Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 6
6
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991.
Útlönd
Nelson Mandeia var kjörinn for-
seti Afriska þjóðarráðsins í gær.
Símamynd Reuter
Mandela
kjörinn forseti
Nelson Mandela var einróma
kjörinn forseti Afríska þjóöar-
ráðsins á fundi þess í Durban í
Suður-Afríku í gær og tekur við
leiðtogaembættinu af Oliver
Tambo sem hefur verið heilsu-
veill. Tambo var aftur á móti
kjörinn formaður samtakanna.
Walter Sisulu, sem var í áratugi
með Mandela í fangelsinu á Rob-
beneyju, var kjörinn varaforseti
í stað Mandela.
Eina nýja andlitið meðal leið-
toga Afríska þjóðarráðsíns er
Cyril Ramaphosa. Hann var kjör-
inn aðalritari samtákanna.
Ramaphosa hefur verið fyrir-
mynd milljóna ungra blökku-
manna og er hann talinn harður
samningamaður.
Ráðhetra hættir
aðreykja
Nýr umhverfisráðherra Ind-
lands, sem var búinn að keðju-
reykja 1 tuttugu ár, sagöi skiiið
við sigarettumar á dögunum og
segist vona að starfsfólk hans og
jafnvel landar hans allir fylgi
góðu fordæmi.
Kamal Nath sagðist hafa hætt
þremur dögum eftir að hann sór
embættiseiðinn þann 21. júní síð-
astliöinn. „Ég ákvað að hætta
vegna þess að nýjar skyldur min-
ar kröfðust þess,“ sagði ráðherr-
ann við Reuters-fréttastofuna.
Ráðherrann sagðist sakna síg-
arettnanna en hann hefði staðist
freistinguna hingað til. „Þegar
mig langar að reykja fer ég bara
að hugsa um nýjar leiðir til að
bæta umhverfið,“ sagði umhverf-
isráðherra Indlands.
Johannes Rau, forsætisráöherra
Noröurrinar-Vestfalíu, og Eber-
hard Diepgan, borgarstjóri Bert-
inar, ræðast við áður en efri
deild þýska þingsins greiddi at-
kvæði um framtiðarbústað sinn.
Simamynd Rculer
Efri deildin
áframíBonn
Efri deild þýska sambands-
þingsins ákvað á fundi í gær að
sitja áfram í Bonn, aö minnsta
kosti um stundarsakir. Þar raeð
bættu þeir Bonn að litlu leyti upp
skaðann fyrir að tapa fyrir Berlín
í keppninni um sfjórnarsetur nýs
Þýskalands.
Atkvæði féllu þannig aö 38
greiddu atkvæði með Bonn en 30
vildu flytjast til Berlínar eins og
neðrideildin sem ákvað það í síð-
asta mánuöi. Tillagan, sem sam-
þykkt var, felur í sér að ákvörð-
unin verði endurskoðuð eftir
nokkur ár.
Bæjaryfirvöld í Bonn óttast að
flutningur síjórnarráðsins og
neðri deildar þingsins geti kostað
um 40 þúsund manns atvinnuna
í borgínni. Efri deildin, sem kem-
ur til fundar aðeins einu sinni í
mánuöi, hefur hins vegar ekki
nema 150 manns í starfi.
Slóvenar kveðja heim
varnarsveitár sínar
Slóvenskur lögregluþjónn stendur vörð við járnbrautarlest frá slóvenska
Rauðakossinum sem er á leið til Ljubljana að ná í stríðsfanga og flytja þá
til Belgrad. Símamynd Reuter
Slóvenar tilkynntu síðdegis í gær
að þeir hefðu kvatt heim tíu þúsund
menn úr varnarsveitum sínum á
undangengnum tveimur sólarhring-
um. Þaö var Jelko Kacin, upplýsinga-
málaráðherra lýðveldisins, sem
skýrði frá þessu á fundi með frétta-
mönnum. Heimkvaðning 68 þúsund
manna herliðs Slóveníu var ein
þeirra sjö krafna sem forsætisráð
Júgóslavíu setti fram á fimmtudag.
