Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1991, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 20. APRlL 1991. 53 Handbolti unglinga Mjögjafnt í 4. flokki - FH stóð uppi sem sigurvegari eftir geysilega keppni Úrslitakeppni 4. flokks karla fór fram á Akranesi um síöustu helgi og var mjög jöfn og spennandi og réðust úrslit mótsins ekki fyrr en í síðustu fjórum leikjum úrslitanna. Þegar keppni hófst á sunnudeginum áttu allflest liðin raunhæfa möguleika á sigri í mótinu. FH vann verðskuldað Þegar upp var staðið var það FH- liðið sem stóð uppi sem sigurvegari, og var það annað árið í röð sem FH-ingar eignast íslandsmeistara í þessum flokki og er því ljóst að fram- tíðin er björt hjá FH og Hafnarfjarö- arliöið er að koma enn einu sinni upp með sterka stráka sem eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Alltgatgerst Slagurinn um 2.-5. sætið var með ólíkindum jöfn en það urðu leikmenn Týs sem náðu 2. sætinu eftir sigur á heimamönnum í næstsíðasta leik mótsins en Skagamönnum hefði nægt jafntefli. Skagamenn urðu síð- an í þriðja sæti, en þvi sæti hefðu leikmenn Víkings getað náð með sigri á Þór, Vestmannaeyjum, með 10 mörkum, en það tókst þeim ekki þrátt fyrir að vera með 8. mörk yflr í hálfleik. Það urðu því Framarar sem náðu fjórða sætinu, en þeir sigr- uðu KA með nokkrum yfirburðum í síðasta leik 'sínum. Víkingar í því fimmta, KA á Akureyri varð í sjötta Umsjón Heimir Ríkarðsson og Lárus H. Lárusson sæti, Þór, Vestmannaeyjum, í sjö- unda sæti og Stjaman varð í því átt- unda. Vel staðið að máli Úrslitakeppni þessi fór fram undir umsjón Skagamanna og geta þeir svo sannarlega verið ánægðir og stoltir því framkvænd mótsins var í alla staði mjög góð. Líkajafnt í B-úrslitunum KR-ingar stóðu uppi sem sigurveg- arar í B-úrshtum, en þeir voru með jafnmörg stig og Valsmenn og inn- byrðisleikur þessara liða endaöi með jafntefli. KR-ingamir voru með betra markahlutfall og uröu því sigurveg- arar. Leiðrétting Rangt var fariö með í umíjöllun eins og sagt var. síðunnar um síðustu helgi. Umsjónarmenn biðjast velvirð- Lið Gróttu varð í öðm sæti í 5. ingar á þessum mistökum. flokki karla en ekki í fjóröa sæti Grótta sigraði - KR og Selfoss ollu vonbrigðum Um síðustu helgi var leikið í úrslit- um 2. flokks kvenna og var leikið í íþróttahúsinu viö Strandgötu í Hafn- arfirði. Keppnin var mjög jöfn og spenn- andi og þegar keppni hófst á sunnu- daginn var ljóst að í það minnsta þrjú lið gátu tryggt sér sigur á mót- inu en þaö vom hð Fram, Gróttu og Stjörnunnar. Fram varð að sigra lið KR og Gróttu, Grótta varð aö sigra Stjörn- Erna Hjaltested, Gróttu, heldur hér glaðbeitt á íslandsbikarnum í 2. flokki kvenna. Gróttustelpurnar stóðu uppi sem sigurvegarar eftir mjög spennandi keppni um siðustu helgi. una og Fram og Stjarnan varð að sigra Gróttu og FH. Grótta með besta liðið Það voru leikmenn Gróttu sem stóðu uppi sem sigurvegarar á þessu móti og er ekki hægt að segja annað en það hafi verið sanngjarnt því stúlkumar töpuðu ekki leik að þessu sinni en gerðu eitt jafntefli, við lið Víkinga. Gróttuliðið er jafnbesta hðið í þess- um árgangi, er með góða leikmenn í öhum stöðum og vinnur mjög skemmtilega saman. Baráttan er mjög mikil og það virðist að mörgu leyti betur undir svona keppni búið en flest önnur hð og getur verið að reynsla þess úr meistaraflokki í 1. dehd fleyti þeim nokkuð áleiðis. Stjarnan og Fram