Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Side 23
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991. 23 FYLLIN G AREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu verði. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast vel. Ennfremur höfum viö fyririiggjandi sand og möl af ýmsum gróíleika. Sævarhöfða 13 - sími 681833 Bjarni Jónsson bjargaði bókasafni sinu, sem fór í snjófióð, með því að hafa bækurnar í frysti þar til hægt var að þurrka þær. DV-mynd GVA Tivoli - Hveraportið Glæsilegt markaðstorg alla sunnudaga í Hveraportinu. Góðar vörur á lágu verði. Pantanir á sölubásum í s. 91-676759 (Kristín) og 98-34673 (Tívolí). Tívolí er opið alla daga vikunnar. ____Til okkar er styttra en þú heldur. Tívolí, Hveragerði Bjami Jónsson í Þrastalundi: Setti bóka- safnió í frysti „Mér datt þetta ekki í hug. Ég hélt að þetta væri allt saman ónýtt en sérfræðingar, sem haft var samband við, sögðu okkur að henda þeim öll- um í frysti,“ sagði Bjarni Jónsson, fyrrverandi bóndi í Þrastalundi í Norðfirði, í samtali við DV. Snjóílóð féll á Þrastalund snemma vetrar 1990 og sneið hluta íbúðar- hússins af og allir innanstokksmun- ir, þar með talið umtalsvert bókasafn Bjarna bónda, sópaðist niður á grundir. Krafturinn var slíkur að margt húsmuna kurlaðist í smáflísar og var með öllu óþekkjanlegt. Enginn var heima þegar atburður- inn gerðist, enda Bjarni hættur bú- skap og haföi nokkrum vikum áður flutt með konu sinni út á Neskaup- - stað. Bjarni var búinn að sætta sig við að henda bókunum, sem honum voru svo kærar, þegar honum bárust ráð um hvernig ætti að bjarga þeim. Stóð með hárþurrku heilan vetur „Þær voru settar í fiskikassa og hlaðið í frystinn hérna úti í frysti- húsi. Þegar búið var svo að gera við húsið setti ég upp stórt borð hérna í stofunni. Þar var bókunum raöað og allir ofnar kappkyntir og gluggar hafðir lokaðir. Eg var síðan með hár- blásara að dútla við að þurrka ein- stakar síður eftir því sem bækurnar þiðnuðu og þornuðu. Síðan voru þær fergðar og þetta tókst í flestum tilvik- um ótrúlega vel,“ segir Bjarni og dregur máli sínu til staðfestingar bók út úr skápnum, sem þekur heilan vegg í stofunni í Þrastalundi, og flett- ir henni ástúðlega með vinnulúnum höndum. Svo óheppilega vildi til að nýbúið var að færa alla innanstokksmuni og bækurnar úr stofunni yfir í þann enda hússins sem snjóflóöið tók. Vandaðarbækur björguóust en ruslið fór „Þarna fór allt sem við áttum. Við erum búin að vera hérna síðan 1940 en ég er fæddur á Ormsstöðum sem eru næsti bær. Það hefur aldrei fallið snjóflóð hér niður á tún svo vitað sé í 140 ár. Meira að segja þegar stóru flóðin féllu 1974 úti í þorpi og urðu fjölda mahns að grandi þá féll ekki einn bolti hér,“ sagði Bjarni og dæsti. „Það bjargaði miklu að bókaútgáfa á íslandi er vönduð. Þær bækur, sem ekki var hægt að bjarga, voru mest reyfarar og soddan rusl sem gefið er út á óvönduðum pappír. En flestar skárri bækur björguðust. Þó tapaðist ein bók sem sem ég sé óskaplega eftir. Það var bók með gömlum myndum, þar á meðal af gömlu fólki héðan úr Norðfirði. Það var alveg sama hvað ég reyndi. Það var ekki hægt að þurrka hana. Síðurnar náðust bara ekki í sundur. Þau voru þarna í sömu opnunni Gísh Þorláksson og kona sem hét Magnúsína. Þegar ég reif skeggið af Gísla og svuntuna af Magnúsínu gafst ég upp og henti bókinni," sagði Bjarni sem var bróð- urpart síðastliðins vetrar aö bjarga því sem bjargað varð. En hverjar eru hans uppáhaldsbækur? Kiljan er perlan í safninu „Kiljan er náttúrlega perlan í þessu öllu saman. Þarna eru allar bækurn- ar hans. Sennilega eru Brekkukots- annáh og íslandsklukkan bestar. Svo hef ég gaman af Hagahn og Þór- bergi. Svo var Kristmann góður með sínar konur,“ og Bjarni brosir í kampinn. Það er búið að reisa nýjan part við húsið í stað þess sem kurlaðist í burtu og enginn bilbugur á Bjarna bónda sem ætlar að hafa aðsetur í Þrastalundi á sumrin, þó að hann sé hættur búskap, en flest' hafði hann rúmlega 20 kýr í fjósi og tæpt hundr- að kinda. Þegar hann byijaði að búa 1941 átti hann 12 ær, eina kvígu og fótin sem þau stóðu í. „Ég hafði alltaf á vitundinni að hér gerðist eitthvað, bærinn brynni eða eitthvað slíkt, en snjóflóð datt mér aldrei í hug. En við byggjum upp og ætlum að eiga hérna sumarbústað í ellinni," sagði Bjarni aö lokum. Hann gengur með okkur út á hlað í kveðjuskyni og er furðuléttur í spori af manni á áttræðisaldri aö vera. Við skoðum aspirnar í hlaðvarpanum sem lögðust flatar undan snjóflóðinu en reistu sig allar sem ein þegar snjóa leysti. „Þetta bognar en brotnar ekki,“ segir Bjarni og trúlega er því eins farið með hann. -Pá LITLIR KRANAR SEM LÉTTA STÖRFIN Á bílinn, bryggjuna, í bátinn... • Mjög léttir. Þyngd með fæti og vökvadælu 153 til 600 kg. • Stórt vinnusvæði - 2,1 til 6,0 m. • Mikil lyftigeta -1 til 4,1 tonnmetrar. • Fjölmargargerðirm.a. sérstök tæringarvarin sjóútfærsla. • Með eða án fótar til festingar á bíla og bryggjur, í báta. iAAfOVEiAfíMF SMIÐJUVEGI66, KÓPAVOGI. SlMI: 76600 M I N N I • Fullkomnasti mengunar útbúnaður sem völ er á • Aflmikill - bein innspýting VISTVÆNN E • Lipur í akstri • Beinskiptur/sjálfskiptur • Eyðsla frá 4 I á 100 km • Til afgreiðslu strax. Verð frá 878.000 kr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 ■ SlMI 685100 m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.