Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1991, Side 4
4 MÁNUDAGUR 6. MAÍ 1991. Fréttir Svava Haraldsdóttir kjörin ungfrú ísland á föstudagskvöldið: Ég var farin að hlakka til að allt yrði búið - var orðin þreytt og dauðbrá því þegar úrslitin lágu fyrir „Viö systurnar vorum famar að hlakka til að þetta yrði allt yfirstað- ið. Við vorum orðnar mjög þreyttar. Ég hugsaði ekkert voðalega mikið um úrslitin sjálf. Mér dauðbrá þegar þau lágu fyrir. Ég var búin að hlakka svo til að ailt yrði búið. En ég var mjög ánægð samt,“ sagði Svava Har- aldsdóttir, 18 ára Reykvíkingur, sem var kjörin ungfrú ísland á Hótel ís- landi á fóstudagskvöldið. Hún var fyrir skömmu kjörin feg- urðardrottning Reykjavíkur. Svava varð í 3. sæti í Fordkeppninni 1990. Rakel systir hennar var einnig meðal þátttakenda á Hótel íslandi á fóstu- dagskvöldið. Nú liggur nokkur ljóst fyrir að Svava verður fulltrúi íslands í keppninni Miss World í haust. Svava hefur farið í ýmsar mynda- tökur eftir að úrslitin lágu fyrir - mjög mikið hefur verið að gera hjá henni. Hún er nemandi í MH og er fyrsta prófiö á vorönn hjá henni á morgun. Svava telur ljóst að hún geti ekki tekið þátt í öllu sem hún verður beðin um þann tíma sem próf- in standa yíir: „Ég verð í prófum þangaö til 16. maí. Ég tók 16 einingar og sagði mig úr nokkrum fogum þegar ég vissi að ég komst áfram eftir aö ungfrú Reykjavík var kjörin. Ég vona því að ég nái að ráða við þau próf sem ég tek,“ sagði Svava. Hún sagði ennfremur að mjög annasamt hefði verið hjá sér frá þeim tíma sem hún hóf undirbúning fyrir keppnina ungfrú Reykjavík í vetur: „Við vorum að gera eitthvaö í marga klukkutíma nærri því alla dagana fyrir keppnina. Þetta voru aðallega gönguæfmgar og ýmislegt Einar örn Birgisson, unnusti Svövu Haraldsdóttur sem var kjörin ungfrú ísland, óskar henni til hamingju með kossi á kinn þegar úrslitin lágu fyrir. Einar Örn er nemandi í Kvennaskólanum i Reykjavík en Svava er í MH. Frá vinstri: Sigrún Eva Kristinsdóttir, 19 ára, frá Innri-Njarðvík, sem varð í öðru sæti, Svava Haraldsdóttir, 18 ára, frá Reykjavik, ungfrú ísland, og Sólveig Kristjánsdóttir, 19 ára Hafnfirðingur, sem varð i þriöja sæti. 18 stúlkur kepptu um titilinn. Telma Birgisdóttir, 18 ára Keflvíkingur, varð í fjórða sæti - hún var kjörin besta Ijósmyndafyrir- sætan. Sigrún Elsa Smáradóttir, 18 ára, frá Vestmannaeyjum, varð í 5. sæti. Selma Unnsteinsdóttir, 19 ára, frá Höfn í Hornafirði, var kosin vinsælasta stúlka í hópnum af keppendum. DV-myndir GVA fleira,“ sagði fegurðardottningin. Svava á unnusta. Hann heitir Einar Örn Birgisson og er nemandi í Kvennaskólanum. Einar æfir auk þess knattspyrnu með Víkingi. í verölaun fyrir titilinn ungfrú ís- land fékk Svava vikuferö til New York á lúxushóteli, skartgripi og armbandsúr, samkvæmiskjól, snyrtivörur og ýmsan fatnað ásamt fleiru. -ÓTT í dag mælir Dagfari_________________ Afkastamikill ráðherra Það er mikil eftirsjá að Óla Þ. Guðbjartssyni úr dómsmálaráðu- neytinu. Þar hefur verið réttur maður á réttum stað, látið hendur standa fram úr ermum og unnið sín mál í kyrrþey án þess að halda blaðamannafundi og kokkteilboð. Það eru einmitt svona menn sem þurfa að komast til valda, menn sem kunna til verka og vita hvað þeir vilja. Þaö fór ekki mikið fyrir Óla Guð- bjartssyni í ráðherratíö hans. Satt að segja mundu fæstir eftir honum þegar ráöherrarnir gömlu voru taldir upp. Steingrímur var í sviös- ljósinu, Ólafur