Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Síða 18
18 Veiðivon Veiðifélagið Bakkabræður stofnað: Markmið félagsins að fá helst ekki neina veiði Þau spretta upp eins og gorkúlur veiðifélögin þessa dagana og fyrir fáum dögum var eitt stofnað. Markmið þessa veiðifélags er að veiða helst ekki neitt. Stofnaður hefur verið félagsskap- urinn BAKKABRÆÐUR, veiðifélag- ið. Aðalmarkmiö félagsmanna er að stunda veiðar og helst að fá ekkert. Fyrstu veiðitúrarnir eru opnunar- holl í Vatnsdalsá, tveir veiðimenn verða sendir í Norðurá 18. til 20. júní til þess að fæla fisk og tO að auka líkur á að ekkert fáist í Vatnsdal. Merki félagsins var hannað af aug- lýsingastofunni Komdu á morgun (eða hinn). Hefur þetta verið prentað á boh og æfingagalla. Aðsetur félagsins hefur ekki verið skráð en það verður gert síöar. Til að byrja með verður það breytilegt, þ.e. við Norðurá, Vatnsdalsá, Laxá á Ásum, Elliöaá, Tungufljót og Vífils- staðavatn. Ef menn innan félagsins óska þess sérstaklega mega þeir veiða á flugu ef þeim finnst það eitt- hvað fínt. Við hinir, formaðurinn og fleiri, kjósum buffið eða stáhð. Form- aður, ritari og gjaldkeri er Hjalti Þór Björnsson, hann er allt í félaginu vegna valdagræðgi. Er DV reyndi að ná tah af for- manni félagsins í vikunni var hann viðveiðar?íVatnsdalsá. -G.Bender Hér sést formaðurinn, Hjalti Þór Björnsson, með smábleikju úr Meðalfells- vatni. DV-mynd HH Hann veiddi vel af bleikju og urriða fyrir skömmu, hann Jón Páll, í Rang- ánum eins og myndin sýnir. En sil- ungurinn getur tekið skemmtilega sé hann við á annað borð eins og hjá Jóni Páli og hans veiðifélögum. DV-mynd GRE Þeir eru vígalegir, Pétur Pétursson og Ágúst Sigurðsson, Ijósmyndarinn snjalii, við Fáskrúð í Dölum. En Veiðifé- lagið í felum hefur verið til í nokkur ár og verður á fullu i sumar. DV-mynd ÁG LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991. Þjóðar- spaugDV Fisksalamir Hér er ein vísa tileinkuð fisksöl- um: Fisksalamir fram um stig fala silfrið gljáa. Þeir eru að bjóða sjálfa sig saltna, úldna, þráa. Bóndasonurinn Sonur bónda norðanlands framdi sjálfsmorð með því að drekkja sér. Er bónda voru sögð tíðindin sagði hann: „Gat strákbjáninn nú ekki beð- ið með þetta fram yfir heyskap- inn.“ Hjá ljósmyndara „Og hvernig vUjiö þið hafa upp- stillinguna á myndinni?“ spuröi Ijósmyndarinn feðgana. „Ja,“ svaraði pabbinn. „Ætli sé ekki best að strákurinn sé með aðra höndina í jakkavasanum minum svo hún verði nú sem raunverulegust." Lifið í Eyjum Halldór Gunnlaugsson var læknir í Vestmannaeyjum i upp- hafi þessarar aldar. Einhverju sinni bað kunningi hans af fasta- landinu hann um að segja sér í örstuttu máli frá lífinu í Eyjum. Halldór svaraði: „Útgerð, aðgerð, ígerð.“ Mikill spámaður Úr ræðu norðlensks prests: „Við vitum ekki með vissu hvort Jónas var til en hann var mikill spámaður. Á því leikur enginn vafi.“ Pitsan „Oj bara, hver ældi á laufa- brauðið?" sagði Akureyringur einn þegar hann sá pitsu í fyrsta skipti. VitÞingeyinga Um Þingéyinga var eitt sinn sagt: „Það sem allir vita þykjast Þingeyingar vita mun betur.“ Finnur þú fimm breytingai? 110 Þetta var algjörlega óvart, herra dómari. Konan sem ég ók yfir leit ai- Nafn: veg eins út og tengdamóðir min, séð aftan frá. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. 2. Fimm Úrvalsbækur að verðmæti kr. 3.743. Bækurnar sem er í verðlaun heita: Á elleftu stundu, Flugan á veggnum, í helgreipum hat- urs, Lygi þagnarinnar og Leikreglur. Bækurnar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiðl- un. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 110 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundruð- ustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Oddný Jósefsdóttir, Sporði, 531 Hvammstanga 2. Harpa F. Matthíasdóttir, Fossi, 465 Bíldudal Vinningarnir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.