Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1991, Page 15
FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991. 15 Umferðarnefnd - fyrir hverja? Eins og flestum mun kunnugt starfar sérstök nefnd á vegum Reykjavíkurborgar sem nefnist umferðarnefnd Reykjavíkur. Sam- kvæmt sérstakri handbók, sem gef- in var út á vegum Reykjavíkur- borgar og dreift í hvert hús, er umferðarnefnd ætlað eftirfarandi hlutverk: „Umferðarnefnd gerir tillögur til borgarráðs um skipulag umferðar ogaðgerðir til að auka umferðarör- yggi í Reykjavík." Auk kjörinna fulltrúa í umferð- arnefnd hefur sú venja skapast að áheyrnarfulltrúar hinna ýmsu hagsmunasamtaka hafa fengið að sitja fundi með tillögurétt og mál- frelsi. Meðal þeirra hafa setið full- trúar frá Slysavarnarfélagi ís- lands, og samtökum foreldra- og kennarafélaga. Kjallariim Ragnheiður Davíðsdóttir blaðamaður og foreldri mundsdóttir fram eftirfarandi til- lögu í umferðarnefnd Reykjavíkur: „Ég geri hér með að tillögu minni aö SAMFOK eigi fulltrúa hjá um- ferðarnefnd með málfrelsi og til- lögurétt. Ennfremur að Slysa- vamafélag íslands og FÍB skiptist á að eiga fulltrúa eitt ár í senn með málfrelsi og tillögurétt." Með tillögu Margrétar fylgdi eft- irfarandi greinargerð: „Með tiUögu Haralds Blöndal er verið að þrengja þann hóp sem fjallar um umferðarmál sem vissu- lega snerta alla borgarbúa. Ég er þeirrar skoðunar að ekkert sé at- hugavert við það að endurskoða hvaða samtök eigi fulltrúa í nefnd- inni hverju sinni. Hins vegar tel ég það vera afturfór að fækka fulltrú- um eins mikið og lagt er tú í um- ræddri tillögu. Eg tel að samtök „Meirihluti Umferðarnefndar, með Harald Blöndal 1 broddi fylkingar, vill einoka umferðarnefnd Reykjavíkur- borgar með fulltingi nokkurra embætt- ismanna.. Tillaga Haralds Tilgangurinn með setu þeirra ætti að vera öllum augljós sem láta sig umferðaröryggismál einhverju varða og ætti ekki að vera þörf á að minna á nauðsyn þess að rödd þessara aðila heyrist þar sem tekn- ar eru ákvaröanir um mikilvæg hagsmunamál hins almenna borg- ara. En víst er að ekki eru allir sam- mála þeim rökum ef marka má til- lögu sem Haraldur Blöndal, for- maður umferðarnefndar, lagði fram á 394. fundi nefndarinnar þann 27. júní á síðasta ári: þar legg- ur hann til að engir áheyrnarfull- trúar hafi seturétt á fundum um- ferðarnefndarinnar nema fulltrúar lögreglustjórans í Reykjavík, borg- arverkfræðings, borgarskipulags og Strætisvagna Reykjavíkur. Allir aðrir áheyrnarfulltrúar skuli brottreknir verða - þar á meðal allir fulltrúar hins almenna borg- ara! Tillagan var samþykkt einróma af fulltrúum meirihlutans, þeim Haraldi Blöndal, Helgu Jóhanns- dóttur, Baldvin Jóhannessyni og Sveini Andra Sveinssyni. Það skal tekið fram að fulltrúi minnihlut- ans, Margrét Sæmundsdóttir, sat ekki þennan fund þar sem henni barst ekki fundarboð. (Hér var um fyrsta fund umferðarnefndar að ræða eftir borgarstjórnarkosning- ar.) Skömmu síðar lagði Margrét Sæ- foreldra hafi gert mikið gagn með veru sinni í umferðarnefnd. Sam- tökin, sem hafa fyrst og fremst ver- ið málsvarar barna, hafa veitt um- ferðarnefnd gott aðhald. Ennfrem- ur tel ég að fulltrúar Slysavarnar- félags islands og FÍB geti skipst á aö eiga fulltrúa, t.d. annað hvert ár.