Kacin upplýsti þetta skömmu eftir
að Slóvenar hófu að leysa úr haldi
næstum 2500 hermenn sem teknir
voru til fanga í sjö daga bardögum
við júgóslavneska sambandsherinn.
Þá var einnig tilkynnt að Slóvenar
hefðu gengiö að fleiri kröfum forsæt-
isráðsins.
Slóvenar virðast einnig hafa skipt
um skoðun varðandi landamæri lýð-
veldisins að öörum ríkjum. Þeir
sögðust í gær reiðubúnir til viðræðna
um að sambandsstjórnin tæki aftur
við stjórn landamæranna. Slóvenar
sögðu að semja ætti um það mál með
aðstoð Evrópubandalagsins.
Evrópubandalagið samþykkti á
skyndifundi í Hag í Hollandi í gær
að senda utanríkisráðherraþríeykið
aftur til Júgóslavíu í dag til að blása
nýju lífi í friðarumleitanirnar.
Utanríkisráðherrar bandalagsríkj-
anna tólf sögðu að vopnaútflutning-
ur til Júgóslavíu hefði verið bannað-
ur og fjárhagsaðstoð við landið hefði
verið fryst.
Júgóslavneski herinn sagði í gær
að slóvenskar varðsveitir hefðu rofið
vopnahléð á nokkrum stöðum að-
faranótt fóstudagsins. Slóvenar vísa
hins vegar á bug að þeir hafi staðið
fyrir verstu árásunum. í Króatíu
heyrðust sprengingar snemma í gær-
morgun í Slavonijahéraði, nærri
landamærunum að Serbíu, en ekki
höfðu borist neinar fréttir um mann-
fall.
Evrópubandalagið ætlar einnig að
senda nefnd embættismanna til að
hafa eftirlit með vopnahlénu og það
mun endurskoða þá afstöðu sína að
viðurkenna ekki sjálfstæði Slóveníu
og Króatíu ef herinn grípur að nýju
til vopna.
Króatar sökuðu stjórnvöld í gær
um að auka herstyrk sinn á landa-
mærum lýðveldisins og báðu forsæt-
isráðið að draga úr hernaðarumsvif-
unum. Þeir sögðu einnig að þeir
mundu berjast ef skriðdrekar júgó-
slavneska hersins færu um lýðveldið
á leið til Slóveníu.
Júgóslavneski herinn réðst harka-
lega að Ante Marcovic forsætisráð-
herra í gær og kenndi honum um
kreppuna í landinu og var greinilega
verið að fara fram á afsögn ráðherr-
ans.
Rauði kross Slóveníu sagði að 56
hefðu látið lífið í átökunum að und-
anfórnu og 287 særst. Herinn missti
36 fallna og 160 særða en Slóvenar
misstu fimm varnarsveitamenn og
lögregluþjóna. Fimm óbreyttir borg-
arar og tíu útlendingar létu einnig
lífið.
Reuter
Bandaríkin:
Flestir blökkumenn styðja dómarann
Flestir bandarískir blökkumenn
styðja tilnefningu Clarence Thomas,
íhaldssams svarts alríkisdómara, í
embætti hæstaréttardómara þó svo
að næstum því jafnmargir telji hann
ekki vera fulltrúa fyrir skoðanir
flestra blökkumanna.
Þetta eru niðurstöður skoðana-
könnunar sem bandaríska dagblaðið
USA Today birti í gær. Rétt rúmlega
helmingur aðspurðra, eða 54 pró-
sent, sagðist styðja tilnefninguna, 17
prósent voru henni andvígir og 29
prósent tóku ekki afstöðu.
Skoöanakönnunin fór fram á mið-
Clarence Thomas hefur verið til-
nefndur til setu i hæstarétti Banda-
ríkjanna. Teikning Lurie
vikudag, tveimur dögum eftir að
Bush forseti lagði til að Thomas tæki
setu í hæstarétti í staö hins frjáls-
lynda Thurgoods Marshalls sem hef-
ur sagt af sér. Thomas er sömu um-
deildu skoðunar og Bush og Reagan,
fyrrum forseti, að ekki eigi að veita
blökkumönnum nein sérstök forrétt-
indi í sambandi við atvinnumögu-
leika og annað til að bæta upp fyrir
fyrri syndir stjórnvalda.
