Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Page 20
20 ; LAUGARDAGUB 22. JÚNÍ1991. Kvikmyndir Hér má sjá helstu persónurnar sem koma fyrir í Góðum ásetningi. Samuel Froler, sem leikur föður Ingmars Bergman, er lengst til vinstri. Sitjandi fyrir framan Max von Sydow, sem leikur afa hans, er Pernilla Ostergren, sem leikur móður hans. Góður ásetningur: Ingmar Bergman skrifar Biile August leikstýrir Foreldrar Ingmars Bergmans (Pernilla Ostergren og Samuel Froler) ásamt eldri bróður hans. Hjúskaparvandamál lútersks prests og þrjóskrar eiginkonu hans er þemað í dýrustu kvikmynd sem gerð hefur verið á Norðurlöndum. Hjónin, sem um ræðir, eru foreldrar snillingsins Ingmar Bergmans og hefur hann skrifað handritið að þess- ari kvikmynd sem mun heita Góður ásetningur og gerist á tíu árum í lífi foreldra hans. Bergman lýsti þvi yfir þegar hann lauk við Fanny og Alexander að hann myndi ekki leikstýra kvik- mynd framar og hann stendur við þau orð og lét leikstjórnina eftir hin- um danska Bille August. Áætlaður kostnaður við þessa kvikmynd er ellefu milljón dollarar og til samanburöar má geta þess að nýja kvikmyndin hans Hrafns Gunn- laugssonar, Hvíti víkingurinn, kost- aði sjö milljónir dollara. Eins og Hvíti víkingurinn er mynd- in Góður ásetningur gerð bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Fyrst mun verða sýnd sex tíma löng sjón- varpssería í desember og í kjölfarið mun svo fylgja kvikmyndin sem verður tveir timar og fjörutíu og fimm mínútur að lengd. Að Ingmar Bergman skyldi treysta Bille August fyrir handriti sínu er eingöngu vegna hrifningar hans á Pelle sigurvegara sem fór sigurfór um allan heim og fékk meðal annars óskarsverðlaunin sem besta erlenda kvikmyndin. „Fyrirfram var ég kviöinn fyrir þessu níu mánaða tímabili sem það tók að kvikmynda Góðan ásetning, enda hræddur um í fyrstu að það yrði í raun Bergman sem stjómaði á bak við tjöldin," segir Bille August, „en sá kvíði var ástæðulaus, þetta var verðugt og spennandi verkefni. Og ég tel handritið vera bestu ástar- sögu sem ég hef lesið.“ Hræðsla August við að Bergman myndi verða með hausinn yfir öxlum hans var alveg ástæðulaus. Bergman setti strax línuna hvar hann myndi hætta að skipta sér af framkvæmd- Kvikmyndir Hilmar Karlsson inni. Hann hjálpaði sænskum fram- leiðendum við að afla peninga frá sjónvarpsstöðvum í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, á italíu og Noröurlöndum. Þá fór hann yfir handritið með August og valdi Pem- illa Ostergren, sem lék bamfóstmna í Fanny og Alexander, til að leika móöur sína og sænska leikarann Samuel Froler til að leika fóður sinn. Má geta þess að á meðan á tökum stóð giftu þau sig, Bille August og Pemilla Ostergren. Endar áður en Bergman fæðist Kvikmyndin byrjar 1909 í háskóla- bænum Uppsölum. Þar er nemandi í guðfræði, hinn fátæki en réttsýni Erik Bergman. Hann verður ástfang- inn af Onnu Akerblom, ríkri og spilltri yfirstéttarstúlku. „Þetta var klassísk staða þar sem foreldrar hennar vom mjög á móti sambandi unga fólksins en það hafði sitt fram. Erik og Anna vom samt mjög ólíkir einstaklingar og varð hjónabandið dramatískt og árekstrar margir," segir Ingmar Bergman. „í bytjun vom þau augljóslega mjög ástfangin en ólíkt uppeldi tók sinn toll af þeim báðum." Kvikmvnd- in endar 1918, rétt áður en Ingmar Bergman fæðist, og þá eru þau þá ákveöin í að horfa framan í framtíð- ina saman þrátt fyrir ólík lífsviðhorf. Bille August bætir við að kvik- myndin sé um ást á milli manns og konu, foreldra og bama og milli vina, bræðra, hún sé um eigingjarna ást sem og óeigingjama og ást á guði. „En myndin er einnig um eyöingar- hvöt og baktjaldamakk alls konar,“ bætir August viö. Aðspurður hvemig hefði verið að vinna með Bergman sagði August að þeir hefðu setið saman í tvo mánuði 1989 og farið nákvæmlega yfir hand- ritiö og öll vafatriöi sem gætu komið upp. „Svo nákvæmlega fórum við saman yfir handritið að ég fann aldr- ei þörf hjá mér aö tala við Bergman meðan á tökum stóð,“ segir