“ Tillagan var felld af meirihluta nefndarinnar. Hættuleg vinnubrögö Tillaga Haralds Blöndal og já- bræðra hans í umferðarnefnd Aldrei fyrr hafa legið fyrir umferðarnefnd jafn mörg og mikilvæg erindi um úrbætur i umferðarmálum. Reykjavíkur liggur nú fyrir borg- arráði til samþykktar eða synjun- • ar. Það þarf ekki glöggan mann til þess að sjá að slík tillaga er gróf aðför að lýðræðislegum skoðana- skiptum og beinlínis skaðleg þegar tekið er tillit til hagsmuna hins al- menna borgara. Með öðrum orðum: Meirihluti Umferðarnefndar, með Harald Blöndal í broddi fylkingar, vill ein- oka Umferðarnefnd Reykjavíkur- borgar með fulltingi nokkurra embættismanna án þess að svo mikið sem hlusta á rök hagsmuna- aöila. Þessi afstaða kemur reyndar ekki á óvart miðað við fyrri afgreiðslur meirihluta nefndarinnar. Árið 1988 sótti undirrituð, fyrir hönd Áhuga- hóps um bætta umferðarmenn- ingu, um að fá að eiga áheyrnar- fulltrúa í nefndinni. Þeirri beiðni var hafnað. Ekki einungis hjá um- ferðarnefnd - heldur einnig hjá borgarráði og að lokum hjá sjálfri borgarstjórn! Slík vinnubrögð eru ekki bara vítaverð - þau eru beinlínis hættu- leg og lýsa vel þeim einokunartil- burðum og hroka sem einkennir vinnubrögð meirihluta sjálfstæðis- manna í borgarmálum. Og víst eru þeir ekki af baki dottnir, Haraldur Blöndal og með- reiðarsveinar hans í umferðar- nefnd. Á 414. fundi nefndarinnar þann 22. maí sl. lagði Haraldur Blöndal fram eftirfarandi bókun: „Næsti fundur veröur boðaður eftir að borgarráð hefur tekið af- stööu til samþykktar nefndarinnar um áheyrnarfulltrúa frá 22. ágúst 1990, sbr. fundargerðir frá 27. júní 1990 og 11. júlí 1990.“ (leturbr. und- irr.) Með þessari bókun verður ekki betur séð en hann sé einfaldlega aö gefa í skyn að ekki verði haldinn fundur fyrr en allir „óæskilegir" áheyrnarfulltrúar séu á bak og burt! Að lokum má geta þess að aldrei fyrr hafa legið fyrir umferðarnefnd Reykjavíkur jafnmörg og mikilvæg erindi um úrbætur í umferðarmál- um. Flest þessara bréfa koma frá hinum almennu borgurum sem nú eiga ekki lengur að fá að hafa áhrif á ákvarðanir í málum sem snerta líf þeirra, barna þeirra og ástvina, miklu máli - umferðaröryggismál- um. Ég skora því á alla Reykvík- inga að mótmæla þessum vinnu- brögðum harölega. Gleymum því aldrei að umferðaröryggismál eru lífshagsmunamál okkar allra en ekki einkahagsmunir misviturra pólitíkusa og embættismanna. Ragnheiður Davíðsdóttir Hildarleikur ráðherra Við íslendingar státum okkur gjarnan af því þegar við erum staddir á erlendri grund að við sé- um vel menntuð þjóð. Vel sé búið að menntafólki okkar og öflugur félagslegur sjóður láni fólki, að uppfylltum vissum skilyrðum. Því sé tiltölulega auðvelt fyrir fólk í litl- um efnum að stunda framhalds- nám. Og vissulega höfum við fylli- lega staðist samanburð við þau lönd sem við berum okkur svo gjarnan saman við. En greinilegt er að allir eru ekki á eitt sáttir um þetta stolt okkar. Föstudaginn 7. júní sl. skrifaði Ól- afur G. Einarsson menntamálaráð- herra undir samþykktir sem stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna hafði gert daginn áður. Með undir- ritun sinni staðfestir ráðherra að hann ætlar sér að leiða aftökusveit þá til sigurs sem í haust mun ríöa húsum námsmanna. Skerðingar Skerðing á framfærslu náms- manna um 16,7%, úr 56 þúsundum í 46 þúsund, er orðin að veruleika og meira til. Hámarkslánstími til fyrrihlutaprófs er orðinn 5 ár í stað 7 ára. Námsmenn í leiguhúsnæði þurfa nú að sanna greiðslur á húsa- leigu með skattframtali og 27.000$ þak hefur verið sett á lán til greiðslu á skólagjöldum erlendis, svo að eitthvaö sé tínt til. í raun og veru ber allar breyting- artillögur LÍN og ráöherrans að sama brunni, í haust skal náms- KjaUarinn Heiðar Ingi. Svansson rekstrarfræðinemi við Samvinnuskólann á Bifröst og félagi í BÍSN mönnum fækkað og það verulega. Eða hvernig er annars hægt að líta á skerðingu á framfærslu um 10 þúsund krónur á mánuði öðrum augum? Eða hækkun á húsaleigu í kjölfar þess að leigusalar verða nú að gefa upp til skatts húsaleigutekj- ur námsmanna meðan hinn al- menni launþegi leigir áfram „svart“? Eða skerta möguleika á kostnaðarsömu framhaldsnámi er- lendis þar sem skólagjöld eru mjög há? Aðför-taka tvö Þetta er ekki í fyrsta sinn í sögu landsins sem Sjálfstæðisflokkur- inn heggur skörð í raðir náms- manna. í tíð sinni sem mennta- málaráðherra reyndi Sverrir Her- mannsson svipaðar aðferðir með ágætisárangri og tókst að hrekja hundruð námsmanna frá námi. En betur má ef duga skal og Ólafur ætlar sér stærri hluti en flokks- bróðir hans. Ólafur, ásamt fulltrúum ríkisins í LÍN, hjó á hendur námsmanna þegar þeir lögðu fram tillögur um 560 milljón króna sparnað í útgjöld- um sjóðsins. Ekki þótti sú skerðing viðunandi og því óðu þeir yfir námsmenn meö því að samþykkja tillögur sem gætu þýtt skerðingu upp á 1 milljarð. Raunskerðingin „Skerðing á framfærslu námsmanna þúsund, er orðin að veruleika." veröur meiri og ekki bara hjá námsmönnum heldur hjá öllu launafólki í landinu sem þó huggar sig við smáuppbót um síðustu mán- aðamót. Glíman við verðbólguna ætlar að verða Ólafi og hans mönnum erfið þannig að sú uppbót verður hinum almenna launþega að líkindum hláleg huggun. Áfengi, tóbak og bensín hefur þegar hækkað en fyr- irhugaðar eru hækkanir á gjaid- skrám opinberra fyrirtækja, t.d. Landsvirkjunar. Hver verðbólgan verður þegar skerðingin knýr dyra í haust er erfltt að spá en öruggt er að 46 þúsundin verða fljót að hverfa í hít hækkana. um 16,7%, úr 56 þúsundum i 46 Oft var þörf... Búið er að samþykkja ofan- greinda skerðingu og því verður ekki breytt. En einmitt á slíkum stundum er kraftur samstöðu og samyinnu hvað mestur. í dag, fimmtudag, standa Bandalag ís- lenskra sérskólanema, Samband íslenskra námsmanna erlendis og Stúdentaráð Háskóla íslands fyrir mótmælafundi gegn skerðingu námslána. Fundurinn hefst kl. 17 og þátttaka þín þar sýnir ráða- mönnum að íslenskum náms- mönnum verður ekki „slátrað" þegjandi. Heiðar Ingi Svansson „Með undirritun sinni staðfestir ráð- herra að hann ætlar sér að leiða aftöku- sveit þá til sigurs sem í haust mun ríða húsum námsmanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.