Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. Sviðsljós Bandaríski leikarinn Michael Landon lést á mánudag eftir nok- kurra mánaða baráttu viö krabba- mein. Læknar höfðu tilkynnt leik- aranum í maí að lífslíkur hans væru engar - hann ætti aðeins nokkrar vikur eftir. Michael Lan- don hefur gengið á milli lækna frá þvi upp komst í vetur að hann væri með krabbamein í lifur og brisi. Landon trúði á kraftaverk og var bjartsýnn á að hann myndi ná sér upp úr veikindunum en sá draumur rættist ekki. Hann meira að segja prófaði nýja meðferð en ekkert gekk enda sögðu læknar að of seint væri að bjarga honum. Michael Landon var níu barna faðir. Sex voru hans eigin og þrjú ættleidd. Hann var þekktastur fyrir að leika góða gæjann í sjónvarpinu í yfir þrjátíu ár. Fyrst sem Jói litli í Bonanza, síðar sem Ingalls í Hús- inu á Sléttunni og loks sem engill- inn Jonathan í þáttaröðinni Hig- hway to Heaven sem sýndur var í fyrra á Stöð 2. Michael Landon var mjög barn- góður og undir það síöasta vildi hann ekki líta af börnum sínum. Elsti sonur hans, Mark, er 42 ára og aðeins tólf árum yngri en faðir- inn. Mark er sonur fyrstu konu Michaels Landon, Dodie Frazers, en hún var nýlega búin aö missa eiginmann sinn er þau kynntust. Hún var þá 25 ára og Michael 18. Mark sonur hennar var sex ára og Michael ákvað að ættleiða hann. Hjónabandið entist til ársins 1962. En Dodie og Michael eignuðust saman soninn Josh sem er 30 ára. Michael giftist aftur Lynn Noe og áttu þau fimm börn saman. Þau Michael Landon ásamt þriðju eiginkonu sinni, Cindy, og tveimur yngstu börnum meðan allt lék i lyndi. Jói litli i Bonanza með föður sínum. Það eru Michael Landon og Lorne Greene. skildu eftir nitján ára hjónaband og var skilnaðurinn þungt áfall fyr- ir Landon sem sökkti sér á kaf í vímuefnaneyslu á þeim tíma. Árið 1983 kvæntist Michael Landon tutt- ugu árum yngri snyrtisérfræðingi, Cindy Clerico. Þau áttu saman Jennifer, sem er 7 ára, og Sean Matthew, 4ra ára. Michael Landon, sem hét réttu nafni Eugene Orowitz, átti mjög erfiða æsku. Faðir hans var gyð- ingur og varð Landon oft fyrir barðinu á skólafélögum vegna þess. En Michael Landon á marga aðdáendur. Það sannaðist á meöan hann barðist við hinn illkynja sjúk- dóm. Bréfum rigndi bókstaflega inn um póstlúgu hans frá aðdáend- um um allan heim. Þar að auki fékk hann alls kyns ráðleggingar frá fólki og sumar komu langt að. En ekkert dugði. Leikarinn lifði á grænmetisfæði síöustu vikurnar og hafði lést mikið. Bandarísku blöðin voru uppfull af frásögnum um líð- an hans og viðtölum við ættingja og vini. Eitt blaðið sagði hann eiga eftir einn mánuð í apríl. Annað sagði: Michael Landon: Þetta er búið. Þannig gátu aðdáendur leik- arans fylgst með í hverri viku harmsögu hans sem barðist hetju- lega fram til síðasta dags. Michael Landon er látinn: Lék ætíð góða gæjann í sjónvarpinu Leikkonan Lee Remick látin: Kynþokkadís sem áhorfendur dáðu Tveir ástsælir leikarar kvöddu þennan heim í vikunni. Bæði létust þau úr lifrarkrabbameini. Það eru þau Lee Remick og Michael Landon sem bæði hafa notið mikilla vin- sælda, sérstaklega í sjónvarpi. Þegar Lee Remick komst að því aö hún væri meö krabbamein lærði hún meira um lífið en nokkur önn- ur lífsreynsla hafði kennt henni. „Ég hef lært að meta ýmsa hluti á annan hátt. Það er ömurlegt hversu við látum oft smáatriði skipta okk- ur miklu máli og gera okkur döp- ur,“ var haft eftir leikkonunni í mars árið 1990 en þá hafði hún barist við krabbameinið í átta mán- uði. Lee Remick lést á þriðjudag að- eins 55 ára gömul. Hún hafði leikið í kvikmyndum allt frá árinu 1956 og var fyrir löngu orðin stjarna í Hpllywood. í fyrstu kvikmynd sinni „Face In The Crowd“ lék hún kynþokkafulla dís en Lee hafði ekki áhuga á að festast í slíkum hlutverkum. Sagt var um Lee að hún hefði alla burði til að verða ein af þessum kyn- þokkastjömum sem ekkert kynnu að leika en svo varð ekki. Lee Remick sýndi og sannaði snemma að hún var góð leikkona og áhorf- endur báru virðingu fyrir henni. Hún var svar Bandaríkjanna við Leikkonan Lee Remick I hlutverki sínu i kvikmyndinni Baby the Rain Must Fall sem gerð var árið 1965. Mótleikarar voru Steve McQueen, sem lést fyrir nokkrum árum, einnig úr krabbameini, og Kimberly Block. Brigitte Bardot Frakklands. Lee Remick hefur leikið í íjölda kvikmynda sem náð hafa vinsæld- um. Hún hefur leikið á móti mörg- um frægum leikkurum svo sem Jack Lemmon í kvikmyndinni „Da- ys of Wine and Roses" en fyrir þá mynd var hún tilnefnd til óskars- verðlauna árið 1963. Lee Remick lék í yfir 30 sjón- varpsmyndum þar á meðal þátta- röö um Lady Randolph Churchill. Leikkonan var fædd í Massachu- setts 13. desember 1935. Hún var dóttir sviðsleikkonu og auðkýflngs sem rak verslunarkeðju. Foreldrar hennar skildu þegar hún var barn og hún flutti með móður sinni til New York. Lee fór í skóla á Man- hattan en þegar hún var sextán ára bauðst henni lítið hlutverk á sviöi í Broadway. Þar með var uppgang- ur hennar hafinn innan leiklistar- heimsins. Lee giftist sjónvarpsþáttafram- leiðandanum Bill Colleran árið 1958 og áttu þau tvö börn saman, Kate og Matthew. Hjónabandið ent- ist í ellefu ár. Ári síðar giftist Lee aftur, þá breska kvikmyndafram- leiöandum William Gowans. Þau bjuggu á Englandi en áttu auk þess heimili í Holly wood og í Massachu- setts.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.