Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Side 31
1 'íW<>AG,UR )20, MWk mA
47,,
Wfójk FRJÁLSLYNDIR
fyrir folk
Símar: 91-82115, 98-22219, 91-45878, 92-13871,96-27787
Franski
Gerard Depardieu:
villimaðurinn
80 kvikmyndir
á 20 árum
Depardieu hefur um árabil verið
einn afkastamesti leikari Frakka og
hefur þótt sýna htla gagnrýni í hlut-
verkavali. Hann hefur kastað sér út
í hvert ævintýrið af öðru og getur
státað af einkennilegustu hlutverk-
um. Alls mun hann hafa leikið í 80
kvikmyndum á 20 árum.
„Mér líkar vel við erfið hlutverk
og óvenjuleg. Mér finnst gaman að
roðna yfir minni eigin fífldirfsku,"
segir hann sjálfur og ypptir breiðum
öxlunum.
Depardieu er stór, þrekinn og há-
vær og þykir takast á við hlutverk
sín af mikilli áfergju og taumleysi.
Sama taumleysis gætir stundum í
hans persónulega lífi en hann býr á
litlum vínbúgarði á frönsku Miðjarð-
arhafsströndinni og þar heldur hann
stórkostlegar veislur og sleppir fram
af sér beislinu í mat og drykk. Hann
hefur stundum þurft að létta sig um
20-30 kíló eftir frí og nýlega missti
hann ökuleyfið fyrir að vera drukk-
inn undir stýri. En hann er þjóðhetja,
í Frakklandi og samlandar hans og
aðdáendur fyrirgefa honum hiksta-
laust öll afglöp af þessu tagi.
Ævintýraleg æska
Æska Depardieu er hkust ævintýri
fyrir fuhorðna og þykir með miklum
óhkindum. Hann hefur verið óspar á
að segja miklar tröhasögur af ein-
kennilegum uppvexti sínum en hefur
í seinni tíð dregið úr því vegna uppá-
komunnar í Ameríku.
„Ég hef ahtaf verið frjáls andi.
Enginn getur sagt mér hvað ég á að
gera, hugsa eða segja. Á götunni
þarft þú að berjast til að komast af
og þá orku hef ég varðveitt og nota
hana í leikhstinni. Ég lék Cyrano
eins og vilhdýr.“
Hvað sem því hður átti Depardieu
fátæka og erfiða æsku. Hann fór að
heiman 15 ára gamah og þvældist um
í undirheimum Frakklands. Hann
bjó um tíma með vændiskonum og
fylgdist með lífi þeirra og starfi.
Hann lét örlögin bera sig þangað sem
þau vildu og tók þátt í mörgum ævin-
týrum, var t.d. ákafur múshmi um
hríð. Orlögin skoluðu honum síðan
til Parísar og þar fór hann að sækja
leikhstartíma. Þar kynntist hann og
giftist eiginkonu sinni, Ehsabeth
Guignot, og þau giftu sig 1960 og eiga
tvö böm. 1965 lék Depardieu í fyrstu
kvikmyndinni hefur ekki stoppað
síðan. Hjónabandið hefur haldist
þrátt fyrir orðspor um villtar veislur
og Depardieu segist hta á heimih sitt
sem griðland og vera hlédrægur að
eðhsfari.
Guðrún Jónsdóttir.
arkitekt, skipar
1. sæti F-listans
í Reykjavík.
Risinn í hópi franskra leikara um
þessar mundir er tvímælalaust Ger-
ard Depardieu. Nýjasta mynd hans,
Cyrano de Bergerec, hefur notið gíf-
urlegra vinsæida í Evrópu og fastlega
var reiknað með því að hún fengi
óskarsverðlaun sem besta erlenda
myndin þó ekki yrði af því. Sumir
kenna um afar neikvæðu umtah um
Depardieu í bandarísku pressunni
en þar birtist viðtal við hann þar sem
hann sagðist hafa tekið þátt í nauðg-
un 9 ára gamall. Það gekk gjörsam-
lega fram af siðavöndum Ameríkön-
um og menn vilja halda því fram að
þetta hafa orðið til þess að akademí-
an skipti um skoðun. Depardieu
brást ævareiður viö að hóta banda-
rískiun blöðum málsókn en þau
veija sig með því að veifa segui-
bandsspólum með umræddu viðtali.
Nú á hann kost á því að verða fræg-
ur í föðurlandi kvikmyndanna, Am-
eríku, eftir að hafa leikið í gaman-
myndinni Green Card sem Peter
Weir leikstýrði og hefur getið sér
gott orð vestra. En frægð á heima-
velli kvikmyndanna vekur ekki
áhuga hans.
„Ég er Evrópumaður og það er
minn heimavöllur. Víst eiga Amerík-
anar góða kvikmyndagerðarmenn,
s.s. Scorcese, Coppola og fleiri. En
tungumáhð er fyrirstaða og fleira
kemur til. Það versta við Hollywood
er siðavendni þeirra og ritskoðunar-
tilhneiging. Slíkt er eitur í beinum
sannra hstamanna. Almennt eru
amerískar kvikmyndir andlausar og
fátæklegar hið innra, þó ytra borðið
sésléttogfeht." -Pá
I einkaþotunni ásamt eiginkonu og dóttur á leið heim af kvikmyndahátíð í
Cannes.