Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Qupperneq 46
58 LAUGARÐAGUR 22. JÚNÍ 1991. Meiming Sibelius: Frumgerð meistaraverks Fá tónskáld á tuttugustu öld njóta eins mikilla og almennra vinsælda og finnski snillingurinn Jean Si- belius. Sjö sinfóníur hans og fiðlukonsert (1905) skipa heiðursess meðal mikilhæfustu tónsmíða vorra tíma, ef til vill allra tíma, að bestu manna áliti. Orðstír hans er því tæplega í mikilli hættu. Því er ekki alveg ljóst hvað afkomendum Sibeliusar í Finnlandi gengur til, en frá því tónskáldið lést árið 1957 hafa þeir slegið skjaldborg um allt það sem hann lét eftir sig, bréf, dagbækur og tónsmíðar á ýmsum Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson stigum vinnslu, og meinað fræðimönnum aðgang að þessu efni, auk þess sem þeir hafa bannað tónlistar- mönnum að leika ýmis verk frá æsku- og þroskaárum hans. Meðal „bannaðra" verka Sibeliusar eru frumgerðir tveggja frægustu tónsmíða hans, fimmtu sinfóníunnar og fiðlukonsertsins í D-dúr. En Robert von Bahr, eig- anda sænsku BIS tónlistarútgáfunnar, sem er mörgum íslendingum að góðu kunnur, er ekki fisjað saman. Eftir margra ára japl og jaml og fuður tókst honum að fá fjölskyldu Sibeliusar til að heimila hljóðritun frumgerðarinnar af fiðlukonsertinum (1903-4) með því skilyrði að hann verði hvorki fluttur opinberlega né hljóðritaður á nýjan leik. Fíaskó við frumflutning Hér er því um að ræða meiriháttar „tónhstarkúpp“ eitt af mörgum sem von Bahr hefur átt hlut að. Það féll síðan í hlut ungs grísks fiðlusnillings, Leonidas Kavakos, og sinfóníuhljómsveitarinnar í Lahti í Finn- landi undir stjórn Osmo Vnsk, að hljóðrita báðar gerð- ir fiðlukonsertsins, 75 mínútur alls, fyrir BIS geisla- disk (BIS-CD 500), sem vakið hefur feiknarlega athygli í tónlistarheiminum. Ýmislegt er enn á huldu um tilurð og frumflutning frumgerðarinnar af fiðlukonsertinum. Sibelius virðist hafa fengið hugmyndina að þessum konsert um haust- ið 1902, og lengi vel stóð til að Willy Burmeister, þekkt- asti fiðluleikari þess tíma, fengi verkið til frumflutn- ings, sem hefði tryggt því brautargengi víða um Evr- ópu. Einhverra hluta vegna var það samt öllu hæfi- leikaminni flðluleikari, Viktor Novácek, sem frum- flutti frumgerðina, sem kolféll í meðfórum hans. Af lýsingum að dæma réð hann ekki við þrælerfiðar ein- leikskadensur verksins. í framhaldi af því „fiaskó" tók Sibelius konsertinn til endurskoðunar, og í október 1905 var hann frumfluttur í endanlegri gerð í Berlín. Mikið öðruvísi Nú finnst manni oftast nær að bestu tónverk megi ekki vera öðruvísi en þau eru. Frumgerð fiðlukon- sertsins er vissulega öðruvísi en endanleg gerð hans. Lætur nærri að hægt sé að tala um annað tónverk. Breytingarnar segja til sín strax að loknu frægu upp- hafsstefinu. Frumgerðin er um það bil 6-7 mínútum lengri en sú endanlega, nokkrir hljómsveitarkaflar eru einfaldari („frumstæðari" segir einleikarinn Kavakos) einleiksadensurnar eru erfiðari - og þykir endanleg útgáfa þó nógu strembin fyrir einleikarann - en auk þess eru í frumgerðinni áhrifamiklar einleikskadens- ur, bæði í fyrsta og þriðja þætti, sem Sibelius sleppti við endurgerð. Minnstar breytingar hafa átt sér stað í adagio þættinum, sem er nánast sömu lengdar og í endanlegu útgáfunni. En þótt áðumefndar einleikskadensur séu stórbrotin tónlist, þá er ljóst að við niðurfellingu þeirra verður bygging fiðlukonsertsins miklum mun heillegri. Það þykir einmitt einkenni á góðu tónskáldi að kunna að fórna góðum hugdettum í þágu heildarinnar. Sjálfur tek ég endanlega gerð konsertsins fram yflr fmmgerðina. En frumgerðin veitir okkur ómetanlega innsýn í listsköpun Sibehusar. Túlkun hins unga