Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 28
28 LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991. Böm em merkilegt fólk - Ljóðabók bamanna gefln út á sumardaginn fyrsta Ólafur Jónsson með nokkrar þeirra mynda sem sendar voru inn. DV-mynd BG „Böm eru merkilegt fólk og með því að standa að þessari útgáfu vilj- um við gefa þeim kost á að leggja sitt af mörkum til þjóöfélagslega skapandi umræðu,“ sagði Olafur Jónsson, forstöðumaður Listasafns Alþýðusambands íslands, í samtali viö DV. Alþýðusamband íslands stendur að sérstakri útgáfu á Ljóðabók bamanna og verður bókin gefin út á sumardaginn fyrsta. Útgáfa þessi fer fram í samvinnu menntamála- ráðuneytisins, bókaforlagsins Ið- unnar og ASÍ. Öllum bömum yngri en 12 ára var gefinn kostur á að taka þátt í keppninni og var í því skyni sent kynningarbréf til allra grannskóla og leikskóla þar sem málið var kynnt. Börnin vora hvött til þess að senda myndir með ljóðunum og verða nokkrar þeirra notaðar til þess að myndskreyta bókina en aðrar fara á sýningu sem verður opnuð í tengslum við þetta framtak í Listasafni ASÍ. Misgóð svörun „Svöranin varð mjög mismun- andi góð,“ sagði Ólafur Jónsson. „Hún var allt frá því að vera mjög góð eða framúrskarandi til þess að vera alls engin. Mér finnst eins og almennt hafi verið betri þátttaka í skólum úti á landsbyggðinni þegar tekið er tillit tii fólksfjölda. Markmið ASÍ með því að standa að þessari útgáfu er að efla mál- rækt og myndmál meðal barna. ASÍ er stærsta fjöldahreyfing landsins og era meira en 70 þúsund innan vébanda hennar og við viljum með þessu í tilefni 75 ára afmæhs sam- takanna minna á að hér er ekki bara um verkalýðssamtök að ræða heldur er þetta í anda þeirrar hefö- ar að samtökin hafa ávallt látið sér mjög annt um menntun félags- manna sinna.“ Þetta mun vera fyrsta bók sem gefin er út á Islandi af forlagi sem inniheldur eingöngu framsamið efni og myndir efitir börn. Meira en 1000 börnum verður sent viður- kenningarskjal fyrir þátttökuna en mikið starf var að velja ljóð til birt- ingar í bókinni. Bókmenntafræð- ingar og fulltrúar frá samtökum móðurmálskennara og fóstrufélag- inu þrengdu hópinn smátt og smátt og var hvert einasta ljóð lesið af fleiri en einum nefndarmeölimi. Einnig var horft á það hvort ljóð- in væra stohn eða stæld eða hvort ætla mætti að einhver fuhorðinn hefði komið við sögu við samningu þeirra. Shkt útilokaði viðkomandi ljóð frá birtingu. En hvernig leist Olafi á ljóðagerð yngstu borgar- anna? Eru börn svartsýn „Satt best að segja eru þau al- mennt mun alvörugefnari og svart- sýnni í sinni ljóðagerð .en ég bjóst við frá svo ungum börnum. Það virðist sem börn hafi miklar áhyggjur af því sem gerist í heimin- um og finnist þau vera harla mátt- lítil gagnvart þeim hörmungum sem yfir hann dynja. Hvort kenna má miklu fréttaflóði og upplýsinga- streymi um veit ég ekki en æskan virðist ekki vera eins saklaus og vernduð gegn böh heimsins og halda mætti. Með útgáfu þessarar bókar er vonandi hægt að sýna börnum fram á að þau geta átt sinn þátt í aö byggja upp og búa til svo falleg- an hlut sem ég veit að þessi bók verður og kannski verður þaö til þess að styrkja sjálfsmynd þeirra og efla öryggi þeirra.“ Nokkur sýnishorn afljóðagerð barna Sorg Viö minnumst þín ætíð og munum alltaf gera. Það er eins með blómin. Þau vaxa og deyja en lífið heldur áfram með þig í okkar huga. Birgitta Bjarnadóttir, 11 ára. Þátttakandi í þessu stríði Sit í tröppunni horfi á þá stríða honum ég geri ekki neitt vegna þess að ég er í rauninni þátttakandi í þessu stríði að horfa á Auður Jörundsdóttir, 11 ára. Fótbolti J Ég var í fótbolta og pabbi var í marki. Hann er í Liverpool og ég líka. Egill Daði Axelsson, 6 ára. Selurinn Komdu hth selurinn hér er aht nú frosið. Kuldinn æðir út og inn í Eskimóalandi. Kristrún Tinna, 6 ára. Bréf til mömmu Eitt bréf enn það er ahtaf verið að senda manni bréf. Skuldir, rafmagn, vatn og matur. Þetta eru endalausar skuldir. Bréf til mín. Enn eitt ástarbréfiö frá pabba þínum. Óli Kr. Jónsson, 11 ára. Fólk er alltaf að Fólk vinnur í frystihúsi fólk vinnur á sjó fólk vinnur í sveit fólk vinnur í borg fólk vinnur í þorpi fólk er ahtaf að. Steinn Björnsson, 8 ára. Nöfn Margir ruglast á nöfnum þau