Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 22, JÚNÍ 1991, 7 Fréttir Sjálfstæðismennirnir sem vildu reka Bjama Grímsson bæjarstjóra: Alafosstreflarnir verða framleiddir eitthvað fram á sumarið þrátt fyrir gjaldþrot fyrirtæksins. Dv-mynd GVA Þrotabú Álafoss: Taka bæjar- stjórnirnar búið á leigu? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Bæjarráð Akureyrar samþykkir að í samstarfi við forsvarsmenn Mos- fellsbæjar verði leitað til fyrrverandi stjórnenda Álafoss hf. og þess farið á leit að þeir hafi forgöngu um stofn- un rekstrarfélags í þeim tilgangi að taka á leigu rekstur þrotabús Álafoss hf.,“ segir í samþykkt bæjarráðs Akureyrar vegna málefna Álafoss sem lýstur hefur verið gjaldþrota. „Það er fullur vilji frá okkar hálfu að finna lausn á þessu vandamáli en við teljum að aðrir sem þarna eiga hagsmuna að gæta verði líka að leggja sitt af mörkum og það verði gerð tilraun til að skera úr um það hvort þetta getur gengið," segir Sig- ríður Stefánsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Akureyrar. „Að mínu mati er það alls ekki rétt- lætanlegt að ríkisvaldið æth að draga sig út úr þessu og velta ábyrgðinni yfir á annan opinberan aðila. Það er ekki nokkur möguleiki en viö getum ekki setið hjá og munum því reyna að fmna leiðir til lausnar á þessum vanda. Það verður að finna bestu leiðirnar í þessu máli en okkar markmið er fyrst og fremst að reyna að tryggja þessi störf sem eru hér enda er það ekkert smámál ef þessi rekstur leggst niður á Akureyri. Það verður því að vera númer eitt að halda fyrirtækinu gangandi á meðan skoðað er hvað hægt verður að gera í framtíðinni og hvaða stefna verður tekin. En ég vil taka það skýrt fram að ríkisvaldið og fyrrverandi eigendur fyrirtækis- ins bera mikla ábyrgð í þessu máli og geta ekki velt henni yfir á okkur. Þótt við séum að taka ákvarðanir í þessu máh núna þá verða þeir að vera inni í lausn þess með einhverj- um hætti,“ sagði Sigríður. Ólafsfjarðarmúlinn: Göngunum lokað vegna malbikunar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Jarðgöngununi í Ólafsfjarðarmúla verður lokað um mánaðamótin næstu og verða þau lokuð fyrstu vik- una í júlí vegna malbikunar. Áformað er að setja 5 cm malbiklag ofan á 7 cm lagið sem lagt var í göng- in áður en þau voru tekin í notkun og á meðan verður umferð um gamla veginn. Að sögn Sigurðar Oddssonar, tæknifræðings Vegagerðar ríkisins á Norðurlandi, hefur verið mikhl raki í göngunum að undanfömu vegna leysinga og einnig vegna þess að heitt loft hefur streymt inn í göngin þar sem loftið er kaldara og það varð til þess að ekki var farið í að malbika göngin í júní eins og áætlað hafði verið. Mikið var kvartað Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Um síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar var orðið ljóst að ekki var sam- staða um að hafa Bjama Kr. Gríms- son til frambúðar sem bæjarsijóra. Miklar kvartanir flokksmanna og annarra bæjarbúa vom út af starfi bæjarstjóra og árekstrar við meiri- hlutann. Innan meirihlutans þótti Bjarni einráður og lítt sinna sam-' bandi við þá sem hann sótti umboð sitt til,“ segir í greinargerð sem þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Ólafsfirði hafa sent frá sér vegna „bæjarstjóramálsins" svonefnda. Eins og fram hefur komið hefur fjögurra manna meirihluti sjálfstæð- ismanna í bæjarstjóm Ólafsfjarðar klofnað vegna þessa máls. Þrír þeirra stóðu að tillögu um uppsögn Bjarna Grímssonar bæjarstjóra en forseti bæjarstjórnarinnar, Óskar Þór Sig- urbjörnsson, stóð með Bjarna og því náði tillagan ekki fram að ganga. Talið er fullvíst að Óskar Þór muni nú ganga til hðs við þriggja manna minnihluta óháðra vinstri manna og þannig verði th nýr meirihluti. Yfirlýsing sjálfstæðismannanna þriggja, Sigurðar Björnssonar, Krist- ínar Trampe og Hauks Sigurðssonar er harðorð. Þar er meðal annars sagt að upphaf trúnaðarbrests milh bæj- arstjóra og meirihlutans megi rekja til sölu hluta Ólafsfjarðarbæjar í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og Út- gerðarfélagi Ólafsfjarðar. Þar hafi bæjarstjórinn krafist óskoraðs um- boðs, hann hafi ekki haft samráð við meirihlutann og setið á upplýsing- um. Þá er í yfirlýsingunni rætt um fjarveru Bjarna frá skrifstofunni og ferðalög og einnig háa kostnaöar- reikninga, svo eitthvað sé nefnt. DV gerði árangurslausar tilraunir til að hafa samband við Bjarna Grímsson. Hann er í leyfi og ekki væntanlegur til starfa fyrr en í næstu viku. Háreistar óskir er líka hægt að uppíylla Héðinshúsin eru þekkt fyrir styrk, varanleika og einfalda uppsetningu enda gjarnan valin þar sem áhersla er lögð á hagkvæmni jafnhliða notagildi. Færri vita kannski að möguleikarnir í útliti eru í raun nánast óþrjótandi. Héðinshús - fyrir háreistar kröfur. = HÉÐINN = M STÓRÁSI 6 ■» GARÐABÆ • SIMI 52000 Hönnun • smíöi • viðgerðir • þjónusta Tollvörugeymslan við Héðinsgötu, 697 m2 stálgrindarhús klætt Garðastáli. Atvinnuhúsnæði við Skeiðarás, 504 m2 stálgrindarhús klætt Garðastáli og með fellihurð frá Héðni. Dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur við Hnoðraholt, 108 m2, reist á 7 dögum. Stálgrindarhús klætt Garðastáli. Breið gönguhurð frá Héðni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.