Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 31
I LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991. m 43 Trimm Seglbrettasiglingar: Jafnvægisíþrótt sem svipar til skíðaíþróttarinnar - stórkostleg tilfínning að sigla um í góðu veðri með fulla stjóm á brettinu & Sumir hafa líkt seglbrettasigling- um viö skíðaíþróttina. í báöum til- vikum þarf jafnvægið aö vera í lagi og er því mikiö til náð í gegnum fæt- urna. Aö mörgu leyti eru þetta líka ólíkar íþróttir. Þaö er sérstök tilfinning að geta svifiö um í vindinum og hafa fulla stjórn á brettinu. Hvem hefur ekki dreymt um að sigla um á sólskins- degi í hæfilega miklum vindi? Áfangi að ná að standa uppréttur Við siglingamar reynir mikiö á all- an likamann. Notaöir eru kyrrstöðu- kraftar, ólíkt t.d. hlaupi. Þaö aö standa á brettinu og hafa fulla stjórn á því reynir mikið á allan líkamann, einkum fætur og bak. Gott er að vita af því til að byrja meö aö maður þoli eitthvert álag því erfitt getur veriö að draga seglið upp fullt af vatni. Til aö byrja meö þarf ekki mikið þol en það kemur með æfingunni. Við seglbrettasiglingar reynir fyrst og fremst á jafnvægiö. Þeir sem eru að byrja vilja geta staðið uppréttir á móti vindi. Til að sigla í sæmilegum vindi þarf að hafa góða stjórn á brett- inu og vita hvemig venda á seglinu. Þegar fólk er svo farið að geta notað líkamann til að spyrna í brettið á móti vindinum er mikilsverðum áfanga náð. Byrja í litlum vindi Allir sem eru við sæmilega heilsu geta lært að sigla seglbretti. Jafnvel 10 ára börn geta siglt ef þau hafa búnað sem hæfir þeim. Sá elsti sem frést hefur um á námskeiði var 78 ára gamall. Fyrir byrjendur er mikið atriði að byrja í litlum vindi en þá er einfalt fyrir alla að sigla. Erfiðara verður að hafa stjórn á brettinu eftir því sem hvessir. Best er að fá einhverja til- sögn í byrjun. Til að byrja með er brettið prófað á þurru landi og jafnvægið fundið. Þá er brettið flutt út á vatn og reynt að standa á því án segls. Það eitt get- ur verið flóknara en það lítur út fyr- ir að vera í fyrstu. Brettið virðist oft valt í upphafi en byrjendabretti eru stöðugri en bretti fyrir lengra komna. Jafnvægiö kemur svo smátt og smátt. Gott er aö hafa í huga að enginn er verri þó hann vökni. Þó maður detti oft í vatnið er engin ástæða til að gefast upp. Seglið oft á kafi Þá er seglinu komið fyrir. Sumum finnst seghð liggja lengur í vatninu heldur en upprétt. Mikilvægt er að vernda bak eins og mögulegt er þegar seglið er dregið upp. Beygið ykkur vel í hnjánum þannig að aðalátakið komi ekki á bakið. Lyftið seglinu hægt upp og látið vatnið renna af því um leið og það er tekið upp. Þegar jafnvæginu er náð þarf að læra hvernig snúa á seglinu. Hægt er að sigla beint undan vindi en aldr- ei er siglt beint á móti vindi. Ef fara á í áttina beint á móti vindi þarf að fara á ská miðað við vindátt og „sikk-sakka“, þ.e. snúa brettinu oft á leiðinni. í raun er ekki svo flókið að sigla seglbretti. Byrjendur ættu alltaf að hafa það í huga að byija í litlum vindi, þá er eftirleikurinn auðveld- ari. Útbúnaður og aðstaða Það sem þarf til seglbrettasiglinga eru bretti, segl og þurrbúningur. Byijendaútbúnaður kostar um 60.000 krónur og upp úr. í Seglbrettaskólan- um Brokey í Nauthólsvík og á Laug- arvatni er hægt að leigja allan útbún- að, auk þess sem boðið er upp á kennslu. -hmó Fyrst er brettið prófað á þurru landi til að fá tilfinningu fyrir því og finna jafnvægið. Þegar jafnvæginu er náð á brettinu og fólk er farið að geta notað líkamann til að spyrna í brettið á móti vindinum er mikilsverðu markmiði náð. Rey kj aví kurmaraþon: Krepptir hnefar valda stífleika og þreytu - fjórða vika trimmáætlunar í fjórðu viku bætist við einn æf- ingardagur hjá Ásgeiri og Vöggi. Auk þess lengist sunnudagsæfing- in lítillega. Ekki er enn ástæða til að taka verulega á í æfingunum. Hraðinn á enn sem komið er að fara eftir því sem hver og einn ræður vel við. Markmiðið er fyrst og fremst að ná góðu valdi á því sem verið er að gera. Þótt ekki sé nein algild regla til um hvaða hlaupastíll sé árangurs- ríkastur eru samt nokkur grund- vallaratriði sem rétt er að hafa í huga og reyna að lagfæra. Hendur eiga t.d. að fylgja í takt við fæ- tuma, - nema við síðuna og hafa skal hnefa lauskreppta. Krepptir handleggir og hnefar valda stífleika og þreytu. Stefna skal að því að ná réttum framhalla til að skrefin nýt- ist sem best, en margir byijendur hlaupa of fattir og taka þ.a.l. óþarf- lega stutt skref. Þetta má laga með því að styrkja magavöðvana og leggja nokkra áherslu á brekkur. Með aukinni æfingu og styrk mun fráspyrnan sjálfkrafa nýtast betur. Það má því segja að hlaupastíllinn lagist að miklu leyti af sjálfu sér, enda aðlagast líkaminn hreyfmg- unni. Máhð er e.t.v. miklu frekar það að fólk er með óþarfa óvana eða veikleika sem þarf að lagfæra til þess að hlaupalagið geti orðið sem árangursríkast. Egilsstaðamaraþon Egilstaðamaraþon fer fram í flórða sinn 7. júlí nk. Boðið er upp á fjórar vegalengdir, maraþon, hálfmaraþon, 10 km og 4 km skemmtiskokk. Vegur hlaupsins hefur farið vaxandi undanfarin ár og var fjöldi þátttakenda í fyrra nálægt 200. Þeir sem hug hafa á því að vera meö í hlaupinu geta leitað nánari upplýsinga á skrifstofu Frjálsíþróttasambandsins (91- 685525) eða á skrifstofu U.Í.A. (97-11353). Athygli er vakin á því að hægt er að fá um helmingsaf- slátt á flugfargjaldi fyrir hópa. Kveðja Sigurður Pétur Sigmundsson Skemmtiskokk Óiöf Huld Hálfmaraþon Ásgeir Maraþon Vöggur l.d. 5km 8km 14km 2,d. Hvíld Hvíld Hvíld 3. d. 2km 5km 8km 4.d. Hvíld Hvíld 10km 5.d. 4km 3km Hvíld 6.d. Hvíld 4km 8km 7,d. Hvíld Hvíld 8km STYRKIR REYKJAVIKURMARAÞON Þegar út á vatn er komið er seglið geymt til að byrja með. Það eitt að standa á brettinu reynist flestum nóg í byrjun. DV-myndir Brynjar Gauti Þegar seglið er dregið upp úr sjónum þarf að vernda bakið og beygja sig vel i hnjánum. Segiið er dregið upp hægt og rólega svo vatnið nái að renna af því um leið og það er dregið upp. ® TOYOTA Tál<n um gœði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.