Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu verði. Gott efni, lítil rýmun, frostþoliö og þjappast vel. Ennfremur höfum viö fyririiggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöföa 13 - sími 681833 Byggðastofnun Atvinnuráðgjafi Starf atvinnuráðgjafa á Vestfjörðum er laust til umsókn- ar. Starfið felst m.a. í vinnu við ýmis verkefni tengd at- vinnuþróun og rekstrarráðgjöf. Aðsetur atvinnuráðgjaf- ans er á skrifstofu Byggðastofnunar á ísafirði. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun á tækni- og/eða viðskiptasviði. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 1 991 en umsækjendur þurfa helst að geta hafið störf í septembermánuði. Allar nánari upplýsingar veita: Guðmundur Hermannsson atvinnuráðgjafi, Byggða- stofnun, isafirði, sími 94-4633. Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Þróunarsviðs, Byggðastofnun, Reykjavík, simi 91 -605400. Umsóknir skal senda: Byggðastofnun Þróunarsvið Pósthólf 5410, 125 Reykjavík Logmanns- & fasteignastofa REYKJA VÍKUR Skipholti 50C, sími 678844 Fasteign Einbvli raðhús i- Vesturfold Ca 180 fm einbýli á einni hœð. Fullbúið að utan, fokhelt að innan. Góð eign á góðum stað. Sendum teikningar um land allt. Grafarvogur Neðri hæð i tvíbýlis- húsi, ca 140 fm, ásamt bílsk. Afh. full- búið að utan,- fokhelt að innan. Hentugt fyrir hestamenn í ná- grenni Reykjavíkur Ca 200 fm mjög sérstakt einb. ásamt ca 150 m úti- húsi. Ca einn hektari lands. Stórkost- legt úrsýni. Hentar vel l'yrir hestamenn. í nágrenni Reykjavíkur er laust mjög gott fullbúið raðhús með sér- íbúð í kjallara. Arinn, parket, garðhús, gróinn garður. Mjög góð lán áhvílandi. Mosfellsbær Einbýli, ca 180 fm á einni hæð. Afh. tilbúið undirtréverk og fullbúið að utan. Frábær staðsetning. Laugarás Stórglæsil. cu 290 Im parhús með innb. bílskúr. Húsið er allt hið vundaðasta: sérsmíðuðar inrir., 4 svefnherb., biómaskáli, arinn í stofu. Ákv. sala. Ath., cignaskipti konia til greina. 25 herb. Hlíðar Ca 130 fm sérhæð í þríbýli. 3 svefnherbergi, 2 earaliggjandi stofur. lbúðin er laus fljótlega. SuÖurgata Hafnarfirði, 4 herb. 4- bflskúr. íbúðin er ötórglæsileg f 4-býli. Aíhent fullbúið að utan, er til* búið undir tréverk aö innan. Ath.: til afhendingar strax. er okkar fag Lokað um helgar í sumar Jöklasel ca 95 ím stórgóð 3ja herb. íbúð, þvottahús inn af eldhúsi, suðvest- ursvalir. Hagstæð áhv. lán. Vesturbær Mjög góð ca 70 fm íbúð, öll endumýjuð, parket, aukaherb. í kjallara. Laus fljótlega. Verð 5,9. Rauðarárstígur Stórglæsileg 2ja herb. ca 65 fm íbúð, bílskýli, suðursval- ir. Laus fljótlega. Krummahólar Góð 3 herb. íbúð m/góðu útsýni, bílskýli. Stutt í skóla og alla þjónustu. Laus mjög fljótlega. Alftamýri Stórgóð 2 herb. íbúð á 2. hæð. fbúðin er öll endumýjuð. Frábær staður. Mjög góð lán. Austurströnd - vesturbær Mjög góð ca 85 fm íbúð ásamt bíl- geymslu. Veðd. 2,3. Ljósheimar Ágæt 3 herb. 80 fm íbúð á efstu hæð með frábæru útsýni. 