Ragnar, Halldór Ásgríms og Jón Sigurðsson og Júl- íus Sólnes varð frægur að endem- um af jeppaferðum sínum. En eng- inn minntist á Óla, né vissi hvað hann var aö bardúsa í dómsmála- ráðuneytinu. Var það hald manna að þar færi aðgerðarlítill ráðherra og duglaus. En annað hefur komið á daginn. Þegar upp er staðið og að er gáð hefur þessi hægláti Selfyssingur afrekað meir en hinir ráðherramir samanlagt. Einkum hefur honum verið hugleikið að rétta þeim hjálp- arhönd sem bágstaddir hafa verið í samfélaginu og má því segja að hann hafi sannað í verki að Borg- araflokkurinn var þrátt fyrir allt flokkur litla mannsins. Óli Þ. hefur sannarlega hugsað um litla mann- inn. Fráfarandi dómsmálaráðherra var önnum kafinn við aö leysa vanda htla mannsins. Þá sem hann gat ekki náðað, réði hann til starfa hjá lögreglunni. Þá sem hann gat ekki ráðið náðaði hann. DV birti langan lista fyrir helgi um þessi góðverk Óla Þ. Guðbjartssonar og er það skrautlegur listi og lofsverð- ur og ber vott um hugarþel Óla Þ. Allir fengu úrlausn sem gátu sýnt flokksskírteini sín í Borgara- flokknum og áttu bágt. Makar þeirra einnig, vinir og vandamenn og ráöherrann lét hvorki nefndir, embættismenn né lög og reglur aftra sér frá réttlætinu, ef réttlætið lá öfugu megin við lögin. Ólí Þ. Guöbjartsson réö lögreglu- varðstjóra vitt og breitt um landið þótt hvergi vantaöi lögregluvarð- stjóra. Honum var meira annt um umsækjenduma en embættin. Það segir sína sögu um tillitssemi hans við htla manninn. Óli lét ekki af- brotaferil og dóma aftra sér frá því að náða fyrrverandi morðingja og árásarmenn ef afbrotamennimir lofuðu bót og betrun. Það segir sína sögu um tillitssemi hans við vonda manninn. Honum var meira annt um afbrotamanninn en fóm- arlömbin. Óli lét ekki reglur um réttindi starfsstétta aftra sér frá því aö veita löggiltum skjalaþýðendum starfsréttindi, ef hann taldi að dönskukunnátta þeirra væri full- nægjandi. Það segir sína sögu um tillitssemi hans við norrænt sam- starf. Honum var meira annt um atvinnumöguleika ofsóttra kvenna, heldur en gæði þeirrar dönsku sem skjalaþýðendurnir skildu. Dómsmálaráðherrar eiga að vera mannlegir og skilningsríkir. Þeir eiga ekki að eltast við lög. Þeir eiga ekki að viröa dóma. Dómsmálaráð- herrar eru einmitt til þess að koma í veg fyrir að lögin og réttvísin nái fram að ganga, þegar fólk á í hlut sem styður ráöherrann og veröur fyrir barðinu á lögunum og dómun- um. Dómsmálaráðherrar hafa því hlutverki að gegna að veija fólkiö fyrir lögunum en ekki að verja lög- in fyrir fólkinu. Það er samviska ráðherrans sem á að ráöa því þaö er ráðherrann sem þekkir fólkið og veit hvað það kýs. Lögin og dóm- stólarnir hafa ekki hugmynd um það og fara ekki í manngreinarálit. Ráðherrann skoðar hinar mann- legu hliðar og vandræðin sem hljótast af þvi fyrir morðingja og árásarmenn þegar þeir eru hneppt- ir í fangelsi og geta ekki um frjálst höfuð strokið. Geta ekki einu sinni kosiö. Það er verk stjórnmála- mannsins að ráða það fólk í opin- ber störf sem embættismenn vilja ekki ráða. Það er mikil synd hvað góðsemi Óla Þ. Guðbjartssonar fór leynt. Ef fleiri afbrotamenn og atvinnu- leysingjar og réttindalausir skjala- þýðendur heföu vitaö um sam- viskusemi Óla ráðherra, hefðu allir þessir aðilar flykkst í Borgara- flokkinn og þá hefði hann hlotið glæsilega kosningu. Þá hefði Óli Þ. getað haldið áfram góðverkum sínum í ráðuneytinu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.