeir virðast ekki
munu hafa árangur sem erfiði, enda ættu fimm flokkar
að nægja utan um næsta óáþreifanlegan mismun.
Áhugi kjósenda á þröngum sérhagsmunum fer saman
við jafnaðargeð þeirra andspænis spillingu stjórnmála-
manna, sem nota sameiginlega sjóði í auknum mæh til
að greiða kosningabáráttu flokka sinna, til að bæta eig-
in fjárhagsstöðu og til að hygla gælufyrirtækjum.
Kvennahstinn er eini fimmflokkurinn, sem ekki er
spihtur, en hefur svo að öðm leyti á móti sér að vera
með óvenju afturhaldshneigða stefnu. Þetta má orða
svo, að ástæða sé til að óttast, að gömlu flokkamir efni
ekki loforð sín og að Kvennahstinn efni loforð sín.
Eftir kosningar verður ekki auðvelt að tína aftur sam-
an þræðina. Samtals nániu kosningavíxlar lánsfiárlaga
þrettán mihjörðum ofan á þann tólf mihjarða halla, sem
þar var áður fyrir. Samtals nam seðlaprentun hármála-
ráðherra níu milljörðum króna á kosningavertíðinni.
Þessir kosningavíxlar munu leiða til verðbólgu og
vaxtahækkana eftir kosningar, sama hvaða flokkar
verða við stjóm, og hvað sem hinir sömu flokkar fuh-
yrtu fyrir kosningar. Það verður mikið verk að basla
saman nýrri þjóðarsátt, þegar víxlamir gjaldfaha.
Það er hart aðgöngu, að kjósendur skuh vera svo
skyni skroppnir, að kosningabarátta skuh þurfa að vera
með þeim hætti, sem raun hefur orðið á að þessu sinni.
Jónas Kristjánsson
liðsinni við
Kúrda eftir
dúk og disk
mannaskarann augum. Engar ráð-
stafanir höfðu verið gerðar til að
sjá særðum og sjúkum fyrir lækn-
ishjálp.
Fréttamenn hafa allt aðra sögu
að segja frá landamærum íraks og
irans. Giskað er á að þangað leiti
hálfu fleiri Kúrdar frá írak en til
landamæranna við Tyrkland. íran-
ir hafa bersýnilega lagt sig fram
að veita það hðsinni sem þeir
megna en getan er takmörkuð.
Einkum skortir lyf en sjúkraskýl-
um hefur verið komið upp og lækn-
ar og hjúkrunarfólk sent á vett-
vang. Reynt er að koma sem flestu
flóttafólki fyrir hjá fjölskyldum í
landamærahéraðinu og er fúslega
við því orðið, enda flestir íbúanna
Kúrdar.
íranir hafa kvartað yfir því að
þeim berist alþjóðleg aðstoð langt-
um dræmar en Tyrkjum en nú er
að rætast úr því. Ríki Evrópu-
bandaiagsins riðu á vaðið og tekist
hefur samkomulag um að Banda-
ríkjamenn sendi flugvélar með
hjálpargogn til írans, þótt enn sé
stjómmálasambandslaust milli
landanna.
Vandinn, sem við blasir þegar
koma á upp flóttamannabúðum á
nyrsta svæði íraska Kúrdistans, er
að þar eru óbyggðir fyrir. í herferð
írakshers gegn Kúrdum árin 1985
til 1988 lét Saddam Hussein jafna
sérhvert þorp á svæðinu við jörðu
og flytja þá sem eftir lifðu nauðung-
arflutningi suður í land sem fjærst
Kúrdistan. Því er ekki um neina
aödrætti að ræða úr nágrenninu.
allt verður að flytja erlendis frá.
Fram á síðustu daga hafa vopna-
viðskipti átt sér stað milli íraskra
hermanna og skæruhers Kúrda
sem lengi hefur verið við lýði og
nefnist á þeirri máh pesh merga,
þeir sem fara til móts við dauöann.
Skæruhemaðurinn er líklegur til
að færast í aukana eftir að stríðs-
mennimir vita konur sínar og böm
óhult í bærilega birgum og vemd-
uðum flóttamannabúðum. Vandséð
er að þeir telja sig nokkm sinni
geta reitt sig á sáttaboð Saddams
eftir margfóld svik hans sem á und-
an eru gengin.
Magnús Torfi Ólafsson
frekari töf orðið vegna rifrildis
bandarískra stjómarstofnana og
alþjóðlegra hjálparstofnana um
heildarfjárþörf, skiptingu fjár milh
aðila og hvaða stofnanir skyldu
ábyrgar fyrir starfseminni.
Þar að auki hafa Ann Devroy og
Mohy Moore fréttamenn eftir
„háttsettum embættismanni“
Bandaríkjastjómar aö vísvitandi
hafi verið tafið fyrir að hjálparstarf
kæmist á rekspöl. „í hreinskilni
sagt, við vhdum að borgarastríðiö
væri afstaðið svo þátttaka okkar
hti ekki út sem ákvörðun um aö
hjálpa uppreisnarmönnum að
steypa Saddam af stóh heldur
ákvörðun um aö veita aðstoð af
mannúðarástæðum." Fyrsta fram-
lag Bandaríkjastjómar, sem Bush
kynnti th líknar milljónum á flótta,
var eftir þessu, ehefu mhljónir doh-
ara.