gætu eins kallað okkur Gísla, Eirík og Helga. Þaö er orðið vandamál þegar enginn man hvað maður heitir. Ragnhildur Björg Gunnarsdóttir 12 ára. Skólinn Að horfa á töflu hálfan daginn er erfitt. Að hlusta á kennara rugla og bulla er líka erfitt. En ég verð að hlýða því miður. Bergþór Sævarsson, 11 ára. -Pá Ungskáld í Austurbæjarskóla - rætt við Birgittu og Auði um ljóðin og lífið Ágæt sýnishorn af þeim bömum sem sendu inn ljóð th birtingar í ljóöabók bamanna fundum við í Austurbæjarskólanum. Það eru þær Auður Jörundsdóttir, 10 ára og Birgitta Bjamadóttir, á tólfta ári. Þær sögðu í samtali við DV að þegar ljóðabókin var kynnt i skó- lanum hefði öllum verið frjálst að taka þátt og senda inn ljóð og myndir. Máhð var rætt í íslensku- tímum og nemendum th halds og trausts var fundað með Vilborgu Dagbjartsdóttur starfsmanni skól- ans sem er einnig þekkt skáldkona. En um hvað yrkja 10 og 11 ára göm- ul skáld? v Ort um sorg og gleði „Helst um sorg og gleði,“ segir Birgitta. „Það hafa margir spurt mig hvort ég sé eitthvað sorgmædd þvi tvö af þremur ljóðum sem ég sendi inn fjölluðu um sorg. En ég yrki líka um gleði,“ segir hún og brosir glettnislega. „Það er strákur í mínum bekk sem er mikið strítt. Það var um það sem ég bjó th ljóðið mitt,“ segir Auöur. „Þeir sem fylgjast með en gera ekkert eru jafnsekir og hin- ir.“ - En er krökkum mikið strítt í skólanum? „Já,“ segja þær og líta hvor á aðra. „Þaö eru alltaf einhveijir sem finna sér aðra th þess aö stríða. Krökkum er strítt á því að þeim gangi illa að læra, að þau séu of lítil eða of feit, eða ef þau eru öðruvísi á litinn." - Þekkja ungu skáldin verk eldri höfunda og hafa þær reynt að yrkja undir hefðbundnum háttum? „Við erum látnar lesa svona í skó- lanum. Það er miklu skemmtilegra að yrkja öðruvísi og auðveldara að segja það sem maður vhl.“ Flugfreyja og skáld - Ætlið þið að verða skáld þegar þið verðið stórar? „Ég ætla að veröa flugfreyja,“ segir Birgitta. „Stjúpa mín er flugfreyja og ég fór einu sinni með henni th Grænlands og var að hjálpa henni á leiðinni. Ég held að það sé fínt starf. Svo langar mig til að læra spænsku en það eru bara ekki nám- skeið í boði fyrir krakka." „Ég hef ekki gert upp við mig hvað ég vh gera,“ segir Auður. „Ég fer í eitthvað nám en hvaö sem ég verð að vinna þá ætla ég líka að yrkja.“ - Hverniglíkarþeimaðveraískól- anum, hvað gera þær utan skóla- tíma og hvað mætti vera öðravísi í skólastarfinu? „Ég er aðallega að leika mér þegar ég er ekki að læra fyrir skólann," segir Auður. „Svo er ég í tónhstar- skóla og er að hætta með blokk- flautuna og byrja að læra á píanó.“ Er að vinna eftir skóla „Ég er að vinna,“ segir Birgitta kotroskin. „Ég svaraði auglýsingu úti á búð og er að passa tvo litla stráka 2 og 4 ára og líta eftir einum 7 ára eftir skóla þangað til mamma þeirra kemur úr vinnunni. Fyrir utan það er ég bara aö læra og leika mér.“ „Mér finnst ekki rétt að hafa mis- langan skóladag hjá krökkum," segir Auður. „Auðvitað er rétt og nauösynlegt að hafa samfelldan skóladag en mér finnst að hann ætti aö vera búinn svona klukkan 2 og þá jafnt hjá öllum. Það er fullt af vinum manns sem era ahs ekki Auður Jörundsdóttir (til vinstri) og Birgitta Bjarnadóttir, ungskáld í Aust- urbæjarskóla. DV-mynd GVA búnir í skólanum fyrr en svo seint.“ Birgitta tekur hehshugar undir orð stallsystur sinnar. Með nokkr- um eftirgangsmunum viðurkenna þær að þeim gangi báðum vel í skólanum og séu stundum meö þeim hæstu í sínum bekk á prófum en vhja ekki gera mikið úr þvi. Birgittu finnst mest gaman í líf- fræði og stærðfræði en íslenska og stærðfræöi eru eftirlæti Auðar. Endurnar áttu Tjörnina - En hvað finnst ungum skáldum um kosningabaráttuna sem nú stendur sem hæst og hvert er þeirra áht á stjórnmálum og stjórn- málamönnum? „Mér finnst þetta ekki gaman og hef ekkert fylgst með því,“ segir Birgitta og fitjar upp á nefið. „Eg er á móti Davíö," segir Auð- ur. „Hann hefði ekki átt að Iáta byggja þetta ráðhús. Endurnar áttu þessa tjöm en hann er búinn að skemma hana fyrir þeim. Mér finnst stjórnmál hundleiðinleg." „Mér finnst að Vigdís ætti bara að stjórna öllu,“ segir Birgitta. „Kall- arnir gera aldrei neitt hvort sem er.“ -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.