Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991. Fréttir Þorski landað lifandi til ýmissa rannsókna Sjómenn á Auðbjörgu II RE 236 hafa verið fengnir til að aðstoða fiskifræð- inga við að fanga þorskinn. DV-mynd S Hafrannsóknastofnun og Rann- sóknastofnun fiskiönaöarins hafa í sameiningu hafið rannsóknir á þorski með það fyrir augum að meta fæðuframboð þorsksins í sjónum og fylgjast með vexti hans á hverjum tíma. Einnig eiga rannsóknirnar að gefa hugmyndir um gæði flakanna sem hráefnis. „Við mælum magn ákveðinna líf- rænna efna í þorskholdinu (RNA) og athugum áhrif mismikillar fóðrunar á þennan þátt með það í huga að at- huga hvort hægt sé að nota slíkar mælingar til þess að meta fæðufram- boðið og vöxt á hverjum tíma,“ sagði Björn Ævarr Steinarsson fiskifræð- ingur og verkefnisstjóri þessara rannsókna. Þetta er í fyrsta sinn sem rann- sóknir af þessu tagi eru gerðar í til- raunaeldi hér á landi og koma þær, að sögn Björns, til með að hafa mikla þýðingu fyrir fiskiðnaðinn í framtíð- inni. Slíkar efnamælingar hafa hvergi verið notaðar á stórum fisktegund- um í sjó heldur einungis á ýmsUm smádýrum, eins og t.d. ljósátu. Aðalbjörg IIRE 236 hefur aðstoðað viö að fanga þorskinn en markmiðið er að flytja í þessum tilgangi um 500 fiska að tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknastofnunar að Stað í Grindavík. Að sögn Bjöms líða nokkrir mán- uðir og jafnvel hálft ár þar til rann- sóknirnar fara að skila marktækum árangri. -ingo Telur að hrútur hafi skemmt bílinn Bjöm Bjamason um kaup á sovéskum þyrlum: Ekki á dagskrá nefndarinnar „Það sem hefur fyrst og fremst „Þegar talað er um þyrlur þá er slegið menn er einmitt verðið. náttúrlega verðið á þeim mjög mis- Menn kippast auðvitað við þegar munandi eftir þvi til hvaða nota menn sjá svona tölur, ef allt í einu þær eiga að vera, t.d hvort á að er hægt að fá tvær til þrjár þyrlur nota þær til fólksflutninga eða til fyrir eina. Þá er náttúrlega eftir að björgunar. Það er tvennt ólíkt. Það sjá hvort gæðin og afkastagetan eru er mjög erfitt að gera svona saman- sambærileg," sagði Páll Halldórs- burð án þess að kafa djúpt í það son, yfirflugstjóri hjá Landhelgis- af tæknimönnum. Þetta er ekki gæslunni. hlutur sem ákveðinn er í eínum íslensk stjórnvöld hafa nú til hvelli." skoðunar tilboð frá sovésku fyrir- „Tilboð þessara maima um kaup tæki um kaup á þyrlu. Um er að á rússneskri þyrlu er ekki á dag- ræða tvær gerðir af þyrlura en skrá nefndarinnar á þessu stigi," grumtverð þeirra beggja er um 250 sagði Björn Bjarnason, formaður milljónir. Óljóst er hvert verðið nefndar sem m.a. er umsagnaraðili verður með nauðsynlegum auka- varðandi þyrlukaup. búnaði en menn tala um 400 millj- „Nefndin á aö gera heildarúttekt ónir í því sambandi. Þær eru mun á flugrekstri Landhelgisgæslunnar ódýrari en þær amerísku og bæöi að því er varðar björgunai’- frönsku vélar sem rætt hefur verið og eftirlitsflug og gera tillögur um um. val á hentugum þyrlum og flugvél- „Þetta verður náttúrlega bara um til þessara verkefna. Þannig að meðhöndlað með öðrum tilboðum það er ekki hlutverk nefndarinnar sem borist hafa,“ sagði Gunnar að semja við einstaka aðila þótt Bergsteinsson, forstjóri Landhelg- þeir geri eitthvert tilboð um þyrl- isgæslunnar. ur.“ -pj Þingmenn funda í Ólafsvík: Mörg Ijón á veginum „Þaö þarf aö beita öllum ráðum til að koma hraðfrystihúsinu í rekstur aftur. Okkur sýnist að eins og staðan er nú sé leið bæjarstjórnar, útgerðar- félaganna og verkalýðsfélagsins aö leigja reksturinn af þrotabúinu eina færa leiðin út úr vandanum. En þó það takist að stofna félag um rekstur Hraðfrystihússins er mál togarans Más eftir og það er mjög snúið. Það eru mörg ljón á veginum,“ sagði Sturla Böðvarsson alþingismaður við DV. Þingmenn Vesturlands hittu bæj- arstjórn Ólafsvíkur í gær þar sem þeim var gerð grein fyrir stöðunni eftir gjaldþrot Hraðfrystihúss Ólafs- víkur og leiðum út úr vandanum. Á fundinum var leitað eftir því að upp- boði á togaranum Má, sem fara á fram á föstudag, yrði frestað á þeim forsendum að verið væri að vinna að lausn vandans. Landsþankinn hefur ekki tekið ákvöröun um að uppboðið fari fram. -hlh Fossvogsbraut: Gamall draugur vakinn upp Abúandinn að Norðurkoti á Kjal- arnesi hefur tilkynnt um talsverð- ar skemmdir á bifreið sinni og telur hann aö hrútur frá næsta bæ hafi stangað hana. Maðurinn vaknaði upp við ein- hvern hávaða aðfaranótt mánu- dagsins. Veitti hann því ekki frek- ari athygli. Að morgni fór maður- inn út en kom þá auga á skemmdir á bílnum sínum. Voru báðar hliðar hans dældaðar. Maðurinn telur að ekkert annað komi til greina en aö hrútur frá næstu jörð, Kiðafelli, hafi ráðist á bílinn sinn og stangað