Af slíkum handarbakavinnu-
brögðum og vhjandi óleik við
skjóta hjálp sýpur flóttafólkið seyð-
ið. Það skortir aht, mat, vatn, skýh
og sér í lagi skófatnað, þar sem það
veður aurinn í fjallshlíðum, ber-
fætt í ökkla eða mjóalegg. Tjöld era
af skomum skammti og hafast fjöl-
skyldur unnvörpum við undir
blautum teppum eða plasti um hrá-
slagalegar og stundum frostkaldar Kúrdakona og dóttir hennar sofandi á jörðinni á flóttamannasvæði við
nætur. Isikveren i Tyrklandi. Yngra barn hjúfrar sig i kjöltu móðurinnar.
Á daginn hlánar og grannur jarð-________________________ ■_____________________SímamyndReuter
Þrjár vikur rúmar eru hðnar frá
því flóttamannastraumurinn frá
íraska Kúrdistan skah á landa-
mærunum við íran og Tyrkland.
Tahð er að tvær th tvær og hálf
mhljón manna hafi yfirgefið heim-
hi sín á flótta undan böðlum Sadd-
ams Huusein, flestir lagt fótgang-
andi á örðuga fjallvegi í óbhðu veð-
urfari og bundið aha von við líkn
og mannúð umheimsins.
Þeir eiginleikar hafa fram th þesa
hrokkið skammt th að mæta þörf-
inni. Fréttamenn, sem komist hafa
th flóttamannskarans beggja vegna
landamæranna að Tyrklandi, eiga
ekki orð th að lýsa hörmungum
fióttamanna og ófremdarástandinu
í því sem á að heita hjálparstarf.
Frakklandssfjórn beitti sér fyrir
að Öryggisráðið ályktaði að flótta-
mannastraumurinn frá írak og
innan landsins væri mál sem Sam-
einuðu þjóðunum bæri að sinna.
Brehandsstjóm lagði th að flótta-
fólki yrði búinn griðastaður í eigin
landi. Nú hafa þeir Francois Mit-
terrand og John Major dregið Ge-
orge Bush th að gangast við nokk-
urri ábyrgð á afleiðingum stríðsins
sem hann undirbjó og rak á þann
hátt aö andstæðingar Saddams í
írak hlutu að búast við liösinni
bandamanna þegar þeir risu upp
gegn ógnarstjóm hans.
Herhð frá Bandaríkjunum, Bret-
landi og Frakklandi verður sent
inn í Norður-írak th að koma þar
upp flóttamannabúðum fyrir aht
að 400.000 manns og gæta síðan
öryggis fólksins fyrir íraksher
meðan þörf gerist. Jafnframt hafa
fuhtrúar Sameinuðu þjóðanna
komist að samkomulagi við íraks-
stjóm um að alþjóðasamtökunum
sé heimht að starfa um landið allt
th að tryggja öryggi uppflosnaðs
fölks og veita því hðsinni. í því
skyni er SÞ heimht að koma upp
bækistöðvum undir fána stofnun-
arinnar eins og þurfa þykir.
En er þetta afar seint á ferö.
Fréttamenn Washington Post
skýra frá því að viðleitni th að
skipuleggja neyðaraðstoð strax í
öndverðu hafi strandað í skrif-
finnsku , skipulagsleysi og tog-
streitu milh stofnana í höfuðborg
Bandaríkjanna. Síðan hafi enn
Erlend tídindi
Magnús Torfi Ólafsson
vegur í fjahshlíðunum breytist í
svað. Hreinlætisaðstaða er engin
svo aurleðjan verður sífeht saur-
blandnari. í gryfjur í þessum
grunna jarðvegi verða Kúrdar að
leggja lík króknaðra barna sinna
og úttaugaðra foreldra því að
yngsta og elsta kynslóðin falla
fyrstar fyrir harðréttinu.
Framkoma tyrkneskra yfirvalda
og stofnana við flóttafólkið hefur í
heild verið hraksmánarleg, eins og
jafnan þegar Kúrdar eiga í hlut.
Fyrst í stað var herinn látinn skjóta
á móti flóttamannaskaranum til að
vama honum að komast yfir landa-
mærin. Eftir að tekið var að hleypa
nokkrum hluta flóttafólksins inn í
Tyrkland var dreifing matvæla og
annarrar hjálpar óskipulögð með
öllu. Hermenn fleygðu því sem
barst eftir illfærum vegum af
handahófi út í fólksmergðina þar
sem barist var um hvem hlut.
Tyrknesku hermennirnir hafa fyr-
irmæh um að meina tyrkneskum
Kúrdum að hjálpa eða hlynna að
nauðleitarmönnum af sama þjóð-
emi frá írak.
Við Isikveren hafa um 100.000
Kúrdar á flótta leitað hæhs. Clyde
Haberman frá New York Times var
þar á ferö og fór á fund svæðisstjór-
ans frá Rauða hálfmánanum tyrk-
neska. Sá hafðist við niðri á slétt-
unni og hafði ekki enn litið flótta-