August. Hinn þekkti leikari, Max von Sydow, leikur afa Bergmans í mynd- inni. Hann segir að Ingmar Bergman og Bille August séu ólíkir persónu- leikar en þó eigi þeir það báðir sam- eiginlegt aö koma til verks mjög vel undirbúnir og vita nákvæmlega hvað þeir vilja. Von Sydow talar af reynsl- unni en hann lék eftirminnilega í mynd August, Pelle sigurvegara, og hefur leikið í mörgum meistarverk- um Bergmans. Umfjöllun um Ingmar Bergman og flölskyldu hans lýkur svo sannarlega ekki með Góðum ásetningi því að nú eru að hefiast tökur á köflum úr sjálfsævisögu Bergmans, Laterna Magica, sem kom út 1987. Handritiö, sem Bergman skrifaði, fiallar um drenginn Pu (Bergman), foreldra hans og bróður þar sem þau eru í sumarleyfi í „dölunum“. Sá sem leik- ur Pu er átta ára gamall drengur sem heitir Henrik Linnros. Foreldra hans leika Thommy Berggren og Lena Endre. Myndin mun heita Sunnus- dagsbam og er leikstjóri enginn ann- ar en Daniel Bergman, sonur snill- ingsins, og er þetta fyrsta kvikmynd- in í fullri lengd sem hann leikstýrir. -HK Mark Frost skiptir umhlutverk AJIir sem hafa fylgst meö ferli David Lynch og þá um leið þátta- röðinni Tvídröngum hafa tekið eftir nafhi Mark Prost en saman reka þeir kvikmyndafyrirtæki og hefur Frost óneitanlega staðið í skugganum á David Lynch. Nú hefur Mark Frost ákveðið að standa á eigin fótum við gerð kvikmyndarinnar Storyville, sem hann bæði leikstýrir og skrifar handrit að. Frost skrifaði hand- ritið, sem fiallar um ungan lög- fræðing sem flækist í net hættu- legrar konu sera bæði er leiðbein- andi í japanskri sjálfsvarnarUst og gleðikona, íyrir fimm árum og hafði aldrei hugsað sér meira í gerö myndarinnar. En þegar ekk- ert gerðist ákvað hann að leik- stýra sjálfúr. Aðalhlutverkin leika James Spader, Charlotte Lewis og Joanne Whalley-Kilmer. David Cronenberg reynirþað ómögulega David Cronenberg vinnur nú hörðum höndum viö að gera kvikmyndina Naked Lunch sem gerö er eftir skáldsögu William S. Burroughs. Hún kom út 1959 og vakti mikla athygh, enda um furðusögu að ræða sem höfund- urinn kallaði „að hluta til skáld- sögu“. Fljótlega varð þessi saga ein af þeim „sem ómögulegt er að kvikmynda“. David Cronen- berg er sammála þessu og segir að ef hann hefði skrifað handrit beint eftir bókinni þá hefði kostn- aðurinn orðið 400 milljónir doll- arar og myndin heföi verið bönn- uð í öllum löndum. Haxm fer því frjálslega með söguþráöinn sem fiallar um rithöfund sem er að reyna að skrifa bók um bók. Aðal- hlutverkið leikur Peter Weller. Aðrir mennskir leikarar eru Judy Davis, Roy Scheider, lan Holm og Julian Sands. Hrói höttur Kevins Costners slærígegn Um síðustu helgi var frumsýnd í Bandarikjunum Robin Hood, Prince of Thives, þar sem Kevin Costner fer með aðalhlutverkið. Gagnrýnendur eru ekki á eitt sáttir um gæði myndarinnar en áhorfendur hafa fiykkst til að sjá myndina og komu inn fyrstu sýn- ingarhelgina 25,6 milljónir doll- ararþ Það er næstmesta upphæð sem komið hefur inn á einni sýn- ingarhelgi þegar um er að ræða mynd sem ekki er framhalds- mynd. Aðeins Batman halaði inn meira. Hrói höttur, prins þjóf- anna, verður tekinn til sýningar í Regnboganum i næsta mánuði. Rakettumaðurinn - sumarsmellur frá Disney Um næstu helgi verður ffum- sýnd í Bandaríkjunum ævintýra- myndin Rocketeer en Wait Disn- ey-fyrirtækið hefur lagt í mikinn kostnaö við gerð þessarar mynd- ar og vonast einnig til að hér sé um mikinn sumarsmell að ræða. Myndin fiallar um ungan kapp- akstursflugmann sem ásamt að- stoðarmanni sínum uppgötvar einn dag rakettupakka sem hefur þá náttúru að hver sem setur hann á sig getur flogiö eins og fuglinn frjáls. Þaö er óþekktur leikari, Bill Campell, sem leikur rakettumanninn. Aörir leikarar eru Alan Arkin, Timothy Dalton, Paul Sorvino, Terry O’Quinn og Ed Lauter. Það er svo Jennifer Connelly sera leikur kærustu hans. Leiksfióri er Joe Johnston sem leikstýröi sumarsmelhnum í fyrra fyrir Disney; Honey, I shrunk the Kids.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.