Öldungadeild Bandaríkjaþings
verður að samþykkja tilnefninguna
og er búist við að hún verði tekin
fyrir í september. Reuter
Rússlandsþing samþykk-
ir sambandssamninginn
Rússneska þingið samþykkti í gær
í grundvallaratriðum tillögu Mikha-
íls Gorbatsjovs Sovétforseta að
samnlngi til að halda ríkjasamband-
inu saman eftir miklar deilur og bak-
tjaldamakk. Þingheimur fór þó fram
á það við nefndina sem tekur þátt í
lokaviðræðunum að hún setji ströng
skilyrði, skilyrði sem gætu gert úti
um samkomulagið.
Eitt skilyrðanna er að lýðveldin
ráði yfir skattlagningu og utanríkis-
verslun. Þá vilja rússnesku þing-
menninir krefjast þess að sameigin-
leg stjórn verði á öllum öðrum svið-
um stjórnmála- og efnahagslífsins.
Þingmenn samþykktu einnig breyt-
ingartillögu sem geir ráð fyrir að
þeir hafi síðasta orðið um endur-
skoðaðan samning.
Til að koma til móts við Boris Jelts-
ín, forseta Rússlands, sem skipti
skyndilega um skoðun og hvatti til
að samningurinn yrði samþykktur,
féllst þingið á að hægt yrði að líta á
skilyrðin sem viðmiðanir en ekki
ófrávíkjanlegar kröfur fyrir sam-
þykki. ,
„Sambandssamningurinn hefur
mjög mikla pólitíska þýðingu og það
mundi hafa í fór með sér öngþveiti í
landinu að hafna honum,“ sagði
Jeltsín í umræðunum.
Það var ekki alveg ljóst hvers
vegna leiðtogar Rússneska sam-
bandsríkisins, sem hittust í fundar-
hléi, létu af fyrri fyrirvörum sínum
og hvöttu til skjótra aögerða. En
þessi afstaða þeirra ætti að veita
þeim meira svigrúm og styrkja stöðu
þeirra í væntanlegum samningavið-
ræðum við Gorbatsjov.
Jeltsín hafði áður skýrt frá því að
hann hefði tryggt sér stuðning lýð-
veldanna níu sem eru að fjalla um
samninginn við fjórar af fimm breyt-
ingum sem Rússland fór fram á.
Hann sagði að fimmta breytingin,
krafan um stjórn lýðveldanna á
skattlagningu, nyti stuðnings Úkra-
ínu sem næstvaldamesta lýðveldi
Sovétsambandsins.
Hin lýðveldin sex, Eystrasaltsríkin,
auk Moldóvu, Armeníu og Georgíu,
hafa neitaö að ræða sambandssamn-
inginn og sagst vilja sjálfstæði.
Reuter
Bjórúrheimasveit
Krókódíla-Dundeef
Bjórþyrstustu menn í Ástralíu,
og sumir segja öllum heiminum,
eru nú að íhuga að koma upp
brugghúsi. Landstjórí hinna sól-
þurrkuðu norðurhéraða þar sem
meðalbjórneyslan á mann er 260
litrar á ári tilkynnti í gær að
ákvörðun um það yrði tekin í
næstu viku.