hann. Bóndinn að Kiðafelli sagði við DV í morgun að honum hefði ekki ver- ið tilkynnt um málið ennþá en hann myndi skoða það. Sagði hann að vissulega hefðu hrútar sínir ver- ið úti við eins og gengur á sumrin en honum væri þó ekki kunnugt um að þeir hefðu farið yfir á næstu bæ. -ÓTT „Ef þessu heldur áfram eru menn að vekja hér upp gamlan draug, stríð á milli Reykjavíkur og Kópavogs sem við héldum satt að segjá að væri búið að ná vopnahléi í,“ sagði Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, vegna þess að í nýju aðalskipu- lagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir yfirbyggðri Fossvogsbraut. Valþór segir bæjarstjórn Kópavogs standa einhuga gegn hugmyndum um Foss- vogsbraut. -pj í dag mælir Dagfari Styðjum verkfallsréttinn Mikil ógn steðjar nú að Vinnuveit- endasambandinu þessa dagana. Frést hefur af leynisamningi sex stéttarfélaga á Suðurnesjum við nýtt álver, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir því að verkalýðsfé- lögin afsali sér verkfallsrétti næstu fimm árin eftir aö álverið hefur starfsemi sína. Vinnuveitendasam- bandið hefur mótmælt þessum samningum kröftuglega og líkir þessum ráðagerðum verkalýðs- hreyfingarinnar við stríðsyfirlýs- ingar. Vinnuveitendasambandið ætlar að grípa til sinna ráða enda útilokað að mati vinnuveitenda að verkalýðurinn afsali sér þeim rétti að efna til verkfalla. Dagfari átti í fyrstu erfitt með skilja þessi læti í vinnuveitendum. Hefur þeim ekki alltaf verið í nöp við verkföll og verða þeir ekki manna fegnastir ef launþegar leggja verkföll niður og semja eins og menn? Eru ekki verkfóll úrelt baráttuaðferð og öllum til tjóns? Svona spyr Dagfari í einfeldni eins og svo margir aðrir sem skilja ekki lögmál vinnumarkaðarins og halda að verkfóll séu til óþurftar. En svo fer maður að skoða hlut- ina betur og þá verður afstaða vinnuveitenda betur skiljanleg. Auðvitað vilja vinnuveitendur að verkalýðurinn hóti verkföllum og fari í verkföll. Það er margsannað mál að launþegar tapa stórfé á því að efna til langvinnra verkfalla. Yfirleitt hafa þeir lítið sem ekkert upp úr krafsinu en missa laun á meðan þeir standa í verkföllum og þegar loksins er samið eru það launahækkanir sem engan veginn vega upp á móti því sem tapaðist í launum á meðan á verkfallinu stóð. Ef launþegar tapa á verkfóllum hljóta vinnuveitendur að græða á verkfóllum. Eins dauði er annars brauð. Það getur vel veriö að þeir beri sig aumlega og þykist vera á móti verkfóllum, en undir niðri eru þeir harla glaðir í hvert skipti sem launþegar leggja niður vinnu, því þá þarf ekki að borga laun á meðan og þá græða vinnuveitendur þá upphæð sem launþegar tapa. Þess vegna er það hin mesta ósvinna þegar heil stéttarfélög taka upp á þeim fjanda að afsala sér verkfalls- réttinum og fá jafnvel kauphækk- un út á það afsal! Nú, þegar launþegafélög hóta þvi að fara ekki í verkfóll þegar samn- ingar eru lausir, er veruleg hætta á því að Atlantal verði óeðlilega rausnarlegt við starfsmenn sína og semji við þá um hærra kaup en aðrir vinnuveitendur í landinu. í þvi felst mikil hætta. Vinnuveit- endasambandið í Garðastræti vill fá að ráða því hvað samið er um miklar kauphækkanir og þegar einstök fyrirtæki eru farin að taka þann rétt af Vinnuveitendasam- bandinu eru allar líkur á því að samið verði um hærra kaup en góðu hófi gegnir. Það er auðvitað aíleitt til afspurnar ef fyrirtæki semja um mannsæmandi laun þeg- ar allir vita að kjarabarátta og kja- rasamningar ganga út á það að halda laununum niðri. Á það jafnt við um Vinnuveitendasambandið og Alþýðusambandið sem hafa af því hag og atvinnu að semja um laun sem enginn getur lifað af. Ef á þessu grundvallaratriði verður einhver breyting kemur að því að Vinnuveitendasambandið verður óþarft og Alþýðusambandið verður óþarft og hvað eiga þá aum- ingja mennirnir að gera? Og hvers konar kjör verða á íslandi ef og þegar að því kemur að menn eigi til hnífs og skeiðar? Nei, það verður að stöðva það ábyrgðarleysi sem felst í samningum Suðurnesja- manna við álverið og koma í veg fyrir að verkalýðurinn afsali sér verkfallsréttinum og vinnuveit- andinn greiði laun sem starfs- mennirnir eru sáttir við. En hvað er til ráða? Hvað geta heildarsamtökin gert til að svipta einstaka aðila þeim rétti að semja fyrir sjálfan sig? Vinnuveitenda- sambandið getur auðvitað lagt verkbann á allar framkvæmdir við álverið og Alþýðusambandið getur efnt til verkfalla til að öruggt verði að verkföll leggist ekki af. Það verð- ur að boða til verkfalla til að við- halda verkföllunum og mótmæla því með verkföllum að einstök stéttarfélög afsali sér verkfallsrétt- inum. Það er þjóðarháski í uppsigl- ingu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.