komu sterktil leiks Stjaman úr Garðabæ lenti í öðru sæti, fékk 10 stig af 14 mögulegum. Það tapaöi gegn Gróttu og geröi jafn- tefli við Fram og Víking. Fram varð í þriðja sæti og má með sanni segja og stúlkumar hafl verið „spúttnikk- ar“ þessarar úrshtakeppni því að þær hafa aldrei náð að komast eins hátt og nú varð raunin á. Þær töpuðu aðeins tveimur leikjum, gegn KR og Gróttu, og gerðu eitt jafntefli. Selfyssingar urðu í fjórða sæti og kom það nokkuð á óvart því að marg- ir höfðu spáð þeim mun meiri vel- gengni. Víkingar uröu í fimmta sæti, KR í því sjötta, FH náði í sjöunda sætið og Þór, Akureyri, rak lestina í áttunda sæti og fékk ekki stig. ' Guðgeir Kristmannsson, Fram, er hér kominn í gegnum vörnina í leik gegn ÍA. Þessi lið voru i mikilli baráttu um helgina. ÍA lenti í þriðja en Guðgeir og félagar í þvi fjórða með jafnmörg stig. Fram með besta liðið - voru íslandsmeistarar fyrir síðasta leik Úrshtakeppni 2. flokks karla var leikin í Reykjavík um síðasthðna helgi. Leikið var á tveimur stöðum, í Valshúsinu að Hhöarenda og íþróttahúsi Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Keppnin fór fram á fjórum dög- um. Það var fljótlega ljóst að hinir sterku leikmenn Fram ætluðu ekki að gefa frá sér titilinn en þeir urðu íslandsmeistarar síðasta ár og fór svo að lokum að þeir urðu meistar- ar og það verðskuldað. Andri V. Sigurðsson er fyrirhði íslandsmeistara Fram og eftir síð- asta leik mótsins tókum við hann taii og spurðum um veturinn. „Þessi vetur er búinn að vera okk- ur Frömurum mjög erfiður því all- ur okkar tími hefur fariö í meist- araflokk félagsins. Við vorum þó ahtaf ákveðnir í því að sigra á þessu íslandsmóti og þetta er fimmti ís- landsmeistaratitilhnn sem nokkrir okkar fá, en það er ahtaf mjög góð stemning að verða meistari." Að- spurður um framhaldið sagði Andri að þeir færu nú strax aftur að spá í meistaraflokk og bjarga honum frá falli. „Þessi hópur, sem vann þennan titil um helgina, er geysilega samhentur og það er von mín og vissa að þetta sé ekki síð- asti titilinn hjá okkur með Fram,“ sagði Andri V. Sigurðsson, en þessi geðþekki leikmaður var að hreppa Islandsmeistaratitilinn í þriðja skiptið sem fyrirhði á þremur árum fyrir félag sitt og er blm. DV ekki kunnugt um að shkt gerist oft í yngri flokkum. Valur í öðru sæti Lið Vals varð í öðru sæti en þeir Andri V. Sigurðsson heldur hér á íslandsmeistarabikarnum en þetta er þriðja árið í röð sem hann stendur i þessum sporum fyrir fé- lag sitt, Fram. eru flestir á yngra ári og hafa marga hildi háð viö leikmenn Fram og svo var einnig nú því’að flestra mati var leikur Fram og Vals úr- shtaleikur mótsins. Framarar unnu hann, 23-17, og urðu þvi Vals- menn að láta sér nægja annað sæt- ið að þessu sinni. Víkingar voru tvímælalaust það lið sem mest kom á óvart í þessari úrshta„turneringu“, en þeir lentu í þriöja sætinu eftir að vera búnir að rokka á milli deilda í vetur. Stjarnan varð í fjórða sæti með Patrek Jóhannesson sem sterkasta mann. í flmmta sæti varð síðan hð ÍBV, í sjötta sæti Haukar, í sjöunda sæti ÍR og UBK rak lestina í átt- unda sæti. Gústaf B. isaksen, Val, stendur hér i baráttu við Gunnar Ó. Kvaran, Fram, en þessi lið hafa marga hildi háð í vetur og hafa Framarar stað- ið þar framar og unnu nú íslandsmeistaratitilinn verðskuldað. 1 •Ell IBI ESH IINC ITA J 1 l«« •r«l RA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.