Margar uppástungur hafa kom-
ið fram um nafn á miðinum ef
af framleiðslu hans verður. Ein
þeirra er að hann verði kallaður
krókódílalager en þá er að sjálf-
sögðu verið að vísa í kvikmynda-
persónuna frægu, Krókódíla-
Dundee. Afreksverk hans urðu til
þess að koma norðurhéruðum
Ástralíu á landakortið. Embætt-
ismaður fylkisstjórnarinnar
sagði þó líklegra að veigarnar
yrðu kallaðar Northern Territory
Bitter. Reutci
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR INNLÁN ÓVERÐTR. (%) hæst
Sparisjóösbækurób. Sparireikningar 5-6 Ib.Lb
3ja mán. uppsögn 5,5-9 Sp
6 mán. uppsögn 6,5-10 Sp
Tékkareikningar, alm. 1-3 Sp
Sértékkareikningar VlSITÖLUB. REIKN. 5-6 Lb.lb
6mán. uppsögn 3-3,75 Sp
15-24 mán. 7-7,75 Sp
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisb. reikningar í SDR6.5-8 Lb
Gengisb. reikningar í ECU 8,7-9 ÖBUNDNIR SÉRKJARAR. Lb
Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Bb
óverðtr. kjör, hreyfðir SÉRST. VERÐBÆTUR (innan tímabils) 12-13,5 Sp
Visitölubundnir reikn. 6-8 Lb.lb
Gengisbundir reikningar BUNDNIR SKIPTIKJARAR. 6-8 Lb.lb
Vísitölubundinkjör 6-8 Bb
óverðtr. kjör INNL. GJALDEYRISR. 15-16 Bb
Bandaríkjadalir 4,5-5 Lb
Sterlingspund 9.25-9,9 SP
Vestur-þýskmörk 7,5-9.25 Lb
Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR ÚTLÁN ÓVERÐTR. (%) lægst
Almennirvíxlar(forv.) 18,5 Allir '
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 18,5-19,25 Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) UTLÁN VERÐTR. 21,75-22 Bb
Skuldabréf AFURÐALÁN 9.75-10.25 Lb.Bb
isl.krónur 18-18,5
SDR 9,7-9,75 Sp
Bandaríkjadalir 7,8-8,5 Sp
Sterlingspund 13-13,75
Vestur-þýsk mörk 10,5-10.75 Bb
Húsnæöislán 4,9
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 27,0
MEÐALVEXTIR
Alm. skuldabréf júlí 18,9
Verðtr. lán júlí VÍSITÖLUR 9,8
Lánskjaravisitalajúli 3121 stig
Lánskjaravisitalajúní 3093 stig
Byggingavísitala júlí 595 stig
Byggingavísitala júlí
Framfærsluvísitala júní 152,8 stiq
Húsaleiguvísitala 2,6% hækkun 1. iúli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5,727
Einingabréf 2 3,077
Einingabréf 3 3.756
Skammtímabréf 1,912
Kjarabréf 5,615
Markbréf 3,001
Tekjubréf 2,118
Skyndibréf 1.666
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,749
Sjóðsbréf 2 1.893
Sjóðsbréf 3 1,899
Sjóðsbréf 4 1,656
Sjóðsbréf 5 1,144
Vaxtarbréf 1,9470
Valbréf 1,8120
Islandsbréf 1,193
Fjórðungsbréf 1,101 -
Þingbréf 1,191
öndvegisbréf 1,176
Sýslubréf 1,126
Reiðubréf 1,163
Heimsbréf 1,102
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40
Ármannsfell hf. 2,38 2,50
Eimskip 5,63 5,85
Flugleiðir 2,40 2,49
Hampiðjan 1,85 1,94
Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08
Hlutabréfasjóðurinn 1,63 1,71
Islandsbanki hf. 1,64 1.72
Eignfél. Alþýðub. 1,66 1,74
Eignfél. Iðnaðarb. 2,40 2,50
Eignfél. Verslþ. 1.74 1,82
Grandi hf. 2,62 2,72
Olíufélagið hf. 5,45 5,70
Olís 2,15 2,25
Skeljungur hf. 6,00 6,30
Skagstrendingur hf. 4,70 4,90
Sæplast 7.20 7,51
Tollvörugeymslan hf. 1,00 N1.05
Útgeróarfélag Ak. 4,51 4,65
Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42
Almenni hlutabréfasj. 1,10 1.15
Auðlindarbréf 1,02
Islenski hlutabréfasj. 1,07 1,12
Síldarvinnslan, Neskaup. 2,90 3,06
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.