Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Qupperneq 30
LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991. 46 I Sérstæð sakamál Lík með tvö nöfn Gillie Haney. Blanche Colwell. Joel Haney. Lögreglan lýsti eftir þeim sem gætu varpað ljósi á hver hún var konan sem framið hafði sjálfsvíg með því að stökkva af brú og í á. Það var ekkert glaepsamlegt við atvikið en engu að síður átti það eftir að vekja athygh því menn voru ekki á einu máli um hver hún var. Skelfdirdrengir Það var síðdegis 24. nóvember 1988. Joel Haney, sem rak blóma- búð í New Orleans í Bandaríkjun- mn með konu sinni, Gillie sem var þrjátíu og eins árs, var á leið með blómvönd til viðskiptavinar. Hann var aö hlusta á útvarpið þegar hann heyrði tilkynningu frá lög- reglunni. Kona, um þrítugt, hafði framið sjálfsvíg með því að stökkva fram af brú í á þar í borginni. Tveir ung- ir drengir höfðu tilkynnt um at- burðinn eh þeir höfðu orðið vitni að honum þar sem þeir voru að veiða í ánni. Þeir voru skelfingu lostnir en gátu samt greint rétt frá því sem gerst hafði og varð það til þess að líkið fannst síðar um dag- inn. Þegar það náðist úr ánni voru hins vegar engin skilríki á því og var þvi ekki hægt að greina hver konan var. Og þess vegna lét lög- reglan lýsa í útvarpi eftir þeim sem gætu varpað ljósi á nafn hennar og heimilisfang. Til lögreglunnar Joel Haney fór með blómvöndinn til viðskiptavinarins en ók síðan beint til lögreglustöðvarinnar og var vísað til Mealers lögreglufull- trúa sem hafði tekið að sér rann- sókn málsins. „Það setti aö mér skelfilegan grun þegar ég heyrði um konuna sem stökk fram af brúnni," sagði Haney. „Mér kom til hugar að kynni að hafa verið konan mín, Gillie. Ég er blómasali og fer oft til viðskiptavina með blóm. Margir af þeim eru ungar konur og ég hef haldið fram hjá konunni minni með tveimur þeirra. Hún komst að því og fór að heiman í þunglyndis- kasti fyrir nokkrum dögum. Mealer tók Haney af skilningi og bað hann um að koma með sér til líkhússins svo hann gæti gengið úr skugga um hvort um konu hans, Gillie, væri að ræða. Þegar Joel Haney sá líkið fór hann að gráta og ságði það af konu sinni. Mealer taldi því máhnu lok- ið. Það lék enginn vafi á því að lík- ið var af konu sem verið hafði fali- eg og þess vegna átti Mealer erfitt með að gleyma Haney sem með ótrygglyndi sínu hafði óbeint vald- ið þvi að konan hans hafði framið sjálfsvíg. Haney varð þó ekki sak- aður um neitt, lögum samkvæmt. Málið verður flókið Tveimur dögum síðar, þann 26. nóvember, kom Dugan nokkur Col- well á fund Mealers lögreglufor- ingja. Colwell hafði verið í við- skiptaferð en þegar haim kom heim komst hann að því að kona hans, Blanche, var horfin af heimilinu. Af bréfabunkanum, sem hann fann á gólfinu fyrir innan útihurðina, gat hann ráðið að hún hefði farið að heiman nokkrum dögum áður og hann var undrandi yfir því að hún hafði ekki tekið neitt af eigum síniun með sér. Dugan Colwell lýsti yfir því að hann hefði lent í miklu rifrildi við konu sína rétt áður en hann fór í ferðalagið og að hann óttaðist að hún hefði farið að heiman til að láta reiöina renna af sér en svo hefði hún orðið fyrir slysi. Mealer hlustaði á frásögn Col- wells og þegar hann fékk að heyra hvemig eiginkonan, Blanche, leit út var honum dálítið brugðið. Hann gat ekki betur heyrt en lýsingin kæmi heim og saman við líkið af konunni sem stokkið hafði fram af brúnni tveimur dögum áður og Joe Haney hafði sagt vera af konu sinni, Gillie. Mealer bað Colwell nú að lýsa fótum konu sinnar og meðal þess sem hann lýsti var fatn- aður sem svaraði nákvæmlega til þess sem konan sem stökk í ána hafði verið í. „Það er konanmín" Mealer hringdi nú í líkhúsið og spurðist fyrir um hvort líkið af frú Haney væri þar enn. Þá fékk hann að heyra að maður hennar hefði enn ekki látið sækja það. Mealer bað Colwell nú um að koma með sér og saman héldu þeir til lík- hússins. Colwell hafði ekki horft lengi á líkið er hann fór að gráta. „Það er konan mín,“ sagði hann svo. Til þess að útiloka allan misskiln- ing hafði Mealer samband við tann- lækni frú Colwell og fékk hjá hon- um tannviðgerðakort hennar. Þeg- ar það hafði verið borið saman við tennumar í líkinu kom í ljós, svo ekki varð um villst, að líkið var af frú Colwell en ekki