Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Síða 13
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. Supermodelkeppnin eftir rúma viku: Á ekki von á að Birna Bragadóttir er nú stödd i Los Angeles þar sem hún tekur þátt í keppninni Supermodel of the World þann 11. júlí. Anneliese Seubert frá Ástralíu, sigurvegari Supermodel of the World í fyrra. komast í úrslit - segir Bima Bragadóttir sem nú er í Los Angeles Birna Bragadóttir, sigurvegari í Fordkeppninni hér á landi, hélt til Los Angeles sl. þriðjudag á vit nýrra ævintýra. Birna sagði í sam- tali við DV að hún væri lítið spennt og gerði sér engar vonir um að komast í úrslit. Keppnin fer fram að kvöldi 11. júlí. Áður en að henni kemur þurfa stúlkurnar að sitja fyrir í myndatökum auk þess sem þær fára í skoðanaferðir um borg- ina. Meðal þess sem þær skoöa er Universal kvikmyndaverið. Stúlkurnar, sem eru tuttugu og níu, búa á hóteli því sem frægt varð úr kvikmyndinni Pretty Woman og ætti því ekki að væsa um þær. Keppnin Supermodel of the World, sem Birna tekur nú þátt í fyrir hönd íslands, var fyrst haldin í september árið 1980 í Monte Carlo. Þær stúlkur sem sigrað hafa í keppninni hafa allar orðiö frægar fyrirsætur og birst á forsíðum helstu tískublaða um heim allan. Það er ekki lítið sem er í verðlaun því sú stúlka sem ber sigur úr být- um fær 250.000 dala (15.750.000 kr. ísl.) samning við Ford Models í New Yórk. Auk þess fær hún margar gjafir, þar á meðal demantshring frá Cartier. Leitað er að keppendum um allan heim. Keppnin er kostuð og haldin í hverju landi fyrir sig af helstu tískublöðum heims svo sem Elle í Frakklandi, Ítaiíu, Spáni og Svíþjóð og Petru í Þýskalandi. í Bandaríkj- unum eru það stórfyrirtæki á borð við Bloomingdales, The Daily News og The Houston Post sem taka þátt í leitinni af súpermódelinu. Leitað er að stúlkum á aldrinum frá 14- 24ra ára og er sama hvort þær hafa reynslu í fyrirsætustörfum að baki eða ekki. _ Margar af þekktustu fyrirsætum heims eru fyrrum vinningshafar í Supermodel of the World keppn- inni svo sem hin danska Renee Simonsen, norska Anette Stai, Carrie Miller og Celia Forner svo einhverjar séu nefndar. Keppnin vekur ætíð mikla at- hygli en henni er sjónvarpað um Bandaríkin og til Frakklands beint. Sigurvegarar hafa komið fram í sjónvarpsþáttum CBS og ABC sjón- varpsstöðvunum daginn eftir keppni. Auk þess er venjulega getið um keppnina í vikublöðunum Time og Newsweek. Sex stúlkur komast í úrslit keppninnar og eru þær allar örugg- ar sem fyrirsætur hjá Ford Models skrifstofunni. Ford Models rekur skrifstofur í New York, Tokyo, Par- ís og víðar. Þá má geta þess að margar þekktar leikkonur byijuðu feril sinn hjá Ford Models eins og Candice Bergen, Ali MacGraw, Jane Fonda, Brooke Shields og Shari Belafonte. Þá hafa margar fyrirsætur Ford Models vakið á sér athygli vegna frægra eiginmanna en meðal þeirra er Jerry Hall, Cheryl Tiegs og Christie Brinkley. -ELA Ford Models sér um stúlkurnar i Los Angeles, þar á meðal förðun og hárgreiðslu. Einnig fá þær fatnað, stutta kjóla, fyrir sjónvarpsútsendinguna. Þátttakendur þurfa ekki að koma fram I sundbolum. FERÐAÞJÓNUSTU- AÐILAR Til sölu nýtt „Smáhús’’. Hentar fyrir veiðistaði og sem gistihús. Húsið er um 18 fermetrar, einangrað sem heilsárshús, er með svefnaðstöðu fyrir 4 í kojum og 2 á svefnlofti. I húsinu er eldhúskrókur, klósett og handlaug. Húsinu fylgja forsteyptar undirstöður. Verð með vsk. 1.400.000,- Upplýsingar á skrifstofu- tíma i sima 93-41330. BÚÐAVERK HF. Búðardal TIL SÖLU Chevy Blazer, árgerð '88, 4x4, 6 cyl., 4,3 lítra, ekinn 48 þús. mílur, svartur með hvítum röndum og álfelgum. Mjög fallegur bíll. Upplýsingar í símum 657667 og 651288. Ferðafólk - með Eyjaferðum - og Hótel Stykkishólmi Hörpushelfiskur veiddur og snæddur í réttu umhxerfi. Komið og sannfærist! Frábærir gistimöguleikar, svo sem á HÓTEL STYKKIS- HÓLMI, þar sem skelfiskréttir eru einkenni staðarins, eða á nýju glæsilegu 14 herbergja HÓTELIEYJAFERÐA Láttu Hólminn heilla þig Hótel Stykkishólmur, sími 93-81330 Eyjaferðir, sími 93-81450

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.