25 fm svalir. Eignaskipti möguleg á stærri eign. Laus fljótlega. Engihjalli 80 fm stórglæsileg 3 herb. íbúð. Öll endumýjuð. Kópavogur Ca 90 fm góð íbúð í sambýlishúsi. Parket. Verð 6,9. Miðbær Mjög góð 70 fm íbúð á 1. h. Allt nýtt, parket, sérbílastæði. Háaleiti Ca 110 fm endaíbúð í blokk. Gott útsýni. Suðursvalir. Vestast í vesturbæ Stórgóð 110 fm íbúð á 2 hæðum. Gott út- sýni, hílskýii. Eignaskipti koma til greina. Breiðholt Ca 95 fm stórgóð íbúð, 3 svefnh. Góðar suðursv. Parket á gólfum. Langamýri, Gb. Ca 117 fm íbúð á jarðhæð. Áhvílandi ca 4,5 Vd. Ákveðin sala. Miðbær Glæsileg ca 110 fm 5 herb. íbúð. Allt nýtt Parket á gólf- um, tvennar svalir, frábært útsýni. Klassaeign. Nýtt á sölu. Grænatún, Kópav., 3-4 herb. ris- íbúð í tvíbýli. Smekkleg eign. Verð 5,6. A n nað 15 hesta stórgott hús í Álfholt Veðdeild 4,9, ca 120 fm íbúð á fyrstu hæð. Afhent tilbúið undir tré- verk. Sameign fullfrágengin. Piparsveinaíbúð Miðbær Glæsi leg 50 fm íbúð í steinhúsi. Allt nýtt, laust fljótlega. Góð kjör. Nýtt á sölu. Gamli bærinn Hafnarfirði, 50 fm jarðhæð, frábær kjör. Verð 3,5. Bugðulækur Snotur 55 fm íbúð í kjallara. Rólegt hverfi, stutt í skóla. Áhvílandi 1,5. Ág. útb. Hesthús Víðidal. Söluturn - myndbanda- leiga Mjög góð myndbandaleiga, vel staðsett í bænum. Matvöruverslun - Kópa- VOgÍ Góð rótgróin verslun. Verð samkomuiag. Nýtt á söiu. Sumarbústaðarland í Vatnaskógi (Eyr- arskógi). Sjávarlóðir undir einbýli í nágr. Reykja- víkur. Ýmsar eignir í Hveragerði. Vantar fyrirtæki og eignir á söluskrá. Ólafur örn, Páll Þórðars., Friðgerður Friðriksd. og Sigurberg Guðjónss. hdl. Matgæðingnr vikurinar Saltfiskur með þistlum „Þessi uppskrift hefur reynst mér vel og sjálfsagt að deila því með öðrum,“ sagði Gunnar Helgi Krist- insson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, í samtali við DV. Gunnar tók karlmannlega viö áskorun norðan frá Akureryi um að vera matgæðingur vikunnar. „Ég lærði fyrst og fremst að búa til mat af matreiðslubókum," sagöi Gunnar aðspurður um skólagöngu sína í matargerðarlist. „Ég býst við að orsökin hafl verið sú aö ég var mikill gikkur og fannst matur oft vondur. Það lá því beinast við að reyna að gera betur sjálfur." Gunnar, sem segist stundum grípa í matseld á hverjum degi, býður lesendum upp á girnilega saltfiskuppskrift með framandi sósu. „Persónulega finnst mér ind- verskur matur einna áhugaverð- astur og finnst mjög gaman að spreyta mig á uppskriftum ættuð- um þaðan. Margt af þessum mat er milt og gott því það er útbreidd- ur misskilningur að allur ind- verskur matur sé logandi af kryddi.“ Gunnar Helgi Kristinsson matgæðingur. DV-mynd Hanna Saltfiskur fyrir tyo Saltílskflak, útvatnað og roðflett skorið langsum í strimla, piprað og steikt við vægan hita í jarð- hentuolíu þar til fiskurinn er gull- inn og stökkur (ca tvær mínútur). Stór kartafla, skorin í teninga (1 cm á kant), þeir soðnir stutta stund og svo steiktir í olíu við vægan hita þar til þeir eru vel stökkir. Lítið þistilhjarta (artiskokkur), ytri lauf fjarlægð og önnur snyrt efst, skorið langsum í íjórðunga og rauðleitu hárin fjarlægð. Soðiö í vatni með sítrónusafa í 15 mínútur. Sósa: hrærið saman í könnu 2 msk. tómatpúré, 100 ml af vatni, tveimur pressuðum hvítlauksrifj- um, 100 ml rjóma, 1 tsk. Garam Masala, 'A söxuðum grænum chili pipar, 2 tsk. sítrónusafa og 1-2 msk. ferskri steinselju eða kóríander. 