frú Haney. Það sem áður hafði verið sjálfsvig var skyndilega orðið að dularfullu máli. Mealer hefst handa Aðeins tvennt kom til greina, að mati Mealers. Annað var að Joel Haney hefði gert mistök þegar hann þóttist bera kennsl á lík konu sinnar. Það varð þó að teljast held- ur ólíklegt því líkiö var óskaddað. Hinn möguleikinn var sá að eitt- hvað ipjög óvenjulegt væri á seyði. Hvað það var gat verið erfitt aö segja til um en að öllum líkindum var það eitthvað óhugnanlegt. Joel Haney varð ekki undrandi þegar Mealer kom í heimsókn til hans. Þegar Mealer hringdi dyra- bjöllunni hafði Haney þegar komist að því að lögreglan hafði gefið skip- un um að hann fengi ekki afhent líkið af „konu hans“. Hann þóttist þess vegna viss um að upp hefði komist um blekkingar hans. Meal- er fór hins vegar varlega í sakimar og sagðist aðeins vera kominn til að fá svör við nokkmm spurning- um sem venja væri að spyrja í svona tilvikum svo hægt væri að afgreiða málið endanlega. Haney varð því rólegur og bauð Mealer aö koma inn í stofu og fá sér sæti. Slæma spumingin Þegar Mealer var sestur bað Ha- ney um mynd af konu hans. Þetta hafði Haney óttast að kynni að ger- ast. Hann hikaði dálítið en tók síð- an fram mynd af henni og rétti lög- reglufulltrúanum. Mealer leit sem snöggvast á hana áður en hann lagði hana meðal málsskjalanna í möppunni sem hann var með. Ha- ney varpaöi öndinni léttar. En hann var of fljótur á sér. Þótt Meal- er hefði ekki horft á myndina nema í augnablik var honum ljóst að konan á henni var önnur en konan í líkhúsinu. Og munurinn á þeim var svo greinilegur að óhugsandi var að Haney hefðu orðiö á einhver mistök. Og einmitt þegar Haney hélt að hann væri sloppinn spurði Mealer: „Segðu mér hvað varð raunveru- lega um konuna þína, Haney." „Þú veist þá allt?“ spurði Haney. „Ég er ekki að tala um frú Blanche Colwell, konuna í líkhús- inu sem þú sagðir vera konuna þína. Ég er að tala um konuna sem þú kvæntist fyrir sex árum.“ Haney leysir frá skjóðunni „Þú þarft engu að svara mér hér og nú,“ sagði Mealer, „þótt ég vildi það hins vegar gjaman. En þótt þú kjósir þögnina skaltu vera viss um að sá dagur kemur þegar við finn- um konuna þína, eða réttara sagt líkið af henni, og þá skaltu vera viss um að þú færð að svara til saka. Og það verður ekki beðið með að hefla leitina að því. Hún hefst í dag.“ Mealer þagnaði en bætti svo við: „Og þá er ekki víst að þú eigir við jafn rólegan og gæflyndan rannsóknarlögreglumann og mig. Það gæti orðið einhver sem beitir þig meiri hörku.“ Joel Haney hikaði um stund en tók svo til máls. „Gillie komst að því að ég hélt fram hjá henni. Hún var búin að bera það á mig og það kom svo til mikils rifrildis milli okkar hér heima. Þegar við höfðum rifist um hríð fórum viö að slást og loks urðu átökin mjög hörð. Ég sló til hennar og hún sló mig aftur og þegar ég sló hana í síðasta sinn datt hún og stóð ekki upp aft- ur. Þegar ég fór að huga að henni sá ég að hún var dáin. Ég þóttist vita að enginn af ykkur hjá rannsóknarlögreglunni myndi trúa mér ef ég kæmi til ykkar og segði ykkur að þetta hefði í raun- inni verið slys.“ Málalok Mealer hlustaði á frásögn Joels Haney sem hafði nú skýrt fyrir honum hvernig á því stóð að í vörslu lögreglunnar var lík af konu sem tveir menn höfðu lýst yfir að væn af konum þeirra. „Ég þóttist alveg viss úm,“ hélt Haney áfram, „að þið mynduð líta svo á að ég hefði verið ótrúr eigin- maður sem heföi verið kominn í svo mikinn vanda að ég hefði að- eins séð eina leið úr honum, að ráða konuna mína af dögum. En þetta er það sem gerðist. Það get ég fullyrt. Það gerðist svona og ekki á neinn annan hátt.“ „Hvar er líkið af konu þinni?“ spurði Mealer. Haney leit dálítið vandræðalega á hann og sagði svo: „Ég fór með það úr íbúðinni út í bíl og ók með þaö út á óbyggt svæði sem er tæpa tuttugu kílómetra héðan. Þar gróf ég litla gröf og setti líkið í hana.“ Mealer handtók Haney og skömmu síðar héldu Mealer og fé- lagar hans með hann á staðinn sem hann haföi tilgreint. Hann var ekki í neinum vandræöum með að benda á hvar líkið var grafið. Joel Haney var nokkru síðar ákærður fyrir morðið á konu sinni. Ákæran hljóðaði á morð og fyrir það var hann dæmdur til langrar fangelsisvistar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.