gríska fiðlusnillings, Kavakos, og sinfóníunnar í La- hti, á báðum konsertunum meistarans er afburða góð. Enginn áhugamaður um Sibelius/fiðluleik má láta þennan geisladisk framhjá sér fara. Afmæli Þorvarður Alfonsson Þorvarður Alfonsson fram- kvæmdastjóri, Brúnalandi 16, Reykjavík, verður sextugur á morg- un. Starfsferill Þorvarður fæddist í Hnífsdal og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá VI1953 og Diplom Volks- wirt í þjóðhagfræði frá Háskólanum í Kiel í Þýskalandi 1959. Þorvarður var starfsmaður hag- fræðideildar Seðlabanka íslands 1959-62, skrifstofustjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda frá 1962 og framkvæmdastjóri þar 1963-70. Þor- varður hefur verið framkvæmda- stjóri Iðnþróunarsjóðs frá 1970 en var í leyfi frá störfum er hann var aðstoðarmaður iðnaðar- og félags- málaráðherra 1974-78. Þorvarður sat í framtalsnefnd Reykjavíkur 1969-79 og aftur frá 1980, situr í stjóm Iðnrekstrarsjóðs frá 1973 og var þar stjórnarformað- ur 1976-79, var varamaður í stjórn Nordisk Industriefond í Stokkhólmi 1976-79, var ritstjóri íslensks iðnað- ar, tímarits Félags íslenskra iðnrek- enda 1962-70, sat í stjórn Germaniu 1963-70 og frá 1978 og formaður fé- lagsins frá 1983. Þorvarði var veitt nafnbótin Das Grosse Verdienst- kreuz 1989. Fjölskylda Þorvarður kvæntist 5.3.1959 Al- mut Andresen, f. 9.7.1936, húsmóð- ur, en hún er dóttir dr. Ottos Al- berts Christians Andresen, læknis í Rendsburg í Þýskalandi, og Eriku Þorvarður Alfonsson. Cácilie Marie Jenni Andresen, hús- móðurþar. Börn Þorvarðar og Almut eru Ing- unn, f. 10.8.1959, tækniteiknari; Auður Björg, f. 3.8.1964; Sigurður Ottó.f. 17.1.1975. Foreldrar Þorvarðar: Alfons Gislason, f. 4.2.1893, d. 19.5.1975, hreppstjóri í Hnífsdal, og Helga Sig- urðardóttir, f. 18.11.1895, d. 19.1. 1981,húsmóðirþar. Föðurforeldrar Þorvarðar vom Gísli Jónsson, skipasmiður á ísafirði, og Margrét Jónsdóttir hús- móðirþar. Móðurforeldrar Þorvarðar voru Sigurður Þorvarðarson, útgerðar- maður og kaupmaður í Hnífsdal, og Halldóra Sveinsdóttir, húsmóðir þar. Þorvaröur og Almut taka á móti gestum að Hótel Holiday Inn á af- mælisdaginn klukkan 16.00-18.00. ara Haildóra Jóhannesdóttir, Grænugötu 4, Akureyri. Garðar Gíslason, IUugagötu 50, Vestmannaeyjum. Jóhann Bjarmí Símonarson, Klettaborg 4, Akureyri. 80 ára 50ára Þorvaldur Snorrason, Æsufelli 2, Reykjavík. Sigurliði Jónasson, Engimýri 11, Akureyri. 75 ára Finnboga Kristjónsdóttir, Dúfnahólum 2, Reykjavik. Halldór Andrésson, Engjavegi 73, Selfossi. Gunnar Þór Aifreðsson, Hraunbrún 30, Hafnarfirði. Björgvin Filippusson, Leifsgötu22, Reykjavik. Ólafur Antonsson, Hamrahlíð 9, Vopnafirði. 40 ára 70 ára Guðrún Jónsdóttir, Garðsenda 15, Reykjavík. Bergsveinn Breiðíjörð Gíslason, Laugarásvegi 3, Reykjavík. 60 ára Svala Ásbjörnsdóttir, Hjarðarhaga 46, Reykjavík. Edda Baldvinsdóttir, Tunguseli 6, Reykjavík. Geir Þorsteinsson, Keldulandl 11, Reykjavík. Sverrir B. Þorsteinsson, Furulyalla 10, Kopavogi. Svanhildur Ólafsdóttir, Vesturholti 1, Djúpárhreppi. Ingibjörg Hjartardóttir, Bollagörðum39, Seltjarnarnesi. Sóiey ísaksdóttir, Ægissíðu 25, Greni vík. Ásta G. Sigurðardóttir, Fögmbrekku, Innri-Akraneshr. Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður fasteignin Vatnsendablettur 34, þingl. eign Óla H. Sveinbjörnssonar, boðin upp að nýju og seld á nauðungaruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri þriðjudaginn 25. júní 1991 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Eggert B. Ölafsson hdl., Guðjón Ármann Jónsson hdl., Fjárheimt- an hf„ Reynir Karlsson hdl. og RóbertÁrni Hreiðarsson hdl. Bæjarfógetinn í Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.