50 grömm smjör. Steikið fyrst saltfiskinn og kart- öflurnar og sjóðiö þistilhjörtun. Bræöið smjörið á stórri pönnu og hrærið sósunni út í. Þegar hún hefur blandast eru saltfiskurinn, kartöílumar og þistilhjörtun sett út í og hitað örstutta stund. Með þessu er ágætt að bera fram gott brauð, ferskt salat og e.t.v. „pikkles," af einhverju tagi eða sítrónubáta. Gunnar skorar á Guðmund Andra Thorsson rithöfund aö vera næsti matgæðingur vikunnar. Gunnar segir Guömund vera nokk- uð slyngan með sleifma. -Pá Hinhlidin Reyni að safna peningum - segir Gunnlaugur Helgason útvarps- og lottókarl Gunnlaugur Helgason hefur starfað sem útvarpsmaður í nokk- ur ár, fyrst á rás tvö en síðan Stjörnunni og loks FM. Hann flutti til Bandaríkjanna um síðustu ára- mót þar sem eiginkonan hóf nám. Gunnlaugur ætlar sjálfur að hefja nám í haust í leiklist í Los Angeles. Hann er hér heima um þessar mundir og hefur tekið upp fyrri störf jafnt sem útvarpsmaður og starfsmaður Lottósins á laugar- dagskvöldum. Þaö er Gunnlaugur Helgason sem sýnir hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Gunnlaugur Helgason. Fæðingardagur og ár: 26. ágúst 1963. Maki: íris Erlingsdóttir. Börn: Helgi Steinar sem er nýorð- inn tveggja ára. Bifreið: Mazda 626 árg 1982 hér heima en Chevrolet árg 1986 í Bandaríkjunum. Starf: Útvarps- og lottókarl. Laun: Já, já. Þau mættu vera hærri. Áhugamál: Fjölskyldan, starfið og að fara á völlinn svona stöku sinn- um. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef fengið þijár en dró ekki sjálfur í það skiptið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Slappa af við sundlaugina í San Diego og grilla úti með góðum vinum. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Að eiga eftir að vaska upp en svo er það allt í lagi þegar ég Gunnlaugur Helgason. er byrjaður. Uppáhaldsmatur: Þaö eru margir réttir í uppáhaldi. Ætli jólamatur- inn rjúpan sé ekki best. Uppáhaldsdrykkur: Léttmjólk og undanrenna og viskí í sóda með miklum ís. Hvaða íþróttamaður fmnst þér standa fremstur í dag? Rúnar Krist- insson í KR. Uppáhaldstímarit: Ég les þau tíma- rit sem ég kemst í. Ætli ég hafi ekki mestar taugar til Gestgjafans. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Grace Kelly. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Þokkalega hlynntur eins og er. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? James Stewart og Kevin Costner. Uppáhaldsleikari: James Stewart. Uppáhaldsleikkona: Julia Roberts er ágæt en Grace Kelly var frábær. Uppáhaldssöngvari: Björgvin Hall- dórsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Náttúru- lífsmyndir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Einhvers staðar verða vondir að vera. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95,7 er langbest þessa stundina. Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón Axel Ólafsson. Hvort horfirþú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Eg horfi meira á ríkis- sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjarni Vestmann. Uppáhaldsskemmtistaður: Amma Lú. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Víking- ur og Fram. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, að útskrifast úr skólanum, sem ég er að fara í, fyrir þrítugt. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Reyna að vinna mér inn eins mikið af peningum og ég mögulega get. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.